Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 LÍKLEGA hefur titill þessarar greinar náð athygli þinni, annars værir þú ekki að lesa þetta. Fyrir þá sem ekki skildu er fyrirsögnin skrifuð á „leet“ og þýðir „Tungu- mál internets- ins“. Það hefur ver- ið haft á orði að netið sé áttunda heimsálfan. En hvað er netið? Er það land? Hefur það ríkistjórn? Eða tungumál? Hinn almenni netnotandi veit ekki að rétt undir yfirborðinu er annar heimur, netheimurinn, og íbúum þar fer sí- fellt fjölgandi. Allir tölvunotendur hafa komið þangað, flestir eiga er- indi þangað en fæstir gera sér grein fyrir því hversu viðamikill þessi heimur er orðinn. Hver einasta vefsíða er hýst í tölvu sem tilheyrir einhverju landi. Vissir einstaklingar sjá um að halda uppi lögum og reglum á netinu. En hvaða tungumál er talað þar? Jú, það er líka til staðar. Það tungumál er kallað LEET/1337 og það breið- ist hratt út meðal leikja- og spjallborðanotenda netsins. Talið er að upprunalega hafi þetta „tungumál“ verið búið til í þeim til- gangi að komast fram hjá orðasíum á netinu, en eins og flestir vita er hægt að sía í burtu t.d. klúr orð eða annað sem ekki þykir viðeigandi. Það hafa aðallega verið tölvu- leikjaspilarar sem hafa tekið upp þennan sérkennilega skrifhátt. Leet virkar þannig að stöfum er t.d. skipt út fyrir tölustafi, orð eru stytt all- mikið og einnig eru ýmis tákn og merki, sem hafa ákveðinn framburð og líkjast venjulegum bókstöfum, notuð í staðinn fyrir bókstafi. En eru einhver praktísk not fyrir leet? Jú, til að koma löngum skila- boðum frá sér á sem stystum tíma fóru leikjanotendur ómeðvitað að þróa „in-game“ leet. Fól þetta í sér styttingar á orðum og notkun tákna til að spara fingrasláttinn á lykla- borði. Flestir tölvunotendur þekkja t.d. að orð eins og „you“ (þú) eru stytt niður í eitt einfalt „u“, to/too (til/líka) eru skrifuð sem „2“. Á ensku væri leet-setningin „þú líka“ bara skrifuð sem „u2“, en þekkt hljómsveit heitir einmitt þessu nafni. Það eru einnig ótal frasar og stikkorð sem að leikjanördar nota sín á milli sem hljóma eins og mesta bull í eyrum almennings en hvaða nörd sem er myndi skilja þau og svara fyrir sig með meira „bulli“. Til er fólk sem getur lesið hinar flókn- ustu setningar leet-speak jafn auð- veldlega og sitt móðurmál, þótt það hafi það ekki fengið neina beina þjálfun í þessu nýja tungumáli. Því auðvitað má kalla þetta nýja mál „tungumál“, leet er ekki bara sam- ansafn af bulli og afbökuðum texta, í því gilda einnig málfræðireglur rétt eins og í okkar fögru íslensku. Hægt er að fræðast og læra þetta merkilega tungumál betur á netinu á síðum eins og t.d. wikipedia. (http://en.wikipedia.org/wiki/Leet) INGÞÓR HARALDSSON nemi. „7μn9μmᣠ1n73rn37$1n$“ Frá Ingþóri Haraldssyni: Ingþór Haraldsson Á JÓNSMESSUDAG birtist grein eftir mig í vefritinu Smugunni þar sem ég gagnrýndi frumvarp fjár- málaráðherra um Bankasýslu rík- isins fyrir að í því er gert ráð fyrir einkavæðingu bankanna. Grein- in birtist einnig heldur ítarlegri á bloggsíðunni http://ein- arolafsson.blog.is. Þar lauk henni á þessum orðum: „Ef einhverjir einkaaðilar hér á landi ráða yfir svo miklu fjármagni að þeir geti keypt bankana, þá má kannski spyrja: Væri ekki nær að gera þetta fjármagn hreinlega upp- tækt án þess að afhenda handhöfum þess bankana fyrir það, meðan hluti tekna venjulegs launafólks, öryrkja og ellilífeyrisþega er gerður upp- tækur með ýmis konar aðgerðum í skatta- og lífeyrismálum, verðhækk- unum, niðurskurði og frestun um- saminna kauphækkana, jafnvel kauplækkunum, án þess að nokkuð komi í staðinn annað en óljós von um að landið rísi einhvern tíma í framtíðinni? Væri ekki nær að gera fjármuni stóreignamannanna upp- tæka en láta almenning halda bönk- unum sem smáþóknun upp í fórnir hans?