Morgunblaðið - 09.05.2009, Qupperneq 12
12 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
HANDVERKSBASAR verður hald-
inn á morgun, sunnudag, frá kl. 13-
18 í föndurhúsi Dvalar- og hjúkr-
unarheimilisins Áss í Hveragerði.
Heimiliskonur eru búnar að mála,
sauma út, hekla og prjóna. Herr-
arnir í Ási hafa ekki látið sitt eftir
liggja og úr þeirra smiðju koma
bæði hillur og útskornir hestar og
hestakerrur. Gestum er svo boðið
að tylla sér og þiggja kaffisopa.
Handverk í Ási
FALLIÐ hefur verið frá samningi
þrotabús BT verslana ehf. og Haga
Invest ehf. um kaup Haga á versl-
unum og viðskiptavild tölvuversl-
ana BT. Ástæðan er athugasemdir
Samkeppniseftirlitsins.
Þrotabúið mun taka við eign-
unum að nýju og auglýsa þær til
sölu. Árdegi, móðurfélag BT, var
úrskurðað gjaldþrota í nóvember
en kaupsamningur Haga og þrota-
bús BT verslana var gerður 20. nóv-
ember. Verslanirnar verða áfram
opnar samkvæmt samkomulagi við
þrotabúið.
Hætta við kaup
á þrotabúi BT
ÚTLIT er fyrir metþátttöku á
Landssambandsfundi Soroptimista-
sambands Íslands sem fram fer í
dag en alls hafa 200 konur boðað
komu sína. Markmið Soroptim-
istasystra er að vinna að bættri
stöðu kvenna.
Í ár er fundurinn í umsjón Sor-
optimistaklúbbs Reykjavíkur sem
hefur af þessu tilefni ákveðið að
veita 1.000 króna styrk fyrir hvern
þátttakanda þingsins til Göngum
saman hópsins. Það sama gera So-
roptimistaklúbbur Hafnarfjarðar
og Garðabæjar.
Styrktarfélagið Göngum saman
hefur það að markmiði að styrkja
grunnrannsóknir á brjósta-
krabbameini og úthlutar félagið
styrkjum árlega. Vorganga hópsins
verður á mæðradaginn, sunnudag-
inn 10. maí, og verður lagt af stað
frá Skautahöllinni kl. 11.
Systur styðja
Göngum saman
TANNLÆKNAR munu í dag bjóða
barnafjölskyldum sem búa við
kröpp kjör upp á ókeypis tann-
læknaþjónustu. Þetta er í þriðja
sinn sem þjónustan er í boði en hún
verður einnig í boði 23. maí. Þjón-
ustan er fyrir börn og unglinga 18
ára og yngri og verður veitt milli
kl. 10 og 13 húsi Tannlæknadeildar
HÍ, Læknagarði.
Tannlækningar
BIRGITTA Jóns-
dóttir hefur ver-
ið kosin formað-
ur þinghóps
Borgarahreyf-
ingarinnar. Jafn-
framt hefur Þór
Saari verið kos-
inn varafor-
maður þinghóps-
ins og Margrét
Tryggvadóttir ritari. Í tilkynningu
segir að Birgitta hafi verið „starf-
andi atvinnuleysingi áður en hún
var kosin á þing“, en hún sé fjöl-
listamaður og skáld.
Birgitta formaður
Birgitta Jónsdóttir
RÁÐGJAFARSTOFA um fjármál heimilanna mun auka
þjónustu sína til mikilla muna og verður starfsemin tvö-
földuð að umfangi. Ný starfsstöð við Sóltún 26 í Reykja-
vík verður opnuð undir lok næstu viku. Hún er sett á
laggirnar til þriggja mánaða til reynslu. Þar verða 8-10
starfsmenn og mun fólk geta komið án þess að hafa pant-
að tíma og fengið viðtal við ráðgjafa augliti til auglitis.
Einnig verður starfsmönnum í höfuðstöðvunum fjölgað.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Ástu R. Jóhann-
esdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að stór-
efla Ráðgjafarstofuna. Ásta kynnti þessa breytingu á
blaðamannafundi í gær ásamt Gylfa Magnússyni við-
skiptaráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra
en ráðuneyti þeirra koma að málinu. Ásta Sigrún Helga-
dóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilanna, tók
einnig þátt í fundinum.
