Morgunblaðið - 09.05.2009, Page 34

Morgunblaðið - 09.05.2009, Page 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 ✝ Ragnar Her-mannsson fæddist á Bjargi í Flatey á Skjálfanda 11. febr- úar 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 29. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sig- urveig Ólafsdóttir ljósmóðir, f. 12. júlí 1894, d. 24. sept- ember 1986, og Her- mann Ingjaldur Jóns- son, útvegsbóndi í Flatey á Skjálfanda, f. 11. ágúst 1895, d. 11. mars 1982. Systkini Ragnars eru Jón (látinn), Hildur, Ásta (látin), Bára og Unn- ur. Hinn 14. nóvember 1946 kvænt- ist Ragnar Jóhönnu Sesselju Krist- jánsdóttur frá Hrísey, f. 23. sept- ember 1923, d. 26. apríl 1977. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir húsmóðir og Kristján Jónasson sjómaður. Börn Ragnars og Jóhönnu Sesselju eru: 1) Dreng- ur f. 17. júní 1946, d. 27. júní 1946. 2) Sigrún, f. 20. mars 1948, gift Gesti Gunnarssyni, f. 27. febrúar 1942. Dætur þeirra eru: a) Ragna, f. 1971, í sambúð með Stefáni Sæ- Tekla Rögn, f. 2003, Embla Þöll, f. 2006 og Grétar Myrkvi, f. 2007, b) Guðrún Elísabet, f. 1983, í sambúð með Jóni Aðalsteini Sveinssyni, f. 1976; sonur þeirra er Jón Tumi, f. 2008, c) Kristín, f. 1987, í sambúð með Ásmundi Þór Sveinssyni, f. 1985; sonur þeirra er Ragnar Val- ur, f. 2008, d) Hrönn, f. 1989. Á Akureyri tók Ragnar hið minna fiskimannapróf Stýrimanna- skólans í Reykjavík 30. janúar 1945. Ragnar og Jóhanna Sesselja byggðu sér hús í Flatey 1948 og nefndu það Sæberg. Frá Flatey stundaði Ragnar sjómennsku ásamt föður sínum og systkinum. Árið 1967 fluttu Ragnar og Jóhanna Sesselja til Húsavíkur þegar eyjan lagðist í eyði. Frá Húsavík stundaði Ragnar áfram sjómennsku ásamt Jóni bróður sínum. Árið 1980 hætti Ragnar að halda heimili og fluttist til Hermanns, sonar síns, og Dóm- hildar og bjó þar í góðu yfirlæti. Ragnar hóf á efri árum að skera út í tré og sótti þá mörg námskeið hjá Hannesi Flosasyni útskurð- armeistara í Reykjavík. Mörg verka Ragnars eru til sýnis í Safna- safninu á Svalbarðsströnd og einn- ig í Art Gallery Reykjavík. Síðustu árin bjó Ragnar á Hvammi, dval- arheimili aldraðra á Húsavík. Útför Ragnars verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 9. maí og hefst athöfnin klukkan 13. mundi Jónssyni, f. 1975; sonur hennar frá fyrra sambandi er Ásgeir Tómas Guð- mundsson, f. 1993; Stefán á þrjú börn af fyrra sambandi, b) Eyrún, f. 1983. 3) Helga, f. 30. júní 1950, gift Kristni Guðna Hrólfssyni, f. 29. apríl 1951. Börn þeirra eru: a) Sig- urhanna, f. 1979, í sambúð með Þórði Bjarka Arnarsyni, f. 1979; dóttir þeirra er Hrafnhildur, f. 2008, b) Brynjar, f. 1981 og c) Sesselja, f. 1989. 4) Hermann, f. 3. júní 1951, í sambúð með Dómhildi Antonsdóttur, f. 6. nóvember 1953. Börn þeirra eru: a) Þorbjörg, f. 1974; sonur hennar er Arnór Ingi Heiðarsson, f. 1998, b) Ragnar, f. 1980, kvæntur Bertu Maríu Hreins- dóttur, f. 1979; synir þeirra eru Hermann Veigar, f. 2005 og Sig- urður Karl, f. 2008, c) Ásta, f. 1984. 