Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ÍSLAND er ekkert eyland í hagkerfi heimsins. Við þetta urðu Íslendingar mjög vel varir þegar heims- kreppan skall á og bankarnir féllu eins og spilaborg. Samhengið er sáraeinfalt. Við flytjum nánast allt inn og lifum af útflutningi. Ef helstu við- skiptalöndum okkar vegnar illa get- ur okkur ekki vegnað vel á sama tíma. Hagvaxtarspá seðlabankans Samkvæmt seðlabankanum, spánni er birtist í umsögn seðla- bankans um Icesave-samkomulagið, er þjóðarframleiðsla í ár, 2009, talin verða 1.427 milljarðar króna. En ár- ið 2018 á hún að verða orðin 2.289 milljarðar króna. Í krónum talið er það hækkun um 62%, þ.e. 7% á ári. Þetta finnst mér vera alveg sérlega mikil bjartsýni, í kjölfar mesta hag- kerfisáfalls sem Ísland hefur senni- lega orðið fyrir. En einnig þegar haft er í huga að nú er heimskreppa og önnur hagkerfi eru einnig í vanda. Hvernig líður Evrópu á meðan? Samkvæmt 1. ársfjórðungsspá framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins: http:// ec.europa.eu/ economy_finance/ publications/pu- blication15487_en.pdf - mun hagkerfi evru- svæðisins skreppa saman um 4% á þessu ári. En þ.s. verra er er að hagdeild fram- kvæmdastjórnarinnar telur að geta hagkerfis evrusvæðisins til hag- vaxtar muni skaðast um helming; þ.e. úr 1,8% árið 2007 niður í 0,7% ár- ið 2010. Ástæðan sé fjölgun var- anlega atvinnulausra úr 8,7% í 10,7%, yfir sama tímabil, og minnk- un skilvirkni fjármagns til hag- vaxtar úr 8,7% í 10,2% yfir sama tímabil. Síðasti liðurinn þýðir að það kostar árið 2010 10,2% af heildar- fjármagni hagkerfisins að auka meðalhagvöxt um 1%. Skilvirkni fjárfestinga minnkar á sama tíma og skilvirkni heildarvinnuafls minnkar einnig. Þetta telja þeir að muni taka evrusvæðið nokkur ár, að aflokinni kreppunni sjálfri, að vinna úr og ná til baka. Sem sagt kreppunni muni fylgja nokkur mögur ár með sköð- uðum hagvexti en eftir tapaðan ára- tug rétti hagkerfi Evrópu við á ný og nái svipuðum meðalhagvexti og fyrir kreppu. Þeir koma þó með þau varnaðarorð þótt þeir telji þessa út- komu líklegasta, að „Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down.“ Ég tel að framkvæmdastjórn- intaki sig það alvarlega að slík varn- aðarorð komi þeir ekki með að ófyr- irsynju. Þeir telja þá útkomu ekki ólíklega þó að hin útkoman sé að þeirra mati líklegri. Hvað um Ísland? Það verður að segjast, í ljósi þess hve efnahagshorfur eru svakalega neikvæðar fyrir Evrópu, að erfitt sé að sjá að nokkrar umtalsverðar lík- ur séu til þess að hagspá seðlabank- ans um hagvöxt muni rætast. Hafið í huga að Evrópa tekur við milli 60 og 70% af okkar utanrík- isviðskiptum. Augljósa ályktunin af því er sú að framvinda efnahags- mála í Evrópu leiki að svipuðu marki hlutverk hvað okkar efna- hagsframvindu varðar. Með öðrum orðum það geti einfaldlega ekki ver- ið að Ísland hafi hagvöxt svo langt, langt yfir því sem reyndin sé í Evr- ópu. Sannarlega má vera að hagvöxtur verði eitthvað meiri hér en einhver takmörk eru fyrir hvað munurinn þar á milli getur verið mikill. Enda eftir allt saman getur léleg efna- hagsframvinda í Evrópu ekki annað en skilað sér í lægra verði fyrir út- flutningsvörur, þ.e. minni útflutn- ingstekjum og um leið minni hag- vexti. Það eru að sjálfsögðu mjög slæm tíðindi