Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ANNAÐHVORT verður afgreiðslu Icesave-málsins frestað fram á haust eða það fellur í atkvæða- greiðslu á Alþingi. Þetta eru þeir tveir kostir sem eru í stöðunni, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, sem herma að allt að fimm þing- menn VG séu tilbúnir að fella málið ef ekki nást fram á því veigamiklar breytingar. Þeirra á meðal er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. „Ég samþykki ekki Icesave í núverandi mynd. Ég hef lesið öll gögn og allt sem ég hef kom- ist yfir varðandi málið og mun ekki styðja það í núverandi mynd,“ segir hún. „Ég hefði talið best að fresta málinu til að freista þess að leita sem bestrar niðurstöðu fyrir Ísland og breiðrar samstöðu um málalyktir.“ Þá vék Lilja Mósesdóttir sæti í efnahags- og skattanefnd í gær, þar sem hún vildi ekki skrifa undir álit meirihluta nefndarinnar um Icesave, heldur vera óbundin í atkvæða- greiðslunni í þingsal. Bjarkey Gunn- arsdóttir tók hennar sæti þess í stað og skrifaði undir álitið. Þingmaður VG segir að ráðherr- um og nefndarformönnum hafi verið tjáð trekk í trekk að annaðhvort verði gefinn meiri tími eða málið verði einfaldlega fellt í atkvæða- greiðslu. Gunnar Haraldsson, forstöðu- maður hagfræðistofnunar HÍ, átti vinnufund með fulltrúum í fjár- laganefnd í gærmorgun og skilar í dag tillögum til nefndarinnar um hvernig stofnunin geti rýnt gögnin í Icesave-málinu, hversu langan tíma það muni taka og hvað það muni kosta. Að sögn nefndarmanns taldi Gunnar í gær að slík vinna gæti tek- ið að minnsta kosti tíu daga. Viðmælendur telja flestir líklegt að verði úttekt hagfræðistofnunar talin æskileg, og taki svo langan tíma, verði ákveðið að fresta af- greiðslu málsins í dag. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segist vitaskuld hafa heyrt þessa umræðu um frest- un, en hún hafi ekki verið rædd formlega hjá fjárlaganefnd. Enginn bilbugur sé á nefndinni. „Ég hef ekki verið að gera neina liðskönnun í mál- inu. Við vinnum ennþá eftir því að við séum að reyna að ljúka þessu máli og teljum að það sé mikilvægt,“ segir Guðbjartur. Fjárlaganefnd muni þó ekki fara fram úr sér og muni gera allt í sínu valdi til að ná samstöðu um ríkisábyrgðina. Icesave sett á ís?  Alþingi á barmi þess að fresta afgreiðslu Icesave-málsins  Hagfræðistofnun tilgreinir í dag tímamörk fyrir álitsgerð Utanríkismálanefnd afgreiddi Icesave-málið til fjárlaganefndar í gær, fyr- ir sitt leyti. Var þar talsvert ósætti við fulltrúa minnihlutans í nefndinni sem vildu að nefndin fjallaði meira um það. Ekki var samstaða í nefndinni og reiknað með fjórum álitum þaðan. Efnahags- og skattanefnd mun skila áliti til fjárlaganefndar í dag. Þar var það sama upp á teningnum. Minnihlutinn ósáttur og taldi ekki ástæðu til að afgreiða málið, þar sem fjárlaganefnd hefði það áfram til skoðunar og enn kæmu fram ný atriði í málinu. Þá funduðu lögfræðingar, sem deilt hafa um Icesave-samningana, með fjárlaganefnd í gær en ekki varð eiginleg niðurstaða í deiluefnum þeirra. Meðferðin alfarið til fjárlaganefndar Morgunblaðið/Eggert Gallaðir samningar? Lögfræðingar mættu á fund fjárlaganefndar í gær, en ekki fékkst niðurstaða. Ástráður Haralds- son, Steinunn Guðbjartsdóttir, Eiríkur Tómasson og Ragnar H. Hall lögðu sitt af mörkum til að upplýsa nefndina. Úr ranni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er nú fullyrt að tveir möguleikar séu í Icesave- málinu: Því verði frestað til hausts og meiri tími gefinn, að öðrum kosti verði það fellt. