Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 ✝ Guðmundur KarlJónsson fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1940. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans 2. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Anna Guðmundsdóttir hús- freyja í Reykjavík, f. 25. september 1902, d. 28. mars 1987 og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrif- stofustjóri Alþingis, f. 18. febrúar 1886, d. 31. október 1957. Systur Guð- mundar eru 1) Sigríður, f. 17. sept- ember 1934, gift Stefáni Her- mannssyni, f. 28. desember 1935. Börn þeirra eru Jón Hallur, f. 1959, Þórhildur, f. 1965, d. 1975 og Her- mann, f. 1968. Sigríður og Stefán eiga 7 barnabörn. 2) Ása, f. 22. býlismaður Pétur Pétursson. Þau eiga Heklu, f. 17. júní 1992, Völu, f. 23. mars 1996 og Pétur, f. 17. febr- úar 1999. Stjúpdætur Guðmundar eru Birna Eyjólfsdóttir, f. 14. maí 1959, d. 22. ágúst 2005 og Erna Eyj- ólfsdóttir, f. 13. apríl 1960, dætur hennar eru Elísabet, f. 23. mars 1982 og Anna, f. 9. nóvember 1987. Guðmundur varð stúdent frá MA 1961 og lauk lögfræðinámi frá HÍ 1969, varð héraðsdómslögmaður 1972. Hann varð fulltrúi hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði frá 1. febr- úar 1969-1970. Bæjarstjóri á Seyð- isfirði 1970-1973. Fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu 1973, skip- aður deildarstjóri þar 1974, deild- arstjóri í launadeild fjármálaráðu- neytisins 1976-1981. Forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavík- urflugvelli frá 1981-2000. Guð- mundur átti sæti í ýmsum nefndum og sat í stjórnum ýmissa félaga í gegnum tíðina. Hann var um tíma stjórnarformaður ríkisspítalanna og sat um árabil í samninganefnd ríkisins. Útför Guðmundar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ, í dag, 13. júlí og hefst athöfnin kl. 15. ágúst 1936, maður hennar var Tómas Karlsson, f. 20. mars 1937, d. 1997. Synir þeirra eru Jón Frosti, f. 2. apríl 1962, og Jökull, f. 15. júní 1965. Ása og Tómas eiga 2 barnabörn. Eiginkona Guð- mundar er Rannveig Björnsdóttir, f. 21. febrúar 1942. Synir þeirra eru: 1) Jón Örn, f. 20. apríl 1968. Hann á 2 börn með Eddu Vikar Guðmundsdóttur, Guð- mund, f. 19. apríl 1999, og Stein- unni, f. 9. júlí 2003. 2) Björn Þór, f. 25. ágúst 1972. Áður átti Guð- mundur 1) Önnu, f. 27. janúar 1962, gift Eggert Skúlasyni. Sonur þeirra er Hafþór, f. 28. desember 1994. 2) Freydísi Frigg, f. 25. feb. 1964, sam- Elsku afi, þú varst alltaf skemmtilegur og góður við okkur og það var alltaf gott að koma til þín. Þú varst líka oft að grínast í okkur, gafst okkur nammi og pass- aðir okkur stundum sem var mjög gaman. Við munum sakna þín en við vit- um að nú ertu ekki lengur veikur og þér líður vel. Við kveðjum þig með þessu litla ljóði: Kæri Karl. Að þér er mér eftirsjá elsku Karl minn besti. Er þú hverfur héðan frá á hvarma tár ég festi. (Höf. óþekktur.) Bless elsku afi, Guðmundur og Steinunn. Í dag verður fyrrum tengdafaðir minn og góður vinur, Guðmundur Karl Jónsson, borin til grafar. Mín fyrstu kynni af Guðmundi voru á heimili hans og Rannveigar í Engimýrinni fyrir tæpum fimm- tán árum. Ég varð fljótlega vör við að þarna var á ferðinni nokkuð sér- vitur og óhefðbundinn maður. Með árunum þróaðist sterkur vinskapur á milli okkar sem einkenndist af þó nokkurri kímni og