Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í helgarferð til Búda- pest 23. apríl. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og á vorin skartar hún sínu fegursta og þá er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértil- boðum. Fararstjórar Heimsferða gjör- þekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 49.900 Helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 næt- ur á Hotel Platanus *** með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000. Sértilboð 23. apríl. Fjölbreytt úrval gistimöguleika í boði á sértilboði. Ótrúleg sértilboð – helgarferð á einstökum tíma! Búdapest 23. apríl frá kr. 49.990 Flug og gisting Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VIÐRÆÐUR standa yfir milli Heil- brigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og sveitarstjórnarmanna í Rang- árvallasýslu um fyrirkomulag sjúkraflutninga þar, að sögn Magn- úsar Skúlasonar, forstjóra HSu. Yfirlögregluþjónninn á Hvolsvelli, Sveinn K. Rúnarsson, skrifaði Ög- mundi Jónassyni heilbrigð- isráðherra og lýsti áhyggjum lög- reglu af breytingu á sjúkraflutning- um í sýslunni. Þar var sjúkraflutn- ingamönnum í hlutastarfi sagt upp. Standi uppsagnirnar verður sjúkra- bíll einungis til taks á Hvolsvelli á dagvinnutíma frá 1. júní. „Ég tók málið sérstaklega upp við forráðamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og innti þá eftir hver niðurstaðan yrði,“ sagði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra þegar hann var spurður um viðbrögð við bréfi yfirlögregluþjónsins. Ögmund- ur sagði það ekki sitt að taka ákvörð- un í málinu heldur Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands. „Þeir voru mjög meðvitaðir um þetta mál og sögðu að það væri enn í könnun. Ég veit ekki hvort niðurstaða hefur fengist nú á allra síðustu dögum,“ sagði Ög- mundur. „Þetta var hluti af aðgerðum sem við þurftum að grípa til vegna sam- dráttar í útgjöldum,“ sagði Magnús, forstjóri HSu. Stofnuninni var gert að lækka útgjöld um rúmlega 200 milljónir á ársgrundvelli. Með fyr- irhugðum breytingum á sjúkraflutn- ingum er ráðgert að spara um 14 milljónir á ári. Einungis hlutastarf- andi sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli var sagt upp en ekki þeim sem eru í Vík eða á Kirkjubæj- arklaustri. Uppsagnirnar í Rang- árvallasýslu taka gildi 1. júní. Magnús sagði að þegar uppsagn- irnar voru afhentar hefði jafnframt verið kynnt að eftir væri að útfæra hvað við tæki. „Það liggur ekkert fyrir á þessari stundu hvernig þjón- ustan verður,“ sagði Magnús. Málið enn í skoðun Heilbrigðisstofnun Suðurlands er í viðræðum við sveitar- stjórnarmenn í Rangárvallasýslu um sjúkraflutninga Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) tók á fimmtudag ákvörðun um að víkja félagsstjórn Sparisjóðabanka Íslands hf. í heild sinni frá störfum og skipa í staðinn skilanefnd sem tekur við öllum heimildum fyrri stjórnar samkvæmt ákvæðum laga nr. 125/2008 um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði. Tæknileg vandamál 21. mars tók FME ákvörðun um að ráðstafa eignum og skuldum Sparisjóðabanka Íslands hf. til Nýja Kaupþings banka hf. og Seðlabanka Íslands vegna yfirvofandi og alvar- legs lausafjárskorts bankans og við- varandi eiginfjárvanda. Í þeirri ákvörðun FME var ekki skipuð skilanefnd fyrir Sparisjóða- banka Íslands hf. enda var gert ráð fyrir að yfirfærsla innlána tæki skamman tíma og hún væri einföld í framkvæmd. Vegna tæknilegra vandkvæða tafðist yfirfærsla innlána hins vegar og því tók FME áður- nefnda ákvörðun um að skipa skila- nefnd. Formaður skilanefndarinnar er Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, og aðrir í nefndinni eru Erling Tómasson, löggiltur end- urskoðandi, Hjördís Edda Harðar- dóttir hrl., Jón Ármann Guðjónsson hdl. og Áslaug Björgvinsdóttir, dós- ent við Háskólann í Reykjavík. Ákvæði 64. og 65. greinar laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd fer með málefni fjármálafyrirtækisins. Þá gilda hvorki lög um aðför né kyrrsetningu gagnvart fyrirtækinu. Stjórninni vikið frá störfum Sparisjóðabanki Íslands fær skilanefnd Morgunblaðið/Golli FME Ráðstafar eignum og skuldum. SNORRI Jónsson and- aðist laugardaginn 28. mars á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni. Hann fæddist 23. október 1913 í Reykja- vík, sonur Jóns Guð- mundssonar sjómanns í Reykjavík og Gróu Jó- hannesdóttur konu hans. Hinn 5. febrúar 1944 kvæntist Snorri Agnesi Jónu Magnús- dóttur, en hún féll frá árið 2003. Þau eignuðust dótturina Þórunni árið 1953 og soninn Jón Magnús árið 1955. Jón Magnús lést árið 2002. Snorri lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1933 og sveinsprófi í vél- virkjun 1935. Hann vann ýmis vél- stjórnarstörf fram til 1940. Eftir það starfaði hann við járnsmíðar í Reykja- vík til ársins 1954, þeg- ar hann hóf störf hjá Al- þýðusambandinu. Snorri var atkvæða- mikill í félagi járniðnað- armanna á árunum 1940-1970 og var for- maður þess í samtals sextán ár. Hann var meðal stofnenda Málm- og skipasmiðasam- bands Íslands, formað- ur þess frá stofnun 1964 til 1976 og forystumað- ur við kjarasamninga- gerð þess um árabil. Hjá ASÍ var Snorri lengst af framkvæmdastjóri, en for- seti á árunum 1973-1974 og 1978- 1980. Hann sat í miðstjórn Sósíalista- flokksins og var um hríð varaþing- maður Alþýðubandalagsins. Hann var fyrsti formaður Félags eldri borg- ara í Reykjavík. Andlát (Guðmundur) Snorri Jónsson FRAMKVÆMDASTJÓRN Frost-fisks ehf. hefur ákveðið að veita starfsfólki fyrirtækisins umsamda 3,5 prósenta launahækkun frá og með 1. mars sl. þrátt fyrir sam- komulag SA og ASÍ um hið gagn- stæða. Með þessari samþykkt vill Frost- fiskur ehf. umbuna sínu frábæra starfsfólki og þakka því fyrir vel unnin störf, að því er segir í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Hjá Frostfiski vinna um 135 manns. Síðasta ár var metár í fram- leiðslu hjá Frostfiski og stefnir í að árið 2009 slái fyrra met. Af sjávarútvegsfyrirtækjum reið HB Grandi á vaðið fyrr í mán- uðinum og ákvað að greiða 13.500 króna launahækkun strax til starfs- manna. Mörg fyrirtæki fylgdu þá í kjölfarið, þar á meðal Brim, Norð- urströnd á Dalvík, Sæmá á Blöndu- ósi, Sjávariðjuna á Rifi, Godthaab í Vestmannaeyjum og Hrogna- vinnslu Vignis G. Jónssonar á Akra- nesi. Frostfiskur hækkar launin NÝ 450 m2 viðbygging við íþróttahús Íþróttafélags fatl- aðra í Reykjavík í Hátúni 14 var tekin í notkun á laug- ardaginn var. Meðal viðstaddra við opnunina voru Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og fluttu þau öll ávörp. „Þetta er algjör breyting fyrir okkur. Nú fáum við fullkomna aðstöðu til lyftinga- og þrekþjálfunar. Öll tæki eru sérhönnuð fyrir fatlaða og aðgangurinn þannig að fólk í hjólastól kemst í þau öll,“ sagði Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri ÍFR. Þá var búningsklefum fjölgað og önnur aðstaða bætt. ÍFR hefur látið hanna nýja fé- lagsaðstöðu við íþróttahúsið og sagði Þórður stefnt að því að láta þann draum rætast á næstu árum. Áætlað er að kostnaður við nýju viðbygginguna ásamt tækjakaupum nemi 150-160 milljónum króna. Morgunblaðið/Ómar Gleði Thelma Björk, 13 ára, gat ekki leynt ánægju sinni með stórbætta æfingaaðstöðu. „Algjör breyting fyrir okkur“ ÞAU bestu úr hópi 265 grunnskólabarna, sem hafa í allan vetur sótt námskeið í Ólympíustærðfræði við Háskólann í Reykjavík, voru verð- launuð sl. laugardag. Börnin eru á aldrinum 10-14 ára, úr 21 grunnskóla í Reykjavík og nágrenni. Glatt var á hjalla og mikið um dýrðir af tilefn- inu og fengu yfir 100 börn viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í vet- ur. Skólarnir sem eiga stigahæstu einstaklingana fengu verðlaunaskildi. 100 börn fengu verðlaun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.