Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 27
ar þú komst inn á okkar heimili með
Viðari syni okkar ásamt mömmu
þinni og Óskari bróður þínum í
möndlugraut í hádeginu á aðfanga-
dag. Þú varst falleg stelpa með geisl-
andi bros og þetta bros fengum við
alltaf frá þér fram á síðustu stundu.
Elsku Bobbie, þú ert einstök móð-
ir og gerðir allt sem þú gast gert til
að Auður fengi bata. Leitaðir eftir
aðstoð erlendis sem ekki var hægt að
framkvæma hérlendis með aðstoð
færustu lækna hérna heima og dugði
ekki til.
Elsku Viðar, þú varst eins og
klettur við hlið einginkonu þinnar og
alltaf til staðar fyrir mæðgurnar
ásamt ykkar börnum. Við þökkum
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum með Auði Bryndísi.
Elsku Bobbie, Viðar, Óskar og
Aníta Eva og aðrir aðstandendur,
guð gefi ykkur styrk og hjálpi ykkur
að sjá ljósið skína aftur.
Guðlaug og Ólafur.
Elsku Auður.
Það eru margar minningar sem
koma upp í huga minn á stundu sem
þessari. Þegar þú varst að koma
pínulítil að spyrja eftir Freydísi, ég
kom til dyra og þú varst svo feimin
að þú varla leist upp, hvað þá að þú
gætir spurt um Freydísi. Maður var
farinn að þekkja þegar þú komst,
hleypti þér bara inn og kallaði á
Freydísi. Þú varst heimalningur
heima hjá okkur og partur af fjöl-
skyldunni. Þegar maður kom heim á
daginn kom það á óvart ef þú og
Freydís voruð ekki saman að leika.
Þið voruð óaðskiljanlegar.
Þegar þú greindist svo með heila-
æxlið fyrir 5 árum hélt maður að þú
yrðir bara skorin upp og þar með
væri þetta búið. En svo var nú ald-
eilis ekki, þú barðist eins og hetja við
þetta og það var sama hvað gekk á
þú varst alltaf jákvæð og brosandi,
og fyrir það dáist ég að þér.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð þig, elsku Auður mín, og eins
og ég sagði í síðasta sinn sem ég sá
þig niðri á spítala: „Við sjáumst síð-
ar.“
Elsku Bobbý, Viðar, Guðmundur,
Hrafnhildur, systkini og aðrir ætt-
ingjar ég votta ykkur mína dýpstu
samúð,
Katrín Aðalsteinsdóttir.
Að kynnast góðu fólki er ekki
sjálfgefið. Ég kynntist Auði þegar ég
var 4 ára þegar við bjuggum báðar í
Smáratúninu. Upp frá þessu urðum
við vinkonur og höfum verið bestu
vinkonur síðan. Ég man ekki líf mitt
án Auðar og ég get ekki ímyndað
mér hvernig lífið á eftir að verða án
hennar. Betri vinkonu er ekki hægt
að eiga. Auður var mjög hress og lífs-
glöð stelpa og gátum við hlegið sam-
an svo tímunum skipti.
Þegar litið er til baka rifjast upp
ótal minningar en þær sem standa
upp úr eru öll ferðalögin sem við fór-
um saman í, fótboltamótin, útileig-
urnar, sumarbústaðaferðir, Spánar-
ferðin og ekki má gleyma þjóðhátíð í
Eyjum árið 2007 þar sem ég, Auður
og Aron skemmtum okkur konung-
lega og mun ég aldrei gleyma þeirri
ferð.
Auður var mjög góð og var alltaf
komin ef eitthvað bjátaði á. Ég man
að þegar ég var nýhætt með fyrrver-
andi kærastanum mínum og flutti
aftur til Keflavíkur kom Auður strax
til mín og gaf mér fallegt hálsmen al-
veg að tilefnislausu, þetta sýnir
hversu góðhjörtuð hún var. Ég gat
alltaf leitað til Auðar ef eitthvað var
að og hafði hún þann eiginleika að
dæma fólk ekki fyrir mistök sem það
gerði í lífinu. Ég tel mig lánsama að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
Auði og fengið að njóta allra góðu
stundanna sem við áttum saman. Ég
trúi því að hún sé komin á betri stað
og muni vaka yfir mér og fylgja mér
um ókomna framtíð. Ég kveð hana
með söknuði.
