Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 22
22 MinningarKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
KRAFAN um að losna við ESB-málið í eitt
skiptið fyrir öll með kosningum er eðlileg og
styðst við það heilbrigða viðhorf okkar allra
að nei þýði nei. En þegar glímt er við jafn
óheilbrigt og andlýðræðislegt fyrirbæri og
Evrópusambandið gildir þessi regla ekki og
það er lítilli skuldugri þjóð afar hættulegt að
leggja af stað í vegferð með fullveldi sitt í far-
teskinu.
Allar Evrópuþjóðir sem hafa hafnað ESB-
aðild eða einstökum liðum í samrunaferli
ESB hafa verið látnar kjósa aftur. Þetta á
líka við um Norðmenn sem nú eru tvívegis búnir að
hafna ESB-aðild en samt er málið enn á dagskrá þar
ytra og ESB-sinnar bíða eftir tækifæri til að koma þriðju
kosningunum að.
Svíar voru margspurðir að því hvort þeir vildu í ESB
og allar skoðanakannanir um árabil bentu til að svo væri
ekki. Í augnabliks örvæntingu bankahrunsins þar um
síðustu aldamót stóð svo á að ESB-sinnum tókst að
knýja fram ESB-kosningar og aðild var samþykkt með
naumum meirihluta. Fljótlega á eftir var andstaðan aft-
ur orðin meiri en fylgnin en það skiptir ein-
faldlega engu máli. Kostnaður ríkis og reglur
við að fara út úr ESB er með þeim hætti að
leiðin er ófær.
Það er því mikil afbökun þegar því er haldið
fram að lýðræðið krefjist þess að fólk fái að
kjósa um ESB-aðild. Þar með er verið að
kjósa um það að afhenda útlendingum löggjaf-
arvald yfir okkur og börnum okkar um
ókomnar kynslóðir. Það er verið að kjósa af
okkur lýðræðið.
Nú liggur fyrir að þeir tveir flokkar sem
staðið hafa í fylkingabrjósti ESB-andstöðu,
Sjálfstæðisflokkur og VG, vilja báðir leiða
þjóðina inn í þetta ólýðræðislega kosningaferli. Og bera
fyrir sig lýðræði þegar lýðskrum á betur við. Báðir munu
koma knékrjúpandi að hásæti Samfylkingar eftir næstu
kosningar. Fullveldi Íslands stafar hætta af slíkum
stjórnmálaflokkum.
Setjum x við fullveldið og lýðveldið, setjum x við L-
lista fullveldissinna.
Að leiða ESB-málið til lykta
Eftir Bjarna Harðarson
Bjarna Harðarson
Höfundur er bóksali og býður sig fram í fyrsta sæti
á L-lista fullveldissinna.
LANDSFUNDUR Vinstri grænna helgina
20. til 22. mars var gríðarlega öflugur og sá
fjölmennasti í sögu hreyfingarinnar. Vinstri
græn eru nú komin í ríkisstjórn eftir að Sjálf-
stæðisflokkur og Samfylking höfðu lagt árar í
bát og gefist upp á landsstjórninni.
Það urðu öllu félagshyggjufólki mikil von-
brigði þegar Samfylkingin gekk beint í faðm
Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar.
En nú er 18 ára samfelldum stjórnartíma
Sjálfstæðisflokksins lokið og er það einlæg
ósk þjóðinni til handa að sá flokkur standi ut-
an stjórnar a.m.k. næstu 18 árin.
Efnahagslegt og siðferðislegt gjaldþrot nýfrjálshyggj-
unnar hefur kallað yfir þjóðina og stóran hluta heimsins
mestu hamfarir af manna völdum í marga áratugi. Marg-
ir týndu sér í græðginni og hlupu eftir bergmálinu. En
það fólk er nú á leið heim til hinna sönnu gilda fé-
lagshyggju, samhjálpar og nægjusemi. Þang-
að sem vinir, vandamenn og fjölskylda, nátt-
úran og nærumhverfið skipti höfuðmáli.