svolítilli stríðni. Guðmundi leið ávallt best með nánustu fjölskyldumeðlimi í kring- um sig og hafði hann mikið dálæti á börnunum okkar Jóns. Hann passaði uppá að vera alltaf vel upp- lýstur um hvað þau væru að fást við frá degi til dags og tilkynnti öðrum frá öllum litlum sigrum í þeirra lífi. Fyrir nokkrum mánuðum greindist Guðmundur með krabba- mein sem hann barðist hetjulega við en varð honum að lokum að falli. Yfir þessa mánuði fengum við öll dýrmætan tíma með honum sem ég er þakklát fyrir. Með þessum fáu línum kveð ég þig Guðmundur minn og megir þú hvíla í friði. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (Goethe, þýð. Helgi Hálfdanarson) Edda. Guðmundur Karl Jónsson þeim árangri sem raun ber vitni. Mig skortir orð til að lýsa Haffa, hann var einfaldlega frábær maður. Það er mér mikil gæfa að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann sem vin og yfirmann öll þessi ár. Mun ég ætíð njóta þeirrar reynslu. Skarðið sem hann skilur eftir sig mun aldrei verða fyllt, en minning hans mun ætíð lifa. Fjölskyldu hans og þá einkum Hjördísi og drengjunum þeirra, þeim Andra Pétri og Arnari Huga, votta ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúð, missir þeirra er mikill. Megi guð varðveita ykkur um ókomna tíð. Guðmundur Hafsteinsson. Vinur er kvaddur. Frábær dreng- ur er fallinn frá. Hann hugsaði stórt og var viðurkenndur frumkvöðull í flugheiminum. Hann var höfðingi með stórt hjarta. Hann var tryggur og faðmaði vini sína með ástúð og hlýju. Hann var einstaklega hæfi- leikaríkur, frumlegur og skemmti- legur. Hann átti enga óvini. Hann er ógleymanlegur HD-félagi. Hans er sárt saknað. Hjartans samúðarkveðjur til allra ástvina. Már Gunnarsson. Við vorum á hræðilegan hátt minnt á hin skörpu skil milli hláturs og gráts, lífs og dauða, þegar flugvél hrapaði við Selá og kær vinur okkar Hafþór Hafsteinsson lést. Í einu vet- fangi breyttist þar framtíðin, sem virtist svo björt hjá vini okkar og góðum fjölskylduföður, í minningar einar. Sorgin og söknuðurinn eru yfir- þyrmandi en við brosum yfir minn- ingunum því það komst enginn í hálfkvisti við hann Haffa í skemmti- legheitum, framtakssemi og hug- myndaauðgi og þess nutum við ríku- lega, félagar hans í Múnarafélaginu. Félagsskapurinn var stofnaður í nóvember 1984 og félagarnir þá allir nýútskrifaðir úr Verzló, nema Haffi, sem fetaði ólíkar slóðir, en hann féll samt strax inn í hópinn. Ferilsskrá Haffa lýsir einfaldlega afburðamanni sem vann sig upp og varð forstjóri umsvifamikils flug- félags en í hópnum var hann áfram okkar eini og sanni Haffi og enda- laus uppspretta skemmtilegra hug- mynda, góðsemi og gleði. Mörgu er ekki hægt að lýsa í orðum og það hefði enginn nema Haffi getað lent í því í hestaferð að detta af baki aftur á bak en lenda standandi og síðan í næstu andrá með léttu stökki kom- ast á hestbak aftur án þess að bregða nokkuð við, eða sannfæra æskulýð á skautasvellinu í Reykja- vík um að þeir fóstbræður Haffi og Hannes, klæddir í Karíusar- og Bak- tusbúninga, væru þáttarstjórnendur í vinsælum sjónvarpsþætti og fengið alla krakkana í halarófu á eftir sér sem þar voru. Golfíþróttin er vaxandi áhugamál félagsmanna og þegar við spiluðum á Bakkakotsvelli um miðjan júní sl. klöppuðu þeir sem lokið höfðu leik þegar síðasta hollið, sem Haffi var í, kom