Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 ✝ Hafþór Haf-steinsson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1966. Hann lést af slysförum 2. júlí síð- astliðinn. Faðir hans er Hafsteinn Berg- mann Sigurðsson, f. 7.8. 1943, kvæntur Guðbjörgu Ósk Gunn- arsdóttur, f. 7.2. 1954, d.10.7. 2007. Móðir Hafþórs er Elsa Smith, f. 24.11. 1945. Hálfsystir Hafþórs samfeðra er Íris Mjöll, f. 10.10. 1970, maki Ríkarður Sigmundsson, f. 26.2. 1972, dætur þeirra Lilja Karen, f. 22.9.1989, Silja Rut, f. 3.2. 2004 og Arna Rakel, f. 18.4. 2005. Hálfsystir Hafþórs sammæðra er Hjördís Bald- ursdóttir, f. 13.2. 1976, maki Þor- leifur Björnsson, f. 3.6.1973, börn þeirra Björn Elvar, f. 30.4.1995, Þórdís Elsa, f. 16.11. 1998 og Aron Örn, f. 6.3. 2007. Eiginkona Hafþórs er Hjördís Líney Pétursdóttir, f. í Hafnarfirði 17.4. 1972. Foreldrar hennar eru Pétur Jóhannsson, f. 23.5. 1945 og Sigrún Jónatansdóttir, f.19.2. 1948. Börn Hafþórs og Hjördísar eru Andri Pétur, f. 21.8. 1998 og Arnar Hugi, f. 3.8. 2006. Systkini Hjördís- ar eru a) Þórarinn G., f. 2.7. 1966, maki Kristín Þórðardóttir, f. 21.8. 1965, börn þeirra Sigrún Harpa, f. 27.10. 1987, Elín Ástrós, f. 10.7. 1992 og Helena Sóley, f. 6.10. 1995. aði hann sem flugmaður hjá Ís- landsflugi og einnig við áhafnaskráningu hjá Flugleiðum. Hafþór hóf störf hjá Air Atlanta í júlí 1991, og starfaði þar við hin ýmsu störf næstu fimmtán árin, m.a. sem stöðvarstjóri, flugmaður, framkvæmdastjóri flugrekstr- arsviðs, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og svo sem forstjóri frá árinu 2001. Umsvif fyrirtæk- isins jukust verulega á starfstíma Hafþórs og fjöldi flugvéla fór úr tveimur í tæplega sextíu, og varð félagið stærsta flugfélag Íslands- sögunnar og leiðandi á sínu sviði í heiminum. Árið 2005 tók Hafþór þátt í uppbyggingu Avion Group sem forstjóri flugflutningasviðs fé- lagsins þar sem hann hafði yfirum- sjón með rekstri margvíslegra fé- laga tengdra flugrekstri. Þar má helst nefna rekstur flugfélagsins Air Atlanta og viðhaldsfyrirtæk- isins Avia Technical Services með starfsstöðvar á Englandi og Írlandi. Einnig byggði Hafþór upp félagið Avion Aircraft Trading frá grunni, en það félag sérhæfir sig í kaupum og sölu á flugvélum. Í júlí 2006 lét Hafþór af störfum sem forstjóri Air Atlanta til að einbeita sér að rekstri og uppbyggingu Avion Aircraft Trading sem varð fljótt mjög um- fangsmikið á sínu sviði. Hafþór keypti svo rekstur félagsins í októ- ber 2006 ásamt nánustu samstarfs- mönnum sínum og starfaði sem stjórnarformaður félagsins fram á síðasta dag. Útför Hafsteins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 13. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar b) Bryndís, f. 5.3. 1976, maki Sverrir Jan Norðfjörð, f. 22.3. 1976, börn þeirra Há- kon Jan, f. 5.9. 2002 og Pétur Wilhelm, f. 9.5. 2006. Hafþór gekk í skóla í Mosfellsbæ og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Hann spilaði á trommur með skóla- hljómsveit Mosfells- bæjar til ársins 1982. Tónlist var Hafþóri mjög hugleikin, en á unglingsárunum lærði hann á píanó og slagverk, auk þess að spila á trommur með ýmsum hljómsveitum fram til ársins 1984. Hafþór hóf flugnám í nóvember 1984, og var það upphafið að glæst- um ferli hans í flugiðnaðinum. Hann lauk einkaflugmannsprófi í júlí 1985, bóklegu atvinnuflugmanns- prófi frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í maí 1988, og fékk útgefið atvinnuflugmannsskírteini í desem- ber 1989. Samhliða flugnámi starf- aði Hafþór hjá Flugskólanum Flug- taki sem rekstrarstjóri, og lagði grunn að uppbyggingu skólans. Þá fékk hann flugkennaraáritun 1991, og starfaði um hríð sem flugkenn- ari. Hafþór var með atvinnuflug- mannsréttindi á Beech, Boeing 737- 200 og Lockheed L-1011 TriStar. Árið 1987 hóf Hafþór störf hjá Arnarflugi í vörugeymslu frakt- deildarinnar. Árin 1989-1991 starf- Elsku Haffi okkar, þín verður svo sárt saknað. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín alltaf, Hjördís, Andri Pétur og Arnar Hugi. Heimur sonar míns. Drengurinn minn horfir bláum augum á heim sinn úr vöggu með gulu fóðri, gerð úr fín- asta tafti og blúndum, hringlu og gulum bangsa sem spilar lag … og mömmu, sem fylgist með því. Litlar — hlýjar barnshendur fálma eft- ir taki, finnur öryggi í föstu handtaki. Stundum er líkt og hann vilji fljúga, kannské er það aðeins fugl í skóginum, sem hvílir sig um stund – en reynir aftur áður en lengra er haldið? Drengnum mínum mun takast að hefja sig til flugs – því margt býr í framtíðinni. Heimur hans verður innan um skýin og oftast heiðbláan himininn! Elsa Smith. Ástkæri tengdasonur. Við sitjum hér saman og reynum að átta okkur á atburðum liðinna daga. Hugmyndin var að setja niður á blað nokkur fátækleg orð um þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og njóta þess að hafa þig sem einn af okkar nánustu fjölskyldu. Við vorum svo óendanlega stolt af því að eiga þig sem tengdason. Okk- ur miðar mjög hægt, eins og tárvott autt blað ber með sér. Þegar ungir menn deyja svo langt um aldur fram þá er eins og okkar hefðbundna hugsun um tilgang lífs- ins fái á sig brotsjó. Það er einhvern veginn svo mikið úr takt og algjör- lega á skjön við trú okkar á lífið og tilveruna að svona hlutir geti gerst. Án minnsta fyrirvara stöndum við frammi fyrir því að þurfa að kveðja þann sem mest áhrif hefur haft á okkur og fjölskyldu okkar. Þessi yndislegi drengur sem var ekki að- eins óendanlega kærleiksríkur faðir heldur ekki síður geislandi persónu- leiki sem smitaði alla þá sem hann umgekkst. Í hans huga voru ekki til vandamál heldur aðeins verkefni sem alltaf mátti leysa. Hann haggaðist aldrei hvað sem á gekk enda ávann hann sér virðingu og traust allra þeirra sem til hans þurftu að leita. Örlæti hans var ómælt og það var fátt varðandi fjöl- skylduna sem hann lét sér óviðkom- andi. Í sínu starfi var Haffi með af- brigðum útsjónarsamur, úrræða- góður og með eindæmum fljótur að sjá og grípa þau tækifæri sem buð- ust. Hann var mjög farsæll í starfi fyrir sitt fyrirtæki, en aldrei á kostn- að annarra. Þvert á móti var hann þekktur fyrir höfðingskap og hrein- lyndi, enda óhemju vinsæll meðal sinna samstarfsmanna. Okkar allra fyrstu kynni lýsa Haffa vel. Hjördís dóttir okkar og hann voru þá nýbyrjuð að vera sam- an. Síminn hringdi og í símanum var ungur maður. Hann kynnti sig og spurði um Hjördísi. Við sögðum honum að hún væri því miður upptekin þar sem brotist hafði verið inn í bíl hennar og öllu stolið. Ungi maðurinn svaraði þá að bragði að hann væri á leið til okkar og bað okkur að hafa ekki áhyggjur. „Þetta er ekki vandamál, heldur eitthvað sem ég leysi þegar ég kem.