Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 30. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Bjarni nýr formaður  Bjarni Benediktsson var kosinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins í gær. Bjarni hlaut 990 atkvæði af 1.705 greiddum atkvæðum, eða 58,1%. Kristján Þór Júlíusson fékk 688 atkvæði eða 40,4%. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endur- kjörin sem varaformaður flokksins með 80,6% atkvæða. »8 Sjálfstæðisflokkinn á „bekkinn“  Jóhanna Sigurðardóttir, nýkjör- inn formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi Sam- fylkingarinnar að best væri fyrir ís- lenskt samfélag að Sjálfstæðisflokk- urinn „verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að lokn- um næstu kosningum“. »6 Varðskip leigt Norðmönnum  Viðræður standa nú yfir milli Landhelgisgæslu Íslands og hinnar norsku systurstofnunar hennar um að hið nýja varðskip Íslands verði leigt Norðmönnum. Óvíst er hvernig þetta verður útfært og mögulega mun norskt skip koma til leigu á móti. »2 Afkoma veldur áhyggjum  Raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins á síðasta ári var nei- kvæð um 25,3%, samkvæmt upp- gjöri sjóðsins. Hefur meðalávöxtun síðustu fimm ára því verið 0,5% á ári. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, segir stöðu sjóðsins valda áhyggjum. Ekki muni þó koma til aukinna framlaga rík- isins fyrr en eftir 10 ár. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Spilakóngur á fjárfestingarbúllu Forystugreinar: Skarpari línur | Ekki gleyma útrásinni Pistill: Vinátta í stjórnmálum Ljósvaki: Breytt Jóhanna UMRÆÐAN» Hvalir, firring og mannremba Við þurfum félagshyggjustjórn … Beri maðurinn Evrópuumræðuna af dagskrá … Heitast -3°C | Kaldast -11°C N og NV 15-25 m/s fram eftir degi. Hvass- ast austan til, lægir síðdegis. Snjókoma, einkum fyrir norðan. »10 Artika og Ljósvaki komust áfram á öðru tilraunakvöldi Mús- íktilrauna sem ein- kenndist af miklum metnaði. »36 TÓNLIST» Metnaðar- full músík FLUGAN» Kíkti á sædýrasafn og tískusýningu. »32 Áhugavert efni og fagur texti en ýmsu ábótavant ef litið er á sýninguna sem leikverk, segir um Sædýrasafnið. »31 LEIKLIST» Fagur texti í leikverki KVIKMYNDIR» Reyfarakennd mynd af ástandinu. »35 LEIKLIST» Kolsvartur húmor, kon- ungleg skemmtun. »31 Menning VEÐUR» 1. Geir: Ómaklegt hjá Davíð 2. Fannst látin eftir sjö ár 3. Bjarni kjörinn formaður 4. Veður fer versnandi … »MEST LESIÐ Á mbl.is FRIÐARSKÁK var tefld á útitafli Reykjavík- urborgar við Lækjargötu í gær. Skákmenn- irnir komust allir lifandi úr atganginum og notuð voru önnur hugtök en að „drepa“ tafl- mennina. Þemað var „lifandi skák“. Ungir skákmenn, friðarsinnar og vegfarendur voru í hlutverki taflmannanna. Þeir færðu sig í takt við leiki hinnar úkraínsku Anaztaziu Karlovich og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Enginn „drepinn“ í friðarskák Morgunblaðið/Ómar Verslanir í Holtagörðum seldu í lið- inni viku ýmsar vörur á miklum af- slætti, enda rekstur þeirra þar að hætta. Penninn/Eymundsson var með mikinn afslátt, allt upp í 90%. Þannig kostuðu lág skilrúm, sem notuð eru á skrifstofum, 6.000 krónur stykkið. Það eru kostakjör, en áður höfðu þau kostað tæpar 70 þúsund krónur, sem var auðvitað út úr öllu korti. Lítill kassi með skrauti, sem ætlað er til að punta farsíma, var á af- slætti. Í kassanum eru nokkrir glit- steinar, band og perlur. Kassinn kostaði rúmar 500 krónur, en hafði áður kostað hátt í tvö þúsund krón- ur! Afslátturinn þar ríflegur og kassinn loks á „eðlilegu“ verði. rsv@ mbl.is Auratal Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSKLIFRARAR víða að úr heim- inum hafa spreytt sig á ísfossunum nálægt Björgum í Kaldakinn í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Frægð Kalda- kinnar sem ísklifurparadísar hefur borist víða. Þótt Kinnin dragi nafn sitt af kalda, en ekki kulda, verður þar nógu kalt til að tröllauknir ís- fossar geta myndast allt frá fjalla- brúnum og niður í klettabeltin ofan við fjöruna. Stærð fossanna fer eftir úrkomu. Íþróttin er helst stunduð hátt til fjalla og því þykir mörgum nýnæmi að geta fikrað sig upp ís- fossa ofan við ólgandi brim með ær- andi brimgný í eyrum. Þær að- stæður þykja einstakar á heimsvísu. Hlöðver Pétur Hlöðversson, bóndi á Björgum, sagði að ekki þyrfti að fara langt til að komast í ísfossa. „Það er nánast samfellt klettabelti héðan og út að sjó. Það byrjar svona 200 m frá bænum og er þar nokk- urra metra hátt. Svo ná ísfossarnir upp í 120-180 m. Frægastur er Stekkjarstaur,“ sagði Hlöðver. Þekktir ísklifrarar frá Mið- Evrópu og Bretlandi hafa komið í fylgd ljósmyndara að Björgum og birt greinar í víðlesnum tímaritum. „Ég hef ekki kynnt þetta neitt, en fólk hefur farið ánægt héðan,“ sagði Hlöðver. Hann sagði Breta hafa sótt mikið til Noregs í ísklifur. Mögu- leikar gætu falist í því að kynna Kinnarfjöllin í klakaböndum þar í landi. Bæði væri um styttri veg að fara og eflaust ódýrara nú á tímum. Ísbændur í Kinn  Kaldakinn hefur vakið athygli meðal útlendra ísklifrara  Þar eru ísfossar niður í fjöru ofan við ólgandi brimöldur Í HNOTSKURN »Jörðin Björg er nyrsti bærí Kaldakinn í Suður- Þingeyjarsýslu. Bærinn ber nafn með rentu en láglendið er girt björgum á aðra hönd og Skjálfandafljóti á hina. »Á Björgum er rekinn bú-skapur. Bústofninn er að- allega kýr og kindur. »Hlunnindi á borð við dún-tekju, silungsveiði, reka og útræði eru á Björgum og hafa verið nytjuð í aldanna rás. »Skógrækt hefur veriðstunduð á Björgum frá 1945, skjólbeltarækt sl. tíu ár.Kaldakinn Ísklifrarar hafa komið víða að til að klífa ísfossana. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.