inn á síðustu flötina og án þess að bregða tók Haffi niður derhúfuna og þakkaði, líkt og Tiger Woods ger- ir eftir lokahögg. Kannski var klapp- ið táknrænt því við eigum Haffa svo óendanlega margar gleðistundir að þakka og við söknum hans nú þegar mikið, enda stórt skarð höggvið í okkar góða hóp. Um leið og við kveðjum vin okkar Hafþór með miklu þakklæti fyrir margar ógleymanlegar stundir á liðnum árum viljum við senda fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um einstakan vin og gleðigjafa mun lifa í hjarta okkar. Bernhard, Birkir, Dagur, Elías, Karl, Kjartan, Sigurður Haf- steinsson, Sigurður Smári, Sveinn Andri, Þór og Örn. Þakkir. Elsku elsku besti Haffi – orð verða innantóm á stundu sem þess- ari, þakklæti er tilfinning sem er miklu ríkari en orðið sjálft gefur til kynna. Það sem stendur upp úr eftir 18 ára ferðalag okkar er fyrst og fremst þakklæti og aftur þakklæti. Ég þakka fyrir örlætið, þolinmæð- ina, skilninginn, kímnigáfuna, lær- dóminn en fyrst og fremst frábær- ann félagsskap. Menn lifa í gegnum minningarnar og í þínu tilfelli eru þær margar yndislegar sem ég á eft- ir að rifja upp reglulega og brosa. Ég sakna þín. Davíð. Öll umgöngumst við og eignumst marga vini og félaga á leið okkar í gegnum lífið. Það er þó þannig að sumt fólk er eftirminnilegra en gengur og gerist og þannig var það með hann Haffa okkar. Stór vina- hópur stendur nú harmi sleginn og vantrúaður á hversu fljótt lífið getur breyst. Síðla dags 2. júlí síðastliðinn bárust okkur miklar sorgarfréttir sem engin orð fá lýst. Haffi er ekki lengur á meðal okkar og eftir standa hans góða eiginkona Hjördís og syn- irnir tveir Andri Pétur og Arnar Hugi ásamt fjölskyldu og vinum sár af söknuði og sorg. Í okkar góða vinahópi var Haffi mikilvægur hlekkur sem við öll lit- um á með vinskap og virðingu. Sum okkar hafa notið þeirrar gæfu að vinna með honum í fluginu í langan tíma og litu á hann nánast sem bróð- ur á meðan hluti okkar kynntist hon- um við aðrar aðstæður og öll sáum við strax að þarna fór einstaklega skemmtilegur og einlægur maður. Haffi var mikill húmoristi og eig- um við vinirnir margar minningar um hann sem gleðigjafa, hann gat verið ótrúleg eftirherma og uppi- standari, hann hélt skemmtilegar ræður þegar við átti, spilaði af ástríðu á trommurnar ef færi gafst og kom stuði og gleði í mannskap- inn. Má þar minnast að fyrir skemmstu spilaði hann undir á trommurnar með Mugison á litlum tónleikum og naut sín vel. Hann hef- ur verið veislustjóri í brúðkaupum og á uppákomum innan hópsins svo ógleymanlegt er. Kappinn mætti ávallt vel undirbúinn með skemmti- leg atriði samsett úr fréttum líðandi stundar ásamt léttu gríni á kostnað veislugesta. Hann gerði þetta bara allt svo vel enda var Haffi ávallt ein- lægur og blátt áfram. Það stendur þó upp úr hversu heill og jákvæður hann var og hversu yndislegur eiginmaður og vinur hann var Hjördísi sinni. Hann var strákunum þeirra frábær pabbi og fátt sem hann var ekki tilbúinn að gera fyrir þá. Haffi var oft rólegur í tíðinni og virtist stundum feiminn, en hann hafði oft um margt að hugsa enda fylgdi starfi hans mikil ábyrgð. Hann var einstaklega gjafmildur og þau hjónin góð heim að sækja og alltaf fór vel um alla hjá þeim. Haffi var bara einfaldlega heiðarlegur, góður og skemmtilegur maður. Sómadrengur