Morgunblaðið - 09.05.2009, Side 24
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
F
jallaverkefnið á hug minn
allan þessa stundina,“
segir Rósa Björk Hall-
dórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ríkis
Vatnajökuls sem er ferðaþjónustu-,
matvæla- og menningarklasi Suðaust-
urlands. Hún vinnur ásamt samstarfs-
fólki að þróun fjallaseturs og fjalla- og
náttúruskóla. Þessar stofnanir verða
liður í því að gera fjalllendi Suðaust-
urlands að einu af þekktasta og eftir-
sóknarverðasta fjallasvæði Norður-
Evrópu.
Einstök samstaða hefur náðst um
Ríki Vatnajökuls sem auk ferðaþjón-
ustuaðlia vinnur með matvælafram-
leiðendum og margskonar menningar-
starfsemi á svæðinu enda oft erfitt að
skilgreina hvað er ferðaþjónusta. 76
fyrirtæki og stofnanir í Sveitarfélaginu
Hornafirði eiga aðild að klasanum sem
starfað hefur í tvö ár, þar á meðal öll
helstu ferðaþjónustufyrirtækin.
Rósa Björk vinnur að því að mark-
aðssetja svæðið, aðstoða við vöruþróun
og að verkefnum sem styrkja grunn-
gerð samfélagsins. „Ferðaþjónustan
er helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulíf-
inu og það eru bundnar miklar vonir
við hana. Mörg afleidd störf fylgja
ferðaþjónustunni og allt atvinnulífið
gæti blómstrað,“ segir Rósa Björk.
Sérstök áhersla er lögð á að stytta lág-
annatíma í ferðaþjónustunni og lengja
viðverutíma ferðafólks. Það er meðal
annars gert með því að auka framboð
afþreyingar, ekki síst utan hefðbund-
ins háannatíma. Að sögn Rósu hefur
aldrei verið meira að gera en í vetur.
Þjóðgarðurinn lyftistöng
Miklar vonir voru bundnar við að
Vatnajökulsþjóðgarður myndi hafa að-
dráttarafl, eftir að hann var stofnaður,
enda er Vatnajökull stærsti jökull utan
heimskautasvæða og þjóðgarðurinn sá
stærsti í Evrópu. Þetta svæði er í for-
grunni hjá fólkinu sem er að undirbúa
fjallasetur og fjalla- og náttúruskóla,
undir Vatnajökli.
Verkefnið er þróað í samvinnu hags-
munaaðila við menntastofnanir eins og
Framhaldsskólann og Háskólasetrið á
Höfn. Rósa segir að hugmyndin að
setrinu hafi komið frá Íslenskum
fjallaleiðsögumönnum og þeir leiki
lykilhlutverk við uppbyggingu náms-
ins. Þá sé samvinna við eina fjallaleið-
sögumanninn sem búsettur er á
svæðinu, Einar Rúnar hjá Öræfaferð-
um.
Rósa vonast til að hægt verði að
bjóða upp á nám í fjalla-, göngu- og
jöklaleiðsögn á framhaldsskólastigi.
Hún er svo bjartsýn að hún telur
unnt að hefja námið á komandi
hausti. Síðan verði hægt að byggja
frekar ofan á það og bjóða alþjóðlegt
nám á þessu sviði.
Hún segir að farsælast sé að byrja
á heimafólki. „Það er mikilvægt að
virkja unga fólkið og benda því á at-
vinnutækifæri á þessu sviði. Þetta
verkefni snýr þannig ekki eingöngu
að ferðaþjónustunni, þetta er al-
mennt byggðamál,“ segir Rósa. Hún
sér fyrir sér að byggðakjarni rísi í
kringum slíka menntastofnun og það
muni styrkja byggðarlagið í heild.
Vannýttir möguleikar
Nú þegar er ýmis fjalla- og jökla-
ferðamennska stunduð út frá byggð-
unum undir Vatnajökli. Unnið er að
kortlagningu vinsælla svæða. Rósa
segir mikilvægt að skrá svæði með
mismunandi möguleika til fjalla-
mennsku og jöklaferða með tillit til
þolmarka og möguleika til uppbygg-
ingar á aðstöðu þar sem við á. Hún
segir að enn séu fjölmargir vannýttir
möguleikar á svæðinu.
