Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 25
glímu og var í hópi sem ferðaðist um og sýndi fangbrögð á manna- mótum. Þau Halli og Erla hafa alla tíð staðið okkur systkinunum nærri og mikið samband verið á milli fjölskyldnanna. Mér er það í barnsminni þegar þau voru trúlof- uð. Þá átti Halli það til í fjöl- skylduboðum að smella kossum á Erlu þegar hann hélt að enginn sæi. En auðvitað sáu það allir. Það var ekki furða að Halli væri skot- inn í Erlu því að hún var stór- glæsileg stúlka sem hefur haldið sínum kvenlega þokka allt til þessa dags. Fyrir skömmu sat ég ásamt þeim Þorbjörgu, uppeldisdóttur þeirra, og Erlu Björgu, dóttur hennar, með Halla frammi á gangi í Sunnuhlíð. þá sjáum við hvar Erla kemur í áttina til okkar. Halli sem var orðinn mjög óstyrkur, reis þá strax á fætur og staulaðist af stað. Þorbjörg reyndi að stöðva hann og spurði: Hvert ertu að fara? Ég er bara að fara að kyssa konuna mína, svaraði Halli með gleði í röddinni. Árin höfðu liðið en hugurinn var enn sá sami. Foreldrar mínir og þau ferðuð- ust mikið saman. Við systkinin og konan mín ásamt fleirum ferðuð- umst stundum með þeim hér inn- anlands. Þau höfðu yndi af ferða- lögum og var góða skapið alltaf með. Það var ekki verið að æðrast þó að þurrkurnar biluðu í rigningu eða framrúðan brotnaði í kalsa- veðri. Áfram var haldið og þegar búið var að gera við og fá sér vel að borða voru allir kátir. Veðrið var að sjálfsögðu misgott og var því bara tekið eins og það var. Einu sinni gistum við í Atlavík og vöknuðum um morguninn í glampandi sól og heiðríkju, en nístandi norðannepju. Þegar Halli kom út úr tjaldinu var hann með stuttermaskyrtu í hendinni. Hann brá sér í hana utan yfir ullar- nærbolinn, leit til sólar og sagði glaður: Þetta er bara eins og við Adríahafið. Margt skemmtilegt gerðist og fengu sumar sögurnar á sig þjóðsagnablæ með árunum. Nákvæmni var innan hóflegra marka og ekki látin spilla góðum sögum. Það er margs að minnast en hér verður látið staðar numið. Ég votta Erlu og öllum þeirra nánustu innilega samúð mína og þakka Halla frænda mínum sam- fylgdina. Blessuð sé minning hans. Gylfi Már Guðjónsson. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 núna verðum við Þórdísirnar þínar að hugsa hvor um aðra og geyma allar fallegu minningarnar um þig. Elsku afi minn, um leið og ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir öll þau yndislegu ár sem við fengum að hafa þig hérna hjá okkur. Þú skildir eftir þig stóra og fallega fjölskyldu sem mun geyma og heiðra minningu þína. Guð geymi þig. Þín Þórdís Skaptadóttir yngri. Kæri frændi, þar sem ég verð erlendis í dag og get því miður ekki verið viðstaddur kveðjustund þína, þá langar mig í fáum orðum að þakka þér yndislega æskuminn- ingu sem ég á úr sveitinni hjá ömmu og afa á Apavatni, um okkur tvo úti á vatni að vitja um fisk, þar sem við hlógum og sungum svo undir tók í fjöllunum. Þú hafðir einstaklega góða nærveru hlátur og glettni í augum sem gladdi alla í kringum þig. Kæri frændi, ég veit að það verður vel tekið á móti þér en mig langar að senda með þér eina bæn sem amma Jónína kenndi mér á Apavatni. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.Egilsson.) Elsku Þórdís, Skapti, Dóra, María, Guðmundur og afa- og ömmubörn, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð og gæf- an gæta ykkar. Þorsteinn Þorsteinsson og fjölskylda. Þeim fækkar nú óðum frum- kvöðlunum sem byggðu upp frá grunni verknám í iðngreinum á átt- unda og níunda áratugnum. Einn af þeim er nú fallinn frá, Valur Guðmundsson, rafvirkjameistari og kennari við Iðnskólann í Reykjavík um árabil. Valur réðst til starfa við Iðnskól- ann á áttunda áratugnum og átti stóran þátt í því að skipuleggja og byggja upp öflugt verknám í raf- iðnum. Samhliða kennslustörfum hafði Valur lengi umsjón með rafkerfi skólans. Sá um viðhald, viðgerðir og nýlagnir á stóru og flóknu kerfi þar sem sífellt var þörf á breyt- ingum og jafnan unnið