Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ÞAÐ er grundvall- arsiðferði í viðskiptum að gera ekki samning við annan aðila nema að telja mjög góðar lík- ur á að hægt verði að efna samninginn. Þing- menn þurfa nú að ákveða hvort þeir geta staðfest samningsdrög þau sem liggja fyrir þinginu um lausn á Icesave-deilunni. Þetta eru samn- ingsdrög, því það eru atriði í þessum samningi af því tagi að hann öðlast ekki gildi fyrr en Alþingi hefur sam- þykkt hann. Það er því ekki verið að vanefna nein loforð hafni Alþingi þessum drögum og óski eftir því að samningaviðræðum verði haldið áfram til þess að finna lausn sem all- ir málsaðilar geta sætt sig við og sem góðar líkur eru á að hægt verði að efna. Efnahagslíf þjóðarinnar er í veru- legri hættu á komandi áratugum og þar með velferðarkerfið, mennta- stofnanir og menningarlíf staðfesti Alþingi drögin í núver- andi formi. Það væri líka siðferðislega rangt því það eru verulegar líkur á því að lýðveldið vanefni samninginn síðar á samningstím- anum verði honum ekki breytt, m.a. vegna þess hve íþyngjandi hann er fyrir þjóðarbúið. Icesave-samning- urinn er lausn á póli- tísku vandamáli vegna óljósra ákvæða í evr- ópsku regluverki. Lýðveldið Ísland féllst á að ganga til samninga þar sem þjóðin myndi taka á sig veru- legar fjárhagslegar skuldbindingar til þess að leysa þetta pólitíska vandamál. Það verður að teljast afar ólíklegt að nokkurt annað evrópskt ríki hefði samþykkt jafn miklar skuldbindingar á hvern íbúa. Á móti var það stefna ESB-ríkjanna að tek- ið yrði tillit til efnahagsaðstæðna á Íslandi við lausn málsins. Það er þetta tillit til efnahagsaðstæðna á Íslandi sem er ekki að finna í núver- andi samningsdrögum. Til þess að samningurinn verði ásættanlegur þarf að: a) tryggja að Ísland taki ekki á sig meiri fjárhagslegar skuldbindingar en kveðið er á um í tilskipun ESB um lágmarkstryggingu innstæðna: b) setja inn í hann skýr ákvæði, sem setja hámark á árlegar greiðslur vaxta og afborganna mið- að við tekjur Íslendinga af útflutn- ingi á vörum og þjónustu á ári hverju; c) fá inn í hann ákvæði um að ef settur verður á fót sam-evrópskur tryggingasjóður innstæðna, þá fái Ísland framlag úr honum til þess að draga úr kostnaði við uppgjör Ice- save; d) breyta vaxtakjörum samnings- ins þannig að þau miðist við fjár- mögnunarkostnað ríkissjóða Bret- lands og Hollands, en ríkissjóðir þessara landa séu ekki að hagnast á þessari pólitísku lausn á kostnað ís- lenskra borgara næstu 15 árin. Hvað síðast nefnda atriðið varðar, þá er það með öllu óásættanlegt að Bretar og Hollendingar hagnist á ís- lenskum skattborgurum með þess- um samningum. Það er ekki í anda þeirra viðmiða sem ESB setti fram að Íslendingar greiði breska og hol- lenska ríkissjóðunum annað en þann beina fjármagnskostnað sem þeir verða fyrir með því að leggja út fyrir skuldbindingu íslenska inn- stæðutryggingasjóðsins. M.v. nú- verandi ávöxtunarkröfu breskra og hollenskra ríkisskuldabréfa til 10 ára er hagnaðarálagið um 1,7% á lán í sterlingspundum og rúmlega 2% á lán í evrum. Með öðrum orðum m.v. 700 milljarða króna höfuðstól þá mun hvert mannsbarn á Íslandi greiða á bilinu 250-300 þúsund krón- ur á næstu 7 árum í vaxtaálag til rík- issjóða Bretlands og Hollands verði núverandi samningsdrög samþykkt – þá eru menn ekki byrjaðir að borga vaxtakostnaðinn sjálfan eða inn á höfuðstólinn. Hið