Krafturinn og ólgandi löngun til að láta til
sín taka í að byggja upp nýja Ísland einkenndi
landsfund Vinstri grænna. Heiðarleiki og
traust voru einkunnarorð landsfundarins.
„Samstaða og samhugur“ – „Einn fyrir alla og
allir fyrir einn“ voru m.a. slagorð ungmenna-
félaganna og samvinnumanna. Þau gerum við
nú að okkar.
Vinstri græn stóðu vaktina og börðust gegn
þeim öflum sem leiddu hrunadansinn yfir okk-
ur.
Vinstri græn munu nú af ábyrgð og heiðarleika leiða
uppbyggingu næstu ára á grunni hugsjóna jafnaðar og
velferðar þjóðinni til farsældar.
Öflugur Landsfundur
Vinstri grænna
Eftir Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvest-
urkjördæmi.
EIN AF frum-
þörfum fólks er að
eiga heimili sem
öruggt skjól. Eins og
staðan er á Íslandi í
dag getur fólk alls
ekki verið öruggt í
þessum efnum. Eftir
fjárfestingar Íslend-
inga í góðærinu, þegar
bæði tekjur og fa-
steingaverð var hærra en þekkst
hefur, vaknar fólk upp við að ekki
er hægt að standa við skuldbind-
ingarnar sem það tók á sig. Íbúð-
arhúsnæði fjölda fólks, heimili
þess og griðastaður, er ekki leng-
ur sá fasti punktur í tilverunni
sem ætlað var. Þessi staða er í
flestum tilvikum ofviða venjulegu
fólki, það fyllist örvæntingu og
veit ekki hvað er til ráða.
Bankaábyrgð
Bankarnir hafa fram til þessa
litla sem enga ábyrgð tekið á því
að skilvísir lántakendur lentu í
vanskilum og gætu ekki greitt lán
sín. Er það eðlilegt?
Hverjir tóku ákvörðun um að
hækka lánshlutfall Íbúðalána-
sjóðs? Hverjir fylgdu í kjölfarið og
buðu lán, allt að 100% af mats-
verði húsnæðis? Hverjir hönnuðu
greiðslumatið sem átti að segja til
um að viðkomandi skuldari gæti
staðið í skilum og hversu vitlegt
var það mat? Framsókn og einka-
bankarnir stóðu fyrir
þessu eins og allir vita.
Skuldahvati var mikill og
allir áttu rétt á láni hvort
sem þeir voru að kaupa
húsnæði eða ekki.
Nú lifum við á breytt-
um tímum, fasteignaverð
lækkar og verðbólgan
hefur aukist
með tilheyrandi hækk-
un á þeim lánum sem á
húsnæðinu hvíla. Sú víxl-
verkun er efni í aðra
grein og verður ekki rædd hér.
Afleiðingin er eins og fram hefur
komið hér að framan að fólk getur
ekki staðið við skuldbindingar sín-
ar.
Nauðungarsala
Þegar kemur að því að lánveit-
andi gengur að veðinu vil ég að
það verði tryggt að íbúðir sem
bankar og lánastofnanir í eigu rík-
isins leysa til sín verði áfram til
ráðstöfunar fyrir skuldarana svo
fólk haldi heimili sínu. Það verður
að tryggja forleigurétt þeirra og
þá á kjörum sem nýtt og end-
urbætt greiðslumat segir til um.
Lánið yrði svo lengt um þann ára-
fjölda sem til þarf, í samræmi við
þær tekjur sem fólki er ætlað að
lifa á mannsæmandi lífi í nánustu
framtíð. Þannig heldur fólk heim-
ili.
Að halda heimili
Eftir Kolbrúnu
Stefánsson
Kolbrún Stefánsson
Höfundur skipar 1. sæti á framboðs-
lista Frjálslynda flokksins í Suðvest-
urkjördæmi.