Fjalla- og náttúruskóli undir-
búinn við rætur Vatnajökuls
Ferðaþjónusta, matvælavinnsla og menningarstarfsemi vinnur saman í Ríki Vatnajökuls
Markmiðið að gera Suðausturland að eftirsóknarverðu fjallasvæði Ferðafólki hefur fjölgað í vetur
Morgunblaðið/Golli
Hæsti tindurinn Miklir möguleikar til göngu- og skíðaferða felast í fjalllendi Suðausturlands þar sem Vatnajökull er miðpunktur tilverunnar. Því fylgir
sérstök tilfinning að ná marki eftir erfiða gönguför, það upplifir fólk sem gengur á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk í Öræfajökli.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
STARFSMENN Háskólasetursins á Horna-
firði leita leiða til að draga úr árekstrum milli
náttúruverndar og nýtingar í Vatnajökuls-
þjóðgarði þannig að unnt sé að vernda náttúr-
una en leyfa sjálfbæra nýtingu þar sem hún er
möguleg. Hugmyndin er að Vatnajökuls-
þjóðgarður verði fyrirmynd að sjálfbærri
ferðaþjónustu á Íslandi.
Meginhlutverk Fræðaseturs Háskóla Ís-
lands á Hornafirði er að stunda rannsóknir. Því
er jafnframt ætlað að vinna námið með heima-
mönnum og því tekur Háskólasetrið meðal
annars þátt í þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu
með ýmsum samtökum og einstökum fyrir-
tækjum.
Þorvarður Árnason, doktor í umhverfisfræði
og forstöðumaður Háskólasetursins, segir að
umfangsmestu rannsóknirnar tengist stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. Starfsmenn þess eru
ráðgjafar við gerð verndaráætlunar fyrir suð-
ur- og vestursvæði þjóð-
garðsins. „Verið er að leita
leiða til að meta vernd-
argildi mismunandi svæða
þannig að unnt sé að vernda
náttúruna en leyfa jafn-
framt sjálfbæra nýtingu þar
sem hún er möguleg,“ segir
Þorvarður. Hann nefnir
sjálfbæra sauðfjárrækt,
veiðar og hóflega nýtingu í
þágu ferðaþjónustu.
Tvíþættur tilgangur
Vatnajökulsþjóðgarður hefur þann tvíþætta
tilgang að vernda náttúruna og efla byggðirnar
í kring. Þorvarður segir að þetta geti stangast
á. Áður en mat sé lagt á hagsmunina þurfi að
kortleggja bæði verndar- og nýtingargildi ein-
stakra svæða. Hann segir að íbúar í nágrenni
þjóðgarðsins muni vinna að ýmsum verkefnum
í þágu hans. Garðurinn hafi þannig bein áhrif á
lífsafkomu þeirra íbúa sem næst honum búa.
„Grunnhugsunin er sú að í stað þess að óbrúan-
leg gjá sé á milli verndar og nýtingar séu hags-
munir öflugs þjóðgarðs og blómlegrar byggðar
tengdir saman,“ segir Þorvarður.
Háskólasetrið sjálft er að hluta til dæmi um
afleidda starfsemi þjóðgarðsins. Þar eru nú sex
fastir starfsmenn, þar af þrír ferðamálafræð-
ingar, og tíu framhaldsnemar tengjast verk-
efnum setursins.
Þarf að dreifast rétt
Reiknað hefur verið með að þjóðgarðurinn
laði að fleiri ferðamenn á næstu árum. Vatna-
jökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður í Evr-
ópu og þar er mikil og sérstæð náttúrufegurð.