5) Erla, f. 8. nóvember 1957, gift Ómari Ingimundarsyni f. 18. ágúst 1955. Dætur þeirra eru: a) Jóhanna Sesselja, f. 1978, gift Ólafi Grét- arssyni, f.1976; börn þeirra eru hugsað sér að búa einn, og bjó eftir það með börnum sínum, fyrst Erlu systur og svo hjá mér og fjölskyldu minni, allt til ársins 2001 þegar hann flyst á Dvalarheimilið Hvamm á Húsavík, eftir rúmlega 20 ára sam- búð. Pabbi hafði sterkar skoðanir og lá ekkert á þeim. Sambúðin var ekki alla daga snurðulaus. Börn á misjöfnum aldri, fullorðnir og svo afi höfðu hver sína skoðun á því hvernig hlutunum væri best komið. Á Hvammi efldist til muna það áhugamál hans sem hann hafði um skeið fengist við, en það var að skera út í tré. Eftir hann liggur mikið safn muna bæði í einkaeigu og á Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Það var með útskurðinn eins og alla aðra vinnu hjá pabba. Það var ekki dundað við neitt. Kærar þakkir til starfsfólks á Hvammi og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fyrir vinsemd og umönn- un. En stundum aftur ég aleinn má, í ofsarokinu berjast. Þá skellur niðadimm nóttin á, svo naumast hægt er að verjast. Ég greini ei vita né landið lengur, en ljúfur Jesús á öldum gengur, um borð til mín í tæka tíð. (Þýð. Vald. V. Snævarr.) Farðu í friði, pabbi minn. Hermann Ragnarsson. Fallinn er frá á Húsavík heiðurs- maðurinn Ragnar Hermannsson. Ragnar var afkomandi Jóns þess Ingjaldssonar sem ætlaði til Brasilíu en dagaði uppi í Flatey á Skjálfanda. Sammerkt með þeim feðgum öllum Jóni, Hermanni og Ragnari var að gefast aldrei upp, einnig að finna nýj- ar leiðir til lífsbargar þegar annað brást. Hermann fór í það eitt vorið fyrir margt löngu, ásamt Hinriki skipstjóra á Sólvöllum, að salta grá- sleppuhrogn í 20 tunnur. Tunnurnar sendi svo Bernharð Petersen sem kynningarefni langt út í lönd. Þetta framtak varð þess valdandi að til varð ný atvinnugrein, grásleppuhrogna- vinnsla, sem blómstrar nú sem alrei fyrr. Það varð því svo að þótt Bras- ilíumenn fengju ekki Jón Ingjaldsson fengu þeir kavíar á viðráðanlegu verði í fyllingu tímans. Heima í Flat- ey tvöfölduðust tekjurnar og menn þurftu ekki lengur að lifa tvöföldu lífi, öðru á Suðurnesjum og hinu norður í landi. Söguhetja vor, Ragnar, reri átján vertíðir frá Keflavík og Sand- gerði, á þeim árum sem aðstæður voru þannig að bátarnir fóru kollhnís og komu inn með veiðarfærin hang- andi eins og jólaskraut milli mastr- anna. Sumir fóru bara út en komu aldrei að landi aftur. Fyrst hitti ég Ragnar á samdrátt- arskeiði okkar Sigrúnar Ragnars, það var í Laugabrekku á Húsavík þar sem þau Ragnar og hans góða kona Lella höfðu komið sér upp nýju húsi eftir að ekki var lengur hægt að vera í eyjunni. Þegar þetta var lifði hann einföldu lífi, reri með Jóni bróður sín- um á Bjarma, fóru þeir á sjó kl. sex á morgnana og komu inn klukkan sex á kvöldin, lönduðu í frystihús og áttu frí um helgar. Fór ég nokkrum sinnum með þeim á sjó. Ragnar hafði gengið í stýrimannaskóla hjá Stebba í skúrn- um en Stebbi þessi var afkomandi Stjörnu-Odda og var jafnvígur á rósa- málun og rauðmagaveiðar, auk þess sem hann kunni allt þarna á milli. Meðfram stýrimannaskólanum lærði Ragnar líka að smíða þarna í skúrn- um. Vegna þessarar skipstjórnar- kunnáttu hefir Ragnar líklega talist skipstjóri á Bjarma, skammaði hann Jón alveg þindarlaust. Löngu seinna las ég sjóferðasögu Jóns Oddssonar sem sagði frá því undarlega fyrirbæri að miklir skipstjórar og aflamenn legðu einn háseta í einelti. Þar sem Jón var eini undirmaðurinn á skipinu lenti þetta á honum. Heilinn í Jóni virkaði eins og fimm lampa útvarp þar sem óæskilegar útsendingar renna beint niður í jarðsambandið, svo þetta virtist ekki há honum neitt. Þegar útgerðin var öll, um 1990, hófst fjórða lífið