Fjármálakerfi Ís-
lands hrundi til grunna
þannig að heimurinn
gapti. Þeir sem sóttust
eftir og var falið að
gæta hagsmuna al-
mennings brugðust al-
gerlega. Til varð kraf-
an um persónukjör,
tilfinningaþrungin
krafa um aukið lýð-
ræði. Öllum var ljóst að við því
yrði að bregðast 25. apríl. Per-
sónukjör varð aðalatriði í mál-
efnasáttmála ríkisstjórnar Sam-
fylkingar og Vinstri grænna.
Þrautreynd aðferð
Frumvarpið um persónukjör
gerir ráð fyrir varfærnu skrefi í
átt til meiri áhrifa kjósenda.
Flokkarnir geta boðið fram raðaða
lista eins og venjulega. Breytingin
felst aðeins í því að framboðum
verður einnig heimilt að bjóða
fram óraðaða lista sem kjósendur
þeirra mega raða ef þeir vilja. Það
er öll byltingin. Engu skiptir þótt
lokuð prófkjör hafi þegar farið
fram. Flokkarnir ákveða sjálfir
hvora leiðina þeir fara. Þorkell
Helgason segir að tæknilega sé
ekkert því til fyrirstöðu að leyfa
framboðum að viðhafa persónukjör
25. apríl. Það er alls ekki of seint.
Með því er heldur ekki verið að
leggja í neina óvissuferð. Í ná-
grannalöndum okkar eru
þrautreynd kosningakerfi
með persónukjöri sem
flest gera kjósendum
mun hærra undir höfði
en umrætt frumvarp ger-
ir ráð fyrir.
Hálmstrá
Getur verið að þing-
menn og frambjóðendur
sem nú hafa tryggt sér
örugg þingsæti í lokuðum
prófkjörum hafi misst
áhuga á lýðræðisumbótum? Svo er
að sjá að hafa eigi möguleikann til
persónukjörs 25. apríl af kjós-
endum. Hálmstrá ríkisstjórn-
arinnar er að vísa í eina ósannfær-
andi álitsgerð starfsmanns
Alþingis þar sem segir að 2⁄3 hluta
atkvæða þurfi til að samþykkja
frumvarpið um persónukjör.
Lýðræðisást þingmanna ristir
ekki alltaf djúpt. Kjósendur hljóta
þó að binda vonir við að innan
raða Samfylkingar, Vinstri
grænna, Framsóknarflokksins og
Frjálslynda flokksins finnist
fulltrúar sem hafi hugrekki til að
afgreiða frumvarpið um persónu-
kjör með einföldum meirihluta at-
kvæða líkt og lög gera ráð fyrir.
Vorið á Íslandi gæti orðið heitt
ekki síður en haustið 2008, og þá
verður erfitt að standa uppi með
svikin loforð.
Þverrandi lýðræðisást
Eftir Hjört
Hjartarson
Hjörtur Hjartarson
Höfundur er í framboði fyrir Borg-
arahreyfinguna – þjóðina á þing.
NÚ ÞARF áherslan í þjóðfélaginu að vera
á grunngildin. Grunngildi og grunn-
atvinnuvegi. Vinna þarf að því nú að gera
þetta að fjölskylduvænu þjóðfélagi. Börn
þekkja varla foreldra sína lengur vegna þess
að við erum öll svo upptekin af lífsgæðakapp-
hlaupinu að við gleymum því dýrmætasta
sem við eigum, sem eru börnin okkar.
L-listi fullveldissinna vill stuðla að fjöl-
skylduvænna þjóðfélagi. L-listinn vill einnig
stuðla að bættri atvinnustefnu sem felur í sér
að efla grunnatvinnuvegina okkar. Í því felst
m.a. að efla fiskvinnslu í landi og fullvinna afurðir. Við
eigum gríðarleg sóknarfæri þar, einnig að efla landbún-
aðinn, að búin hafi tækifæri til að vinna sínar
afurðir lengra en gert er í dag.