Fjölgun ferðafólks mun efla byggð í kringum
þjóðgarðinn ef vel tekst til. „Þetta hefur þegar
haft jákvæð áhrif hér á Suðausturlandi. Fólk
hefur verið bjartsýnt og djarfhuga, ráðist í ný-
sköpun og uppbyggingu í ferðaþjónustu,“ segir
Þorvarður. Háskólasetrið hefur komið að þró-
un nokkurra slíkra verkefna, meðal annars
fjallaferðamennsku og fuglaferðaþjónustu.
„Að mínu mati er ekki nóg að fjölga ferða-
mönnum, það þarf að hafa yfirsýn yfir það
hvernig þeir dreifast um svæðið og tryggja að
nóg sé til af vörum og þjónustu fyrir þá að
kaupa. Það þarf til dæmis að hugsa til þess að
of mikil fjölgun ferðafólks getur leitt til þess að
íbúar grannbyggða fái leið á ferðaþjónustu,“
segir Þorvarður.
Aldrei hafa verið gerðar rannsóknir á efna-
hagslegum og samfélagslegum áhrifum stofn-
unar þjóðgarðs hér á landi. Rannsóknir Há-
skólasetursins eru liður í slíkri
langtímavöktun. Háskólasetrið á Hornafirði er
þátttakandi í rannsóknarverkefni sem verið er
að undirbúa fyrir allan þjóðgarðinn og miðar
að því að Vatnajökulsþjóðgarður verði fyr-
irmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi.
„Það þarf að rannsaka þjóðgarðinn heildstætt.
Við þurfum að rannsaka hvað einstök svæði
þola mikla umferð, athuga áhrif þjóðgarðsins á
rekstur fyrirtækja, hvetja til umhverfisvænnar
nýsköpunar og kanna viðhorf ferðafólks,“ segir
Þorvarður.
Fyrirmynd að sjálfbærri ferðaþjónustu
Þorvarður
Árnason
ÍTÖLSKUKUNNÁTTA og úti-
vistaráhugi leiddi Rósu Björk
Halldórsdóttur út í leiðsögustörf
og loks í markaðssetningu á Suð-
austurlandi.
Rósa Björk er Reykvíkingur og
rak snyrtistofu á höfuðborgar-
svæðinu í átján ár. „Ég varð að
hætta með stofuna vegna ofnæm-
is. Fór þá í leiðsögunám vegna
þess að ég vildi komast út undir
bert loft. Ég hef alltaf verið úti-
vistarmanneskja, stundað hesta-
mennsku og göngur, siglingar og
prófað ýmislegt,“ segir Rósa. Hún
var við listnám á Ítalíu um tíma og
lærði ítölsku. Það lá því beint við
að hefja nýjan starfsferil með því
að vera leiðsögumaður fyrir
ítalska ferðamenn í fjallaferðum.
„Ég hef alltaf haft áhuga á
þessu svæði. Þetta er uppáhalds-
staðurinn minn og ég vann að því
að lengja viðdvöl hópanna minna
hér. Ég var hvött til að sækja um
þetta starf hjá Ríki Vatnajökuls
og var ráðin,“ segir Rósa Björk.
Hún tók til starfa haustið 2007 og
flutti austur á Hornafjörð með
hundana sína og hesta.
Rósa hafði engin önnur tengsl
við svæðið og viðurkennir að það
hafi verið mikil ákvörðun að flytja
á annað landsvæði, í burtu frá vin-
um og fjölskyldu. „Ég hef alltaf
viljað vera úti í náttúrunni og var
til dæmis einn af frumbyggjunum
á Vatnsenda við Elliðavatn, og hef
aldrei verið hrædd við að prófa
eitthvað nýtt. Svo létti það
ákvörðun mína að dóttir mín var
að flytja til Svíþjóðar með unn-
usta sínum sem fór út í framhalds-
nám. Ég sé ekki eftir þessu. Það
eru alger forréttindi að fá að búa
hér,“ segir Rósa Björk.
Vildi komast út undir bert loft
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Góður félagsskapur Rósa Björk Halldórsdóttir ræktar Siberian Husky
sleðahunda og er frumkvöðull að notkun hunda við gönguferðir.