Ásta félagsmálaráðherra sagði þetta vera í fjórða sinn
frá bankahruninu sem þjónusta Ráðgjafarstofunnar væri
efld. Hún sagði að aðsóknin í ráðgjöf hefði þrefaldast frá
því um mánaðamót mars og apríl sl. Á tímabili var útlit
fyrir að bið eftir ráðgjöf myndi aukast verulega en nú
hefur verið brugðist við því. Gert er ráð fyrir að með efl-
ingu Ráðgjafarstofunnar verði hægt að vinna á fyrirliggj-
andi biðlistum á um fjórum vikum. Elstu fyrirliggjandi
umsóknir eru frá því í byrjun apríl.
Ráðgjafarstofan hefur einnig sinnt ráðgjöf á lands-
byggðinni. Margir koma að starfinu, þ.á m. Íbúðalána-
sjóður, Reykjavíkurborg, Nýja Kaupþing, Íslandsbanki,
Nýi Landsbankinn og Samband sparisjóða. Bankarnir
munu leggja Ráðgjafarstofunni til húsnæði, tölvubúnað,
húsögn og eins kemur starfsfólk frá bönkunum. Þá er og
gert ráð fyrir að ráða starfsfólk af atvinnuleysisskrá.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra sagði þátt ráðu-
neytisins vera vegna löggjafar um greiðsluaðlögun og
væri í bígerð þjónustusamningur við Ráðgjafarstofuna.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði að gert yrði
átak til að kynna þau úrræði sem væru í boði. Hann sagði
ríkisstjórnina hafa verið með aðgerðir í um 15 liðum til að
taka á vanda skuldsettra heimila. Mikilvægt væri að fólk
leitaði sér ráðgjafar. gudni@mbl.is
Ráðgjöfin verður efld
Umfang Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna tvöfaldað Ný starfsstöð opn-
uð í næstu viku Rafræn eyðublöð verða tekin upp Unnið verður á biðlistum
Í HNOTSKURN
»Ráðgjafarstofa um fjármálheimilanna opnar nýja
starfsstöð í Sóltúni 26 í
Reykjavík í næstu viku og
verða starfsmennirnir tvöfalt
fleiri en áður.
»Um leið verða rafræneyðublöð tekin í gagnið
hjá Ráðgjafarstofunni og
Íbúðalánasjóði.
»Með þeim þarf fólk semleitar ráðgjafar aðeins að
koma einu sinni á staðinn í
stað tvisvar nú.
FYRSTU gestirnir heimsóttu Vík-
ingaheima í Reykjanesbæ í gær, eft-
ir að dyr safnsins voru opnaðar í
fyrsta skipti. Sumir gestirnir
klæddu sig upp í tilefni dagsins. Bú-
ist er við því að margir vilji skoða
víkingaskipið Íslending um helgina
og næstu vikur. Einnig sýningu sem
byggð er á munum frá víkingasýn-
ingu Smithsonian-stofnunarinnar í
Bandaríkjunum. Á henni eru dýr-
mætir forngripir sem fengnir eru að
láni frá söfnum í nágrannalönd-
unum.
Á vegum Íslendings ehf. hefur
verið unnið að byggingu húss fyrir
Íslending og uppsetningu vík-
ingasýningar í tvö ár. Það er loka-
áfanginn í því að halda Íslendingi
hér á landi og koma honum í var-
anlegt naust, eftir siglinguna til Am-
eríku í tilefni landafundaafmælisins
árið 2000.
Bygging hússins og uppsetning
sýningarinnar kostar um 300 millj-
ónir kr., að sögn Einars Bárð-
arsonar verkefnisstjóra. Ríkissjóður
greiðir alls um 100 milljónir kr.,
samkvæmt samningi sem mennta-
málaráðherra gerði við aðstand-
endur sýningarinnar fyrir fáeinum
árum. „Sem betur fer var mest af
þessu afstaðið þegar efnahags-
þrengingarnar dundu yfir,“ segir
Einar en getur þess að erfiðleik-
arnir hafi hægt á lokafrágangi. Fyr-
irhugað er að opna Víkingaheima
formlega á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. helgi@mbl.is
Klæddu sig upp fyrir Íslending
Fræðsla Systkinin Eyþór Ingi og Ástrós fengu að fara um borð í Íslending.
MÁLEFNAHÓPUR Vinstri grænna um efnahagsmál
leggur til að vaxta- og verðbótaútreikningur vegna hús-
næðislána verði leiðréttur og hann miðaður við þær að-
stæður sem uppi voru fyrir efnahagshrunið.
