Morgunblaðið - 13.07.2009, Side 6

Morgunblaðið - 13.07.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is KRISTINN Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segist ekki muna eftir öðru eins annríki hjá félaginu. „Um leið og strandveiðarnar hófust fjölgaði útköll- unum,“ segir Kristinn. Hann telur æskilegt að á næsta ári verði sett á laggirnar öryggis- námskeið fyrir þá sem fara í strandveiðar. Landhelgisgæslan fékk þrjá tilkynningar um vélarvana strandveiðibáta í fyrrinótt og gær- morgun. Kristinn segir að bátarnir hafi verið suður af Grindavík og björgun hafi gengið vel. „Við erum með 14 björgunarskip hringinn í kringum landið og það er búið að vera nóg að gera; draga menn til hafnar og aðstoða,“ segir hann. Aðspurður hve margir bátar hafi þurft aðstoð segist hann ekki hafa tekið það saman. „Þetta eru einhverjir tugir aðstoðabeiðna sem við höfum sinnt hringinn í kringum landið,“ segir Kristinn . „En sem betur fer hefur þetta verið slysalaust og það er það sem skiptir gríð- arlega miklu máli.“ Ástæða þess hve margir bátar hafa bilað úti á sjó við strandveiðar, að mati Kristins, er að þeir hafa lítið verið notaðir, jafnvel legið ónot- aðir, í einhvern tíma. „Þegar þú ferð að nota tæki sem eru búin að standa lengi er ýmislegt sem getur farið úrskeiðis,“ segir hann og bætir við: „Það sem fer verst með tæki er notk- unarleysi.“ Þessu til viðbótar nefnir Kristinn að sjó- mennirnir á þessum bátum hafi máski ekki mikla reynslu af sjósókn eða langt sé um liðið frá því þeir voru á síðast á sjó. Strandveiðitímabilið stendur út ágúst og tel- ur hann því að útköllum frá strandveiðisjó- mönnum eigi eftir að fjölga þegar fram í sækir. Þrátt fyrir aukið annríki hjá slysavarnafélagi er engan bilbug á framkvæmdastjóranum að finna. „Við önnum þessu mjög vel,“ segir hann aðspurður. Björgunarmenn slysavarnafélagsins eru sjálfboðaliðar. „Þetta eru allt sjálfs- boðaliðar sem standa vaktina allan sólarhring- inn og menn alltaf tilbúnir að stökkva af stað, frá öllum verkum. Þetta hefur gengið mjög vel fram að þessu.“ Man ekki eftir öðru eins annríki  „Um leið og strandveiðarnar hófust jukust útköllin,“ segir framkvæmdastjóri Landsbjargar  Vill að komið verði á sérsöku öryggisnámskeiði fyrir strandveiðimenn fyrir næsta sumar Í HNOTSKURN » Um 400 bátar bætastvið vegna strandveiða. Vaktstöð siglinga vaktar nú um 700 báta daglega og er gríðarlegt álag á starfsfólki hennar. » Lög um strandveiðartóku gildi um miðjan júní og hófust veiðar við lok síðasta mánaðar. Bátunum er heimilt að stunda veiðar fimm daga vikunnar. » Landsbjörg hefur 14björgunarskip hringinn í kringum landið. Þeir eru ætíð til taks ef útkall kem- ur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjarga Ávallt til taks. Mynd frá sjómannadegi. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HEYSKAPUR gengur vel hjá bændum landsins og er útlit fyrir mikinn og góðan heyfeng í flestum landshlutum. Kal er í túnum í Suður- Þingeyjarsýslu og Eyjafirði og gæti því orðið lítil uppskera á einstaka bæjum, sérstaklega vegna þess að úrkoma hefur ekki náð að hjálpa til. „Þetta er mesta kal sem hér hefur komið í tíu eða fimmtán ár. Við höf- um að mestu verið laus við það síð- ustu árin,“ segir Gunnar Hall- grímsson, bóndi í Klambraseli í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann áætlar að meira en helming túnanna hafi kalið. Bærinn stendur hátt, við svo- kallaðan Kísilveg. Kal hefur orðið meira í innsveitum en við sjávarsíð- una, meðal annars á þeim slóðum sem Gunnar býr á og í Mývatnssveit. Svell komu á tún snemma vetrar og voru svo lengi að gróðurinn drapst. Erfitt er að rækta upp kalblettina þegar áburðurinn er jafndýr og raun ber vitni. „Það er hryllingur að bera rándýran áburð á tún sem eru svona mikið skemmd. Ég hef sleppt því að bera á sum þeirra.“ Hann fékk aðgang að túni niðri í Aðaldal og segir að það hjálpi sér og svo hafi hann fengið boð um að slá seinni slátt hjá bónda sem er búinn að fá nóg hey. „Ég ætla að láta þetta duga. Ef ég næ ekki nógum heyjum þá reikna ég með að fækka eitthvað fé í haust,“ segir Gunnar. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búgarði – ráðgjafarþjónustu Norðausturlands, segir að ástandið sé misjafnt milli svæða. Borið hafi á kali í Eyjafirði en mest sé það þó í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar hefur einnig verið minni úrkoma en í Eyja- firði og það gerir erfiðara um vik að rækta upp kalblettina. „Hér í Eyjafirði, þar sem menn gátu byrjað heyskap snemma vegna sprettu, eru margir búnir með fyrsta slátt. Sauðfjárbændur austur í sveit- um eru nýlega byrjaðir. Heyskap- artíðin hefur heilt yfir verið mjög góð. Það komu nokkrar staðbundnar rigningardembur sem bleyttu í heyj- um hjá einhverjum en voru að öðru leyti góðar fyrir gróðurinn,“ segir Ólafur. Eins og best verður á kosið Útlit er gott með heyskap á Suð- urlandi. Vel hefur sprottið og vel viðrað til heyskapar að undanförnu. „Ég veit ekki annað en að allt sé eins og best verður á kosið, að minnsta kosti hér um kring,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Hann er búsettur á Selfossi. Heyskapur er kominn vel á veg. „Menn verða þó seint alveg búnir því það þarf að slá aftur, svo kemur að grænfóðrinu og loks kornþresk- ingu,“ segir Sveinn. Helmingur túna kalinn  Útlit fyrir mikinn og góðan heyfeng víðast hvar  Menn verða þó seint alveg búnir  Kal dregur úr uppskeru hjá bændum í innsveitum Suður-Þingeyjarsýslu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Gamall og góður Guðmundur Hjaltason á Galtafelli í Hrunamannahreppi rakar heyinu saman með gömlu aðferðinni. Góð hey eru á Suðurlandi. SALA áfengis fyrstu 6 mánuði ársins jókst um 0,4% miðað við sama tímabil í fyrra, sam- kvæmt upplýs- ingum ÁTVR. Sala rauðvíns dróst saman um hálft prósent á tímabilinu en sala hvítvíns jókst um rúm 7%. Sala á koníaki og brandíi dróst saman um 22,2% og á viskíi um tæp 7%. Lagerbjór, sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í tæplega 7,4 milljónum lítra fyrstu sex mánuði ársins og jókst salan um 1,6% frá því á sama tíma í fyrra. Sala á öðrum áfengisteg- undum dróst saman um 15%. Veruleg verðhækkun hefur orð- ið á áfengi undanfarna mánuði og er tekjuauki ríkissjóðs fyrri hluta ársins því umtalsverður. sisi@mbl.is Aukning varð á sölu áfengis á fyrri hluta ársins FJÖLDI þeirra sem hafa verið lengi á atvinnu- leysisskrá eykst hröðum skrefum með mánuði hverjum. Í yf- irliti Vinnu- málastofnunar um skráð at- vinnuleysi í júní kemur fram að þeir sem höfðu verið lengur en hálft ár á skránni voru 5.624 í lok júní en voru 4.836 í lok maí. Hefur þeim því fjölgað um 788 á einum mánuði. Þeir sem hafa verið at- vinnulausir í meira en eitt ár voru 509 í lok júní en 435 í lok maí. Skráð atvinnuleysi í júní síðast- liðnum var 8,1%, en að meðaltali var 14.091 á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysið er sem fyrr mest á Suðurnesjum, 12,1%, en minnst á Vestfjöðrum, 1,8%. Atvinnuleysi breyttist lítið milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu en alls staðar á landsbyggðinni dró úr því. Flestir á atvinnuleyisskrá voru í Reykjavík, 7.202, Kópavogi 1.597, Hafnarfirði 1.433, Reykjanesbæ 1.093 og Akureyri 923. Erlendir ríkisborgarar á skrá voru 1.803 og hafði fækkað um 200 milli mánaða. Þar af voru 1.120 Pólverjar. sisi@mbl.is Þeim sem hafa verið lengi án atvinnu hef- ur fjölgað hratt „Það er gott að hafa hitann en menn verða að vökva garðana meira og hafa margir verið að koma sér upp aðstöðu til þess,“ segir Georg Ottósson, garð- yrkjubóndi á Flúðum. Kartöflur, kál og aðrar tegundir grænmetis og jarðávaxta sem ræktaðar eru úti hafa sprottið vel í hitunum að undanförnu. Kínakálið kom fyrst á markað, eins og venju- lega, en einnig er komið spergilkál, hvítkál og blómkál. Auk þess eru íslenskrar kartöflur komnar í verslanir og gulrætur úr görðum koma alveg á næstunni, að sögn Georgs. Georg segir að þetta sé þriðja sumarið í röð sem svona þurrka geri. Það hljóti að vera merki um breytt veðurfar. Það þýðir aftur á móti að vökva þarf garðana meira en áður. Ekki er hægt að hafa gamla lagið á og ganga um með slöngur til að sprauta yfir græn- metið. Garðarnir taka yfir hektara og því hafa bændur smám saman verið að koma sér upp tæknibún- aði til að létta sér þessi störf. helgi@mbl.is Vökva þarf kálgarðana í sumarhitanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.