fyrir þær áætlanir sem seðlabankinn miðar við um að standa undir skuldum. En fyrir þeim þarf útflutningstekjur. Afleiðing minni hagvaxtar Samkvæmt upplýsingum seðla- bankans eru heildar erlendar skuld- ir ríkisins um 2.832 milljarðar, eða 1,98 sinnum verg þjóðarframleiðsla (VÞF). Á móti komi eignir upp á 1.625 milljarða. En ég er á móti því að tala um er- lendar eignir lífeyrissjóða með þeim hætti að þær geti komið upp á móti skuldum ríkisins og hins opinbera. Eftir allt saman getur ríkið ekki selt þær eignir bótalaust en eignir lífeyrissjóða eru stjórnarskrárvarð- ar eignir lífeyrisþega, þar með tald- ir vextir af þeim eignum. Ég vil ein- ungis telja upp eignir sem raunverulega er hægt að láta renna upp í móti skuldum. Ef eignir lífeyrissjóða eru und- anskildar verða heildareignir á móti 1.130 milljarðar sem gera nettó- skuld upp á 1.702 milljarða eða 1,19 VLF. Icesave er innifalið í þessum reikningi. Ef ég notast við útreikning Gylfa Magnússonar, frá Morgunblaðs- grein hans, dagsettri 1. júlí 2009, þ.s. hann segir 415 milljarða jafn- gilda greiðslubyrði upp á 4,1% af- heildargjaldeyristekjum, miðað við aukningu gjaldeyristekna um 4,4% á ári en 6,9% ef aukning gjaldeyr- istekna verði engin; þá verða sömu tölur fyrir 1.702 milljarða, góð spá 16,81% af heildargjaldeyristekjum og vond spá 28,29% af heildargjald- eyristekjum. Þetta felur í sér þörf fyrir gjaldeyrisafgang upp á 16,81% eða 28,29% – eða eitthvað þar á milli. Ykkur til upplýsingar er þetta meiri afgangur en Ísland hefur nokkru sinni haft á lýðveldistím- anum þótt miðað sé við lægri töl- una. Niðurstaða Viðmið seðlabankans og ríkisins um framtíðarhagvöxt eru óraunhæf og enginn veit enn hvernig á að fara að því að framkalla nægan afgang af gjaldeyristekjum til að standa undir hinni erlendu skuldabyrði. Sjá: http://einarbb.blog.is/blog/ einarbb/entry/917054 Kraftaverk þarf til að spár ríkis og seðlabanka um hagvöxt gangi eftir Eftir Einar Björn Bjarnason » Spá Seðlabanka Ís- lands um hagvöxt næstu misserin er alltof bjartsýnisleg í ljósi mjög slæmra horfa um hagvöxt í Evrópu yfir sama tímabil. Einar Björn Bjarnason Höfundur er stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur. MYNDLIST og fatahönnun eru hvort- tveggja skapandi greinar. List og list- iðnaður. Hönnun og list eiga á yfirborðinu sitthvað sameiginlegt – en eru í grundvall- aratriðum gjörólíkar greinar. Síðustu daga og e.t.v. vikur hafa and- stæðingar þess að listamenn standi vörð um starfsvettvang sinn og list- grein verið háværir. Listfengur fata- hönnuður er útnefndur borg- arlistamaður og allt fer í bál og brand. Og umræðurnar hafa verið allt í senn, málefnalegar, tilvilj- unarkenndar, leitandi, rætnar, lág- kúrulegar og persónulegar. Lítið hefur verið um skilgreiningar, mál- efnið þarfnast greinilega meiri um- ræðu. Undanfarna áratugi hefur farið fram heilmikil tilraunastarfsemi þar sem „hinar skapandi greinar“ hafa ruglað saman reytum auk þess sem listgreinar hafa kallað til samstarfs (eða öfugt) hina ýmsu sérfræðinga og fræðimenn úr ólíkum greinum. Margir vilja halda því fram að þreif- ingar sem þessar verði vegna þess að of mikil sérhæfing leiði af sér ein- angrun og viðvarandi einangrun leiði af sér e.k. stöðnun. Þar af leið- andi hafi hinar ólíku greinar nú