hjá Ragnari, hann dreif sig suður og lærði myndskurð hjá fær- ustu meisturum, gerðist eins konar Picasso norðursins, þróaði sinn eigin stíl og nú eru verk hans á fínustu listasöfnum. Þetta var sagan af beit- ustráknum sem aldrei gafst upp og lét draumana rætast án opinberrar íhlutunar. Svo þakka ég þér Ragnar fyrir það sem þú gafst mér. Gestur. Nú þegar leiðir okkar Ragnars skiljast um stund finnst mér gott að fá að minnast hans með nokkrum orð- um enda hefur hann haft góð áhrif á líf mitt frá því við hittumst fyrst. Þegar við Helga fórum að búa árið 1978 varð það árlegur viðburður að fara norður á Húsavík og heimsækja fólkið hennar. Það var ekki lítill akkur fyrir mig að komast á sjóinn með Ragnari og rifja upp gamla daga sem strákur vestur á Ísafirði með föður mínum. Ragnar reri bæði á línu og færum auk þess sem við lögðum stundum reknetastubb fyrir utan höfnina á Húsavík. Þetta voru skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Ragnar var glöggur bæði á veður og fiskimið. Hann þekkti Skjálfandann eins og lófann á sér og sagði mér af miðum sem gæfu lúðu, hárkarl, síld, ufsa og af gjöfulum þorskmiðum. Ég gleymi því aldrei þegar við vitjuðum nets einn morg- uninn að þá maraði belgurinn í kafi og var Ragnari strax ljóst að við netið varð ekki ráðið á þeim báti sem við vorum á, svo mikill var fengurinn. Var þá fenginn stærri bátur til að ná netinu og aflanum. Ragnar var mjög nákvæmur í öllum hlutum, allt frá því hvernig var gengið frá hnútum og ég tali nú ekki um þrif á bátnum. Örygg- ismál voru honum alltaf ofarlega í huga. Hann var með þeim fyrstu sem fengu sér NMT-farsíma og gaman er að rifja upp hvílíkt ferlíki hann var, en bera þurfti hann á öxlinni. Þegar við fórum í ferðir til Flateyjar þá til- kynnti hann alltaf brottfarar- og komutíma og fjölda farþega til Sigló, sem var og hét. Árið 1948 byggði Ragnar hús í Flatey sem þau Lella nefndu Sæberg. Það hlýtur að hafa verið mikið þrek- virki að undirbúa og byggja sér hús á eyju sem hafði lítið sem ekkert bygg- ingarefni til staðar. Forsteypa þurfti hleðslustein og handmoka grunninn. Segja má að Ragnar hafi byggt húsið á eigin spýtur með lítilli aðstoð iðn- aðarmanna. Það var svo árið 1985, sem fjöl- skyldan ákvað að taka til hendinni í Sæbergi og bæta úr fjarverunni en húsið hafði staðið autt frá 1967. Allir hafa lagst á eitt við endurbæturnar og Ragnar hafði alltaf sterkar skoð- anir á því hvernig átti að framkvæma hlutina. Oft er þröngt á þingi og það er skemmtilegt til þess að vita hversu mjög barnabörnin og barnabarna- börnin hafa gaman af því að fara út í eyju á slóðir forfeðranna. Kæri Ragnar, þú hafðir gaman af rökræðum, hafðir skoðanir á öllum sköpuðum hlutum og hvernig þeim væri best fyrir komið fyrir þjóðina. Þegar við hittumst í síðasta skipti fyr- ir um mánuði síðan og ljóst var að hverju stefndi þá tókstu því með hug- rekki og æðruleysi. Það væri kominn tími til að hitta þá sem á undan væru farnir og ekki síst Lellu sem fór alltof ung. Þú varst þá farinn að hugsa um ættfræði sem ég hef aldrei heyrt þig tala um. Gaman væri að einhver tæki að sér að finna út hvers vegna 9 ára gamall forfaðir þinn, Jón Ingjaldsson, fluttist úr Kjósinni með frænda sín- um norður í Þingeyjarsýslu og endaði í Flatey og skildi þar eftir sig stóran ættboga af vel gerðu fólki. Kristinn Guðni Hrólfsson. Kæri vinur. Mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Þegar