“ Svona var Haffi okkar, engin vanda- mál. Einhvern tímann í sorgarferlinu gerist það að við tökum ákvörðun um að sætta okkur við orðinn hlut og reyna að hverfa aftur til þess veru- leika sem við okkur blasir. Fyrst þá erum við andlega tilbúin til að byggja upp að nýju öðruvísi en órjúfandi samband við þann yndis- lega dreng sem við kveðjum í dag. Eitt stendur þó óhaggað. Ekkert í lífinu getur búið okkur undir áfall eins og þetta. Saman höfum við átt svo óend- anlega skemmtilega og viðburðaríka daga. Allar góðar minningar og hugsanir er ekki hægt að taka frá okkur, njótum þeirra. Horfum til ljóssins, því þar ert þú örugglega og munt halda áfram að lýsa upp tilveru okkar, þinnar ást- kæru eiginkonu og yndislegu drengjanna þinna sem minna munu okkur á þig um ókomna tíð. Við biðjum algóðan Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Við munum hugsa vel um litlu fjöl- skylduna þína. Þínir tengdaforeldrar Sigrún og Pétur. Elsku besti bróðir minn. Nú hefur þú lagt af stað í allra lengstu og síðustu flugferðina þína. Sársauki okkar sem eftir erum er djúpur og helsár. Ég finn svo til í hjartanu mínu, ég sakna þess svo mikið að eiga aldrei eftir að hitta þig hér í þessu lífi aft- ur. Fá kossinn á kinnina í hvert skipti sem ég hitti þig. Þú varst ynd- islegur í alla staði, ljúfmennskan skein af þínu fallega andliti í hvert einasta skipti sem við hittumst. Framtakssemin og vinnusemin alla tíð á sér enga líka. Þú lagðir alla þína krafta í áhuga- málið sem var flugið. Þú varst stórt nafn í flugheiminum og varst mað- urinn á bakvið mörg stærstu verk- efnin í íslenskri flugsögu en lést samt aldrei mikið á þér bera. Þú átt- ir eftir að gera svo mikið þó svo að þú hafir verið búinn að gera alveg helling, þú áorkaðir svo miklu. Þú varst svo góður eiginmaður, pabbi, bróðir og sonur, þú varst allt- af svo góður við alla. Ef einhver var engill í mannsmynd þá varst það þú! Það er mörg gullkornin sem sitja fast í minningunni og man ég sér- staklega vel eftir einu tilfelli þegar við töluðum okkur saman um að gefa Guggu hans pabba uppþvottavél í af- mælisgjöf þegar hún var fimmtug. Ég nefndi það við þig að hún hafi aldrei átt uppþvottavél, hvort það væri ekki tilvalið að slá saman í eina vél með krökkunum hennar. Það lá ekki á svarinu! No problem, eins og svörin voru yfirleitt hjá þér. En þú greinilega svafst á þessu um nóttina og hugsaðir mikið út í þetta því þú hringdir í mig daginn eftir og spurð- ir mig svolítið hissa: Hefur Gugga aldrei átt þvottavél? Þú varst svo einlægur og hlýr per- sónuleiki og áttir svo margt ógert. En svona getur raunveruleikinn ver- ið hrikalega sár, partur úr lífi manns rifinn í burt. Ég talaði við þig í hádeginu dag- inn fyrir þetta hræðilega slys og það var undantekningalaust sem ég fór að hlæja í hvert einasta skipti sem ég talaði við þig í síma. Það datt allt- af eitthvert gullkorn frá þér, húm- orinn var meðfæddur og þú hafðir ekki langt að sækja hann. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku besti bróðir minn. Megi guð gefa Hjördísi, Andra Pétri, Arnari Huga og öðrum ástvinum styrk í þessari miklu sorg. Þín systir, Íris. Nú sit ég hér og skrifa eitthvað sem ég bjóst aldrei við að þurfa að gera, minningargrein um minn eina bróður. Hafþór var einstakur mað- ur, ég var alveg óendanlega stolt af honum og leit mikið upp til hans. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af sínum einstaka krafti og alkunnu snilld. Flest sem tengd- ist flugrekstri tók hann sér fyrir hendur. Við ólumst upp saman og mikið fannst mér gaman að vera í kringum hann því það var alltaf líf og fjör í kringum Haffa og hans vini. Minningarnar hrannast upp þeg- ar ég sit hér og skrifa og er erfitt að koma þeim á blað. Tárin streyma fram. Þegar við áttum heima í Mos- fellsbæ þá var Haffi á trommum í lúðrasveitinni og átti trommusett í herberginu sínu, þar trommaði hann af lífi og sál. Þegar hann var ekki heima stalst ég oft inn til hans og barði á trommurnar og það var gam- an fyrir litla stelpu. Músík var eitt- hvað sem hann þurfti ekki að hafa fyrir að læra heldur gat hann spilað eftir eyranu öll lög eftir að hafa heyrt þau einu sinni. Ég gat setið lengi með honum við píanóið og beð- ið hann að spila hvert lagið á fætur öðru. Hann elskaði að láta klóra sér á bakinu og ég var sérlegur „bakk- lórari“ og klóraði á honum bakið löngum stundum og keyrði svo bíla á bakinu hans. Hann byrjaði svo í hljómsveitarstússinu með góðvinum sínum og voru þeir um tíma í bíl- skúrnum heima. Hann var mjög ungur þegar hann vissi hvað hann ætlaði að verða, leið- in lá í flugið og það átti hug hans all- an. Þar var hann svo heppinn að kynnast Arngrími sem kenndi hon- um og góðum hópi stráka sem allir urðu hans bestu vinir. Þetta voru allt töffarar sem fengu sér Ray Ban- gleraugu og leðurjakka með loð- kraga. Mér fannst þetta auðvitað mjög flott að eiga flugmann sem bróður og ef hann fór til útlanda þá hagnaðist ég á því því, hann gaf mér alltaf eitthvað. Ég er svo heppin að hafa farið með honum í nokkrar flugferðir bæði innanlands í lítilli vél og svo erlendis í breiðþotum Atl- anta. Hann hafði frábæran húmor og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Það vita það allir hversu góðan mann hann hafði að geyma. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða alla. Ég var stödd á Möltu þegar ég fékk þessar hræðilegu og óvæntu fréttir. Aldrei hef ég fundið eins mikið til í hjarta mínu og þá og þau voru mér þung skrefin heim til Íslands í faðm fjölskyldunnar. Í blóma lífsins með bjarta framtíð fyr- ir höndum er hann tekinn burt frá eiginkonu sinni og ungum sonum þeirra. Hann er tekinn frá okkur öll- um og allt er fátækara án hans. Við sem eftir sitjum syrgjum og þetta er svo sárt, svo óendanlega sárt. Elsku Haffi, takk fyrir allt, takk fyrir öll góðu spjöllin okkar, takk fyrir að vera besti bróðir í heimi og takk fyrir að vera eins og þú varst. Þú getur verið stoltur af þér og þín- um afrekum í lífinu. Ég veit að þú flýgur yfir okkur og fylgist með úr skýjunum og þangað mun ég leita eftir þér alla tíð þangað til við sjáumst aftur. Minning þín verður ávallt varðveitt. Þín systir að eilífu, Hjördís. Elsku bróðir. Það byrjaði eins og hver önnur vinátta tveggja stráka á 11 og 12 ára aldri. Fljótlega styrktust vinabönd- in, og ekki leið á löngu áður en þú varst orðinn fastur gestur á Fitjum, og ekki lengi að heilla alla fjölskyld- una upp úr skónum. Einlægni og húmor í bland við samviskusemi og dugnað voru þín aðalsmerki frá upp- hafi. Vinátta okkar óx hratt og fljótlega tókum við þá stefnu að reyna fyrir okkur sem tónlistarmenn. Þú varst vel undirbúinn sem trommuleikari lúðrasveitarinnar, en ég ákvað að reyna fyrir mér sem bassaleikari. Útkoman varð nokkurra ára gleði- brölt þar sem við stofnuðum hverja hljómsveitina á fætur annarri og kynntumst fjöldanum öllum af frá- bæru tónlistarfólki. Á þessum tíma þróaðist vinátta okkar hægt og þétt í bræðrabanda- lag, og var opinberlega staðfest af pabba heitnum í Ameríkuferð okkar 1982 þegar hann kynnti okkur stolt- ur sem syni sína. Það varð ekki aftur snúið, og hlutirnir þróuðust þannig að þú fluttir inn til okkar á Sóleyjar- götuna þegar mamma þín flutti til