rugl- að saman reytum um stund og muni svo vaxa aftur hver í sína átt, en þó örlítið breyttar, í sumum tilfellum stökkbreyttar. Það er oft talað um að eðli lista sé að snúast gegn viðteknum straum- um, þreifa sig eftir einstigum og taka margvíslega áhættu. Oftast með innri þörf að leið- arljósi. Margir telja að þannig verði listaverkin til. Það hefur líka verið sagt að eðli fatahönn- unar sé aftur á móti að höfða til smekks, móta tísku, þjóna markaði og skapa söluvöru. Listamaðurinn getur eflaust hannað föt líka og fatahönnuðurinn skapað nýstárleg verk sem ekki eru ætluð fatamarkaði. Þetta nægir hins vegar ekki til að skella sama faghattinum á báða þessa skapandi hópa. Grundvallareðli hönnunar sem er uppfull af málamiðlunum og eðli list- arinnar sem getur ekki leyft sér neinar málamiðlanir er eins ólíkt og hugsast getur. Ef veðurfræðingur vinnur afrek dettur engum í hug að heiðra hann/ hana sem stjörnufræðing eða geim- fara. Hvað veldur þá því að við þurf- um endilega að heiðra hönnuð sem listamann? Berum við svo litla virð- ingu fyrir hönnun að það verði að veita viðkomandi listamannatitil til að heiðurinn öðlist gildi? Hver skyldi vera hin raunverulega ástæða? Hvenær heiðrar maður mann og hvenær heiðrar maður ekki mann? Eftir Elísabetu Gunnarsdóttur Elísabet Gunnarsdóttir » Grundvallareðli hönnunar sem er uppfull af málamiðl- unum og eðli listarinnar sem getur ekki leyft sér neinar málamiðlanir er ekki það sama. Höfundur er arkitekt og for- stöðumaður listamiðstöðvar Shore- fast Foundation í Kanada. VIÐ erum lögð af stað eftir hraðbraut- inni til Brussel í boði Samfylkingar og Vinstri grænna. Til- gangurinn, að sögn, er sá að komast að því hvað í boði sé. Fyrstu vísbendingarnar um trakteringarnar sem bíða okkar hafa komið í ljós; hótanir og afar- kostir Hollendinga. Fengin reynsla kennir okkur að Bretar eru örugg- lega skammt undan. Aðdragandi samningsumleitanna er ákaflega sérstakur. Þetta var nokkurs konar tilraun til þess að bræða saman ósamrýmanleg sjón- armið VG og Samfylkingar, sem lyktaði með því að fyrrnefndi flokk- urinn féllst á skilyrði hins síðar- nefnda. Og nú hefur umsóknin verið send, með kærri kveðju og alúðar- þökkum, frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Össuri Skarphéðinssyni. Þegar gengið verður á fund ESB fylgir væntanlega með í farteskinu nefndarálit meirihluta utanríkis- málanefndar Alþingis. Þar er tekin saman greinargerð um meginhags- muni okkar í væntanlegum samn- ingaviðræðum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á að þetta er greinar- gerð og umfjöllun um meginmark- mið. Ekki samningsskilyrði eða neitt í þá veruna. Nýtt ESB? Það vekur hins vegar athygli hvernig þessi mál eru sett fram. Í sem skemmstu máli má segja að ró- ið sé fyrir flestar eða allar víkur (svo alþekkt orðalag utanrík- isráðherrans við ýmis tilefni sé við- haft). Meirihlutaálitið er þannig úr garði gert að þess er freistað að nefna til sögunnar flest þau mál, sem tilgreind hafa verið á und- anförnum misserum sem mögulegir ásteytingasteinar þegar kemur að viðræðum okkar við ESB. Allt ber þetta vitni mikilli ósk- hyggju, sem stjórnast bersýnilega af því að plaggið er tilraun til þess að berja saman full- trúa gjörólíkra sjón- armiða. Þ.e. andstæð- inga ESB-aðildar og fylgismenn