þú fluttir til okkar í Bald- ursbrekkuna þekktumst við heldur lítið þrátt fyrir fjölskylduheimsóknir og kaffisopa stöku sinnum. Það reyndi því strax á samvinnu okkar. Eitt af því fyrsta sem þú vildir koma á hreint var hvað þú ættir að borga fyr- ir fæði og húsnæði og þegar við höfð- um gengið frá því var hægt að halda áfram. Ég komst fljótt að því að þú vildir helst ekki þurfa að biðja neinn um neitt nema þú fengir að borga fyrir. Þú fórst ekki fram á mikið af mér, eiginlega ekki neitt. Ég smurði nestið þitt ef þú ætlaðir á sjó, þvoði fötin þín og gaf þér að borða. Eftir því sem tíminn leið fórum við að þekkjast bet- ur og þá fóru hlutirnir að gerast. Þú Ragnar Hermannsson Sætum af blundi sóldýrð guðs þig vekur þar, sem að engin er þjáning til. Vel þú á jörðu verk af hendi leystir á meðan entist aldur til. Hressum því huga, hefjum augu grátin – yfir hið jarðneska stundarstríð, þangað sem ástvin okkar bar guðs vilji, sem ræður allra æfitíð. (Hulda) Vertu sæll, elsku afi, takk fyrir mig. Arnór Ingi. HINSTA KVEÐJA Margir íbúar Húsavíkur hafa tekið eftir eldri manni á gangi um götur bæjarins. Virðulegur með hatt og staf. Þetta var faðir minn, Ragnar Hermannsson frá Flatey á Skjálf- anda. Það fór ekkert framhjá honum sem gerist fyrir neðan „Bakkann“. Hugurinn leitar til Flateyjar þar sem hann fæddist og ólst upp. Lífið í Flatey snerist fyrst og síðast um lífs- baráttuna og vinnuna við hana. Strákar í Flatey fóru að vinna eins og fullorðnir karlmenn kornungir. Það þurfti að sækja sjóinn til að afla fiskj- ar, koma aflanum í land og vinna hann þar, allt með handaflinu einu saman. Pabbi ólst upp við að vinna og vinna mikið. Hann hélt útgerð ásamt föður sínum, Hermanni, og bróður sínum, Jóni, í Flatey. Útgerð Bjarma og fleiri báta auk fiskverkunarhúss- ins í landi krafðist margra handtaka. Þeir bræður byggðu sér og fjölskyld- um sínum myndarleg steinhús í Flat- ey. Einn er sá atburður sem er mér af- ar minnisstæður. Við feðgar vorum eitt sinn að vorlagi að vitja gráslepp- unetja uppi á Dal. Ég hef verið svona 10-12 ára þegar þetta var. Snögglega gerir norðaustanbrælu og báturinn okkar Vísir, hlaðinn grásleppu, fyllist af sjó. Að fylgjast með pabba ausa og ausa og beita öllu sem hann átti til að bjarga okkur þarna og koma okkur aftur til eyjarinnar, færði mér sönnun á því hversu harðfylginn og mikill sjó- maður pabbi var. Um þennan atburð var aldrei talað. Það þurfti ekkert að orðlengja það. En ég veit að við vor- um hætt komnir þennan dag. Pabbi leit ekki á sjómennskuna sem hetjudáð eða afrek sem unnin væru, einungis sem vinnu sem varð að vinna. Sem best kom í ljós þegar sjómannadagsráð vildi heiðra hann fyrir nokkrum árum. Hann þvertók fyrir að taka við slíku. Hann taldi sig bara vera að sinna sinni vinnu. Flatey á Skálfanda fór í eyði árið 1967 og okkar fjölskylda flutti til Húsavíkur. Þegar mamma dó, árið 1977, kom í ljós að pabbi, þessi maður sem hafði svo harða skel, missti með henni lífsakkerið sitt. Hann gat ekki varst skapmikill maður með ein- dregnar skoðanir sem þú lést alveg í ljósi. Við tókumst því oft á í um- ræðum um menn og málefni, töluðum bæði hátt og mikið og vissum bæði best! Svo voru líka þær stundir sem við ræddum viðkvæmari mál, og kom þá oftar en ekki upp hve mikla ein- semd þú upplifðir oft eftir að Lella dó. Þú sagðir við mig „Það getur enginn skilið