Morgunblaðið - 13.07.2009, Side 32

Morgunblaðið - 13.07.2009, Side 32
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Rútur ferjaðar á milli  Tómar rútur eru ferjaðar milli landshluta til að flytja farþega skemmtiferðaskipanna í skoðunar- ferðum frá höfnum landsins og leið- sögumenn fara landshluta á milli til að sinna þessum verkefnum. Sífellt fleiri skemmtiferðaskip hafa viðdvöl hér á landi. Í gær var mikill anna- dagur hjá þeim sem skipuleggja skoðunarferðir. Þrjú stór skip voru á Akureyri og ferja þurfti tíu til tólf rútur til Reykjavíkur til að taka við farþegunum þar í dag. »4 Annir vegna strandveiða  Mikið annríki er hjá björgunar- sveitum Slysavarnafélagsins Lands- bjargar vegna strandveiðanna. Út- köllum hefur fjölgað stórlega frá því þær hófust. Framkvæmdastjóri fé- lagsins telur æskilegt að halda ör- yggisnámskeið fyrir þá sem stunda þessar veiðar. »6 Kal í túnum á Norðausturlandi  Meira kal er í túnum á Norð- austurlandi en verið hefur um árabil. Verst er ástandið í Suður-Þingeyjar- sýslu, einkum hátt yfir sjó í inn- sveitum, eins og til dæmis í Mý- vatnssveit og á hæstu bæjum í Aðaldal. Bóndinn í Klambraseli telur að 60% túnanna séu kalin. »6 Lituð olía ratar á fólksbíla  Áætlað hefur verið að ríkið tapi árlega 200 til 250 milljón króna skatttekjum vegna þess að fólk dæl- ir litaðri dísilolíu á fólksbíla. Verið er að undirbúa breytingar á afgreiðslu litaðrar olíu. Verður þá aðgangur að sjálfsafgreiðsludælum takmarkaður við þá sem hafa heimild til að nota olíuna. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Bætur fyrir glæpi samfélagsins Forystugreinar: Svik við samfélagið Erfiðleikar í Afganistan Pistill: Andardráttur eigendanna Ljósvakinn: Dægrin líða með Shepard Smith UMRÆÐAN» Þjóðarhagur umfram allt annað Skógrækt, landgræðsla og … Frekja frjálshyggjunnar Þjóðin ráði örlögum … Heitast 15°C | Kaldast 7°C Skýjað og dálítil súld á austanverðu landinu en annars skýjað með köflum og stöku skúrir SV-lands. »10 Sæbjörn Valdimars- son fjallar um vasa- klútamyndina Á ég að gæta systur minnar? sem nú er sýnd í bíó. »28 KVIKMYND» Afar átakanleg TÓNLIST» Eistnaflug fór fram í Neskaupstað. »27 Brátt verður gerð kvikmynd um Strandverðina. En henta allir sjón- varpsþættir hvíta tjaldinu? »29 SJÓNVARP» Alls ekki í bíó! BÆKUR» Íslensk samtímamyndlist á bók í Þýskalandi. »24 TÓNLIST» Megas og Senuþjófarnir í góða veðrinu. »28 Menning VEÐUR» 1. Líkt og suðræn sólarströnd 2. Starfsmenn AGS mótmæltu 3. Stefnir í heitasta dag sumars 4. Eyjamenn fengu dýrmætt stig … »MEST LESIÐ Á mbl.is STÚLKNAKÓRINN Graduale No- bili vann til tvennra verðlauna á kóramóti í Wales um helgina. Hóp- urinn vakti mikla eftirtekt og var boðið að syngja á mun fleiri stöðum en áætlað var, með- al annars í mót- töku fyrir hæstráðendur keppninnar. Stjórnandinn Jón Stefánsson sagðist þó ekki viss hvort verndari keppninnar, Karl Bretaprins, yrði þar við- staddur. »26 Graduale Nobili á verðlaunapall í Wales Jón Stefánsson FORNLEIFAFRÆÐINGAR munu í sumar rannsaka elsta bæinn í Glaumbæ í Skagafirði en hann er í túninu neðan við byggðasafnið. Sig- ríður Sigurðardóttir safnstjóri von- ast til að finna þar elstu smiðjuna í Glaumbæ enda telur hún að það myndi renna stoðum undir kenn- ingar hennar um bæjarheitið. »9 Leitað að smiðj- unni í Glaumbæ HEITASTI dagur sumarsins á höfuðborgarsvæð- inu var í gær og eins og verða vill á slíkum blíð- viðrisdögum flykktist fólk í sundlaugarnar og Nauthólsvíkina. Þegar heitast var mældist hitinn rúmar 22°C sem er nokkuð frá Reykjavíkurmet- inu en 30. júlí í fyrra náði hitinn 25,7°C. SÓL OG SUMARYLUR Í REYKJAVÍK Morgunblaðið/Golli Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is „ÞAÐ hefur nú sjaldan sést annað eins af sætukoppum og núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. „Auðvitað er aldrei hægt að vera alveg viss; til eru fræ sem aldrei verða blóm! En það lítur vel út með berjasprettuna í ár. Margir sætukoppar eru nú þegar orðnir að eldrauðum berjum sem vonandi ná þeim þroska að verða blá og bústin.“ Gleði og gómsætar máltíðir Sveinn Rúnar kveðst hafa heyrt frá fólki víðsvegar af landinu og allir séu sammála um að berjaspretta verði með því mesta. „Ég var rétt í þessu að koma úr lynginu á Lyng- dalsheiðinni. Sætukopparnir eru komnir skemur af stað þar heldur en t.d. í Borgarfirðinum en hins vegar var mikið af agnarsmáum grænjöxl- um á krækiberjalynginu.“ Sveinn Rúnar segist eiga von á að berin verði snemma á ferðinni í ár líkt og í fyrra. „Þetta fer að verða miðsumariðja að fara í berjamó og ég á allt eins von á að geta brugðið mér í berjamó í lok mánaðar allavega til að handtína.“ Ekki er ólíklegt að kreppan ýti við fólki og það sæki meira í berjamó. „Ég hef nú alltaf verið að vonast til að fólk nýtti betur þessar gjafir nátt- úrunnar. Berin eru þvílík uppspretta gleði og gómsætra máltíða. Í góðu árferði er líka nóg af þeim og maður þarf ekki að fara langt til að komast í gott lyng. Hér í Reykjavík og allt um kring eru gjöfulir berjamóar. Það er nóg fyrir alla.“ Saftin vakti lukku í Palestínu Sveinn Rúnar býst við að einhverj- ir taki við sér og nýti berin til ný- sköpunar. „Það er framleitt íslenskt vín úr bláberjum sem kvað vera gott. Annars stendur nú ljúffeng saftin fyrir sínu. Ég færði einmitt vinum mínum í Palestínu hnausþykka eð- alsaft úr aðalbláberjum í síðustu ferð minni þangað. Saftin gerði gríðar- lega lukku,“ segir Sveinn Rúnar sem segist einnig sem læknir mæla ein- dregið með meinhollum berjunum. Berjatínsla fer að verða miðsumariðja Allar líkur eru á góðu og gjöfulu berjasumri Morgunblaðið/Steinunn Berjaspretta Líkur eru á gjöfulu berjasumri í ár líkt og í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.