Morgunblaðið - 09.05.2009, Síða 16

Morgunblaðið - 09.05.2009, Síða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þrátt fyrir bankahrun og takmark- að aðgengi að lánsfjármagni eru fjöl- margir aðilar víða um land með áform um margs konar verksmiðjurekstur, í flestum tilvikum í samstarfi við er- lenda fjárfesta, ekki bara vegna ál- vera. Áform um lítil sprotafyrirtæki eru einnig ótalin heldur frekar átt við atvinnurekstur sem getur í hverju til- felli fyrir sig skapað tugi eða hundruð starfa. Ekki er alltaf um stóriðju eða orkufrekan iðnað að ræða, sem kallar á sérstakar virkjanir. Verkefnin sem kortlögð eru hér að ofan eru misjafnlega á vegi stödd, sum hver búin að vera til fjölda ára á teikniborðinu en hafa ekki orðið að veruleika. Önnur eru í undirbúnings- ferli og enn önnur jafnvel komin til framkvæmda, eins og vatnsverk- smiðjur í Snæfellsbæ og Vestmanna- eyjum og álþynnuverksmiðja í Eyja- firði. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær eru vatnsverksmiðjur víða í undirbúningi, ýmist átöppunar- verksmiðjur eða vatnsútflutningur með tankskipum en ólíklegt að öll þau áform gangi í gegn. Einnig eru gagnaver eða netþjónabú til skoð- unar á nokkrum stöðum, sem háð eru ákvörðun þeirra erlendu fyrirtækja sem hingað vilja koma. Sem stendur er gengið hagstætt fyrir erlenda fjár- festa en margir aðrir þættir þurfa að ganga upp, eins og orkuöflun, um- hverfismat, fjármögnun og markaðs- eftirspurn. Einhver gæti sagt að hér væru draumaverksmiðjur á ferðinni en þær hafa þó með þrautseigju og þrjósku stundum orðið að veruleika á undanförnum áratugum; eins og t.d. vatnsverksmiðja í Ölfusi, kalkþör- ungaverksmiðja á Bíldudal, þörunga- vinnsla á Reykhólum, steinullarverk- smiðja á Sauðárkróki, járnblendi- verksmiðja á Grundartanga og sementsverksmiðja á Akranesi. Síðan væri hægt að telja upp fjölda verk- smiðja sem aldrei komust á koppinn, eins og pappírsverksmiðja, kísilduft- verksmiðja og polyólverksmiðja. Áhugi á orkuháðum iðnaði Flest þau erlendu fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi og setja upp nýjan atvinnurekstur fara í gegnum Fjárfestingarstofuna, sem starfrækt er á grundvelli samstarfssamnings milli iðnaðarráðuneytisins og Út- flutningsráðs. Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstof- unnar, segist ekki geta upplýst um einstök verkefni í vinnslu. Almennt sé hægt að segja að erlend fyrirtæki á ýmsum sviðum sýni Íslandi enn mik- inn áhuga, þrátt fyrir þá efnahags- legu erfiðleika sem landið gengur í gegnum. Áhuginn beinist ekki síst að orku- háðum iðnaði af ýmsum stærðum, sem ekki kallar alltaf á sérstaka virkjunarkosti. Einnig eru mögu- leikar í heilsutengdri ferðaþjónustu til skoðunar hjá nokkrum erlendum aðilum og vaxandi áhugi er sem fyrr segir á íslenska vatninu. „Margt er til skoðunar en allt velt- ur þetta verulega á hvernig tekst að fjármagna þessa fjárfestingu, ekki aðeins af því að hún er hér á landi heldur ekki síður vegna þess að skortur er á lánsfjármagni almennt í heiminum,“ segir Þórður. Þá nefnir Þórður gagnaverin sem vakið hafa mikinn áhuga erlendra fjárfesta. Tekist hafi með aðstoð Fjárfestingar- stofunnar að koma Íslandi á kortið undir slíka starfsemi. Þórður segir engum dyrum hafa verið lokað á Ísland. Þeir sem þekki vel til landsins viti að þótt bankakerf- ið hafi hrunið þá sé hér mjög vel menntað starfsfólk og náttúrulegar auðlindir, sem áhugi sé á að verði nýttar. Einnig sé erlendum fjár- festum umhugað um að hér ríki stöð- ugleiki í stjórnmálum. „Segja má að vaxandi áhugi sé hjá erlendum fjárfestum að skoða tæki- færi hér á landi sem tengjast um- hverfisvænum hátækniiðnaði sem nýtir græna orku. Vissulega eru hér á ferðinni mjög mörg áhugaverð verk- efni en jafnframt þurfum við að hafa í huga að samkeppnin er hörð og flest- ar aðrar þjóðir beita ívilnunum til að laða til sín slíkar fjárfestingar. Orkan ein og sér er því í flestum tilfellum alls ekki nægilegur hvati, auk þess sem hún er sem stendur af mjög skornum skammti til verkefna af því tagi sem hér er lýst,“ segir Þórður.                                                                 ! " #       " # "  $ %         $   % !  &      &#&      '# &#&()      '   '  !        *  +        #        (      # "  )  *      , #      & -   "&    *   + ,   ) - .    *$ +     & &.&  & &   &  &   & %  &+& &&   /&0&$!1 & /& &     & & & &  &   2 22 222 Draumaverksmiðjur?  Ekki aðeins áform um álver í byggðum landsins  Verkefnin mislangt á veg komin  Fjárfestingarstofan finnur enn fyrir miklum áhuga erlendra fjárfesta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Álþynna Rekstur á álþynnuverksmiðju Becromal hefst í ágúst næstkomandi í Krossanesi við Eyjafjörð og undirbúningur er því í fullum gangi. Í HNOTSKURN »Á ríflega 20 stöðum á land-inu eru uppi áform um verksmiðjurekstur margs kon- ar en kortið hér að ofan tæpir aðeins á því helsta. »Meðal þess sem gætiskýrst nánar á næstu vik- um er hvar Greenstone mun setja niður gagnaver. »Vatnsútflutningur gætieinnig farið af stað frá Hafnarfirði í sumar. Fyrirtæki, einstaklingar og und- irbúningsfélög bíða fyrst og fremst eftir fjármagni til að fara af stað með þau verkefni sem eru á teikniborðinu, stór og smá. FYRIRTÆKIÐ Icelandic Silicon Corporation var stofnað hér á landi 15. apríl sl. vegna áforma um kísilverk- smiðju í Helgu- vík. Að sögn Helga Björns hjá danska fyrirtæk- inu Tomahawk Development, sem stendur að verk- efninu ásamt íslenskum verkfræð- ingum, er umhverfismat að baki og starfsleyfi svo gott sem í höfn. Fjárfestingasamningur við ís- lenska ríkið er í vinnslu og segir Helgi Björn að beðið sé eftir svör- um frá iðnaðarráðuneytinu. „Við treystum því að ráðuneytið taki þennan samning mjög fljótt fyrir svo að hægt sé að halda tíma- áætlun, sem gerir ráð fyrir að við gangsetjum verksmiðjuna 1. nóv- ember árið 2011,“ segir Helgi Björn við Morgunblaðið. Kísilverksmiðja í Helguvík Helguvík Fleira áformað en álver. Á SÍÐUSTU ár- um hafa nokkrar bjórverksmiðjur orðið að veru- leika, stundum nefndar brugg- hús. Þær eru hvorki orkufrek- ar né skapa fjölda starfa hver um sig, en hafa engu að síður haft jákvæð áhrif á sínu svæði. Nægir að nefna Kalda frá Árskógsströnd, Skjálfta frá Ölvisholti og Jökulbjór- inn frá Stykkishólmi. Er þá ótalin bjórframleiðslan hjá Ölgerðinni og Vífilfelli. Nú heyrast áform um fleiri smærri verksmiðjur, eins og í Vestmannaeyjum og á Austurlandi, sem og á Vestfjörðum, þannig að brugghús gæti verið komið í hvern landsfjórðung innan fárra ára. Fleiri vilja í bjórinn Fjármálakreppa ríkir ekki aðeins hér á landi heldur í öllum heim- inum. Við þær aðstæður er óraun- hæft að ætla að verksmiðjurekstur verði að veruleika í stórum stíl. Engu að síður er athyglisvert hve margir kostir eru til skoðunar. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er bent á nýja efnahagsspá OECD, sem gerir ráð fyrir 2,7% samdrætti í heims- framleiðslu á árinu. Er það fyrsti samdráttur hennar í 60 ár. Hefur kreppan komið hart niður á iðn- framleiðslu og viðskiptum með samkeppnisvörur. Þannig er spáð 13% samdrætti í alþjóða- viðskiptum á árinu. Mjög erfiðar aðstæður á heimsvísu MEÐAL þeirra áforma sem kom- in eru ágætlega á veg er bygging koltrefjaverk- smiðju á Sauð- árkróki. Eins og fram kom nýver- ið í Morgun- blaðinu hefur bandarískt fyr- irtæki sýnt því mikinn áhuga að taka þátt í verk- efninu. Koltrefjar eru notaðar sem styrkingarefni við framleiðslu á margs konar framleiðsluvörum, m.a. í bíla- og flugvélaiðnaði. Talið er að koltrefjar geti jafnvel leyst af hólmi ál og fleiri þekkt smíðaefni í náinni framtíð, einkum sökum létt- leika og styrkleika efnisins. Kol- trefjar eru t.d. notaðar í nýju risa- þoturnar frá Boeing og Airbus. Koltrefjar gætu leyst álið af hólmi Koltrefjar Á leið- inni á Sauðárkrók. FARIÐ er að skoða á ný eldri áform um verk- smiðjurekstur og úrvinnslu, m.a. vinnslu á Kötluvikri í Vík í Mýrdal og gela- tínframleiðslu á Akureyri. Gela- tín er prótín, unnið úr sjávar- afurðum og notað við framleiðslu á t.d. matvörum og lyfjum. Brim skoðaði þetta á sínum tíma í sam- ráði við spænskt fyrirtæki, sem ákvað svo að fara til Færeyja. Þórir Kjartansson hjá Víkur- prjóni segir ýmsar aðstæður hafa breyst, sem gera vinnslu á vikr- inum áhugaverða á ný. Verkefninu sé því haldið lifandi. Rykið dustað af vikri og gelatíni Vikur Þórir Kjart- ansson með sýni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.