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Guðbjartur Hannesson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÉR finnst þetta algjörlega fráleitt. Það er mikill ábyrgðarhluti af ráð- herra í ríkisstjórn í mjög viðkvæmu máli að fara út í svona loftfim- leikaæfingar til heimabrúks,“ seg- ir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra um ummæli Maxime Verhagen, utan- ríkisráðherra Hol- lands, þess efnis að samþykki Al- þingi ekki Ice- save-samninginn þá geti það seinkað inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið. Að mati Steingríms er tenging Verhagens ekki aðeins röng heldur einnig óviðeigandi og ljóst að hún geri ekkert nema ógagn. „Þannig að mér finnst þetta algjörlega forkastanleg framganga af hans hálfu.“ Spurður hvort ekki megi óttast að ummæli Verhagens endurspegli í reynd af- stöðu hollenskra stjórnvalda vísar Steingrímur því á bug. „Ég sé nú seint fyrir mér ríkisstjórn standa ber- skjaldaða uppi með afstöðu af þessu tagi,“ segir Steingrímur og tekur fram að eftir samtöl íslenskra og breskra embættismanna í gær megi ljóst vera að bresk stjórnvöld séu mjög hissa á ummælum Verhagens. „Bresk stjórnvöld taka skýrt fram fyrir sitt leyti að þau blandi þessum málum [ESB-umsókn Íslands og Ice- save-samningnum] ekki saman.“ Inntur eftir því hvort íslensk stjórnvöld hyggist bregðast formlega við ummælum hollenska utanrík- isráðherrans segist Steingrímur hafa rætt málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem það sé í hans höndum að bregðast formlega við. Tekur hann fram að þeir séu sammála um að mótmæla þyrfti um- mælum hollenska utanríkisráðherr- ans. Algjörlega aðskilin mál Aðspurður segist Steingrímur von- ast til þess að ummæli Verhagens hafi ekki neikvæð áhrif á íslenska þingmenn þegar komi að því að af- greiða Icesave-samninginn. „Ég vona að menn haldi þessum málum al- gjörlega aðgreindum, sem þau eru, og skoði efni máls í hverju tilviki. Þetta Icesave-mál er mjög stórt og erfitt, mjög flókið og afdrifaríkt fyrir okkur sem land þannig að það er ekk- ert skrýtið að um það séu skiptar skoðanir og lítil ánægja. Það er engu að síður veruleikinn að við þurfum að kljást við þetta á einhvern farsælan hátt.“ Steingrímur segir fjárlaganefndina og þingið munu fá þann tíma sem það telji sig þurfa til að vinna málið vel. „Það verður að hafa það ef einhvern dráttur verður á afgreiðslu málsins mældur í einhverjum dögum eða vik- um. En það er ekki æskilegt að af- greiðslan tefjist mjög lengi þar sem það getur haft áhrif á og tafið aðra hluti,“ segir Steingrímur og nefnir í því samhengi endurskoðun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á samstarfsáætl- uninni, endurreisn íslenska banka- kerfisins og afgreiðslur hinna Norðurlandanna á lánum. „Þetta hangir allt saman með óheppilegum hætti. Því miður er það hinn pólitíski veruleiki þó fáir vilji við það kannast opinberlega.