Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Lokað Skrifstofur Flugfélagsins Atlanta að Hlíðasmára 3, Kópavogi verða lokaðar í dag, mánudaginn 13. júlí vegna útfarar HAFÞÓRS HAFSTEINSSONAR fyrrverandi forstjóra félagsins. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 14. júlí kl. 11.00. Jarðsett verður í Hólmavíkurkirkjugarði sama dag. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Sæunn Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Konráð Andrésson, Margrét Björnsdóttir, Guðleif Andrésdóttir, Ottó Jónsson, Anna María Andrésdóttir, Arnheiður G. Andrésdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Nýjabæ, Kelduhverfi, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. júlí kl. 11.00. Anna Laufey Þórhallsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Njáll Þorbjörnsson, Laufey Þorbjarnardóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Sigríður Helga Þorbjarnardóttir, Guðrún Þorbjarnardóttir, Guðrún Hólmfríður Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristján Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson og fjölskyldur. fagnaðar með þinni einstöku kímni- gáfu og ógleymanlegu eftirhermum. Ég gleymi því aldrei eitt aðfanga- dagskvöld fyrir mörgum árum heima hjá mömmu og pabba þegar formlegheitin byrjuðu á slaginu sex og við settumst til borðs og hlýddum á útvarpsmessuna þar sem prestur- inn fór með Matteusarguðspjallið og þú hermdir svo eftirminnilega eftir honum nefmæltur og sagðir að vitr- ingarnir þrír hefðu komið með „bull, ergelsi og pirru“ handa Jes- úbarninu. Það á ekki að taka sig of alvarlega og það á að lifa lífinu lif- andi, það er eitt af mörgu sem ég mun varðveita í minningu um þig. Þegar ég horfi á litlu frændur mína sé ég þig og þegar ég horfi á systur mína sé ég þig, á meðan við lifum lifir þú í hjarta okkar og huga. Litlu drengirnir ykkar eru lifandi eftirmynd þín og ég veit að þeir munu gera heiminn betri alveg eins og þú hefur gert. Þá verður þú aftur ódauðlegur og lífið mun halda áfram á sinn óskiljanlega hátt. Við munum standa vörð um elsku Hjördísi og drengina þína og hjálpa þeim að tak- ast á við lífið án þín. Þín ávallt, Bryndís mágkona. Elsku Haffi. Lífsleið okkar var ekki löng sam- an, við kynnumst fyrst fyrir 6 árum í matarboði hjá pabba þínum og Guggu á sunnudagskvöldi í byrjun júlí. Þú varst þægilegur í viðkynn- ingu og áttum við strax ágætlega saman og þótt samgangurinn væri ekki mikill var strax hlýja á milli okkar. Samverustundirnar hafa aukist smátt og smátt og áttum við ynd- islega helgi í sumarbústað ykkar í júní þegar við skiptum á húsum, þið fenguð hjólhýsið og við bústaðinn. Það var svo gaman með Andra Pétri á fjórhjólunum og hvernig hann lærði á hjólhýsið, enda var hann við stjórnvölinn þegar þið komuð á Þingvelli með það og græjaði og gerði, þú gerðir ekki annað en að setja bjór í kælinn, Andri Pétur sá um rest. Systir þín átti alltaf svo gott með að ráðfæra sig við þig og þegar kom að stórum ákvörðunum þá var alltaf stutt í þig þrátt fyrir mikla dagskrá hjá þér, alltaf var hægt að leita ráða hjá Haffa bróður. Ekki er langt síð- an ég þurfti að taka stóra ákvörðun og eins og alltaf, varstu kominn að vörmu spori og ráðlagðir mér og lagðir línurnar, þetta voru góð ráð og gott var að hafa stuðning þinn á bak við áætlanir mínar. Þegar Gugga hans Hafsteins lést fyrir nokkru þá vorum við Íris er- lendis, ekki