Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Hringdu í 570 2400 og fáðu öryggi í áskrift www.oryggi.is Hafðu það gott með Heimaöryggi FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigryggsson sisi@mbl.is FÆRSLA hringvegarins myndi stytta leiðina á milli Akraness og Borgarness um rúma 7 kílómetra og hringveginn um tæpan kílómetra. Þessi athugun er tengd endur- skoðun og mati Vegagerðarinnar á framtíðarlegu hringvegar á milli Hvalfjarganga og Borgarness m.a. með tilliti til umferðaröryggis, um- ferðarrýmdar, fjölda akreina og stað- setningar og útfærslu vegamóta. Vegagerðin telur ljóst að þörf sé á miklum endurbótum á hringveginum á þessum kafla, sem þykir óhentugur og hættulegur. Núverandi lega er m.a. fyrir botn Grunnafjarðar og yfir Laxá í Leirársveit, sem margir telja að geti skapað hættu á þessari fjöl- förnu leið. Hin nýja veglína er u.þ.b. 9 kíló- metra löng og nær frá Akrafjallsvegi, við jörðina Ós í suðri, yfir Grunna- fjörð á nýju brúarstæði og norður að hringveginum í nágrenni Fiskalækj- ar í fyrrverandi Leirár- og Mela- hreppi. Svæðið er dreifbýlt og land- búnaður helsti atvinnuvegurinn. 300 metra löng brú Hin nýja brú yrði yfir ósa Grunna- fjarðar, um 300 metrar að lengd og væntanlega með 5 stöplum. Þegar kort og loftmyndir af svæð- inu eru skoðuð virðist borðleggjandi að brúa mynni Grunnafjarðar og leggja veginn eins og Vegagerðin hefur áhuga á. Við ósa fjarðarins er þegar mikil þrenging frá náttúrunnar hendi, þar sem Súlueyri og Hvítanes ganga fram í fjörðinn. En málið er ekki svona einfalt. Í áliti Umhverfisstofnunar frá 2006 kemur m.a. fram að Grunnafjörður sé friðland og eitt mikilvægasta vot- lendissvæði Íslands, eitt af þremur Ramsar-svæðum landsins. Hin eru Mývatn-Laxá og Þjórsárver. Telur stofnunin að með veglagningu yfir ósa Grunnafjarðar væri svæðið skor- ið í sundur með stórfelldri truflun fyrir fuglalíf. Enn fremur yrðu vatns- skipti trufluð með framkvæmdinni með þeim afleiðingum að breyting yrði á seltu og lífríki leirusvæðanna í Grunnafirði. M.a. kom fram í álitinu að Grunnafjörður væri einn af mik- ilvægustu viðkomustöðum farfugla á Íslandi, t.d. rauðbrystinga og mar- gæsar. Þá væri arnarvarp á svæð- unu. Árið 2007 var aðalskipulag fyrir svæðið staðfest af Þórunni Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra. Sá hluti skipulagsins sem sneri að veg- lagningu yfir ósa Grunnafjarðar var þó ekki staðfestur. Akvörðunina byggði ráðherra m.a. á áliti Umhverf- isstofnunar. Í kjölfar ákvörðunar um- hverfisráðherra ákvað Vegagerðin að afla frekari upplýsinga um möguleg umhverfisáhrif veglagningar yfir Grunnafjörð. Tilgangur þeirrar vinnu var að leggja mat á helstu umhverfis- áhrif af þessari veglagningu m.a. með hliðsjón af áliti Umhverfisstofnunar. Í greinargerðinni er svarað þeirri spurningu hvort það geti verið ásætt- anlegt m.t.t. umhverfisáhrifa að ráð- ast í þessa vegagerð. Til þess að geta svarað þeirri spurningu hefur Vegagerðin meðal annars látið vinna athuganir á leir- um, fuglalífi og fornminjum, auk þess að afla frekari upplýsinga um veð- urfar og vatnafar á svæðinu. Meginniðurstaðan er sú að brú breyti sjávarföllum óverulega og að nýr hringvegur um Grunnafjörð sé raunhæfur kostur. Vegagerðin hyggst hanna brú yfir Grunnafjörð á þann hátt að full vatnsskipti (sjáv- arföll) náist, eins og er í dag. Þannig verði tryggt að áhrifi vegarins á fuglalíf, smádýralíf og fiskistofna (lax) verði óveruleg. Vegalagning- unni verði háttað þannig að sem minnst truflun verði á lífríkinu á framkvæmdatímanum. Vilja brúa Grunnafjörð og stytta hringveginn Grunnafjörður friðland og talinn eitt mikilvægasta votlendissvæði landsins Morgunblaðið/Sverrir Hvalfjarðargöngin Þegar bílstjórar á norðurleið koma upp úr göngunum beygja þeir flestir til hægri og fara aust- ur fyrir Akrafjall. Verði hringvegurinn færður yfir Grunnafjörð munu bílstjórarnir flestir beygja til vinstri. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, er mikill áhuga- maður um að hringvegurinn verði lagður yfir Grunnafjörð, enda flutti hann þrjú mál þessu tengd þegar hann sat á Alþingi. „Þetta er einhver hagkvæm- asta vegagerð á landinu,“ segir Gísli. Hún þýði mikla styttingu vegarins milli Akraness og Borgarness og að auki verði öryggi miklu meira á nýjum vegi en núverandi hringvegi. Gísli segir að mikið samstarf sé milli Akraness og byggðanna í Borgafirði og því muni vega- bæturnar hafa mikla þýðingu. Gísli telur að þessir byggða- kjarnar muni taka upp enn nán- ara samstarf í framtíðinni og ekki sé útilokað að komi til sameiningar sveitarfélaga. Loks muni hringvegurinn færast nær Akranesi sem bjóði upp á mikla möguleika fyrir bæinn. Einhver hagkvæmasta vegagerð á landinu TVEIR menn voru teknir fyrir ölv- unarakstur á milli klukkan níu og hálfellefu í gærmorgun í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Þar að auki voru þrír teknir fyrir ölvunar- akstur í fyrrinótt. Allir voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Lögreglan bendir á að betra sé að nýta daginn til að jafna sig held- ur en að leggja of snemma af stað. Það getur reynst dýrkeypt. Tölu- verður erill var hjá lögreglu víða um land um helgina. Lögðu af stað of snemma eftir næturdrykkju STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur talað oftast og lengst á yfirstandandi sumarþingi og stefnir hraðbyri að ræðukóng- stitlinum. Hann hefur mikið forskot á næsta mann og má líkja yfirburð- um hans við stöðu FH í fótbolt- anum. Steingrímur hefur komið 203 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 557 mínútur í ræðum og athugasemdum. Næstur kemur Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur komið 123 sinnum í ræðustólinn og talað í 420 mínútur. Í þriðja sæti er Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur talað 152 sinnum í 407 mínútur samtals. Steingrímur er á kunnuglegum slóðum. Hann hefur fjórum sinnum orðið ræðukóngur Alþingis á þess- ari öld . sisi@mbl.is Steingrímur hefur talað oftast og mestVegagerðin hefur haft til skoð- unar að færa hringveginn vestur fyrir Akrafjall, fram hjá Akranesi, yfir Grunnafjörð og í gegnum Melasveit í Borgarnes.                       FYRIR mistök við frágang á að- sendri grein í Morgunblaðinu síðastliðinn laug- ardag birtist mynd af Kára Páli Óskarssyni með grein Sig- þórs Sigurðs- sonar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Röng mynd birtist með aðsendri grein Sigþór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.