Morgunblaðið - 30.05.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.05.2009, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009                       !   ""#$% "$% &#$ "%% "$$ ' (! ) *+  "  ! "! !## ' '( ) *+ "   "! #! ' , '! )  "* ( !$ $ #$! $" #$ '-  .  /  )( ')  0(')-  1 ,-   - ) )  " "  %& # #! " #& ! # % &  #  02'-- 3 ) 0*') 3 )          0* )(3-) 4 '!-' 56-'  # 0(')-     0)01  "! %    7') ' '( ) , '! )  ""& 7   )-)-83(')- -9 & !&$ 56-'  & 0(')-  #  0)01  "   7') ' '( ) , '! )  " 7   )-)-83(')- -9 "& &$  &   %  #    &                    '(     8 6"9' ' 7') ' '( ) , '! )  "#& # 7   )-)-8 ,- -9 #&$      : &  )& $ &  & & # & & % & $ !  "  #$  7'))8-) 4 9; 7- (<-- 7'));==="-*'")- >' '  - 3(( ')- FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is STÆRSTI hluti útsöluverðs áfengis og tóbaks rennur á einn eða annan hátt í ríkissjóð. Af venjulegri rauðvínsflösku fara 54,9% í áfeng- isgjald og virðisaukaskatt. Að auki er vínbúð- unum gert að greiða arð til eiganda síns, rík- isins, og er hann hluti af 18% álagningu ÁTVR. Ef dæmi er tekið af vodkaflösku er hlutfallið enn hærra; áfengisgjald og virðisaukaskattur nema 75,4% af útsöluverði vodkaflöskunnar. Til viðbótar kemur síðan arður, sem er greidd- ur af álagningu ÁTVR. Svipað er upp á teningnum þegar skattar á tóbak eru skoðaðir. Af kartoni af vindlingum sem kostar 6.506 krónur í heildsölu, tekur ríkið 2956 krónur í tóbaksgjald, 1280 krónur í virð- isaukaskatt og fær síðan hlut af 18% álagningu ÁTVR í arð. Í fyrra fékk ríkissjóður rúmlega 3,9 millj- arða króna í tóbaksgjald, tæplega 6,8 milljarða í áfengisgjald, 5,2 milljarða í virðisaukaskatt og 182,5 milljónir voru greiddar ríkinu í arð. Syndaskattarnir svokölluðu skiluðu ríkinu því 16,1 milljarði króna í fyrra. Í ár er ÁTVR gert að skila ríkissjóði 210 milljónum króna í arð. Hverjar tekjur ríkisins af syndasköttunum verða í ár er erfitt að segja fyrir um. Til loka aprílmánaðar var 1% samdráttur í magni seldra vindlinga. Sala áfengis fyrstu fjóra mán- uði ársins jókst um 1,1% miðað við sama tíma- bil í fyrra. Sala bjórs jókst um 2,8% og hvítvíns um 4,9% en sala á rauðvíni dróst saman um 2,4%. Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Í samræmi við reglur verður birgjum gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi að því loknu, vænt- anlega upp úr helginni. Annir voru í vínbúðum ÁTVR í gær, föstudag fyrir hvítasunnu. Reikna má með að léttvín og bjór hækki um 6-7%, en sterk vín um 10-11%. ÁTVR selur tóbak í heildsölu til söluaðila sem hafa tóbakssöluleyfi. Nýtt verð tók gildi í gær í samræmi við breytingar á tóbaksgjaldi. 800 krónur fyrir einn pakka af sígarettum Tóbak hækkar í heildsölu frá ÁTVR um því sem næst 10% að meðaltali í kjölfar skatta- hækkana sem samþykktar voru á Alþingi í fyrrakvöld. Eftir hækkun kostar karton af al- gengri sígarettutegund 6.506 krónur í heild- sölu, en tíu pakkar eru í hverju kartoni. Smásöluálagning á tóbaki er frjáls. Fyrir hækkun kostaði pakki af algengri sígarettuteg- und 730 krónur í smásölu en hækki verðið um 10% fer það upp í um það bil 800 krónur. Önnur algeng tegund er sögð hafa kostað 690-780 krónur, mismunandi eftir sölustöðum, og enn önnur 750-795 krónur. Verð þeirra teg- unda færi því vel yfir 800 krónur og yrði nær 900 kr. markinu, ef miðað er við 10% hækkun smásöluverðs. Hafa ekki náð að fylgja breytingum á vísitölu neysluverðs Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðu- neytis um breytingu á fyrrnefndum gjöldum og hækkun á olíugjaldi kemur fram að