hennar. Fyrir vikið verður þessi listi meginmark- miða einhvers konar lýsing á veruleika sem er algjörlega óskyldur því Evrópusambandi sem helst hefur verið rætt um. Hættan hlýt- ur því að vera sú þegar forráðamenn ESB fara að grennslast fyrir um forsendur umsóknar Íslands, að þeir komist að raun um að umsóknin hafi verið stíl- uð á rangt heimilisfang. Það ESB sem um er rætt af forráðamönnum málsins hér á landi sé enn ófundið og umsóknin verði því að bíða betri tíma. Sjávarútvegur og landbúnaður Þetta sjáum við til dæmis af um- fjöllun um sjávarútvegs- og land- búnaðarmálin í áliti meirihluta utan- ríkismálanefndar Alþingis. Ekki vantar, að reynt er að halda mörg- um hagsmunamálum okkar til haga. En hitt er alveg ljóst, að eins og málin eru sett fram, markast mála- tilbúnaðurinn af mikilli óskhyggju; jafnvel draumórum. Hverjum dettur til dæmis í hug að breytingar á fiskveiðistjórn hér á landi verði að undirlagi íslenskra stjórnvalda innan ESB, eins og nefndarálitið nefnir? Eða að forræði þjóðarinnar yfir sjávarauðlindinni verði tryggt? Og sjá menn ekki draumórana sem ofnir eru saman við óskina um að íslenska efnahags- lögsagan verði sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði? Og hvað þá að við förum áfram með samnings- forræði varðandi deilistofnana, svo ekki sé talað um þá fullyrðingu að ekki verði veitt svigrúm fyrir er- lendar útgerðir til fjárfestingar í út- gerð hér á landi? Varðandi hið síð- astnefnda má þó hrósa því, að þar er að hluta til dregið í land, í nefnd- aráliti meirihlutans. Svipaða sögu má segja um land- búnaðinn. Þar eru álíka sjónarmið uppi. Haldið til haga helstu áhyggjuefnunum varðandi íslenskan landbúnað inni í ESB. Blasir þó við að óhugsandi er annað en að tollar falli niður við gildistöku ESB- aðildar okkar sem landbúnaðurinn myndi ekki ráða við að óbreyttu. Sama er síðan að segja um tillögur um að við gætum leitað skjóls í ákvæðum Rómarsáttmála um stöðu afskekktra héraða og eyja. Þar er þó skjótlega dregið í land, enda textahöfundum væntanlega ljóst að þarna séu menn á hálum ís í rök- fræðinni. Stílað á rangt heimilisfang? Þeim sem settu vangaveltur sínar um meginhagsmuni og helstu mark- mið á blað er auðvitað vorkunn, í ljósi þeirrar pólitísku stöðu sem ESB-málið er í innan ríkisstjórn- arsamstarfs Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Fyrir vikið gat niður- staðan varla orðið önnur en að nefna af mikilli hirðusemi flest þau álitamál sem borið hafa á góma í Evrópuumræðunni. En afleiðingin er óljósara upplegg og fjær þeim veruleika sem aðild að ESB er í rauninni. Því læðist sá illi grunur að manni að líklega sé umsóknarbeiðni þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar ranglega stíluð á forystumenn þess Evrópusambands sem hefur höfuðstöðvar fram- kvæmdastjórnar sinnar í stórbygg- ingunni Berlaymont við Lagagötu í Brussel. Umsóknin hefur sannar- lega farið af stað, en í ljósi þeirra forsendna sem hún byggist á, hlýtur það að vera ætlunin að sækja um eitthvað allt annað Evrópusamband. Já, en hvaða ESB? Eftir Einar K. Guð- finnsson » Allt ber þetta vitni mikilli óskhyggju, sem stjórnast bersýni- lega af því að plaggið er tilraun til þess að berja saman fulltrúa gjör- ólíkra sjónarmiða. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.