heiðarlega er að íslensk stjórnvöld geri mótaðilum Íslands í þessum samningum grein fyrir því að ekki verði hægt að staðfesta samninginn óbreyttan. Til þess að hægt verði að staðfesta hann þurfi að gera viðeigandi breytingar á efni hans. Það er einnig mikilvægt að þessi sjónarmið séu skýrð út fyrir embættismönnum og fulltrúum helstu stjórnmálaflokka í Bretlandi og Hollandi. Það er líka mikilvægt að sjónarmið Íslendinga komist skýrt til skila til stjórnmálaleiðtoga í Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Utanrík- isþjónustan, ráðherrar og þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu þurfa að sameina krafta sína og nýta sér tengsl sín við stjórnmálamenn í þessum löndum, helst með beinum heimsóknum til þeirra. Einnig þarf að skýra afstöðu okkar vel út fyrir ESB, AGS og lánshæfismatsfyr- irtækjunum. Við höfum góðan mál- stað að verja og eigum að gera það á skipulegan og yfirvegaðan hátt. Afgreiðsla Icesave-samningsins er mun stærra mál en afstaða manna til tiltekinna stjórn- málaflokka eða til ríkisstjórn- arinnar. Menn verða að ná saman þvert á alla flokka um að ná fram viðunandi breytingum á samn- ingnum. Óbreyttur er þessi samn- ingur mesta ógn við fullveldi Íslands frá því að lýðveldi var stofnað. Samningurinn varðar framtíð barnanna okkar í þessu landi. Það er siðferðislega rangt að staðfesta Icesave-drögin Eftir Erlend Magnússon »… það með öllu óá- sættanlegt að Bret- ar og Hollendingar hagnist á íslenskum skattborgurum með þessum samningum. Erlendur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri. Í stöðugleikasátt- málanum er ekki minnst einu orði á ferðaþjónustuna. Samt er það sú at- vinnugrein sem getur aflað mestu gjaldeyr- isteknanna og skapað flest störfin með minnsta tilkostn- aðinum á skemmsta tímanum. Þeim mun meira er talað um fjármögnun líf- eyrissjóða á stórframkvæmdum í þessum sáttmála ríkisvaldsins og ýmissa samtaka. Ofuráhersla á stórframkvæmdir sýnir klassíska þröngsýni á atvinnulífið. Það er eins og stjórnvöldum og forsvars- mönnum atvinnulífsins detti aldrei annað í hug en veðsetning stein- steypu til að skapa atvinnu. Samt er þetta sama fólk alltaf að tala um að fá auknar gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum. En ferðamenn vaxa ekki á trján- um. Þá þarf að sækja, ekkert síður en fiskinn í sjónum. Leiðin til þess er markaðsstarf erlendis. Und- arlegt er að ríkisvaldið skuli ekki minnast einu orði á að auka land- kynningu til að ná í þessar bráð- nauðsynlegu gjaldeyristekjur. Þvert á móti hefur ríkisvaldið rætt um að skerða þær litlu fjárveit- ingar sem fara í landkynningu – og leggja þar að auki nýjan skatt á alla ferðamenn sem koma til landsins. Ferðaþjónustan getur sinnt mun fleiri erlendum ferðamönnum en koma hingað til lands. Innviðirnir eru fyrir hendi, starfsfólkið er fyr- ir hendi, getan er fyrir hendi. Það eina sem þarf að gera er að „sækja“ ferðamennina. Um allan heim hefur fólk dregið úr ferðalög- um. Slagurinn um hylli þess hefur því harðnað og önnur lönd beita sér af hörku í sínu markaðsstarfi. Við hverfum í skuggann. Áhugi ríkisins á komum erlendra ferða- manna virðist harla lítill. Búið er að leggja niður markaðsskrifstofur Ferðamálastofu erlendis í sparnað- arskyni. Sendiráð Ís- lands eiga að taka við þessu starfi, en geng- ur hægt að ná tökum á starfinu. Þessu má líkja við að slátra mjólkurkúnni og byrja síðan að ala kálfinn. Eins og oftast áður er það ferðaþjónustan sjálf sem ber hitann og þungann af kostn- aðinum við markaðs- starfið erlendis, með Icelandair og Iceland Express í broddi fylk- ingar. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög margir aðrir njóta góðs af erlendum ferðamönnum, ekki síst ríkið. Ekki er nema sjálf- sagt að það leggi hönd á plóginn til að fjölga komum ferðamanna hingað til lands. Slík samvinna skilar árangri. Árið 2008 voru gjaldeyristekjur af hverjum erlendum ferðamanni um 220 þús. kr. Sama ár voru gjaldeyristekjur af hverju tonni af útfluttum fiski um 260 þús. kr. „Stofnstærð“ erlendra ferðamanna er þúsund sinnum meiri en fisk- urinn í sjónum og það er enginn kvóti á þeim. En það þarf að sækja á þessi „mið“ með mjög öfl- ugu markaðsstarfi. Umfram allt er mikilvægt að stjórnmálamenn átti sig á því að það er ekkert síður ábatasamt að fjárfesta í fólki en steypu. Í leiðinni má afstýra yf- irvofandi atvinnumissi fjölda starfsmanna í ferðaþjónustu næsta haust. Það er sú staðreynd sem blasir við vegna þess hvað mark- aðsstarfið er farið að hökta illa. Vonbrigði með stöðugleika- sáttmálann Eftir Þóri Garðarsson Þórir Garðarsson »Ríkisvaldið hefur rætt um að skerða þær litlu fjárveitingar sem fara í landkynningu og fara að skattleggja ferðamenn. Höfundur er sölu- og markaðstjóri Iceland Excursions Allrahanda. EF ÉG byggi á Sel- fossi þætti mér tvö- földun Suðurlands- vegar eflaust mikilvægustu sam- göngubætur sem hægt væri að ráðast í, en á Akranesi væru þær vafalaust tvöföldun Vesturlandsvegar og afkastameiri Hval- fjarðargöng. Í Nes- kaupstað væru ný göng til Eski- fjarðar eða Seyðisfjarðar mér líklega hugleiknust en í Djúpavogi heilsársvegur um Öxi og þannig mætti lengi telja. Blaðamenn lands- ins eru flestir búsettir á höfuð- borgarsvæðinu og þeim virðist mörgum sem öll hagkvæmnis-, ör- yggis- og sanngirnissjónarmið hnígi að því að tvöföldun helstu þjóðvega út úr borginni sé langbrýnasta verkefnið í samgöngumálum þjóð- arinnar og slá þurfi öllum öðrum framkvæmdum á frest þar til þeim er lokið. Viðfangsefni í samgöngu- málum á Íslandi eru hins vegar mörg og brýn og forgangsröðun þeirra er langt því frá að vera ein- falt mál. Umferðarþunginn á suðvestur- horni landsins er mikill og ráðast þarf í framkvæmdir á borð við Sundabraut og afkastameiri um- ferðaræðar til og frá höfuðborg- arsvæðinu. Jafnframt eru helstu vegir á landsbyggðinni víða mjög lélegir, fjallaskörð varasöm og brýr einbreiðar. Þá búa einstakir byggðakjarnar við afar erfiða ein- angrun frá næstu nágrönnum sín- um og nálægum þjónustukjörnum. Víða hefur því lengi verið beðið eft- ir úrbótum í vegamálum og margir binda miklar vonir við sameiginlegt átak ríkis og fjársterkra aðila á borð við lífeyrissjóði landsmanna um atvinnuskapandi vegafram- kvæmdir um allt land á næstu misserum. Hættur leynast víða á þjóðvegum landsins og stafar öllum vegfar- endum þannig til dæmis bráð lífs- hætta af ökuníðingum sem böðlast fram úr á öfugum vegarhelmingi á móti þungri umferð, á blindhæðum og í blindbeygjum, jafnt í rigningu, myrkri sem hálku. Engin leið virðist önn- ur til að verjast þeim en tvöföldun þjóðvega og hljóta umferðar- þyngstu kaflarnir að njóta þar forgangs. Einnig stafar fólki víða mikil hætta af sund- urgröfnum, signum og allt of mjóum vegum þar sem örfáir senti- metrar skilja