Morgunblaðið - 13.07.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.07.2009, Qupperneq 13
Daglegt líf 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis).Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni ½½ Notaðu alla Lamisil Once® túpuna á báða fæturna til að forðast að sýkingin taki sig upp á ný Berðu Lamisil Once® á: á milli tánna, bæði undir þær og ofan á bæði á iljar og jarka 24h Til að ná sem bestum árangri skal ekki þvo fæturna í sólarhring 1 32 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ að er gaman að láta gamla drauma rætast og það þurfti ekki annað en kreppu til að svo yrði,“ segja konurnar kátu, þær Þóra Benediktsdóttir og Elín- borg Þorsteinsdóttir, en þær opnuðu saman Gallerí 21 á Skólavörðustíg 21 þann 21. maí síðastliðinn. „Við höfum tröllatrú á þessari happa- þrennu enda höfum við fengið frá- bærar móttökur og það hefur verið nóg að gera hjá okkur. Það er svo gaman hvað hugarfar gagnvart ís- lenskri hönnun er jákvætt núna,“ segja þær vinkonurnar sem virkja saman krafta sína á ólíkum sviðum. Þóra er myndlistarkona og málar ol- íuverk sem eru til sölu í galleríinu en Elínborg hannar og saumar klæðin fín uppi á lofti. Galleríið er því einnig vinnustofa og þar fer mikil sköpun fram. Stærðir fyrir alla „Þetta er allt saman frekar frjálst og opið. Fötin sem ég hanna hér og sauma, þau eru ekki í neinum fyr- irfram ákveðnum stærðum, ég læt fötin passa á hvern og einn, hvernig sem viðkomandi er í laginu. Ann- aðhvort eigum við til stærð viðkom- andi eða búum hana til. Ég sauma flíkurnar eftir máli ef þess er óskað,“ segir Elínborg, eða Ella, eins og hún er oftast kölluð, en hún hefur ára- tugareynslu af saumaskap og hönn- un. „Ætli ég hafi ekki verið þrettán ára þegar ég saumaði fyrstu flíkina en það voru árshátíðarföt sem ég saumaði úr gardínum sem ég fann á háaloftinu heima. Þegar ég var ný- skriðin yfir tvítugt þá datt okkur Þóru í hug að stofna saman sauma- stofu. Við saumuðum allskonar föt, bæði fyrir verslanir og veitingahús, undir merkinu Gína. Það var brjálað að gera en það átti ekki mjög vel við Þóru að sitja alltaf við saumavél, svo hún hætti. Núna dró ég fram gömlu góðu Gínumerkin og nota þau á flík- urnar hér í galleríinu,“ segir Ella, sem stofnaði saumastofuna Saumsp- rettuna þegar hún var 28 ára. Smíðað og saumað Þóra og Ella hafa þekkst frá því þær voru litlar stelpur, en þær ólust upp saman í Þingholtsstrætinu og mikill samgangur var á milli fjöl- skyldna þeirra. Þó svo að Þóra hafi einbeitt sér að myndlistinni und- anfarin fimmtán ár, þá hefur sauma- skapur og hverskonar handverk ver- ið hluti af hennar lífi allt frá bernsku. „Pabbi var smiður og mamma kjólameistari. Þegar ég var í hönnunarnámi í Iðnskólanum þá var ég óþolandi af því að ég var alltaf á smíðaverkstæðinu, mér fannst svo gaman að smíða húsgögn og geri það reyndar enn. Mamma var með saumastofuna sína inni á heimilinu okkar svo ég lærði nánast sjálfkrafa að sauma. Og það kom sér vel seinna í lífinu að vera flinkur á saumavélina, við Ella saumuðum allt á börnin okk- ar þegar þau voru lítil og líka á sjálf- ar okkur. Ég prjónaði líka mikið og ég var alltaf að búa eitthvað til. Hönnun í hvaða mynd sem er höfðar til mín og ég elska að setja hlutina í nýtt samhengi.“ Ekkert bruðl á krepputímum Ella sér alfarið um hönnun og saumaskap á kjólum þeim sem fást í galleríinu en þær Þóra gera saman bolina, hálsfestarnar og kragana. Þóra sér svo um að prjóna litríku húfurnar. „Hálsfestarnar búum við til úr kúlum sem við vefjum ýmist með tafti eða hrásilki. Þessar festar er hægt að nota við hvað sem er, allt frá lopapeysum til fínni flíka, enda renna þær út. Silkikragarnir okkar hafa líka vakið mikla lukku en þeir hafa svolítið trúðslegt yfirbragð og hægt er að móta þá til og breyta í hvað sem hver vill, til dæmis í blóm, hárspöng eða belti. Við erum nátt- úrlega bara snillingar,“ segja þær og skellihlæja og bæta við að krepp- ustíll sé á galleríinu þeirra. „Við höf- um ekkert verið að bruðla í innrétt- ingum eða öðru. Öll húsgögnin hér inni sóttum við heim til okkar. Af- greiðsluborðið er skenkur sem ég keypti fyrir áratugum síðan, en þá sagði ég einmitt að hann gæti þjónað hlutverki afgreiðsluborðs ef ég opn- aði einhvern tíma mína eigin versl- un. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að allt hefur sinn tíma,“ segir Þóra. Þreföld lukka í Galleríi 21 Morgunblaðið/EggertStemning Á saumastofunni, sem staðsett er uppi á lofti verslunarinnar, er skótau hengt upp á vegginn og notað sem skraut. Kátar Ella og Þóra umvafðar málverkum Þóru í galleríinu og með hálsfesti og kraga sem þær hanna og búa til sjálfar. Stærð fyrir alla Kjólarnir hennar Ellu eru ekki í fyrirfram stærðum heldur getur hver og einn fengið sína stærð eftir máli. Vakið lukku Trúðakragarnir sem hægt er að breyta í blóm, spangir eða belti, hafa verið vinsælir. Nýtt samhengi Þóru finnst gaman að búa til sína eigin stóla með út- saumsmyndum. Festar Þær búa til litríkar háls- festar úr kúlum og hrásilki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.