sem við munum aldrei gleyma og erum þakklát fyrir að hafa fengið að deila vinskap með. Það eru fátækleg orð sem fá lýst þeirri hluttekningu sem við sendum fallegri og góðri fjölskyldu í þeirri sorg sem andlát Haffa er. Elsku Hjördís, Andri Pétur, Arn- ar Hugi og fjölskylda, hugur okkar allra og bænir eru hjá ykkur. Minn- ingin um góðan mann lifir áfram og við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að deila með Haffa. Við stöndum öll saman í sorginni og megi minning um góðan mann lifa um ókomna framtíð. F.h. HD vina, Ragna Sif, Hrefna, Sigríður, Guðný og Rannveig Eir. Elsku, yndislegi Haffi okkar, það er hræðilegra en orð fá lýst að horfa á eftir þér í blóma lífsins. Úti er sumar og sól en það er ískaldur vet- ur í hjörtum okkar. Við elskum þig svo mikið. Þú varst svo góður dreng- ur, greindur, duglegur og skemmti- legur. Við töluðum oft um hvað þú varst heill í gegn og með hjarta úr gulli, og hvað þér var umhugað um að öðrum liði vel. Þegar stelpurnar voru litlar og þú á sífelldu ferðalagi um heiminn brást ekki að þú færðir þeim eitthvað þegar þú komst heim. Börn eru miklir mannþekkjarar og þær sáu strax hvað þú varst góð manneskja og hvað þær áttu stóran stað í hjarta þínu. Við vorum svo heppin að fá að kynnast þér og eiga þig í þennan tíma og minningarnar um þig munu alltaf ylja okkur. Allar stundirnar sem við áttum saman uppi í sum- arbústað og þegar við ferðuðumst saman til útlanda, fjölskyldan. Svo þessar litlu notalegu stundir þegar við hittumst af engu sérstöku tilefni og spjölluðum saman og hlógum. Þú sagðir svo skemmtilega frá og varst einn mesti húmoristi sem við höfum kynnst. Elsku Haffi okkar, við sökn- um þín svo ótrúlega mikið. En við höfum Hjördísi, Andra Pétur og Arnar Huga hjá okkur og við mun- um gera okkar besta til að passa þau fyrir þig og halda minningu þinni lif- andi. Við sjáum mikið af þér í strák- unum þínum, enda fengu þeir svo margt gott frá þér. Guð geymi þig og varðveiti þig, elsku besti vinurinn okkar. Hvíl í friði. Þín Þórarinn, Kristín, Sigrún Harpa, Elín Ástrós og Helena Sóley. Ég man enn þann dag sem ég hitti Haffa fyrst, þegar systir mín kom með hann heim í matarboð til að kynna hann fyrir fjölskyldunni. Ég hygg að það sé ekki óalgengt að bræður hafi miklar efasemdir um mannkosti vonbiðla yngri systra sinna og var ég engin undantekning að því leyti. En jafnvel tréhestur eins og ég var nokkuð fljótur að sjá að þarna var afar óvenjulegur maður á ferð. Maður sem bjó yfir öllum þeim mannkostum sem prýða okkar bestu menn en svo einstaklega hógvær að auðvelt var að sjást yfir það. Á svona stundum ólga í manni miklar og ólík- ar tilfinningar. Harmurinn er gífur- legur. En það er reiðin einnig. Ég er reiður sjálfum mér fyrir að hafa ekki sagt við Haffa hve mér þótti vænt um hann þegar ég hafði tækifæri til, hve ég væri stoltur af honum og hve mikið ég liti upp til hans. Ég er einnig reiður Guði fyrir að taka Haffa frá okkur. Fyrir að taka hann frá fjölskyldunni sinni með þessum hætti. En ég er tilbúinn að rétta Guði sáttarhönd. Ég er tilbúinn að fyrirgefa honum ef hann styður við Hjördísi og strákana á meðan þau reyna að byggja líf sitt upp á ný. Og ég er einnig þakklátur. Ég er þakklátur fyrir allar þær góðu minningar sem Haffi hefur gefið okkur í gegnum árin. Minningar sem verða