Málefnahópurinn leggur einnig til að lán í erlendri
mynt verði færð yfir í íslenskar krónur. Íbúðalánin verði
síðan færð niður sem nemur verðbólgunni sem leiddi af
fjárstreymi bankanna inn á fasteignamarkaðinn þannig
að höfuðstóll þeirra verði í ekki í neinum tilfellum hærri
en sem nemur tiltekinni hámarksprósentu af fasteigna-
mati.
Ámundi Loftsson, einn talsmanna málefnahópsins,
sagði á blaðamannafundi í gær að góður andi ríkti um til-
lögurnar innan flokksins. Skýrsla um þær hefur verið
send formanni og varaformanni, að sögn Ámunda. „Til-
lögurnar voru unnar í samvinnu við forystuna og ég met
andrúmsloftið í kringum það sem við höfum verið að gera
gott.“
Það er mat talsmanna málefnahópsins að umræðan um
aðgerðir til bjargar heimilunum hafi verið of einsleit.
„Þau viðbrögð viðskiptaráðherra að slá hverja tillöguna
af annarri út af borðinu eru einnig undarleg. Fólki er hins
vegar boðin greiðsluaðlögun sem gengur út á að það sé
eins og fangar á reynslulausn í fimm ár og síðan verða
skuldir mögulega felldar niður. Það hefur ekki verið rætt
um hvað greiðsluaðlögun kostar í mannafla og eftirliti.
Mér sýnist þessi stefna gjörsamlega óframkvæmanleg.“
Málefnahópurinn ákvað að kynna tillögur sínar opin-
berlega til þess að almenningur geti kynnt sér þær.
ingibjorg@mbl.is
Málefnahópur VG vill
lækka höfuðstól lána
Morgunblaðið/Heiðar
Eins og fangar Ámundi Loftsson segir stefnuna vegna
greiðsluaðlögunar gjörsamlega óframkvæmanlega.
KRAFTVÉLAR og Microsoft Ís-
landi eru fyrirtæki ársins 2009 í
könnun VR, það fyrra í hópi stærri
fyrirtækja en það síðara í hópi
minni fyrirtækja. Fram kemur í til-
kynningu að Íslandspóstur og Atl-
antsolía hafi bætt sig mest á milli
ára og séu hástökkvarar ársins
2009.
Kraftvélar ehf. eru sigurvegarar
í hópi stærri fyrirtækja með 4,519 í
einkunn af 5 mögulegum. Á síðasta
ári var fyrirtækið í fjórða sæti með
4,377 í einkunn.
Microsoft Íslandi er sigurvegari í
hópi minni fyrirtækja með 4,87 í
einkunn samanborið við 4,723 í
fyrra en þá var fyrirtækið í 6. sæti
„Þátttaka í könnun VR á fyr-
irtæki ársins hefur aldrei verið
meiri en í ár, ríflega tuttugu þús-
und starfsmenn fyrirtækja á al-
mennum vinnumarkaði fengu
senda spurningalista og svöruðu
tæplega tólf þúsund þeirra eða 54%
samanborið við 42% á síðasta ári.
Könnunin er gerð í samstarfi við
SFR stéttarfélag, sem velur stofnun
ársins, og er stærsta vinnumark-
aðskönnun á Íslandi,“ segir í til-
kynningu. Könnunin var gerð mið-
að við stöðuna um áramót og í
janúar síðastliðnum.
Valin fyrir-
tæki ársins
BLAÐAAUGLÝSING Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi,
sem sýndi mynd af Steingrími J.
Sigfússyni, for-
manni Vinstri
hreyfingarinnar
– græns fram-
boðs (VG), brýt-
ur í bága við
siðareglur Sam-
bands íslenskra
auglýsingastofa
(SÍA), samkvæmt
niðurstöðu siða-
nefndar SÍA.
VG kærði aug-
lýsinguna til siðanefndar 21. apríl
sl. Í kærunni kemur fram að Sjálf-
stæðisflokkurinn í Norðvestur-
kjördæmi hafi birt blaðaauglýsingu
með mynd af Steingrími í fjölmörg-
um svæðismiðlum kjördæmisins án
leyfis VG. Það sé brot á 8. grein
siðareglna SÍA. „8. gr. siðareglna
SÍA er hugsuð til að vernda einkalíf
fólks og persónu þess fyrir óheim-
illi notkun í hefðbundnum auglýs-
ingum, ekki verja ráðamenn þjóð-
arinnar fyrir gagnrýni,“ segir í
greinargerð Agnars Tr. Lemacks,
framkvæmdastjóra auglýsingastof-
unnar Jónsson & Lemacks, sem
vann auglýsinguna.
Myndbirting
brot á reglum
Steingrímur J.
Sigfússon