Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 nýjar vörur komnar í hús Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SAMSTAÐA um aðild að Evrópu- sambandinu en jafnframt áfram- haldandi félagshyggjustjórn voru meginþemu landsfundar Samfylk- ingarinnar sem fór fram nú um helgina. Um 1.700 flokksmenn sátu fundinn og er hann sá fjölmennasti til þessa. Samfylkingarfólk fór með hvetj- andi veganesti inn á landsfundinn, sitjandi í ríkisstjórn og með jákvæð- ar niðurstöður úr skoðanakönn- unum. Sú skoðun hefur ennfremur fengið byr undir báða vængi að nú sé runninn upp tími jafnaðarstefnu og þar með flokks jafnaðarmanna. Þetta kom meðal annars fram í máli Dags B. Eggertssonar, sem var kjörinn varaformaður Samfylking- arinnar á laugardaginn, en hann sagði flokkinn standa á tímamótum. Samstaða flokksmanna bæði for- ystu og annarra flokksmanna um Evrópusambandið kom ítrekað fram. Segja má að það hafi verið samtvinnað flestöllum málaflokk- um og sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir formaður Evrópumálin vera mest áberandi af málefnum flokksins. Í stjórnmálaályktun Samfylking- arinnar segir að með því að hefja sem fyrst aðildarviðræður við Evr- ópusambandið verði leitast við að skapa þjóðarsátt um ábyrga efna- hagsstjórn. Lagt er til að samráðs- hópar hagsmunaaðila komi að við- ræðum við ESB, þar á meðal fulltrúar atvinnuvega og launafólks, samtaka sveitarfélaga og umhverf- is- og jafnréttissamtaka. Þar sem sérhver samningur við ESB er ein- stakur, benti Jóhanna á að tvöföld atkvæðagreiðsla hefði lítinn tilgang þegar þjóðin vissi ekki hvað í boði væri með aðildinni. Auk almennra hagsbóta er Evr- ópusambandsaðild ætlað að leið- rétta þann lýðræðishalla sem EES- samningurinn felur í sér. Segja má því að þótt stefnan sé tekin á félagshyggjustjórn muni samfylkingarfólk tæplega láta af kröfum um ESB. Í þágu þeirra sem þurfa Samfylkingin leggur áherslu á að aðeins þeir sem þurfi eigi að njóta fyrirgreiðslu, það skuli vera leið- arljós í að stýra heimilunum úr skuldavandanum. Almennt gagn- rýndu fundarmenn hina svokölluðu 20% hugmynd um niðurfellingu skulda. Hins vegar ályktaði landsfundur svo að leitað skyldi leiða til að skipta byrðinni af verðtryggingunni milli lántakenda og lánveitenda í ljósi ný- legs verðbólguskots. Kom fram að „snúa yrði við þeirri öfugþróun“ sem hér hefði orðið í jafnvægi skatt- byrða milli hátekjufólks og lág- og millitekjufólks. Hugmyndir voru uppi um þrepaskiptan tekjuskatt en ekki hefur þó verið tekin afstaða til einstakra mála af því tagi. Morgunblaðið/Ómar Landsfundur Ekki þótti öllum fullsvarað hvernig ætti að bregðast við efnahagsvandanum. Evrópusambandið væri þó fyrsta skrefið í rétta átt. Evrópa á öllum sviðum  Nýr varaformaður segir flokk jafnaðarmanna standa á tímamótum  Tvöföld atkvæðagreiðsla hefur lítinn tilgang án þess að vitað sé hvað býðst DAGUR B. Eggertsson borgarfulltrúi var kjörinn nýr varaformaður Samfylkingarinnar á laugardag. Hann sigraði þar Árna Pál Árnason, leiðtoga á lista í Suðvesturkjördæmi. Viðmælendur Morgunblaðsins á landsfundinum höfðu talið báða koma afar sterklega til greina og mikil spenna ríkti þegar úrslitin voru kynnt. Dagur, sem fékk um tvo þriðju atkvæða, sagði málefni sveitarfélaga lengi hafa verið Samfylkingunni hugleikin. Sem varaformaður og borg- arfulltrúi myndi hann efla tengslin á milli ríkis og sveitarfélaga og auka á breiddina innan flokksforystunnar. Ólíkt mörgum borgarfulltrúum stefnir Dagur eindregið á Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum. „Ruglið í Reykjavík sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð upp á er á ein- hvern hátt eins og undanfari þess að ljóst var að það er ekki sjálfsagt að menn ráði við erfið mál í pólitík. Stóra verkefnið núna er að endurreisa traust á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins.