Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? -M.M.J., kvikmyndir.com -T.V., - kvikmyndir.is - S.V., MBL „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com HHHH „POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI, MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI. KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ALLT SUMARIÐ.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 HHHH „ÞESSI KYNNGIMAGNAÐA RÆMA ER SÚ BESTA Í RÖÐINNI.“ „YFIRBURÐAFÍNT SJÓNARSPIL MEÐ SNILLDARLEGRI TÓNLIST OG HLJÓÐMYND.“ Ó.H.T. – RÁS 2 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR! YFIR 20.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! WWW -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ Sýnd kl. 4, 7 og 10(Powersýning) Sýnd með íslensku tali kl. 4 Sýnd í 3D með ísl tali kl. 4Sýnd kl. 7 og 10 Balls Out kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ The Hurt Locker kl. 8 - 10:45 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Ice Age 3 3D (enskt tal án texta) kl. 11 LEYFÐ Transformers kl. 8 - 11 B.i.10 ára Ísöld 3 3D (ísl. tal) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Transformers kl. 5 - 11 Lúxus Sýnd kl. 8 og 10:15 Karlar sem hata konur kl. 8 FORSÝNING B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 8 FORSÝNING Lúxus Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HINN íslenski þursaflokkur heldur tónleika í kvöld kl. 21 og annað kvöld kl. 22 á Græna hattinum, Ak- ureyri, og heldur svo þaðan austur á land, á Borgarfjörð eystra, þar sem tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á laugardaginn. Þar munu Þursar spila í gamla bragganum kl. 22. Egill Ólafsson þurs var spenntur fyrir ferðalaginu í gær enda 29 ár liðin frá því Þursar léku síðast aust- ur á fjörðum. „Þegar við vorum vaktir til lífsins í fyrra fórum við norður og vestur og vorum hér í höfuðborginni og svo stóð alltaf til að fara austur. Það varð því miður ekki af því, bæði var orðið of langt liðið á veturinn þarna 2008 og svo kom í kjölfarið þessi skelfilegi tími sem við þekkjum öll. Bræðslumenn hringdu í okkur um áramót og við vorum himinlif- andi yfir því að fá tækifæri til að spila þar með fyrir Austfirðinga og vonandi fleiri nk. laugardag. Þá þótti okkur rétt að koma við fyrir norðan í leiðinni, af því við þurfum að fara norður fyrir á leið okkur austur,“ segir Egill. Það hafi á augabragði orðið uppselt á föstu- dagstónleikana og því bætt við tón- leikum í kvöld. Splunkunýr þursaflokkur? Nú vilja aðdáendur sjálfsagt vita hvort plata sé á leiðinni … „Já, ég myndi ekki alveg þver- taka fyrir það; að hugsanlega gæti eitthvað verið á leiðinni og við ætl- um að leyfa okkur að kynna eins og eitt eða tvö ný númer að þessu sinni. Hvað svo verður um framhaldið verður að koma í ljós. Það yrði þó með verulega breyttum formerkjum á músíkinni og jafnvel nafninu breytt svolítið, til að yfirskyggja ekki þessa fallegu fortíð sem við eigum.“ Hinn nýi þursaflokkur þá? „Já, já, eða splunkunýr þursa- flokkur,“ segir Egill og hlær. „Það er gaman að hugsa til þess að þeir sem upplifðu músík okkar í gamla daga, ferðast nú í tvöföldu tímahylki aftur í fortíðina, þ.e. fyrst til áranna 1978-81 og svo enn lengra aftur í gegnum sumt af músíkinni og textunum, það elsta gæti verið 500-600 ára gamalt. Ekki ónýtt að fara í þannig ferðalag,“ segir Egill að lokum. Ferðast í tvöföldu tímahylki  Þursaflokkurinn heldur tónleika á Akureyri og á Bræðsl- unni um helgina  Nýtt efni flutt og jafnvel plata í vændum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á hattinum Hinn íslenski þursaflokkur á tónleikum á Græna hattinum á Ak- ureyri í fyrra. Egill segir hann fyrirtaks tónleikastað og „intím“. Hinn íslenski þursaflokkur var vak- inn til lífsins í febrúar í fyrra þegar sveitin hélt tónleika með CAPUT- hópnum í Laugardalshöll. Tónleik- arnir mörkuðu 30 ára afmæli sveitarinnar en hún hélt sína fyrstu tónleika í febrúar árið 1978 og hætti fimm árum síðar. Lengi lifir í gömlum glæðum og nú virð- ast Þursarnir í miklu stuði, ef marka má forsprakka sveitarinnar, Egil Ólafsson, og jafnvel farnir að semja nýtt efni. Aðdáendur hljóta að iða í skinninu. Upprisa Þursanna Í MARS hrintu nokkrir aðilar af stað verkefni til að kynna íslenska tónlist í Þýskalandi, en það felst meðal annars í því að auðvelda ís- lenskum hljóm- sveitum að fara í tón- leikaferðir þangað. Hugmyndin að sam- starfinu kom upp- haflega frá Iceland Express, en Útflutn- ingsskrifstofa ís- lenskrar tónlistar hefur umsjón með verkefninu sem kallast Norðrið. Í kvöld verður haldið sérstakt kynningarkvöld Norðursins í Sódómu þegar hljómsveitin For a Minor Reflection kemur fram, en hún bauð síðan hljóm- sveitunum Rökkurró og Agent Fresco að spila með sér á tónleikunum, sem hefjast kl. 21.00. arnim@mbl.is Norðrið For a Minor Reflection hefur ekki leikið hér á landi alllengi, en bætir úr því á Sódómu í kvöld. Norðrið í Sódómu Morgunblaðið/Árni Matthíasson BANDARÍSKA leikkonan Megan Fox segist ekki hafa áhuga á því að verða næsta Bond-stúlka. Fox, sem er 23 ára gömul, er sögð koma sterklega til greina í hlutverkið, og eru framleiðendur næstu myndar um njósnara hennar hátignar sagðir mjög áhugasamir um að fá hana í hlutverkið. Fregnir herma hins vegar að hún telji slíkt hlutverk ekki verða frama sínum til framdráttar. „Megan hefði kannski áhuga á að leika illmenni í Bond-mynd, en hún hefur engan áhuga á að verða bara næsta Bond-stúlka,“ segir heimild- armaður um málið. „Þar fyrir utan er hún á kafi í verkefnum, en hún gæti íhugað að leika í Bond-mynd eftir nokkur ár.“ Í nýlegu viðtali neitaði Fox ann- ars þeim sögusögnum að hún myndi taka við af Angelinu Jolie í næstu Tomb Raider-mynd, en hins vegar er talið að hún muni taka að sér að- alhlutverkið í mynd sem verður gerð um kvenkyns Hulk. „Hugmyndin er sú að gera She- Hulk kynþokkafyllri, en jafnframt ennþá grimmari en sjálfan Hulk, og þess vegna væri Megan kjörin í hlutverkið. Hún yrði að sjálfsögðu græn, en myndi hins vegar þurfa að klæðast aðeins meiri fötum en þeg- ar karlkyns útgáfan af Hulk um- breytist,“ segir heimildarmað- urinn. Bond? Nei takk! Reuters Metnaðarfull Megan Fox virðist vita hvað hún vill og hvað ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.