þurfti maður að hafa áhyggjur af næstu skrefum þar sem þú varst föður þínum stoð og stytta í því sorgarferli ásamt börnum Guggu og er það því frekar óraunverulegt að tveimur árum seinna skulum við vera í sömu sporum, Hafsteinn er- lendis og komið að því að kveðja þig. Í svona harmleik er hugur manns hjá Hjördísi, Andra Pétri og Arnari Huga sem eiga um sárt að binda og framtíðin virðist ein móða. Það var svo mikið að gerast og við hlökk- uðum mikið til að sjá ykkur hreiðra um ykkur á Sólvallagötunni á haust- mánuðum en það er nú tekið frá ykkur. Elsku Hjördís, Andri Pétur og Arnar Hugi, megi guð vera hjá ykk- ur og halda verndarhendi sinni yfir ykkur, ég veit að Hafþór flögrar um og fylgist með. Þinn mágur, Ríkarður Sigmundsson. Kveðja frá starfsfólki Air Atlanta Sumar manneskjur eru þeirrar gerðar að á einhvern eðlislægan og áreynslulausan hátt setja þær svip á umhverfið sitt hvar sem þær koma. Andrúmsloftið verður á einhvern hátt léttara og einkennist af bjart- sýni og glaðværð. Armæðuhjal víkur fyrir snjöllum hugmyndum og nýj- um tækifærum með hæfilegri blöndu af glensi og góðum sögum. Þær gefa lífinu lit og með útgeislun sinni og góðri nærveru líður fólki vel í návist þeirra. Þannig manneskja var vinur okkar og fyrrverandi sam- starfsfélagi Hafþór Hafsteinsson. Við þökkum Haffa samfylgdina, og erum ekki í nokkrum vafa um að á móti honum hefur verið vel tekið og hann hafður í heiðursessi í for- tjaldinu hjá hinum hæsta höfuðsmiði himins og jarðar. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að halda í hendur þeirra, styðja þau og styrkja á þessum erfiða tíma. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) F.h. starfsfólks, Stefán Eyjólfsson. Það er sorglegra en tárum taki að verða að setja þessa hinstu kveðju á blað. Á óvæntan og miskunnarlaus- an hátt, í blóma lífsins, hefur Hafþór verið tekinn frá okkur. Hann var um áratuga skeið náinn vinur minn og frábær samstarfs- maður. Við höfðum það sameigin- lega verkefni að stýra alþjóðlegu flugfélagi í örum vexti. Það er ekki á nokkurn hallað þó að ég segi að hann hafi átt stærsta þáttinn í upp- gangi og velgengni flugfélagsins Atl- anta. Eftir að hann tók þar við stjórn, má segja að hann hafi staðið vaktina stanslaust allan sólarhring- inn. Mannkostir Hafþórs voru margir. Þar á meðal hversu auðvelt og vel honum gekk að umgangast fólk, hrífa það með sér og skapa þann góða starfsanda sem ríkti alltaf inn- an fyrirtækisins. Þau voru ófá vandamálin sem glíma þurfti við og hann var ótrúlega fundvís á farsæl- ustu lausnirnar. Hafþór var fram- úrskarandi flugkennari og flugmað- ur en mér var það snemma ljóst að starfskraftar hans nýttust enn betur við stjórnunarstörf og þar með hófst okkar nána og góða samstarf sem entist allt til leiðarloka. Um leið og ég sendi Hjördísi, son- um og aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þennan góða dreng fyrir samstarfsmann og vin. Arngrímur Jóhannsson. Elsku Haffi. Á slíkri stundu eru orð léttvæg og innantóm. Það er fátt sem fær lýst þeim söknuði og sárs- auka sem okkur býr í brjósti. Minn- ingarnar hellast yfir líkt og þungt regn sem dynur á glugga sálarinnar. Þú varst besti vinur okkar og sam- ferðamaður í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Allt frá hvers- dagslegum þönkum til mikilvægra ákvarðana og merkisdaga. Lífið virðist svo hverfult og óréttlátt en samt sem áður þökkum