Ísafjarðar. Á Sóleyjargötunni áttum við ómetanlegar samverustundir, og það var þar sem við komumst að þeirri niðurstöðu að þín framtíð lægi í fluginu sem varð til þess að þú hófst flugnám. Þar með hófst eitt mesta gæfuspor fyrir íslenska flug- sögu, sem án efa verða gerð góð skil í tímanna rás. Það hefur verið hrein unun að fylgjast með framgangi þínum í flug- inu, sérstaklega eftir að þú hófst störf hjá flugfélaginu Air Atlanta. Þú varst án efa kjölfestan í upp- byggingu Air Atlanta þrátt fyrir ungan aldur. Þú sýndir mikinn þroska og útsjónarsemi í að leysa ótrúlegustu vandamál sem upp komu, fékkst alla í lið með þér og naust ómældrar virðingar allra. Þú sýndir mér mikinn heiður þeg- ar þú baðst mig um að taka við kefl- inu af þér og taka við rekstri Air Atl- anta. Meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun þinni að yfirgefa félagið var einlæg og göfug. Þú vildir rækta það mikilvægasta í lífinu og eyða meiri tíma með Hjördísi og strákun- um þínum, eftir að hafa unnið þrot- laust og óeigingjarnt starf í fimmtán ár við uppbyggingu á stærsta flug- félagi Íslandssögunnar. Í erfiðum aðstæðum varstu alltaf boðinn og búinn að aðstoða mig á bak við tjöld- in, og gafst okkur strákunum ómet- anlegan stuðning í gegnum stjórn- arsetu þína hjá Air Atlanta. Þú getur fullvissað þig um að við mun- um gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að vernda þá arfleifð sem þú hefur byggt upp með Arngrími og Þóru. Á bak við okkur stendur ein- vala lið starfsfólks sem hefur sannað að það hefur allt sem til þarf, og er tilbúið að halda uppi heiðri Air Atl- anta um ókomna tíð. Skyndilega ertu horfinn á braut, Guði falinn og englum umvafinn. Þú skilur eftir þig stórt tómarúm og endalausar spurningar um lífið og tilveruna. Þú skildir alls staðar eftir þig jákvæð spor, og snertir líf svo margra með þínum einlæga og ein- staka persónuleika. Hvergi er þó missirinn meiri en hjá Hjördísi, Andra Pétri og Arnari Huga. Ég bið góðan Guð að blessa þau og veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku bróðir, ég mun sakna þín mik- ið. Hvíl í friði. Hannes Hilmarsson. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, elsku yndislegi Haffi minn. Á einu augnabliki ertu horfinn frá okk- ur og lífið verður aldrei eins. Sorgin er svo mikil og hún er óbærileg. Það var enginn eins og þú. Þú varst klettur í lífi okkar og óhugsandi að eitthvað gæti komið fyrir þig. Fyrir mér varstu ódauðlegur því öll heims- ins vandamál gast þú einhvern veg- inn alltaf leyst því þú fannst já- kvæðu hliðina á öllu og hafðir einstaka hæfileika í að gera hlutina einfalda og horfa á björtu hliðarnar. Þú varst alltaf að hugsa um hag ann- arra og reyndir alltaf að koma til móts við alla. Gjafmildi þín og góð- semi var einstök og engu lík. Það er svo margs að minnast og hjarta mitt fyllist af þakklæti þegar minningarnar um þig streyma um huga minn. Minningar um yndisleg- an mann sem umvafði elsku systur mína og litlu frændur svo mikilli um- hyggju og ást. Umhyggju sem flæddi um okkur öll í fjölskyldunni, eins og þú hafir alltaf verið partur af okkur og við partur af þér. Minn- ingar um mann sem kom eins fram við alla og átti enga óvini. Þú kunnir að meta það að eiga góða að og sýnd- ir það svo sannarlega í verki. Við áttum margar dýrmætar stundir fjölskyldan saman og er ég óendanlega þakklát fyrir hverja ein- ustu þeirra. Þú varst hrókur alls Hafþór Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.