“ Í athugasemdum við blogggrein- ina var lýst efasemdum um þessa lokaklausu hennar. Ég fór því að skoða málið aðeins betur og setti inn þetta svar, sem mér finnst ástæða til að koma betur á fram- færi, bæði til umræðu um þann efnahagslega vanda sem við stönd- um frammi fyrir og handa fyr- irhuguðu stjórnlagaþingi að ræða: „Það er vissulega hægara sagt en gert að framkvæma þessa hug- mynd. Það má auðvitað spyrja hvar eigi að draga mörk ríkidæmisins, en svo er eignarétturinn líka varinn í stjórnarskrá, 72. gr.: „Eignarrétt- urinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ En ég er nú kannski frekar að benda á þetta misræmi í réttindum borgaranna: eignarrétt- urinn er varinn í stjórnarskránni, en mannsæmandi tekjur eru hvergi varðar, afkoman er ekki varin nema skv. gr. 76: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, ör- orku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þetta segir svo sem ekki meir en að tryggt skal að fólk geti skrimt. Þess vegna er mjög einfalt að ganga á kjör lífeyrisþega og lág- launafólks hvort sem almennings- þörf krefur eða ekki, en á eignir er ekki hægt að ganga, hversu miklar sem þær eru, nema almenningsþörf krefji og þá komi fullt verð fyrir.“ EINAR ÓLAFSSON, bókavörður og rithöfundur. Stjórnarskrá fyrir eignamenn eða öreiga? Frá Einari Ólafssyni Einar Ólafsson Í GREIN birtri í Morgunblaðinu 18. júlí 2009 færir Einar Stein- grímsson stærðfræ- ðiprófessor við Háskól- ann í Reykjavík sannfærandi rök fyrir því að hægt sé að byggja upp miklu betra háskólastarf en við eigum nú með því að ráða mikið af öflugu vísindafólki og búa því umhverfi sem það þrífst í. Jafnframt verður að fækka verkefnum og stækka þau sem eftir standa. Þetta er lykillinn að endurreisn margra efnahags- kerfa á undanfarinni öld, í Finnlandi, Bandaríkjunum, Japan og víðar. Ólíkt auðlindum náttúrunnar og fjármagnsins þá eykst þekkingin þegar henni er deilt og dreift. Virkjun og sköpun þekkingar lýt- ur einnig öðrum hefðum en stóriðja eða fjármagnsverkfræði. Verkefni eru valin af kostgæfni og einnig verkstjórar þeirra úr hópi jafnsettra þátttakenda og á grunni alþjóðlegs mats og þekkingar. Reynsla leiðandi þjóða sýnir að þannig má best ná ár- angri. Þetta kallar á miklu meiri skil- virkni í notkun á rannsóknafé og betri verkaskiptingu en nú tíðkast hérlendis. Stjórnendur íslenskra háskóla hafa sett sér háleit markmið um ár- angur í rannsóknum, m.a. með vel skilgreindum samningum við menntamálaráðuneytið. Hvers vegna gengur alltof hægt að ná raunhæfum markmiðum? Einfald- asta svarið er veik og ómarkviss stjórnun og óhentugt skipulag. Ef litið er til þess háskóla sem ég þekki best þá blasa þar við nokkur atriði sem vinna gegn settum markmiðum: Rannsóknastofnanir eru ekki nýttar sem skyldi. Þær eiga að vera með ákveðna festu enda hafa þær lyk- ilhlutverk í rannsókna- námi og annarri miðlun þekkingar. Engu að síður er farsælast að þær byggist að mestu á samkeppnisstyrkjum