L-listinn hefur fram að tefla fólki sem legg-
ur áherslu á þessi gildi, fólki sem kemur til
dyranna eins og það er klætt, stendur og fell-
ur með sínum orðum. Nú í dag er mjög mikil
þörf fyrir fólk sem hlustar á þjóðina og fer að
vilja hennar.
Það vill brenna við að þeir sem eru við
stjórnvölinn í dag geri bara það sem þeir telja
best fyrir þjóðina. Nú býðst okkur, fólkinu í
landinu, loksins að kjósa á þing fólk sem fram-
kvæmir í umboði þjóðarinnar, fólk sem hlust-
ar á hvað þjóðin vill og framkvæmir eftir því.
Grunngildin
Eftir Erlu Jónu
Steingrímsdóttur
Erla Jóna
Steingrímsdóttir
Höfundur er þjónustufulltrúi hjá Tryggingastofnun og býður
sig fram á L-lista í Norðausturkjördæmi.
LANDSMENN vita að eitt af einkennum
Framsóknarflokksins er áhersla á atvinnu-
mál, öflugt þjóðarbú sem stendur vörð um þá
velferð og samneyslu sem við viljum tryggja.
Flestir þekkja slagorð okkar „vinna – vöxtur –
velferð“ – hugsun sem er samofin hug-
myndafræði Framsóknar.
Næg atvinna er undirstaða velferðar og fátt
er verra fyrir nokkra manneskju eða sam-
félagið í heild en atvinnuleysi. Það er skylda
okkar að tryggja atvinnu og verja þar með það
velferðar- og menntakerfi sem Framsókn
stendur vörð um. Framsókn hefur alltaf kallað
eftir frumkvæði og hugmyndum þar sem uppbygging og
atvinnuöryggi eru sett í forgrunn. Við viljum stuðla að
fjölbreyttu atvinnulífi um land allt og beita við núverandi
aðstæður svæðis- og tímabundnum aðgerðum. Það þarf
að skapa hvata, tryggja nægt fjármagn til fyrirtækja og
beita skattkerfinu þannig að fyrirtæki nái fótfestu.
Við viljum sjá fjölbreytt form atvinnurekstrar þar sem
samvinnurekstur í bland við einkarekstur nær að laða
fram hugvit og kraft einstaklinga. Það er ekki varanleg
lausn að fjölga ríkisfyrirtækjum og leysa fjár-
þörf ríkisins með því að taka upp margþrepa
skattkerfi. Það getur auðveldlega dregið úr
vinnuframlagi, ýtt undir svarta starfsemi og
kemur hvað verst niður á ungu fólki sem vinn-
ur mikið við að koma yfir sig húsnæði og sjá
sér farborða. Fólk vill standa við fjárhags-
skuldbindingar sínar og því má verulega aukin
skattbyrði ekki draga mátt úr fólki.
Í kjölfar efnahagshrunsins er einsýnt að Al-
þingi þarf að endurskoða allar reglur um fjár-
málafyrirtæki, eftirlitsstofnanir og eigna-
tengsl í fyrirtækjum.Af dýrkeyptri reynslu
liðinna mánaða hefur berlega komið í ljós að
okkur hefur yfirsést og því verður strax að
bregðast við. Framsókn er frjálslyndur félagshyggju- og
miðjuflokkur sem nær að sameina ólík sjónarmið og
virkja kraft samvinnu. Við verðum að vinna saman og
engum er betur treystandi en Framsóknarflokknum til
þeirra verka.
Ég hvet alla til að fylgjast vel með hugmyndum Fram-
sóknar í atvinnumálum sem kynntar verða sérstaklega.
Atvinna er undirstaða velferðar
Eftir Fannýju Gunnarsdóttur
Fanný Gunn-
arsdóttir
Höfundur skipar 4. sæti Framsóknar í Reykjavík norður.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins
eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða
til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of-
arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Móttaka aðsendra greina