Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Óhætt er aðsegja aðlínur hafi skerpzt í stjórn- málunum eftir landsfundi þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna, nú síðast Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, um nýliðna helgi. Það liggur nú algerlega skýrt fyrir að núverandi ríkis- stjórnarflokkar ganga til kosninga í bandalagi. Sjald- gæft er að flokkar hafi talað jafnskýrt um stjórnarsam- starf fyrir kosningar. Á landsfundi Vinstri grænna fyrir rúmri viku lýsti Steingrímur J. Sigfússon, for- maður flokksins, því yfir að hann vildi halda núverandi samstarfi áfram og útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn. Í gær gaf Jóhanna Sigurð- ardóttir út svipaðar yfirlýs- ingar; vill starfa áfram með VG og telur Sjálfstæðisflokk- inn bezt kominn á „stjórn- arandstöðubekknum“. Vinstriflokkarnir á Íslandi hafa aldrei áður átt möguleika á að mynda hreina vinstri- stjórn sem rekur hreinrækt- aða vinstripólitík. Mestur samhljómur er með landsfundarályktunum stjórn- arflokkanna þegar kemur að áherzlunni á skattahækkanir, ríkislausnir og ríkisforsjá. Á öðrum sviðum eru þeir ósam- mála, til dæmis í Evrópumál- unum þar sem Samfylkingin leggur fram skynsamlega stefnu sem vitað er að Vinstri grænir eru ósammála. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt undir högg að sækja. Á landsfundi sínum um helgina lagði flokkurinn hins vegar grunninn að því að geta mynd- að mótvægi við vinstriblokk- ina, sem stefnir nú að því að taka öll völd í landsstjórninni. Kynslóðaskipti hafa orðið í forystu flokksins. Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fengu góða kosningu og eiga að geta höfðað til breiðs hóps. Uppgjörið við fortíðina og þau mistök, sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins, voru lífsnauðsynleg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Endur- reisnarnefnd flokksins skilaði góðu verki. Aðrir flokkar hafa ekki ráðizt í neina viðlíka end- urskoðun á eigin stefnu og starfsháttum og það sem fram kemur í skýrslu endur- reisnarnefndarinnar og álykt- uninni sem sjálfstæðismenn samþykktu í tvígang á fund- inum. Í niðurstöðum landsfund- arins er líka stillt upp skýrum valkosti við ríkisvæðingar- pólitík vinstriflokkanna. Þar er áherzlan á athafnafrelsi ein- staklinga og skattahækkunum hafnað. Þetta er stefna sem hefur alla tíð átt hljómgrunn hjá Íslendingum og raunar verður því varla trúað að meirihluti þjóðarinnar vilji kjósa yfir sig fullkomna and- stæðu hennar. Eitt á hin nýja forysta Sjálf- stæðisflokksins þó ógert; hún þarf að leggja fram skýrar hugmyndir um það hvernig hún hyggst draga saman í rekstri hins opinbera til þess að geta náð endum saman og komizt hjá skattahækkunum um leið og velferð fjölskyldna í landinu er tryggð. Þetta er erfitt verkefni en þó eina færa leiðin við núver- andi aðstæður. Stjórnarflokk- arnir hafa nú þegar gefizt upp á þessu verkefni, þannig að hið stóra tækifæri sjálfstæð- ismanna liggur í að sýna fram á að þeir geti hrint því í fram- kvæmd. Vinstriflokkarnir ganga til kosninga í bandalagi} Skarpari línur Sagt var frá þvíí Morg- unblaðinu í gær að fyrsta jarð- varmavirkjunin, sem íslenzkt fyr- irtæki hannar og reisir er- lendis, hefði verið gangsett í El Salvador. Það er Enex, dótturfyrirtæki Geysis Green Energy, sem sá um verkið. Útrás orkugeirans fékk á sig slæmt orð eftir REI- hneykslið, þar sem fólk fékk á tilfinninguna að gráð- ugustu útrásarvíkingarnir væru að reyna að læsa klón- um í eignir almennings. Verkefni eins og það, sem nú er lokið í El Salvador, sýna hins vegar vel að möguleikar Ís- lands á þessu sviði eru miklir. Mikil eftirspurn er eftir þekkingu og reynslu Íslendinga á sviði orkuvinnslu. Möguleikarnir eru raunverulegir og ávinn- ingurinn raunverulegur; í þessum bransa duga engar sjónhverfingar. Orkuútrásin heldur áfram. Hún getur orðið þáttur í end- urreisn íslenzks efnahagslífs, hún stuðlar að vistvænni lífs- háttum á jörðinni og hún getur orðið til þess að fátækt fólk fái ódýrt rafmagn víða um heim. Möguleikarnir í út- rás orkufyrirtækja eru raunverulegir} Ekki gleyma útrásinni Þ að er jafnvíst og að jörðin er á sporbaug um sólu að Davíð Pét- ursson á Grund í Skorradal sækir landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur sótt alla landsfundi síðan árið 1959 og landsfundurinn um helgina var engin undantekning þar á. Ég fékk tæki- færi til að setjast með Davíð í gær og þá dró hann upp úr vasanum gamalt bréf frá Pétri Ottesen, þeim þingmanni sem lengst allra hefur setið á þingi. Það voru kunnugleg stef í bréfinu, sem dagsett er 1. mars árið 1959, og skrifað í tilefni landsfundar. Þar talar Pétur um nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokkurinn styrki sem best aðstöðu sína til að hafa áhrif á gang mála, svo að von sé viðreisnar úr því ófremdar- og hættuástandi sem skapast hafi í þjóðfélaginu. „En það er engan veginn létt verk, eins og komið er.