við fyrir þann yndislega tíma sem við áttum með þér. Það eru forréttindi að fá að kynn- ast manni líkt og þér á lífsleiðinni. Þú varst hreinn og beinn inn að beini, góður maður sem aldrei mátt- ir aumt sjá eða nokkurn mann þjást. Þú varst ávallt tilbúinn til þess að rétta öðrum hjálparhönd og gera vel við alla sem til þín leituðu. Það eru aðeins fáir útvaldir sem ná að snerta jafn mörg hjörtu á lífsleiðinni líkt og þú gerðir. Sama hvar þú komst eða hvern þú hittir, alls staðar léstu gott af þér leiða. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Það eru ófáar minningar sem koma upp í hugann þegar við sitjum hér og reynum að koma þessum orð- um á blað. Þú hefðir ekki viljað sjá félaga þína og ástvini þjást og þess vegna ertu búinn að senda okkur svo fallegar og skemmtilegar minningar í allt kvöld. Það er þér líkt enda allt- af stutt í húmorinn. Minningar okk- ar um þig tengjast svo mörgum stórum stundum í lífi okkar þar sem þú varst ávallt tilbúinn til að gleðjast með okkur og leggja þitt af mörkum til þess að stundirnar yrðu enn eft- irminnilegri. Saman tókuð þið hjón- in þátt með okkur af heilum hug og fullkominni vináttu. Kímnigáfa þín og þessi einstaki hæfileiki til þess að sjá hina spaugilegu hlið á lífinu gátu ætíð glatt okkur og létt stundir á hvaða augnabliki sem var. Haffi, við munum ávallt sakna þín og það mun ekkert fylla í skarðið sem myndast hefur í hjörtum okkar. Því er ætlað að vera, þar til við hitt- um þig að handan. Hugur okkar og hjörtu eru hjá Hjördísi, Andra Pétri og Arnari Huga sem eftir sitja. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Halldór Hafsteinsson og Sigurlaug Sverrisdóttir. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Þú varst frábær flugmaður, þú varst bestur og við vitum að þú ert alltaf hjá okkur. Ástarkveðja, Þórdís Elsa. Elsku Haffi. Ég mun geyma þig í hjarta mínu og aldrei gleyma þér. Þú ert fyr- irmyndin mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Þinn frændi, Björn Elvar. Tíminn stóð í stað á meðan beðið var frétta og biðin virtist endalaus. Við krossuðum fingur, fórum með bænir og vonuðum það besta en allt kom fyrir ekki. Fyrirbænir okkar og vonir höfðu skilað litlum árangri því okkur var tilkynnt að Haffi hefði lát- ist samstundis. Óréttlæti heimsins virðist algjört. Skilningsleysi og reiði í garð æðri máttarvalda blossar ósjálfrátt upp. Á huga manns leita óteljandi spurn- ingar en þó ein öðrum fremur; af hverju hann? Þegar við náum andanum á nýjan leik munum við eftir orðatiltækinu „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Það kemur okkur ekki á óvart að Haffi hafi verið guðunum kær þar sem yndislegri mann var vart hægt að finna. Hann var ein- staklega hlýr og góður maður og það var alltaf notalegt í návist hans. Elsku Hjördís, Andri Pétur og Arnar Hugi, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Óttar, Þorgerður, Gunnar, Kristrún og Hallur. Enn er höggvið í okkar hóp þegar Hafþór Hafsteinsson bekkjarbróðir okkar kveður. Haffi var einn af bekkjarfélögum okkar sem fórum í gegnum flugliðabraut Fjölbrauta- skóla Suðurnesja árið 1986. Það kom fljótt í ljós á námsárum okkar að þarna var á ferð einstakur maður sem hafði að geyma einstak- lega heilsteyptan og traustan mann. Hann varð fljótt leiðtoginn í hópn- um, sá sem hafði frumkvæðið og byggði upp samheldni og vinskap í hópnum löngu eftir að námi lauk. Þegar