Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 13.07.2009, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 53.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI / AKUREYRI BRUNO kl. 8 - 10 14 THE HANGOVER kl. 8 12 TRANSFORMERS 2 kl. 10 10 / KEFLAVÍK BRUNO kl. 8 - 10 14 TRANSFORMERS 2 kl. 10 10 ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 8 L / SELFOSSI BRUNO kl. 8 - 10 - 11 14 TRANSFORMERS 2 kl. 8 10 „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÆR fregnir berast nú frá kvik- myndasmiðjunni Hollywood að til standi að gera mynd í fullri lengd byggða á sjónvarpsþáttunum um Strandverði (Baywatch). Leik- stjórinn Jeremy Garelick hefur verið ráðinn til verksins en ekki hefur verið staðfest hvort góð- kunningjarnir Pamela Anderson, Yasmine Bleeth og David Hassel- hoff muni taka að sér hlutverk í myndinni. Strandverðir voru sýndir hér í Sjónvarpinu um árabil og er örugglega hægt að fullyrða að sjaldan, ef nokkurn tímann, hafi hlaupatúrar á ströndinni vakið eins mikla athygli í sjónvarpi. Hvort fólk mun flykkjast í bíó til að sjá íturvaxna kroppa skokka um í sandinum verður bara að koma í ljós en ljóst er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að nýta vinsældir sjón- varpsþátta í kvikmyndahúsum. Nægir að nefna myndir á borð við Sex and the City og The Simp- sons: The Movie, efist einhver um réttmæti þessarar staðhæfingar. Hér skulu svo tekin nokkur dæmi um sjónvarpsþætti sem gaman væri að sjá á hvíta tjald- inu, og eins tilteknir nokkrir þættir sem sannarlega má vona að engum detti nokkurn tímann í hug að gera úr kvikmynd í fullri lengd. Strandverðir í bíó  Hvaða þætti væri gaman að sjá í formi kvikmynda?  Hvaða þættir mega alls ekki verða að kvikmyndum? Góðkunningjar Derrick og Harry Klein á góðri stundu. Flottir Carson og Karl yrðu eitthvert flottasta tvíeyki sjónvarpssögunnar. Strandverðir Rauðklæddu kropparnir eru á leið í kvikmyndahús. Með gítarinn Hún Tyra Banks kann sannarlega að sitja fyrir.Trúðar Þeir Casper og Frank eru fyndnir. 1. Lost Það er mjög langt síðan nokkur hætti að botna í tímaflakkandi söguþræði um strandaglópana í Lost. Því er ólíklegt að margir myndu flykkjast í kvikmyndahús til að sjá framhald á endaleysunni. Ekki nema myndin héti eitthvað á borð við Lost Forever! 2. Guiding Light Það er búið að klóna Revu og því fátt sem á eftir að dekka á þeim bænum. Hætt er við að fram- haldmyndirnar yrðu líka einum of margar. Ef Leiðarljós yrði hinsvegar einhverntíman að kvikmynd væri þó nauðsynlegt að skipta aðalleik- urunum reglulega út gegnum alla myndina. „Alan Spaulding er nú leikinn af...“ 3. Americas Next Top Model Af sumum fær maður aldrei nóg. Tyra Banks er ekki ein þeirra. 4. Popppunktur, Gettu betur...já og bara allir spurningaþættir Heppilegt sjónvarpsefni í 40 mínútur, en hæpið að nokkur myndi nenna á mynd í fullri lengd byggða á spurningaþáttum í sjónvarpi. 5. E.R. III Kvikmynd um bráðamóttöku, þar sem talað er um sleglatif í tvo tíma. Áhorfendur yrðu veikir úr leið- indum. Ekki einu sinni George Cloo- ney myndi ná að gera það áhuga- vert, eða hvað? Þættir sem ættu aldrei að verða kvikmyndir 1. Derrick Það er bæði synd og skömm að enginn skuli hafa haft vit á því að gera bíómynd í fullri lengd um þá félaga Oberinspektor Stephan Der- rick og Harry Klein áður en stórleik- arinn Horst Tappert safnaðist til feðra sinna í fyrra. Það er því orðið of seint því enginn kemst með tærnar þar sem Tappert hafði baug- ana...nema þeir allra liðugustu. Eftir standa þó minningarnar um mögnuð föstudagskvöld í Sjónvarp- inu. 2. Queer Eye for the Straight Guy og Nýtt útlit Þeir Karl Berndsen og Carson Kressley yrðu magnað tvíeyki á skjánum. Mynd sem allir myndu vilja sjá, hvort sem þeir þori að við- urkenna það eða ekki. 3. Nýjasta tækni og vísindi Það eru margir sem sakna Sig- urðar H. Richter af skjánum og fregnum af tækninýjungum. Miðað við vinsældir þátta á borð við C.S.I. ætti þó að vera auðvelt að fylla heila bíómynd af ævintýralegum tækninýjungum af ýmsu tagi. Rich- ter-skalinn væri tilvalið nafn á myndina, sem myndi hrista duglega upp í hverjum áhorfanda. Það yrði svo algert skilyrði að hið upprunalega stef þáttanna yrði notað óbreytt. 4. Klovn Þeir Frank og Casper hafa sama aðdráttarafl og David Brent í The Office, óbærilega fyndnir en ein- staklega óþægilegir áhorfs. Hinir bráðfyndnu Frank og Ca- sper gætu auðveldlega haldið úti heilli bíómynd með yfirmáta vand- ræðalegum uppákomum. 5. Arrested Development Þessir stórgóðu þættir urðu allt of fáir, en hætt var framleiðslu í miðri þriðju þáttaröð vegna áhorfs- leysis í Bandaríkjunum. Reglulega hafa borist fregnir af því að til standi að gera bíómynd um Bluth fjölskylduna hrikalegu en ekkert fengist staðfest í þeim efnum enn, því miður. Sjónvarpsþættir sem gaman væri að sjá sem bíómyndir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.