“ Óhætt er að segja að Pétur Ottesen hafi verið áhrifa- mestur þeirra þingmanna í þingsögunni, sem ekki urðu ráðherrar. Hann var einkavinur Ólafs Thors og það hélt, þó að hann tæki afstöðu gegn nýsköpunarstjórninni, af því að hann vildi ekki vinna með kommúnistum. Pétri varð ekki þokað, ef sá gállinn var á honum. Og annað gilti um hann en aðra þingmenn, þegar hlutað var um það hvar þingmenn skyldu sitja. Pétur átti sitt fasta- sæti, hægra megin við dyrnar inn í þingsalinn. Ef Pétur dró ekki sætið, þá keypti hann við menn um að fá það. Þegar Morgunblaðið gerði athugasemdir við hálf- gerða einokun Sláturfélags Suðurlands, þá varð Pétur hinn versti. Hann hitti fyrir Eyj- ólf Konráð Jónsson ritstjóra á skrifstofu Morgunblaðsins og dembdi sér yfir hann. Svo rauk hann út og skellti hurðinni svo fast á eftir sér að allt lék á reiðiskjálfi og glerið brotnaði. Matthíasi Johannessen þótti skemmtilegra að tala við hann um rímna- kveðskap en Sláturfélagið. Davíð Pétursson talar hlýlega um sinn gamla þingmann og segir að hann hafi ekki bara unnið fyrir sjálfstæðismenn, heldur alla, sama hvar í flokki þeir voru. Enda hafi hann unnið allar kosningar. Víst hafi aðrir flokkar átt sína stuðningsmenn, bara ekki á kjördag. Bréfið til Davíðs er stílað til „kærs vinar“. Og öðrum þræði eru landsfundirnir vina- fundir, kannski af sama toga og þingfundir við Öxará forðum. Sömu mennirnir sækja þá áratugum saman og hittast kannski hvergi nema þar. Og þá verða fagn- aðarfundir. Þetta eru gamlir baráttujaxlar og kosn- ingasmalar eða þá áhrifamenn heima í héraði, sem allir eiga sammerkt, að hafa barist fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og það skapast mikil eining á landsfundum. Þau sam- loðunaráhrif eru kannski skýringin á því að Sjálfstæð- isflokkurinn klofnaði ekki þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn í trássi við Sjálfstæðisflokkinn árið 1980. Flokkurinn hélt velli, menn hittust á landsfundi og tókust á. En vináttuböndin héldu. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Vinátta í stjórnmálum FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Í stjórnmálaályktun sem sam- þykkt var á landsfundi Sam- fylkingarinnar í gær segir meðal annars að hags- munum Íslendinga eftir kosningar sé best borgið með fé- lagshyggjustjórn sem sæki um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þar er því tekið undir orð ályktunar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) frá 22. mars um myndun félagshyggjustjórnar eftir kosningar. Ljóst er að flokkarnir munu að öllu óbreyttu leitast við að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Á heildina litið eru málefni flokk- ana tveggja lík. Báðir flokkar boða aðgerðir á borð við frystingu lána og aukið tillit til skuldara við inn- heimtuaðgerðir hins opinbera til að aðstoða heimilin í landinu. VG vill jafnframt afnema verðtryggingu. Þá vilja flokkarnir afla tekna með skattastefnu sem tryggir „réttláta“ dreifingu byrða og hafa velferð- armál í forgrunni þegar kemur að útdeilingu opinberra útgjalda. Báðir flokkar líta ennfremur svo á að verð- mætasköpun í atvinnulífinu sé und- irstaða endurreisnar efnahagslífs- ins. Samfylkingin vill að mótuð verði heildstæð sóknarstefna fyrir ís- lenskt atvinnulíf með það að mark- miði að Ísland verði komið í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims fyrir 2020. VG vill leggja áherslu á að skapa störf um allt land og vill að ríki og sveitarfélög horfi til manna- flsfrekra framkvæmda og viðhalds- verkefna. Markmið flokksins er að fyrir lok næsta árs hafi atvinnulausum fækk- að um helming frá því sem nú er. Ólík afstaða til Evrópumála Flokkarnir hafa þó ólíka stefnu í Evrópumálum. Samfylking vill í að- ildarviðræður strax eftir kosningar og segja má að sambandsaðild sé leiðandi stef í öllum helstu stefnu- málum flokksins. VG telur hags- munum Íslendinga betur borgið ut- an sambandsins en leggur áherslu á að aðild að ESB eigi að leiða til lykta með þjóðaratkvæðagreiðslu. Samsett mynd Fundir Á landsfundum VG og Samfylkingar var ályktað um mörg mikilvæg stefnumál. Flokkana tvo greinir helst á í Evrópumálum. Stefnumál stjórnar- flokka ríma saman Samfylkingin vill semja um aðild að Evrópusambandinu strax eftir kosningar og leggja samninginn undir þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá vill flokkurinn þegar í stað hefja undirbúning að upptöku evru. Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur að hagsmunum Ís- lands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Flokkurinn leggur þó áherslu á að aðild að sambandinu eigi að leiða til lykta með þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn telur að aðild að Evrópusam- bandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar en telur jafnframt mikilvægt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evr- ópuríkja. Frjálslyndi flokkurinn telur ekki rétt „að svo stöddu“ að Ís- lendingar leiti eftir aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Flokkurinn telur að endurreisn íslensks efnahags á eigin forsendum sé brýnasta verkefnið. Framsóknarflokkurinn vill að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Al- þingi. Leiði viðræður til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til hans í þjóðaratkvæðagreiðslu. Flokkurinn setur þó ýmis skilyrði fyrir aðild að sambandinu, t.d. óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar. Hver er afstaða flokkanna til Evrópusambandsins? Nú hafa landsfundir allra flokka, sem bjóða fram til Alþingis, farið fram og nýjar ályktanir þeirra um Evrópumál liggja fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.