“ Ráða ekki allir við erfið mál Morgunblaðið/Ómar Borgarfulltrúinn Mikil spenna ríkti um kjör varaformanns. Dagur fór víða um land í aðdraganda landsfundar til að kynna framboðið. AÐ sögn Jó- hönnu Sigurð- ardóttur verður megináhersla lögð á að núver- andi stjórn- arflokkar haldi áfram í rík- isstjórn. „Það hefur komið greinilega fram á þessum landsfundi, bæði í mínum ræðum sem formanns Samfylkingarinnar og eins í landsfundarályktun.“ Hins vegar sé alveg ljóst að sam- fylkingarmenn vilji aðild að ESB, skýr rök hafi verið færð fyrir því á fundinum að þannig sé hagsmunum þjóðarinnar sé best komið. Vinstri- græn hafi á sínum landsfundi lagt áherslu á að málið yrði útkljáð í þjóð- aratkvæðagreiðslu, það hafi ekki verið skýrt nánar og þyrfti að ræða betur milli flokkanna. Best geymdir á bekknum Þótt Samfylkingin hafi ekki álykt- að gegn samstarfi með Sjálfstæð- isflokknum sagði Jóhanna í ræðu sinni að í uppbyggingarstarfinu væri best fyrir íslenskt samfélag að Sjálf- stæðisflokkurinn yrði áfram á stjórnarandstöðubekknum að lokn- um kosningum. Uppbyggingarstarfið sagði hún þegar hafið, verðbólgan hefði verið hamin og vextir á niðurleið. Frá landsfundi lægju fyrir ályktanir um að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um þjóðareign auðlinda og horft væri af fullri alvöru til fækkunar ráðuneyta. Skattahækkanir einar myndu ekki leysa vanda ríkisfjármálanna. Í heildina leit Jóhanna þó björtum augum fram á við; þótt vandinn væri mikill væri hann viðráðanlegur. Landsfundargestir fögnuðu ákaft í lok ræðu hins nýja formanns. Stefnt að samstarfi við VG Uppbyggingarstarfið er þegar hafið Jóhanna Sigurðardóttir Í UMRÆÐUM um atvinnumál kom fram að afar brýnt væri að koma í veg fyrir brottflutning ungs fólks frá Íslandi. Ungir jafnaðarmenn kváð- ust sumir hafa íhugað þann mögu- leika. Þá hefur mikið af ungu fólki misst atvinnu undanfarið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi sagði nauðsynlegt að skapa þannig samfélag að ungt fólk þyrfti ekki að velja á milli starfsframa og fjöl- skyldu eins og víða annars staðar. Þjónusta á sviði leikskóla og velferð- armála ætti að vera það góð að hún laðaði til Íslands fólk sem væri að íhuga sína stöðu, t.a.m. að loknu námi erlendis. Viðmælendur á landsfundi sögðu að því yrði að gæta að mennta- kerfinu og eflingu rannsókna. Þarf að halda í ungt fólk MARGIR telja að bankahrunið hafi leitt til þess að umhverfismálum hafi verið vikið til hliðar. Helgi Hjörvar þingmaður telur svo ekki vera, eins og hann lýsti á landsfundi, umhverfið væri ekki bara „2007“. Nú væri al- þjóðleg viðleitni í þá átt að menn horfðu til umhverfismála sem hluta af lausn vandans. Við hefðum einmitt ekki gætt að sjálfbærri þróun. Mar- grét Sverrisdóttir tók í sama streng og sagði að umhverfismálanna vegna gæti hún hugsað sér að ganga bundin til kosninga. Ísland á að stefna að því að verða fyrst þjóðríkja til að nota eingöngu hreina innlenda orku til húshitunar, í atvinnulífinu, þ.m.t. sjávarútvegi, og í samgöngum innan- lands. Umhverfishópur Samfylking- arinnar, sem starfaði undir stjórn þingkonunnar Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur, lagði einnig til að hag- rænum hvötum, þ.e. skattaívilnunum og -afsláttum, yrði beitt til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á Ís- landi, sér í lagi vegna bifreiða. Umhverfið er ekki 2007 Vilja beita skattaívilnunum til að draga úr notkun jarðefna- eldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda frá bifreiðum Umhverfið Draga þarf úr notkun bifreiða á jarðefnaeldsneyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.