eins og aðrar rann- sóknir við háskóla. Til þess þurfa þær líka að hafa ákveðna stærð og sveigjanleika. Það stendur bæði upp á stjórnendur háskóla og stjórnvöld að breyta þessu til batn- aðar – í samvinnu við starfsmenn. Hæfni starfsmanna er ekki nýtt skynsamlega. Mikilvægt er að færir vísindamenn fái tækifæri og stuðn- ing til að verja nær öllum starfs- kröftum til vísindastarfs og þeir sem hafa meiri hæfni til kennslu en rann- sókna starfi í samræmi við það. Á nær óskiljanlegan hátt hefur há- skólaráð HÍ afnumið kennsluafslátt virkustu prófessoranna í rann- sóknum og látið vera að nýta fyr- irliggjandi ákvæði um aukningu kennsluskyldu þeirra sem litlu eða engu skila í rannsóknum. Nýir, kröftugir kennarar og vís- indamenn fá strax miklu meiri kennsluskyldu en viðgengst við öfl- uga rannsóknaháskóla og lítinn sem engan stuðning við að koma rann- sóknum af stað. Mikilvægt er að fær- ir vísindamenn fái nauðsynlegan stuðning til að sýna rannsóknagetu sína strax á fyrstu árum starfs. Úr þessu verður að bæta til að fá bestu vísindamennina til liðs við okkur. Lágt kaup skiptir minna máli. Í mörgum helstu greinum vísinda, t.d. í náttúruvísindum og heilbrigð- isvísindum, eru tæki, aðstaða og mannskapur alltof dreifð. Það bætir ekki úr að hafa fimm háskóla og fjöl- margar býsna sjálfala rann- sóknastofnanir. Íslenskir háskólar leggja nú mat á rannsóknastarf sitt með löngu úrelt- um kvarða svonefnds vinnumats. Þessi kvarði er í litlu samræmi við alþjóðlega kvarða. Þannig vega birt- ar alþjóðlega ritrýndar vís- indagreinar einungis 18% í þessu mati. Vísindanefnd háskólaráðs HÍ lagði fram tillögur að endurbættum kvarða árið 2006 en þær tillögur hafa enn ekki komið til framkvæmda. En það er líka ýmislegt til bóta, t.d. sérstök uppbygging öflugra rannsóknahópa og aukið gegnsæi í fjárveitingum til rannsókna og kennslu. Það er gott ef áhrif Íslendinga á menningu Vesturlanda eru meiri en fólksfjöldinn gefur tilefni til. Heldur viljum við vera veitendur en þiggj- endur. Við ættum að gera miklu bet- ur í háskóla- og vísindastarfi. Í trú- verðugum alþjóðlegum samantektum um áhrifamikla vís- indamenn er varla að finna nema einn Íslending: Sigurð Þórarinsson. Þeir ættu vel að geta orðið fleiri. Háskólar og vísindi – hryggj- arstykki í nútímasamfélagi Eftir Ólaf S. Andrésson » Veik og ómarkviss stjórnun og óhent- ugt skipulag hamla há- skóla- og vísindastarfi. Þetta kemur m.a. fram í atriðum sem vinna gegn settum markmiðum. Ólafur S. Andrésson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. SEÐLABANKINN gaf út skýrslu nýlega um getu ríkisins til að standa undir Icesave- samningnum. Nið- urstaða skýrslunnar var kynnt í fjölmiðlum með orðunum „Þjóð- arbúið verður fyllilega fært um að standa und- ir Icesave-samning- unum“ eða „Ríkið ræð- ur við Icesave“. Jafnframt mátti skilja á Seðlabankanum samkvæmt fréttunum að þetta væri bara spurn- ing um að hækka virðisaukaskattinn og einhver óvissa væri um forsendur. Engin fjölmiðill horfði gagnrýnt á þær forsendur sem var að finna í skýrslunni. Guð hafði talað. Hefði Seðlabankinn getað gefið út þá niðurstöðu að ríkið muni eiga erf- itt með að standa við skuldbindingar sínar? Seðlabankar þurfa að tala var- lega um bankakerfið, svört skýrsla um dómsdag bankakerfis getur sjálf verið orsakavaldurinn fyrir hruni. Svört skýrsla um efnahag lands