aldrei teknar frá okkur. Þórarinn. Elsku Haffi okkar Þær eru ótal margar góðu stundirnar sem við átt- um saman, hvort sem við dvöldum í sumarbústað, flatmöguðum á sólar- strönd eða nutum einfaldlega lífsins yfir hversdagslegum kvöldmat. Þeg- ar við hittumst gastu alltaf fundið spaugilegu hliðarnar á tilverunni og varst ófeiminn við að skemmta þér og öðrum með fyndnum sögum úr hversdagsleikanum. Þú brást þér iðulega í hlutverk þeirra sem urðu á vegi þínum og glæddir þannig frá- sagnirnar lífi, hikaðir ekki við að herma eftir hverjum sem var, ávallt með húmorinn í fyrirrúmi. Síðasta fríið okkar saman var um síðustu páska þegar við fórum með fjölskyldurnar til Akureyrar á skíði. Þá var mikil gróska í þjóðmálaum- ræðunni þar sem margir af frammá- mönnum Íslands höfðu sig mikið frammi. Þetta gaf þér nægan efnivið til að halda uppi stanslausu fjöri öll kvöldin okkar saman fyrir norðan og eftir situr ógleymanleg minning um húmoristann Haffa. Hjálpsemi þín var sömuleiðis aðdáunarverð. Ekkert verk var of merkilegt fyrir þig né nokkur bón of stór til að þú vildir ekki verða við henni. Þú lagðir alltaf þitt að mörk- um til að lausn fyndist á öllum mögulegum málum, allt var gert til að liðsinna náunganum. Um tveimur vikum fyrir andlát þitt lánaðir þú sem dæmi fjölskyld- unni glæsileg salarkynni undir sýn- ingu í hjarta miðborgarinnar. Þetta boð var algerlega að þínu frum- kvæði, eftir að þú fréttir að okkur vantaði stað. Það voru þessir mann- kostir, húmorinn og hjálpsemin, sem löðuðu fólk að þér og þessir sömu mannkostir sköpuðu þá lukku og velgengni sem þú naust hvarvetna. Það er erfitt að hugsa til þess að við munum ekki sjá þig framar, Haffi. Að þú munt ekki sitja aftur við fjölskylduborðið og að gleði- stundunum með þér sé lokið. Því miður varstu tekinn alltof snemma frá okkur og líf okkar er snauðara án þín. Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Sverrir Jan, Hákon og Pétur. Kveðja frá flugklúbbnum Þyt Á sólríkum og fallegum degi dreg- ur dökkt ský fyrir sólu. Fregnir ber- ast frá Vopnafirði um alvarlegt flug- slys. Flugvél með tveimur mönnum hafði farist við veiðihúsið við Selá. Fljótlega berast þær fréttir að ann- ar mannanna sé stórslasaður, en hinn, félagi okkar, Hafþór Haf- steinsson, hafi látist. Menn setti hljóða og spurðu sjálfa sig „hvers vegna“? Hafþór gekk til liðs við flugklúbb- inn Þyt á síðastliðnu ári, eftir að hafa tekið þá ákvörðun að endurnýja réttindi sín til einkaflugs sem hann hafði lítið getað sinnt undanfarin ár. Við Þytsmenn fögnuðum komu Haf- þórs í okkar hóp, þar fór öflugur og umfram allt heilsteyptur maður sem gerði góðan hóp betri. Hans nánustu vinir í klúbbnum höfðu ráðstafað honum í uppákomur á komandi mannfögnuðum klúbbsins, því Haf- þór var húmoristi og skemmtikraft- ur af guðs náð. Hann var einnig mjög liðtækur sem trommu- og píanóleikari og hugðu menn gott til glóðarinnar með góðan liðsmann í hljómsveit klúbbs- ins. Hafþór hóf flugmannsferil sinn í innanlandflugi hjá Íslandsflugi og síðar hjá flugfélaginu Atlanta þar sem hann tók við sem forstjóri árið 2000. Þetta er sagan um manninn sem byrjaði sem sendill og endaði sem forstjóri, á eigin dugnaði, á eigin for- sendum, kurteis og hógvær. Viðveran varð styttri en reiknað Hafþór Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.