milli lífs og dauða þegar fjöl- skyldubílar og flutn- ingabílar mætast á miklum hraða. Þá er sums staðar á þjóðvegunum veruleg hætta á grjóthruni og snjó- flóðum sem feykt geta foreldrum, frænkum og framhaldsskólanemum á haf út þegar minnst varir. Flest verða umferðarslysin á umferðar- þyngstu vegunum en oft er lífs- hættan mest á þeim fáfarnari. Lífs- hætta í umferðinni er þó ekki eina réttlæting vegaframkvæmda. Síð- ustu öldina hefur opinber stefna í uppbyggingu landsins miðað að því að byggja Reykjavík upp sem þungamiðju opinberrar stjórnsýslu, menntunar, verslunar, heilbrigðis- þjónustu og menningar fyrir alla landsmenn en styrkja jafnframt smærri miðstöðvar í einstökum landshlutum. Þrátt fyrir þá umtals- verðu byggðaröskun sem af þessari þéttbýlisstefnu hefur leitt eru flest- ir sammála um að þetta sé skyn- samlegri ráðstöfun en að dreifa allri opinberri þjónustu jafnt og þunnt milli stórra og smárra byggðakjarna landsins. Íbúar margra byggðarlaga greiða því skatta sína til uppbyggingar fjöl- breyttrar heilbrigðisþjónustu, menntunar, verslunar og menning- ar sem þeir þurfa síðan að sækja langan veg um þjóðvegi landsins. Hærri framlög til vegamála koma þannig á móti mun lægri fram- lögum til opinberrar þjónustu utan Reykjavíkur og annarra þjón- ustukjarna. Fjöldi þeirra sem sam- göngubæturnar nýtast er ekki eini mælikvarðinn á sanngjarna for- gangsröðun. Þannig eru foreldrar og börn á Kjalarnesi til dæmis afar lítill hluti þjóðarinnar en hagsmunir þeirra af undirgöngum undir Vest- urlandsveginn afar brýnir. Að sama skapi eru íbúar Norðurlands austan Vaðlaheiðar minnihluti þjóðarinnar en þeir hafa mikla hagsmuni af fyr- irhuguðum göngum undir Vaðla- heiðina og öruggum samgöngum allan ársins hring til Akureyrar þar sem börn þeirra fæðast, áætl- unarflug þeirra lendir, háskólanem- ar útskrifast og innkaupakerrur fyllast í lágverðsverslunum. Þetta eru nokkrar ástæður þess að heimamenn hafa sjálfir lagt í mik- inn kostnað við að láta vinna alla rannsóknar- og undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra Vaðlaheið- arganga og framkvæmdir við þessi veggjaldsgöng geta nú hafist. Sann- gjörn forgangsröðun í samgöngu- málum byggist á því að við setjum okkur hvert í annars spor. Landsbyggðarfólk sem er búið að skila börnum á barnaheimili og mætt til vinnu tíu mínútum eftir að eldhúsdyrnar lokuðust verður að geta sett sig í spor Sunnlendinga og Vestlendinga sem aka lands- hluta á milli til vinnu og íbúa höf- uðborgarsvæðisins sem sitja á hverjum degi tiltölulega öruggir en pikkfastir í seigfljótandi umferð- artöfum borgarinnar. Á hinn bóg- inn þurfa Reykvíkingar einnig að ímynda sér augnablik að Landspít- alinn, Háskóli Íslands og Þjóðleik- húsið séu ásamt Bónus og öllum bíóum og bókaverslunum borg- arinnar staðsett handan við fjall á borð við Esjuna og oft sé illfært eða jafnvel ófært um fjallaskarðið að vetrarlagi. Umfram allt þurfa þó blaðamenn á fjölmiðlum allra lands- manna í Reykjavík að vera færir um að setja sig í spor okkar allra og stuðla þannig að sanngirni og jafnvægi í opinberri umræðu um samgöngumál. Af sanngirni í samgöngumálum Eftir Þórodd Bjarnason » Blaðamenn allra landsmanna í Reykjavík verða að geta sett sig í spor okkar allra og stuðla þannig að jafnvægi í opinberri um- ræðu um samgöngumál. Þóroddur Bjarnason Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.