þessum gjöldum var síðast breytt í desember 2008 en þá voru þau hækkuð um 12,5%. Fram að þeim tíma höfðu gjöldin verði óbreytt um árabil, sum frá árinu 2005 og önnur frá árunum 2003 og 2004, en áfengisgjald af léttum vínum og bjór hafði verið óbreytt frá árinu 1998. „Vísitala neysluverðs hefur hækkað frá árinu 1998 um 83% og um 40-46% frá árunum 2003 til 2005. Þrátt fyrir hækkun gjaldanna samkvæmt þessu frumvarpi hafa þau ekki náð að fylgja breytingum á vísitölu neysluverðs,“ segir m.a. í umsögninni. „Syndaskattar“ skiluðu ríkinu 16 milljörðum kr. á síðasta ári  Stærsti hluti útsöluverðs áfengis og tóbaks fer í ríkissjóð  75,4% af útsöluverði vodkaflösku til ríkisins Mikið var að gera í vínbúðum ÁTVR í gær og er líklegt að yfirvofandi hækkanir hafi átt hlut að máli. Einnig hvítasunnuhelgin, sem oft er nefnd fyrsta ferðahelgi sum- arsins. Hvort hækanir á gjöldum hafa áhrif á eftirspurn er of snemmt að segja til um. ÁTVR á að skila ríkissjóði 210 milljónum króna í arð í ár Aukin sala á bjór og víni fyrstu fjóra mánuði ársins Til loka apríl var 1% samdráttur í magni seldra vindlinga Verð á pakka af algengum vindlingum fer yfir 800 krónur Áfengis- og tóbaksgjaldi var síðast breytt í desember OLÍUGJALD var hækkað minna en bensíngjald með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrra- kvöld. Þetta er gert til að ýta undir frekari dísilvæðingu fólksbílaflota landsmanna, eins og til stóð með lögum frá 2004 um olíugjald og kíló- metragjald, eins og segir í at- hugasemdum með frumvarpinu. Algengt verð á bensíni í sjálfsaf- greiðslu var rúmlega 181 króna í gær. Ríkið hækkaði bensíngjald um tíu krónur í fyrrakvöld með laga- breytingu á Alþingi og leggst virð- isaukaskattur á þá upphæð. Hækk- unin fór beint út í verðlagið, rúmar 12 krónur. Þá hækkaði bensínverð einnig um tæpar fjórar krónur á lítra í fyrradag af öðrum ástæðum. Vörugjald af hverjum lítra af bensíni er 20,44 krónur, bensín- gjald, eða vegaskattur, er 37,07 krónur. Síðan leggst 24,5% virð- isaukaskattur á útsöluverðið. Olíugjald hækkaði mun minna en bensíngjaldið eða um fimm krónur. Sjálfsafgreiðsluverð á dísilolíu var í gær 171,70 krónur hjá Olís. Þá hækkaði dísilolían minna en bensín- ið í fyrradag. Umhverfisvænni valkostur Í athugasemdum með frumvarp- inu sem varð að lögum í fyrrakvöld segir: „Lögð er til minni hækkun ol- íugjalds en bensíngjalds til að gera rekstrarumhverfi dísilfólksbifreiða hagstæðara í samanburði við bens- ínfólksbifreiðar, en dísilbifreiðar eru almennt álitnar umhverfisvænni valkostur en bensínfólksbifreiðar. Þar sem útsöluverð á dísilolíu hefur verið nokkuð hærra en út- söluverð á bensíni undanfarin ár hefur fjölgun dísilfólksbifreiða ekki verið eins hröð og vonast var til með upptöku olíugjalds í stað þungaskatts árið 2005. Með því að hækka olíugjald minna en bensín- gjald er reynt að koma jafnvægi á útsöluverð þessara eldsneytisgjafa þannig að lítri af dísilolíu verði ódýrari en lítri af bensíni.“ Með lögunum sem samþykkt voru í fyrrakvöld var kílómetra- gjald lækkað, bæði almennt og sér- stakt, á móti hækkun bensíngjalds og olíugjalds. Með því móti er dreg- ið úr áhrifum þessara breytinga á flutningskostnað og þar með vöru- verð. Ýtt undir dísilvæðingu fólksbílaflotans  Bensíngjald hækkaði um 10 krónur  Olíugjaldið hækkaði um 5 krónur Morgunblaðið/Golli Dýr dropi Bensínlítrinn er nú í 180 kr. og ekki fer á milli mála, að kostnaður við einkabílinn er að verða einn stærsti útgjaldaliður hverrar fjölskyldu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.