í kappi við klukkuna. Óhætt er að segja að oft hafi hann skilað löngum og erfiðum vinnudegi. En annasöm störf Vals utan kennslu komu ekki niður á nem- endum hans. Mikið þrek, fagleg hæfni og ljúft viðmót gerðu hann að afbragðskennara. Víst er að fyrrverandi nemendur hans minn- ast hans með þakklæti, virðingu og hlýju, um það vitna fjölmörg tilvik. Valur naut þess að leiðbeina ungu fólki og sjá það vaxa og dafna í námi og starfi. Við félagar hans og vinir við skólann nutum einnig samvinnunn- ar því Valur var sérlega þægilegur í allri umgengni, ráða- og bóngóður og vildi öllum vel er til hans leit- uðu. Glettni og græskulaust gaman fylgdu jafnan Val og það birti til í kennarastofunni þegar hann kom þangað. Það styrkti líka samband okkar vinnufélaga Vals við fjölskyldu hans að synir hans þeir Skafti og Guðmundur fylgdu fordæmi föður síns og stunduðu báðir nám við skólann í rafiðnum. Valur lét svo af störfum við skól- ann um miðjan tíunda áratuginn þegar aldurshámarki var náð en rækti sambandið við skólann sinn og vinnufélaga vel enda höfðu starfsárin byggt upp vináttubönd sem enginn slítur. Valur var ættaður úr Grímsnes- inu og sleit aldrei taugina sem batt hann við sveitina. Hestamennska og allt það sem henni fylgir var hans tómstundagaman. Þangað sótti hann óbeina hvíld og slökun frá annasömum störfum. Fjöl- skylda hans var samhent í þessu áhugamáli og því fylgdu ýmis sveitastörf svo sem heyskapur og umönnun dýra. Í sumarhúsi sínu í Útey í næsta nágrenni við æsku- heimilið á Efra Apavatni naut Val- ur sín vel og voru þau Þórdís og hann höfðingjar heim að sækja. En Valur er nú horfinn okkur um stund. Við vinir hans og starfs- félagar við Iðnskólann í Reykjavík sendum Þórdísi, börnum hans og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn en minningin um mannkosti og sterk- an persónuleika lifir. Fyrir hönd vina og starfsfélaga úr Iðnskólanum í Reykjavík, Frímann I. Helgason. ✝ Margrét GuðrúnEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 18. mars 2009. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson gullsmiður, f. 10.8. 1888, d. 18.11. 1918, og Krist- ín Sigurðardóttir, f. 28.8. 1893, d. 21.3. 1961. Alsystkini hennar voru Ólafur, f. 25.4. 1913, d. 14.9. 1974, og Þór- unn, f. 24.3. 1916, d. 9.12. 1978. Hálfsystkini hennar sammæðra eru Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 20.8. 1923, d. 10.5. 1998, og Einar Ó. Stefánsson, f. 22.9. 1925, og Friðrik Stefánsson, f. 9.12. 1927. Margrét giftist árið 1947 Ás- birni Jónssyni, f. 1.11. 1918, d. 24.2. 2007, og eignuðust þau Jón Örn Ásbjörnsson, f. 18.4. 1948, d. 16.4. 1990, og Einar Ásbjörnsson, f. 1.5. 1951, kvæntur Stef- aníu Björgu Sæ- mundsdóttur, f. 28.4. 1967. Ömmubörnin eru sex og lang- ömmubörnin þrjú. Margrét ólst upp í Reykjavík, Keflavík og Hafnarfirði og dvaldi mörg sumur á Ísafirði sem barn. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík árin 1932- 35 og vann að því loknu í Sport- vöruhúsi Reykjavíkur í um ár og síðan á skrifstofu Tollstjórans í Reykjavík þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Ásbirni Jóns- syni. Eftir að synirnir komu til sögunnar helgaði hún sig heim- ilisstörfum. Útför Margrétar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. mars, kl.11. Á stundum sem þessari leiðir fólk gjarnan hugann að liðinni tíð og því sem einkennt hefur þann sem genginn er. Ég minnist þess helst í fari móður minnar, Mar- grétar Einarsdóttur, að hún var vel greind, hlý, fordómalaus, réttsýn, skrafhreifin, hæfilega forvitin og skemmtileg. Reyndi hún að inn- ræta okkur bræðrum heiðarleika og vinnusemi og lagði ríka áherslu á að titlar segðu minnst um fólk, frekar hegðun þess. Jón Örn, bróð- ir minn, sýndi snemma áhuga á því að mála, teikna og spila á hljóðfæri og sat ég gjarnan, fylgdist með og tók þátt í þeirri iðju. Sá mamma ávallt fyrir því að til væri pappír, litir og annað til slíkra verka og þótti gestkomandi stundum nóg um hvað