get- ur haft áhrif á stöðu gjaldmiðilsins. Af þessari ástæðu er mikilvægt að skýrslan sé gangsæ þannig að auð- velt sé að greina skýrsluna. En helsta gagnrýni mín á skýrslu Seðla- bankans er ógagnsæi. Lítið sem ekk- ert er farið í helstu lykilforsendur en nóg er af samanburði við landsfram- leiðslu og næmisgreiningum. Af þessum sökum er einnig erfitt að gagnrýna forsendur stofnunarinnar. Mikilvægt er að allar forsendur séu vel rökstuddar þannig að lesandi geti myndað sér eigin skoðun á stöðunni því rétt eins og Seðlabankinn bendir á er mikil óvissa um nær allar lyk- ilforsendur. Íslandsmet í út- flutningsjöfnuði Stofnunin gerir ráð fyrir 130-220 millj- örðum í jöfnuð. Aldrei í sögu lýðveldisins hef- ur jöfnuðurinn verið nálægt því sem búist er við að hann verði í skýrslu Seðlabankans. Hversu viss er stofn- unin á þessari tölu? Hér vantar allar upp- lýsingar um það hvernig Seðlabankinn nálgast þess- ar tölur. Hvað þarf almenningur að skera mikið niður til að ná þessum jöfnuði? Það er óásættanlegt að full- yrða að „þjóðarbúið sé fyllilega fært um að standa undir Icesave“ án þess að útskýra hvað lífskjörin munu versna mikið. Óvissa um meginforsendur Endurheimtuhlutfall Landsbank- ans er óþekkt stærð. Hverjir verða vextir á lánum sem þarf að endur- fjármagna á næstu árum? Töluvert af skuldum orkufyrirtækja koma til greiðslu innan fáeinna ára. Hefur efnahagsástand heimsins náð botn- inum eða erum við stödd í „sucker‘s rally“? Excel getur ekki reiknað allt, hvaða áhrif mun lífskjaraskerðingin hafa á Íslendinga? Hvað gera t.d. læknar þegar þeim bjóðast há- launastörf í öðrum löndum? Það er óvissa í því hvað gerist þegar lífskjör Íslendinga skerðast, eitthvað sem módelin geta ekki reiknað. Röng áhersla á verga landsframleiðslu Í skýrslunni er skuldastaðan margoft borin saman við verga landsframleiðslu (VLF) sem á að lýsa betur stærð skuldarinnar. Þeg- ar skuldir margra landa eru bornar saman er VLF oft notuð, það gefur ágætis mynd af stöðunni og er fljót- leg og auðskilin greining. Hins vegar þegar um er að ræða nákvæma greiningu á risavaxinni skuld Ís- lands er augljóslega rangt að bera hana saman við VLF. Við greiðum ekki skuldina með VLF, ef við vær- um að bjóða Bretum að koma til landsins í klippingu og permanent þá er hægt að skilja samanburðinn. En við greiðum þessa skuld með út- flutningi. Því skal bera Icesave- skuldina saman við útflutnings- og þjónustujöfnuð. Seðlabankinn gerir ráð fyrir 135 milljörðum í jöfnuð árið 2017, fjármálaráðuneytið áætlar greiðslu vegna Icesave verði 60-70 milljarðar, það er um 50% af útflutn- ingsjöfnuði. Það er hátt hlutfall, en allar þessar tölur eru á reiki. Hvernig er hægt að fullyrða að þjóðin „sé fyllilega fær um að standa við skuldbindingar vegna Icesave“ þegar allar megin forsendur eru háðar mikilli óvissu? Það er ekki hægt, því tel ég að Seðlabankinn hafi rangt fyrir sér. Að lokum, hvað gerðist dagana fyrir 6. júlí þegar óskað var eftir þessari skýrslu Seðlabankans? Af hverju var ekki löngu búið að gera eitthvað þessu líkt? Excel-æfingar Seðlabankans Eftir Örvar Guðna Arnarson » ...það er óásætt- anlegt að fullyrða að „Þjóðarbúið sé fyllilega fært um að standa undir Icesave“ án þess að út- skýra hvað lífskjörin munu versna mikið. Örvar Guðni Arnarson Höfundur er viðskiptafræðingur. , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.