Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is KANNABISGRÓÐURHÚS fannst í kjallara ný- byggðs íbúðarhúss í Úlfarsárdal í gær. Þar voru tæp- lega tvö hundruð plöntur og voru þær orðnar mjög stórar, nærri fullþroska og mjög blómlegar. Upp- skeran hefði því vegið þungt ef tekist hefði að full- vinna plönturnar til sölu. Enginn var búsettur í hús- inu. Ræktunin reyndist vera tengd annarri kannabisverksmiðju sem var upprætt í nýbyggðu íbúðarhúsi í Hafnarfirði á föstudaginn var. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fíkniefnadeildar Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sagði að kjallari hússins hefði verið undirlagður af ræktuninni. „Þetta er mikið í kílóum talið, mjög öfl- ugar plöntur. Þær hefðu verið þungar á götunni,“ sagði Karl Steinar. Ekki er búið í húsinu. Hann sagði að svipað fyrirkomulag hefði verið á þessari ræktun og þeirri sem fannst í íbúðarhúsi í Hafnarfirði á föstudag. Unnt hefði verið að þurrka plönturnar í gróð- urhúsinu í Úlfarsárdal, en talið er að hægt hefði ver- ið að nýta aðstöðuna í Hafnarfirði til þess. Þrír menn voru yfirheyrðir vegna málsins í gær og var búist við að yfirheyrslur yfir þeim stæðu fram á kvöld. Þeir sem voru í haldi lögreglunnar í gær og yfirheyrðir vegna ræktunarinnar í Úlfarsárdal voru líka yfirheyrðir vegna ræktunarinnar í Hafnarfirði. Lögreglan er því búin að yfirheyra fjóra ein- staklinga vegna þessara tveggja mála og þrjá vegna beggja málanna. Mennirnir eru frá því að vera rúm- lega tvítugir og að fertugsaldri. gudni@mbl.is Blómlegar plöntur komn- ar að uppskeru Tæplega 200 kannabisplöntur fundust í kjallara í Úlfarsárdal Morgunblaðið/Júlíus Uppskerutími Kannabisplönturnar í Úlfarsárdal voru nær fullvaxta og orðnar mjög blómlegar. Efni Virku efnin eru í blómhnöppum plöntunnar. FLÓTTAMENN og stuðningsmenn þeirra munu eiga fund með dóms- málaráðherra í dag klukkan 10. Fundurinn var ákveðinn í gær þeg- ar um 70 manna hópur gekk frá Lækjartorgi að heimili dóms- málaráðherra til að krefjast réttar hælisleitenda til að setjast að hér á landi og njóta fullra mannréttinda. Meðal göngumanna voru flóttamenn úr flóttamannabúðum á Fitjum í Njarðvík. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að umfjöllun um málefni hæl- isleitenda hafi jafnan einkennst af skilningsleysi almennings og Útlend- ingastofnunar á aðstöðu flóttamanna. Funda með ráðherra Morgunblaðið/Jakob Fannar Mótmæli Mótmælendur fóru að heimili dómsmálaráðherra í gær. VEÐURSTOFAN varaði í gær- kvöldi við stormi norðan- og aust- anlands. Spáð var norðan- og norð- vestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, hvössustu við norður- og aust- urströndina. Viðbúnaður var vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki hafði þó þurft að rýma nein hús í gærkvöldi, að sögn lögreglu á Ísafirði. Ekkert ferðaveður var víða um land í gær. Stórhríð var um norð- anvert landið og var fólk varað við að vera á ferð um Óshlíð og Súða- víkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Í gærkvöldi var orðið ófært um Djúpið og eins fjallvegi fyrir vest- an. Stórhríð var á Ströndum. Stórhríð fyrir norðan Hált var á vegum og skafrenn- ingur eða stórhríð víða fyrir norðan og austan Húsavíkur var víða ófært eða þæfingur á vegum. Veður fór versnandi á Austurlandi í gær- kvöldi. Veginum um Kjalarnes var lokað um tíma í gærkvöldi. Einkum var erfitt ferðaveður milli Kollafjarðar og Mosfellsbæjar. Fimm bíla árekstur varð rétt fyrir kl. 20 við Leirvogsá. Engin slys urðu á fólki. Þar var vegurinn mjög háll og eins var mjög blint. gudni@mbl.is Óveður víða á landinu Óveður Stórhríð og ófærð tafði umferð víða um landið í gær. Fimm bíla árekstur við Leirvogsá í gær HÉÐINN Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru í 5.-12. sæti með 4½ vinning að lokinni sjöttu umferð Reykjavíkurmótsins, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gær. Héðinn gerði baráttujafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, úkraínska stórmeistarann Alexand- er Aerschenko, en Hannes vann ítalska alþjóðlega meistarann Denis Rombaldoni. Úkraínski stórmeist- arinn Yuriy Kruvoruchko er efstur með 5½ vinning. Sjöunda umferð hefst klukkan fjögur í dag og er fólk hvatt til að mæta og fylgjast með. Metþátttaka er í mótinu, 110 manns. Sá úkraínski ennþá efstur Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VIÐRÆÐUR standa nú yfir á milli Landhelgisgæslu Íslands og hinnar norsku systurstofnunar hennar um að hið nýja varðskip Íslendinga verði leigt Norðmönnum. „Kannaðir hafa verið möguleikar á að koma skipinu í leigu tímabundið, í tengslum við samstarfssamninga okkar við Norðmenn,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Hann segir óvíst hvernig þetta verði útfært, en það gæti tengst því hvernig eftirlitssvæðum yrði skipt upp og mögulega gæti norskt skip komið til leigu á móti. Þá segir Georg að ef fækka þurfi þyrluáhöfnum muni það hafa nei- kvæð áhrif á möguleika Gæslunnar til að sinna öryggis- og björg- unarmálum. Á laugardag greindi Morgunblaðið frá því að hámarks- drægni þyrlnanna yrði minnkuð af öryggisástæðum ef fækka þyrfti áhafnarmeðlimum. „Það gefur auga- leið,“ segir Georg. Hann kveðst hvorki geta fullyrt að við þá nið- urstöðu verði unað eða að við hana verði ekki unað. Það verði að meta ef til þess kemur. Nýtt varðskip LHG gæti farið í útleigu til Noregs Fækkun þyrluáhafna hefur neikvæð áhrif á öryggisstig Harald M. Valderhaug Nýtt Tölvuteiknuð mynd af nýja varðskipinu sem nú er í smíðum í Chile.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.