heimilið var undirlagt af þess- um áhuga. Tel ég mig ríkari af þessum áherslum í uppeldinu. Mamma hafði gaman af lestri góðra bóka og minnist ég dálætis hennar á Maxim Gorki, Knut Hamsun, Gunnari Gunnarssyni og í seinni tíð ævisögum og almennum fróðleik. Auk þess hafði hún mikið dálæti á klassískri tónlist og kom mér oft á óvart hve vel hún þekkti hin ýmsu verk og höfunda þeirra. Þegar ei- lífðarmálin bar á góma skynjaði ég þá afstöðu hennar að hún var þess viss að einhver æðri máttur stýrði allri þessari sköpun. Þegar ég spurði hana hvort hún væri trúuð þá svaraði hún því til að það væru engin trúarbrögð sannleikanum æðri og að hún ætti sína barnatrú. Fordómalaust og henni líkt. Fólk sem nær svo háum aldri hefur upplifað sorgir og missi. Sá hún á eftir eiginmanni, móður, systkinum og vinum og minnist ég þeirra stunda í lífi hennar er hún tókst á við slíkt. Sárast var þó fyrir hana og föður minn að upplifa frá- fall bróður míns árið 1990 og reyndi þá ef til vill mest á æðru- leysið í fari þeirra. Pabbi veiktist sumarið 2004 og gekk verulega á þrek hennar einn- ig. Fluttu þau á hjúkrunarheimilið Eir í árslok 2004. Pabbi hlaut hægt andlát í febrúar 2007 og fannst mér mamma ekki ná sér á strik eftir það og hafði hún oft á orði að hún skildi ekki í þeirri ráðstöfun skap- arans að taka til sín ungt fólk frek- ar en hana. Hún nefndi það oft að það væri farið að styttast í andlátið og kvaðst sátt við lífið. Hún taldi sig vera heppna og ríka, hún hafði verið alin upp af góðu fólki, eignast góð systkini og afkomendur. Í því væri auðurinn fólginn. Þá var hún þakklát fyrir natni og umhyggju starfsfólksins á Eir og ég einnig. 16. mars sl. byrjaði að draga af henni og sagði hún mér að nú væri komið að því að kveðja. Hún sagð- ist vita staðinn en vildi ekki vita nákvæmlega stundina og kvaðst sátt við það sem lífið hafði gefið henni. Henni hrakaði hratt og að kvöldi 19. mars hlaut hún hægt andlát. Er ég þakklátur fyrir að ættingjum og vinum tókst að kveðja hana og að við vorum hjá henni þegar kallið kom. Ég á ekki von á öðru en að hún hafi upp- skorið eins og hún sáði og hún sé nú meðal genginna ástvina og fólks sem getur lifað í friði án tillits til trúarskoðana. Þannig kom himna- ríki henni fyrir sjónir. Fari hún í friði. Kveðja, Einar Ásbjörnsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma mín. Mig langar til að þakka ykkur afa fyrir allt sem þið hafið gert fyr- ir mig. Það að hafa fengið að þekkja ykkur eru forréttindi, þið gerðuð líf mitt svo miklu auðugra. Þið töluðuð alltaf um hvað þið vor- uð rík að eiga okkur systkinin að, en sannleikurinn er sá að við vor- um rík að eiga ykkur að. Mér þykir erfitt að hugsa til þess að ég geti ekki heimsótt ykkur aftur. Ég mun aldrei gleyma öllu því sem við gerðum saman, t.d. þegar ég kom til ykkar um helgar og þú eldaðir uppáhalds grjónagrautinn minn á meðan við afi fórum og keyptum kjúkling og franskar. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég svaf á milli ykkar og afi las fyrir mig upp úr bókunum sínum og þú sagðir mér sögur frá því þegar þú varst yngri og kenndir mér skondnar dónavísur. Þá minnist ég morgnanna þegar við vöknuðum og ætluðum að fá okkur súkkulaði og malt, en gripum gjarnan í tómt því sælkerinn hann afi hafði laumast fram um nóttina og komist í kræs- ingarnar. Hann lék sig skömmustu- legan, en fór svo auðvitað út í búð og keypti meira. Þá minnist ég þess, þó ég væri ekki há í loftinu, þegar ég vildi vera eins og þú og lét þig naglalakka mig og fékk að drekka með þér kaffi og pilsner. Við afi spiluðum síðan svartapétur og horfðum sam- an á íþróttir í sjónvarpinu. Það voru ljúfar stundir. Ég veit að þið eruð á góðum stað, ég mun aldrei gleyma ykkur. Við hittumst síðar, en þangað til mun ég geyma minningarnar. Þið voruð sómafólk, elskuð, einlæg og yndisleg og töluðuð aldrei illa um neinn. Ég hugsa til ykkar á hverj- um degi. Ykkar Arna V. Einarsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Margrét, fyrrverandi tengda- móðir mín, hefur nú kvatt þetta jarðlíf rúmum tveimur árum eftir lát Ásbjörns manns hennar. Mig langar nú að minnast þeirra beggja eftir áratuga góð samskipti og vin- áttu. Margrét og Ásbjörn voru ein- staklega samlynd hjón. Þau voru hlý, góð, örlát og bjuggu yfir æðru- leysi. Það var gefandi að kynnast þeirra fallega og góða sambandi til margra áratuga. Heimili Margrétar og Ásbjörns í Stigahlíðinni var fal- legt og hlýlegt og þangað var alltaf mjög notalegt og gott að koma. Málverk Jóns heitins sonar þeirra og annarra listamanna prýddu þar flesta veggi. Margrét og Ásbjörn reyndust börnum mínum afar vel. Þau Magga og Halldór gátu hvenær sem var leitað til ömmu og afa sem voru ávallt til staðar og höfðu næg- an tíma fyrir barnabörnin. Alltaf sýndu þau þeim og því sem þau tóku sér fyrir hendur einlægan áhuga. Fyrir það er ég þeim þakk- lát. Síðustu æviárin dvöldu þau Mar- grét og Ásbjörn á hjúkrunarheim- ilinu Eir og þar fór vel um þau. Margrét var ræðin og hafði gaman af því að segja frá, sérstaklega lið- inni tíð. Hún gat oft verið gam- ansöm og frásögn hennar skemmti- leg. Eftir lát Ásbjörns setti söknuð að Margréti. Undir það síðasta vissi hún hvert stefndi og var sátt við að fara. Margrét hélt reisn sinni til síðasta dags. Það er komið að kveðjustund. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Efst í huga mér er þakk- læti fyrir að hafa notið samvista við þessi mætu og góðu hjón. Ég kveð þau með þessum orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Margrétar Einarsdóttur og Ásbjörns Jónsson- ar. Halldóra Halldórsdóttir. Í dag kveð ég elskulega móð- ursystur mína, Margréti Einars- dóttur. Þegar Margrét var aðeins 6 mánaða lést faðir hennar úr spönsku veikinni. Móðir hennar stóð þá eftir ein, aðeins 24 ára með þrjú ung börn, Ólaf, Þórunni móður mína og Margréti. Seinna giftist hún Stefáni Jóhannssyni og eign- uðust þau þrjú börn, Ingibjörgu, Einar og Friðrik. Ég á svo mikið af fallegum minningum um þetta góða fólk en sem telpa laðaðist ég þó sérstaklega að kvenleggnum. Þær voru líka einstaklega skemmtilegar mæðgurnar fjórar, sögðu svo skemmtilega frá og glettnin og kímnigáfan alveg af bestu gerð. Margrét frænka mín vann hjá Sportvöruhúsinu í Reykjavík eftir að námi við Kvennaskólann lauk og seinna á tollstjóraskrifstofunni. Þar kynntist hún sínum góða manni, Ásbirni Jónssyni frá Norður-Vík í Vík í Mýrdal. Þau giftu sig sumarið 1946. Ég heimsótti þau oft og var alltaf tekið með kostum og kynjum. Bókaskápur Ásbjarnar var mikil gullnáma fyrir sílesandi stelpu og þar sat ég tímunum saman. Ég sótti í þau, ekki síst í Margréti frænku mína sem hafði einstakt lag á að ræða við börn. Ég áttaði mig líka á því að hún frænka mín var ekki bara sæt heldur óvenju falleg með sitt ljósa og bjarta útlit. Margrét og Ásbjörn eignuðust þrjá syni. Frumburðurinn fæddist andvana en tvíburabróðir hans, Jón Örn, fæddist heill og nokkrum ár- um seinna eignuðust þau Einar sem er lögregluþjónn í Reykjavík. Hún frænka mín átti oft við van- heilsu að stríða. Hún hafði fengið lömunarveiki sem ung stúlka en eftirköst hennar vara oft ævina út. En sálarstyrk átti hún líka og ynd- islega létta lund. Hún „settist á sól- arblettina í lífinu“ en það heilræði fékk hún og við frá Kristínu ömmu en hana misstum við alltof snemma. Sá missir var Margréti og systkinum hennar sár. Ég var alltaf nákomin Margréti frænku minni en eftir að mamma mín dó færðist ég nær henni því hún minnti mig svo á mömmu. Auk þess naut ég nærveru þessarar vel gefnu og skemmtilegu konu. Nú þegar leiðir skilur þá er sterkasta tilfinningin í mínu hjarta þakklæti fyrir að hafa átt þig sem frænku og vin. Ég sendi Einari, Stefaníu, börn- unum Karli, Margréti, Halldóri, Örnu, Óskari og barnabarnabörn- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Kristín Runólfsdóttir (Diddí). Margrét Guðrún Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.