sem ekki hefur reynt“. Við áttum líka okkar skemmti- stundir og ber þá sérstaklega að nefna er við sátum og horfðum á Dall- as. Þar sem JR var orðinn eins og þinn persónulegi vinur. Þú tókst að þér kartöflugarðinn á lóðinni, en fluttir svo kartöfluræktina í félag við Óa, Halldór, Gunna Hvann- dal (látinn), o.fl., þar sem ekki voru bara ræktaðar kartöflur, heldur fé- lagsskapur sem átti vel við þig. Þú komst líka stundum heim með mat sem ég þekkti ekki til og þig langaði að sjóða eða súrsa. Ekki man ég hvað við vorum að sjóða, því þú varðst að segja mér til um matseld- ina, þegar ég tók lokið af pottinum og þótti lyktin ekki góð og spurði: „Ertu viss um að þetta sé ekki skemmdur matur?“ Þá svaraðir þú: „Þetta, nei þetta er sko algjört sælgæti og alveg á stemmunni“. Þú brytjaðir alltaf rabbabarann í sultuna, það var þá eitthvað að gera þann daginn. Það var alveg reglulega tekið til umræðu hvort væri betra, sil- ungur úr vatni eða sjó og það varst þú með alveg á hreinu! Þú fórst líka með okkur í sumarbústað í tvö skipti og leiddist svo mikið að engu munaði að þú labbaðir af stað heim. Í seinna skiptið bjargaði það öllu að við vorum við lítið vatn og var þar hægt að róa á lítilli bátkænu með krakkana. Öll verk sem þú byrjaðir á þurfti helst að klára sem fyrst. Við héldum stundum að kartöflurnar fengju ekki tíma til að vaxa. Það var gott að vita af þér heima þegar ég var að sinna áhuga- málinu, Leikfélagi Húsavíkur, sem þér fannst reyndar taka allt of mikið af mínum tíma. Á þessum rúmum tuttugu árum sem þú hélst heimili með okkur þurfti stundum að finna réttu leiðina til að láta þrem kynslóðum koma saman. Þegar upp er staðið erum við reynsl- unni ríkari. Það verður skrýtið að þurfa ekki lengur að hafa þig með í daglegum takti mínum, en ég veit hversu sáttur þú varst þegar þú kvaddir og það gerir allt léttara fyrir mig. Hafðu þakkir fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir, Dómhildur Antonsdóttir. Þegar ég hugsa til afa Ragga koma margar góðar minningar upp í huga mér; þegar við lulluðumst út í Flatey á Örinni og manni þótti sem ferðin ætlaði aldrei enda að taka, þegar hann tók okkur krakkana með sér í róður og maður meig í saltan sjó, þeg- ar ég í matvendni minni fór að há- skæla eftir að hann setti kartöflu á diskinn minn, og hversu skrítið mér þótti það alltaf þegar hann kallaði mig Brynka. Ein er sú minning um afa minn Ragnar sem mér hefur alltaf þótt sýna mér hvaða persónu hann hafði að geyma og hefur því fyrir vikið ver- ið mér kærari en flestar aðrar. Þann- ig var að ég var nýkominn úr ferð heim úr Flatey og fór beint uppá Hvamm til að heilsa uppá hann. Á einum stað í samtali okkar minntist ég á að ég væri þreyttur eftir báts- ferðina og væri að hugsa um að leggja mig ef ég fengi til þess tækifæri síðar um daginn. Þá hváði kallinn og hann sagðist aldrei leggja sig; hann fyndi að vísu fyrir þreytu á daginn, svona rétt eins og hitt gamla fólkið, en hann bara leyfði sér aldrei að leggja sig. Þetta hefur lengi síðan verið mér hugkvæmt sem einkenni þess manns sem afi minn hafði að geyma ásamt því að sýna hvað kynslóðir okkar eru ólíkar. Kæri afi, eftir ævistarf sem þú get- ur verið stoltur af hefur þú nú lagt þig til þinnar hinstu hvílu. Megir þú hvíla í friði. Brynjar Kristinsson.  Fleiri minningargreinar um Ragn- ar Hermannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.