Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
LÆKKUN tekna trúfélaga af sókn-
argjöldum kemur sér illa hjá skuld-
ugum söfnuðum sem staðið hafa í
framkvæmdum. Lítið er hægt að
greiða niður. Víða er verið að reyna
að spara og reikna má með draga
þurfi saman seglin í safnaðarstarfi í
sumum kirkjum landsins í haust.
Kirkjubyggingarsjóður Reykja-
víkurborgar úthlutaði Grafarvogs-
kirkju 4 milljónum kr. vegna veru-
lega erfiðrar skuldastöðu við árlega
styrkjaúthlutun og Grensáskirkja
fékk 3 milljónir af sömu ástæðum.
Sjóðurinn hafði 26 milljónir til ráð-
stöfunar í ár og veitti einnig styrki
til viðgerða á kirkjum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs sátu hjá þegar úthlutun
var staðfest í borgarráði, vegna
styrkja til löngu lokinna verkefna.
Fulltrúar Samfylkingarinnar töldu
að leggja ætti höfuðáherslu á að
styrkja atvinnuskapandi viðhalds-
verkefni. Fulltrúar VG veltu því fyr-
ir sér hvort ekki væri rétt að draga
verulega úr framlögum til sjóðsins
við núverandi aðstæður.
Grafarvogssöfnuður skuldar um
hálfan milljarð króna vegna bygg-
ingar Grafarvogskirkju sem vígð var
árið 2000. Bjarni Kr. Grímsson, for-
maður sóknarnefndar, segir að lánin
séu vísitölutryggð en þau séu öll í
skilum. „Þetta er stór söfnuður með
öflugt safnaðarstarf. Við höfum ekki
miklar tekjur fyrir utan sókn-
argjöldin til að standa undir afborg-
unum og vöxtum. Við höfum fengið
úr Kirkjubyggingarsjóði Reykjavík-
urborgar og Jöfnunarsjóði kirkna,
eins og aðrir söfnuðir,“ segir Bjarni.
Passa að slökkva ljósin
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
2009 voru sóknargjöld skert um 2%,
en þau hefðu átt samkvæmt fyrri
viðmiðun að hækka í takt við verð-
bólguna. Tekjur kirkna og trúfélaga
lækka því á þessu ári. „Það er erfitt
vegna þess að margir söfnuðir eru
með hluta af sínum tekjum bundinn í
afborgunum og vöxtum, fyrir utan
launagreiðslur og annan rekstur.
Ekki lækka afborganirnar og það er
því lítið svigrúm til að draga úr
kostnaði,“ segir Gísli Jónasson, pró-
fastur í Reykjavíkurkjördæmi
eystra.
Gísli veit til þess að menn líta til
smárra jafnt sem stórra kostn-
aðarliða, til dæmis að gæta þess að
ljósin séu slökkt og að kyndingin sé
sem hagkvæmust. „En þetta endar
með því að bitna eitthvað á starfinu,
þótt það sé það sem við síst viljum,
nú á þeim tímum sem þörfin er mik-
il,“ segir Gísli.
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Á ÁRSFUNDI Veiðimálastofnunar í
gær spáði Guðni Guðbergsson fiski-
fræðingur í spilin að vanda, varðandi
laxveiðina í sumar.
„Það eru ekki nein merki um ann-
að en að veiðin verði áfram nærri
meðaltali eða rúmlega það,“ sagði
Guðni. Sveiflur hafi ætíð verið í veiði
á laxi og fylgjast að nokkur góð ár og
nokkur slæm. Í fyrrasumar var met-
veiði og búast megi við því að veiðin
úr náttúrulegum laxastofnum verði
heldur minni í sumar en í fyrra.
Flest veiðifélög hafa skilað veiði-
tölum fyrir árið 2008 og er ljóst að
um 81.500 laxar veiddust. 15.400 löx-
um var sleppt aftur, sem er um 19%
af heildarveiðinni en nálægt fjórð-
ungi laxa úr náttúrulegum stofnum.
Gríðarlegur vöxtur var í veiði úr
hafbeitaránum. Þessar ár gáfu um
28.000 laxa, sem Guðni sagði meira
en heildarveiðin lökustu árin hér áð-
ur, eftir að farið var að halda utan um
veiðitölur. Hafbeitarárnar gáfu um
35% af heildarveiðinni nú.
Þrátt fyrir þessa miklu veiði í haf-
beitaránum veiddust 53.200 laxar úr
náttúrulegum stofnum, sem er met
því besta veiðin til þessa úr ám með
náttúrulega laxastofna var 1978 er
52.679 laxar veiddust.
Um 9.000 laxar veiddust í net í
fyrra; 4.500 í Þjórsá, 4.200 í Hvítá-
Ölfusá og 340 í Hvítá í Borgarfirði.
Áhyggjur af stórlaxi
Guðni og Sigurður Guðjónsson,
forstjóri Veiðimálastofnunar, lýstu
yfir þungum áhyggjum af ástandi
stórlaxastofnanna.