Elsku Bobbie4, Viðar, Gummi,
Hrafnhildur, Óskar, Aníta, Aron og
Tinna, ykkur vil ég senda innilegar
samúðarkveðjur og vona að guð
verði með ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þín vinkona
Freydís
Aðalsteinsdóttir.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
Smáauglýsingar 569 1100
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Iðnaðarmenn
Helgi pípari
Viðgerðir - Nýlagnir - Breytingar.
Lítil sem stór verk, hitamál o.fl.
Hafið samband í síma 820-8604,
Helgi pípari.
Til sölu
TIL SÖLU EVRUR
10% yfir gengi. Uppl. í síma
865 5833.
Skattframtöl
Skattframtal 2009
fyrir einstaklinga. Hagstætt verð.
Sjáum um eldri framtöl og kærur.
Einnig bókhald, vsk.-skil, heimasíður,
lén o.fl. Dignus ehf. - dignus.is -
s: 699-5023.
Framtalsþjónusta 2009
Skattaframtöl fyrir einstaklinga,
einstaklinga með rekstur og félög.
Einnig bókhald. Hagstætt verð -
vönduð vinna. Sæki um frest.
Sími 517 3977 - framtal@visir.is
Þjónusta
Nú er tími framkvæmda
Byggingaverktaki getur bætt við sig
verkefnum. Nýsmíði, viðhald og
endurbygging. Munið 100% endurg.
vsk. af vinnu á byggingastað.
Uppl. s. 551 6200 og 899 5660.
GULL-GULLSKARTGRIPIR
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Ýmislegt
Teg. 11001 - þessi sívinsæli í CDEF
skálum á kr. 3.850,- buxur í stíl í
stærðum S,M,L,XL,XXL á kr. 1.950.
Teg. 3347 - fallegur og haldgóður í
stærðum CD skálum á kr. 3.850,-
mjúkar boxer buxur í stíl í stærðum
M,L,XL,XXL á kr. 1.950.
Teg. 84830 - léttfylltur og BARA
fallegur í BC skálum á kr. 3.850,-
buxur í stíl í S,M,L,XL á kr. 1.950.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
GULL-GULLSKARTGRIPIR
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla .
8921451/5574975.Visa/Euro
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Húsviðhald
Þarftu að breyta eða bæta heima
hjá þér?
Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni?
Við erum til í að aðstoða þig við alls-
konar breytingar. Við erum til í að
brjóta niður veggi og byggja upp nýja,
breyta lögnum, flísaleggja eða
parketleggja og fl. Bjóðum mikla
reynslu og góð vinnubrögð.
Upplýsingar í síma 899 9825.
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Sumarhús
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Ársfundur
Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka
Íslands boðar til ársfundar miðvikudaginn
15. apríl 2009 kl. 17.15 á Grand Hótel, Setrið
1. hæð.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar.
Önnur hefðbundin ársfundarmál.
Allir sjóðfélagar eiga rétt á setu á ársfundi með
málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir
til að mæta.
Stjórnin.
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum -
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtalin framkvæmd skuli háð mati á umhverf-
isáhrifum samkvæmt lögum um mat á um-
hverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.
Vegagerð milli Eiðis í Vattarfirði og
Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi
og Vesturbyggð
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er
einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 28. apríl
2009.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
MÍMIR 6009033019 III°
HEKLA 6009033019 VI
GIMLI 6009033019 ISmáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
Sigurður
Ólafsson
✝ Sigurður Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 7. desem-
ber 1916. Hann lést á
Landspítalanum,
Landakoti, aðfaranótt
25. febrúar síðastlið-
ins og var útför hans
gerð frá Fossvogskirkju 9. mars.
Meira: mbl.is/minningar
Flettu upp nafni
fermingarbarnsins
mbl.is
FERMINGAR
2009
NÝTT Á mbl.is