“ Reiknar með fyrirvörum Steingrímur telur allar líkur til þess að fjárlaganefnd muni leita leiða til að styrkja stöðu íslenska ríkisins með fyrirvörum við Icesave- samninginn sem kveði á um öryggis- ákvæði og útgönguleiðir ef til slíks þyrfti að grípa. „Ég veit að nefndin er að skoða slíkt,“ segir Steingrímur og tekur fram að íslensk stjórnvöld hafi visst svigrúm í því hvernig þau búi að málinu að sinni hálfu en vissulega sé því svigrúmi takmörk sett. „Þetta verður skoðað af lögfróðum aðilum og þeim sem þekkja samninginn út og inn sem og lagaumhverfið í kringum hann. Það verður reynt að vinna þetta eins vandlega og hægt er,“ seg- ir Steingrímur. „Loftfimleika- æfingar til heimabrúks“ Fjármálaráðherra segir þingið fá tíma Steingrímur J. Sigfússon Í HNOTSKURN »Fjármálaráðherra segirbresk stjórnvöld ekki blanda saman Icesave- samningnum og ESB-umsókn Íslands líkt og hollenski utan- ríkisráðherrann hefur gert. »Hann útilokar ekki að af-greiðsla Icesave- samningsins geti dregist um einhverja daga eða jafnvel vikur. HÆPIÐ er að Hollendingar tefji eða komi í veg fyrir aðild Íslands að Evr- ópusambandinu (ESB) verði Icesave- samkomulagið ekki samþykkt á Al- þingi. Þótt einróma samþykki fulltrúa allra aðildarríkja sé skilyrði fyrir að- ildarviðræðum og inngöngu segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnmálafræð- ingur og lektor við viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík, mjög ólíklegt að Hollendingar myndu leggja stein í götu Íslendinga með því að veita ekki samþykki sitt. Þótt þeim væri í lófa lagið að tefja viðræðu- og aðildarferlið með ýmsum hætti telur Aðalsteinn hæpið að þeir beiti slíkum brögðum. „Þeir [Icesave-samningarnir] eru ekki þess eðlis að önnur aðildarríki og framkvæmdastjórn ESB muni líða það að þeir séu notaðir til að koma í veg fyrir aðild Íslands,“ segir Aðal- steinn og kveður ríki hafa gengið í ESB þrátt fyrir erfið deilumál við aðildarríki sem fyrir eru. Þó hafi pólitískar milli- ríkjadeilur komið til skoðunar við aðildarviðræður og nefnir Aðal- steinn Gíbraltar- deiluna milli Breta og Spánverja sem dæmi um það. Yfirlýsingar Maximes Verhagens, utanríkisráðherra Hollands, um að verði Icesave-samkomulagið ekki samþykkt geti það tafið fyrir aðild Ís- lands að ESB telur Aðalsteinn vera „til heimabrúks en ekki formlega af- stöðu hollensku ríkisstjórnarinnar“. Lagalega sé Hollendingum þó heimilt að neita að veita samþykki. skulias@mbl.is Hæpið að Hollendingar tefji eða hindri ESB-aðild Aðalsteinn Leifsson Í LEYNILEGUM uppgreiðslusamn- ingi við Breta vegna Icesave segir að skilningur minnisblaðs frá árinu 2006 um ábyrgð á innistæðum gildi ekki lengur. „[Í því] er hvergi minnst á ríkisábyrgð en þar var réttinda Ís- lendinga gætt og það var íslenski tryggingasjóðurinn sem átti að fara með málið,“ segir Höskuldur Þór- hallsson, þingmaður Framsókn- arflokks og fulltrúi hans í fjár- laganefnd, en hann óskaði eftir framlagningu minnisblaðsins. Höskuldur furðar sig á því að skilningur minnisblaðsins skuli ekki standa enn. „Núna er rétturinn alfar- ið Breta og hann er svo einhliða að lögfróðir menn segjast aldrei hafa séð annað eins,“ segir Höskuldur og kveður hann að hefði þessi skiln- ingur fengið að standa myndi málið fara eftir íslenskum lögum. Eins og staðan sé núna falli málið undir breskan rétt. skulias@mbl.is Minnisblaði um ábyrgð ýtt til hliðar í uppgreiðslusamningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.