„Hægt er að nota orðið hrun um
hvernig fyrir þessu er komið,“ sagði
Guðni. „Stórlaxi heldur áfram að
hnigna.“
Sigurður sagði að fyrir síðasta
veiðitímabil hefði Veiðimálastofnun
farið þess á leit við Matvælastofnun,
sem þá stýrði stjórnsýslu veiðimála,
að stórlax yrði friðaður að því leyti að
það mætti alls ekki drepa hann; veiða
og sleppa væri hins vegar í lagi.
„Matvælastofnun sá sér ekki fært að
gera það með svo skömmum fyr-
irvara og benti á það úrræði að fara
með þetta í gegnum nýtingaráætlun
veiðifélaganna. Okkur er að verða
órótt á stofnuninni hvað þetta varðar
og vonum að menn taki sig verulega
á, svo að við horfum ekki upp á að
þessi hluti íslenska laxastofnsins
hverfi alveg,“ sagði Sigurður.
Guðni Guðbergsson fiskifræðingur spáir að laxveiðin í sumar verði nærri meðallagi eða rúmlega það
Ljósmynd/Gísli Harðarson
Skyldi hann taka? Veiðimaður fylgist með silfurbjörtum laxi stökkva í Vatnsdalsá.
Stórlax
í vanda
staddur
ÞAU fylgdust áhugasöm með lestr-
inum börnin á Barnaspítala Hrings-
ins er Lovísa María Sigurgeirsdóttir
las úr bók sinni Ég skal vera dugleg.
Því þó að sá heimur sem Lovísa
María lýsir þar sé e.t.v. um margt
framandi þekkja þau vel hvernig er
að dvelja á spítala. Í æsku var Lovísa
María langdvölum á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, fjarri fjöl-
skyldu sinni í Hrísey.
„Ég gleymdi þessu aldrei og þessi
tími er ljóslifandi í minningunni,“ seg-
ir Lovísa María. „Þegar ég var á spít-
alanum máttu mamma og pabbi eig-
inlega ekkert koma í heimsókn.“
Þessu sé vissulega öðruvísi farið í
dag, en þó hljóti sjúkrahúsvist alltaf
að reynast börnum erfið.
Hugmyndina að bókinni segir
Lovísa María hafa kviknað er fjöl-
skyldan tók að sér að vera stuðnings-
fjölskylda fjölfatlaðs drengs. „Þá fór
ég að hugsa meira og meira um Tóta,
lítinn dreng sem er söguhetja í bók-
inni. Spítalinn var hans heimili því
hann dvaldi á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri alla sína ævi.“ Tóti lést
rúmlega fimm ára gamall. „Hann var
svo yndislegt barn og fékk mig til að
hugsa um hvað það er þroskandi að
umgangast þessi börn og hvað þau
eru miklar hetjur.“
Þetta er hennar fyrsta bók, en ekki
endilega sú síðasta. „Ég hef haft
mjög gaman af þessu og er með fullt
af hugmyndum,“ segir Lovísa María.
annaei@mbl.is
„Er ljóslifandi
í minningunni“
Sjúkrahúsvistin börnum oft erfið
Morgunblaðið/Heiddi
Góðir áheyrendur Lovísa María las fyrir börnin á Barnadeild Hringsins.
FULLTRÚI VG í borgarráði, Þorleifur Gunnlaugsson, telur það brot á
samþykktum um Kirkjubyggingasjóð Reykjavíkurborgar að veita styrki til
annars en framkvæmda. Ekki hafi verið sýnt fram á að styrkir vegna erf-
iðrar skuldastöðu séu vegna endurbóta og meiriháttar viðhalds kirkna.
Katrín Fjeldsted, formaður stjórnar sjóðsins, segir þetta rangt og vitnar
til sjöundu greinar samþykkta sjóðsins þar sem fram kemur að sóknir sem
þegar hafa lokið byggingu kirkna geti fengið styrki úr sjóðnum ef tekjur
þeirra hrökkva ekki fyrir greiðslu afborgana og vaxta. Katrín segir að
stjórn sjóðsins verði að vinna eftir samþykktum hans. Þar sé ekki gert ráð
fyrir að tekið sé tillit til atvinnuástandsins. Hins vegar séu flest verkefnin
atvinnuskapandi, eins og til dæmis viðgerðir á Hallgrímskirkju, Laugar-
neskirkju og Háteigskirkju. Kaup á kirkjuklukkum í Guðríðarkirkju í
Grafarholti falli síst undir þetta en þar sé verið að ljúka kirkjubyggingu.
Atvinnuskapandi viðgerðir
Morgunblaðið/Ingó
Grafarvogur Þótt Grafarvogskirkja hafi verið vígð fyrir níu árum er söfnuðurinn enn skuldugur.
Bitnar á starfinu
Lækkun sóknargjalda kemur illa við skulduga söfnuði
Erfiðara er að standa í skilum og minnka þarf útgjöldin
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti Húsgögn
Mikið úrval af sófum og sófasettum - Verðið kemur á óvart