Arngrímur Jóhannsson setti á stofn flugfélagið Atlanta hóf Haffi störf hjá honum og varð fljótt hans hægri hönd enda traust val- menni á ferðinni. Hann var um tíma flugrekstrarstjóri félagsins og síðar forstjóri þess. Haffi varð síðar for- stjóri Avion Group og þegar hann lést var hann starfandi stjórnarfor- maður Avion Aircraft Trading. Haffi var maður gjörða sinna í orðsins fyllstu merkingu, hvort sem hann valdist til forystu, trúnaðarstarfa og síðast en ekki síst var hann heið- arlegur og gegnheill maður. Hann var góður að leita til, vinsæll meðal starfsfélaga og að allra mati óum- deildur vegna mannkosta sinna. Haffi hefur á sinni stuttu starfs- ævi áorkað einstaklega miklu og hef- ur sannarlega markað djúp spor í flugsögu Íslands og skipað sér á bekk með helstu frumkvöðlum Ís- lands í flugmálum. Skarð hans í okk- ar hópi verður ekki fyllt og með hryggð í hjarta sendum við fjöl- skyldu hans, vinum og samstarfs- fólki okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum kæran vin með miklum söknuði. Fyrir hönd bekkjarfélaga, Geirþrúður Alfreðsdóttir og Þorsteinn Kristmannsson. Þegar fréttin um alvarlegt flug- slys á Vopnafirði kom í fjölmiðla seinni part fimmtudagsins 2. júlí hvarflaði ekki að mér hversu illa þetta slys ætti eftir að snerta mig. Fljótlega barst orðrómur um hverjir voru um borð í vélinni og örstuttu síðar var staðfest að Hafþór Haf- steinsson, Haffi, hefði verið annar mannanna tveggja og að hann væri úrskurðaður látinn. Engin orð fá þeim harmi lýst sem þessar fréttir ollu mér, og ég er sannfærður um að svo sé um alla þá sem náðu að kynn- ast Haffa. Haffi var enginn venjulegur mað- ur. Hann var einn þeirra fáu ein- staklinga sem setja mark sitt á um- hverfi sitt langt umfram það sem gengur og gerist. Hann var einstak- ur maður sem gæddur var mörgum góðum kostum, sem hann kunni að nýta sér með skynsemi. Haffi var vinur vina sinna, á hann var hægt að treysta í hvívetna, drengur góður og skopskyn hans var einstakt. Hann var alvörugefinn þegar þess þurfti, en gleðimaður þegar það átti við. Hann var mannvinur og umgekkst samferðafólk sitt með virðingu. Ég kynntist Haffa lítillega fyrst þegar hann starfaði fyrir flugfélagið Arnarflug, en okkar kynni hófust fyrir alvöru þegar ég var ráðinn til Atlanta í byrjun árs 1995. Haffi var þá flugrekstrarstjóri félagsins. Síðar varð hann forstjóri félagsins og enn síðar forstjóri Avion Group, þar til hann varð stjórnarformaður í eigin fyrirtæki, Avion Aircraft Trading. Ég átti frá upphafi mikið og náið samstarf við Haffa, sem oft náði langt út fyrir vinnustaðinn. Haffi var forstjóri sem gerði engan greinar- mun á hver átti í hlut. Skrifstofa hans var ætíð opin öllum þeim sem áttu við hann erindi, hvar sem þeir störfuðu í fyrirtækinu. Hann lagði sig ætíð fram við að finna viðunandi lausnir sem allir gætu sætt sig við og sparaði ekki sporin til að svo mætti verða. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt Haffa hallmælt þrátt fyrir að hann bæri ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis með fjölda starfsmanna. Nálgun hans á verk- efnum og mannkostir voru það sem flestir mátu framar öðru. Stjórnun- arstíll hans einkenndist af þekkingu, dugnaði, mannkærleika og skynsemi um leið og skopskynið var aldrei langt undan. Það er sannfæring mín að án Haffa hefði Atlanta aldrei náð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.