Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ hefur verið aðeins erfiðara að fá styrki núna en áður, en við erum bara með fleiri heimatilbúin atriði í staðinn, og þau eru nú bara stærri og flottari en mörg þeirra atriða sem við höfum verið með áð- ur,“ segir Sigurður Hólm Arn- arson, einn skipuleggjenda menn- ingarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi sem hófst í gær. Hátíð- in, sem fer að mestu fram á Hvammstanga, stendur til sunnu- dags, en þetta er sjöunda árið í röð sem hún er haldin. Á hverju ári er nýtt fólk fengið til þess að skipu- leggja hátíðina, og fá því nýjar hugmyndir að líta dagsins ljós í hvert sinn. „Við ætlum að höfða sérstaklega til krakka núna í ár, og erum til dæmis með námskeið í breikdansi, auk námskeiða í söng, leik og dansi. Þá erum við líka með leikrit fyrir litlu krakkana,“ segir Sig- urður en bætir því þó við að auðvit- að sé margt í boði fyrir þá sem eldri eru. „Á daginn eru aðallega atriði fyrir krakka, en með kvöld- inu eru tónleikar og fleira fyrir þá sem eldri eru. Við erum til dæmis með tónleika með Herði Torfa, og svo big band-sveit frá Blönduósi. Svo ætla Kimi Records að vera með sumarhátíð, þar sem FM Bel- fast, Sudden Weather Change, Miri og Skakkamanage spila. Það verð- ur allt á föstudagskvöldið. Þá má einnig nefna ball með Skítamóral á laugardagskvöldið.“ Kreppan hefur áhrif Aðspurður segir Sigurður að há- tíðin hafi verið mjög vel sótt und- anfarin ár. „Þetta eru að mestu heimamenn, aðfluttir og vinir þeirra sem sækja hátíðina. Mark- mið hátíðarinnar er hins vegar ekki að gera hana að einhvers konar útihátíð, heldur þægilega og skemmtilega hátíð fyrir alla,“ segir Sigurður, en þess má geta að öll vinna í kringum hátíðina er unnin í sjálfboðavinnu og ókeypis er á alla viðburði hennar, utan tveggja balla og einna tónleika. Þrátt fyrir alla sjálfboðavinnuna segir Sigurður að kreppan hafi vissulega bitnað á skipulagn- ingunni. „Við höfum bara þurft að vinna enn meira í því en áður að kreista hvern einasta eyri út úr öll- um, jafnvel þótt maður sé bara að kaupa lakkrísrör. En sveitarfélagið styrkir okkur vel og kemur til móts við okkur á margvíslegan hátt. Við fáum til dæmis aðstoð frá unglinga- vinnunni við undirbúninginn,“ segir Sigurður. Fjör á Hvammstanga Fjölmargt er í boði á menningarhátíðinni Eldur í Húnaþingi Morgunblaðið/Eggert Rafmögnuð Hljómsveitin geysifjöruga FM Belfast kemur fram á Eldi í Húnaþingi annað kvöld. Ítarlega dagskrá hátíðarinnar má finna á eldur.hunathing.is. Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2750kr. 750kr . 750kr. 750kr. PUNGINN ÚT 750kr. Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com HHH „Hágæða mystería - pottþétt handrit - frábær mynd“ -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHHH „Þrælvelheppnuð yfirfærsla viðburðaríkrar og magnaðrar glæpasögu á hvíta tjaldið. Varla hægt að gera þetta betur ... áleitin og ögrandi spennumynd.” -Þ.Þ., DV HHH „...ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi ... brjáluð meðmæli.” -T.V., kvikmyndir.is FORSÝND Í KVÖLD! HHHH - V.J.V., FBL 750kr. BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON HHHH - V.J.V., FBL BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM... GAGNRÝNENDUR Á EINU MÁLI Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 8 - 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 9 FORSÝNING B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 LEYFÐ District 13 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.14 ára Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 B.i. 7 ára My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Angels and Demons kl. 10:15 B.i.14 ára Karlar sem hata konur kl. 8:30 FORSÝNING B.i. 16 ára Balls Out kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára The Hurt Locker kl. 8 - 10:35 B.i. 16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ghosts of girlfriends past kl. 6 B.i. 7 ára Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞETTA er eins og að lenda á tunglinu,“ sagði Ronny Stenberg, söngvari hljómsveitarinnar Bob Haley, nýkominn til lands elds og ísa í gær. Hann er þó ekki frá fjar- lægari slóðum en Noregi en segir löndin gjörólík við fyrstu sýn. „Landslagið er mjög ólíkt. Reykjavík er eins og smábær í Noregi, en okkur líst mjög vel á allt.“ Ástæða heimsóknarinnar er tón- leikahald sveitarinnar, sem leikur svokallaða alt-kántrýtónlist, sem liðsmenn segja að megi útskýra sem diskó-kántrýtónlist. „Við erum boðin í brúðkaup hér á laugardaginn kemur og ákváðum að gera úr því tónleikaferð um landið,“ segir Ronny, en hljóm- sveitin heldur þrenna tónleika hér á landi auk þess að leika fyrir dansi í áðurnefndu brúðkaupi. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í gærkvöldi á Café Rósenberg, en sveitin leikur einnig í kvöld í Skrúðgarðinum á Akranesi og á föstudagskvöldið á Góðum dögum í Grundarfirði. En hvers mega Íslendingar vænta á tónleikum Bob Haley? „Góðs stuðs, hlýrra tilfinninga og jákvæðrar orku,“ svarar söngv- arinn að bragði. Jákvæð orka á tunglinu Norska sveitin Bob Haley heldur tón- leika hér á landi og lofar jákvæðri orku Bob Haley Hljómsveitin heldur tónleika á Akranesi og í Grundarfirði. www.bobhaley.no

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.