Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Kristinn ALLT frá því að hrunið varð í haust hafa málefni húsbyggingar Listahá- skóla Íslands verið í biðstöðu, en nú virðist vera að rofa til í málum skól- ans. „Fyrirtækið sem á núna lóðirnar við Laugaveg og Frakkastíg, Vatn og land, vill halda áfram samvinn- unni sem lagt var af stað með, og byggja Listaháskólann þar,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, en lífeyrissjóðirnir hafa sýnt áhuga á að koma að fjár- mögnun. Listaháskólinn samdi við mennta- málaráðuneytið á sínum tíma um árleg framlög til hússins, og segir Hjálmar það næstu skref að fá það staðfest að samningurinn við ríkið haldi, þar sem nú sé nýtt fólk við völd. Þá eigi eftir að afgreiða málið frá skipulagsráði Reykjavíkur. Listaháskólinn gerði á sínum tíma samning við Samson Propert- ies um skipti á lóðum, SP fengi lóð sem skólinn hafði vilyrði fyrir í Vatnsmýrinni, en Listaháskólinn lóðirnar á horni Laugavegar og Frakkastígs. SP hugðist byggja húsið, eiga og leigja Listaháskól- anum, en samningurinn við ríkið átti að duga fyrir húsaleigunni. | 36 Listaháskólinn líklega við Laugaveg og Frakkastíg Rektorinn Hjálmar H. Ragnarsson. Skoðanir fólksins ’Sannleikurinn er sá að bindandiþjóðaratkvæðagreiðsla verðurekki haldin skv. gildandi stjórnarskráog því er ekki unnt að ákveða nú aðþjóðaratkvæðagreiðslan um ESB verði bindandi. » 24 ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON ’Samkvæmt seðlabankanum,spánni er birtist í umsögn seðla-bankans um Icesave-samkomulagið,er þjóðarframleiðsla í ár, 2009, talinverða 1.427 milljarðar króna. En árið 2018 á hún að verða orðin 2.289 millj- arðar króna. Í krónum talið er það hækkun um 62%, þ.e. 7% á ári. » 25 EINAR BJÖRN BJARNASON ’Þegar gengið verður á fund ESBfylgir væntanlega með í fartesk-inu nefndarálit meirihluta utanríkis-málanefndar Alþingis. Þar er tekinsaman greinargerð um meginhags- muni okkar í væntanlegum samn- ingaviðræðum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á að þetta er greinar- gerð og umfjöllun um meginmark- mið. Ekki samningsskilyrði eða neitt í þá veruna. » 25 EINAR K. GUÐFINNSSON ’Í stöðugleikasáttmálanum erekki minnst einu orði á ferða-þjónustuna. Samt er það sú atvinnu-grein sem getur aflað mestu gjaldeyr-isteknanna og skapað flest störfin með minnsta tilkostnaðinum á skemmsta tímanum. » 26 ÞÓRIR GARÐARSSON ’Hvernig er hægt að fullyrða aðþjóðin „sé fyllilega fær um aðstanda við skuldbindingar vegna Ice-save“ þegar allar meginforsendur eru háðar mikilli óvissu? » 27 ÖRVAR GUÐNI ARNARSON FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Tengingar til heimabrúks Forystugreinar: Lögregla í svelti Auðlindir og ó́gæfa Pistill: Skiptar skoðanir Ljósvaki: Ærlegir … æringjar 1,8 milljarða arðgreiðsla VÍS … Farsímar rjúka út hjá Apple og LG Bankakerfið … stór skref aftur á bak GM gefur út snyrtivörur VIÐSKIPTI »                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-.. +/,-00 **1-.* +1-23/ *2-2+0 *.-32* **0-,, *-133. *2,-0. *04-+0 5 675 ++# 89: +//2 *+,-2. +/.-+0 **1-23 +3-/*/ *2-24. *.-,12 **0-44 *-134, *2.-13 *04-00 +1/-4*,2 &  ;< *+.-+. +/.-00 **3-+0 +3-/4/ +/-/3, *.-,40 **4-+* *-1,+3 *2.-2+ *02-+0 Heitast 12°C | Kaldast 3°C N og NV 8-15 m/s, þó hægari SA og A til. Rigning fyrir norðan og slydda eða snjó- koma til fjalla. »10 Það er fjölmargt í boði á menningar- hátíð sem haldin er á og við Hvamms- tanga núna um helgina. »38 HÁTÍл Eldur í Húnaþingi TÓNLIST» Ingó og Veðurguðirnir eru á toppnum. »40 Menningarmiðstöð samkynhneigðra, Q- bar í Ingólfsstræti, mun víkja fyrir danskri krá áður en langt um líður. »37 SKEMMTANALÍF» Q-bar að hætta TÓNLIST» Agent Fresco fær frá- bæra dóma. »37 FÓLK» Megan Fox vill ekki vera Bond-stúlka. »39 Menning VEÐUR» 1. Ók landshluta á milli í svefni 2. Stúlka lést og maður alvarlega … 3. Tollurinn tekinn í Keflavík 4.Staðfesta að stúlkan ók í … Íslenska krónan veiktist um 0,1% »MEST LESIÐ Á mbl.is Ljósmynd/Jón Logi Þorsteinsson Stórsmíð Húsbíll ítölsku ferðamannanna er engin smásmíði og vekur mikla athygli annarra vegfarenda. Aftur í honum geyma þeir smábíl til að fara í styttri ferðir. Kíktu t.d. í Þórsmörk í gær og halda svo áfram Íslandsför. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „VIÐ höfum fengið hingað margs konar ökutæki en þetta er líklega með stærri og mögnuðustu græjum sem við höfum séð. Fyrst hélt ég að það væri verið að grínast í mér þegar Íslendingar hérna á tjaldstæðinu sögðu að „hann verpti litlum bíl“ en þegar ég kannaði málið nánar reynd- ist þetta rétt,“ segir Jón Logi Þor- steinsson, tjaldvörður á Hvolsvelli, um stóran húsbíl sem hefur verið á tjaldstæðinu í vikunni. Ítölsk hjón ferðast um á bílnum, sem er af amerískri gerð, og aftur í honum geyma þau Toyota-smábíl af gerðinni Aygo til að nota í styttri ferðir. Gestir á tjaldstæðinu urðu agndofa er þeir sáu afturenda bílsins opnast að aftan og smábílnum ekið niður ramp þaðan út. Húsbíllinn tek- ur líka fleiri breytingum, eins og þeim að nokkurs konar sólstofa er dregin út á annarri hliðinni. Jón Logi segist reyndar hafa heyrt af einum álíka húsbíl í íslenskri eigu en sér vitanlega „verpi“ hann ekki smábílum! Sofa í bílum sínum Nóg hefur verið að gera á tjald- stæðinu á Hvolsvelli í sumar, líkt og á fleiri áningarstöðum þar sem erlendir ferðamenn hafa verið áberandi. Gisti- rými á Suðurlandi er þéttbókað og dæmi um að ferðamenn hafi þurft að gista í bílum sínum dögum saman. Auk þess að vera tjaldvörður rekur Jón Logi einnig gistiheimili í Vestri- Garðsauka ásamt konu sinni. Hann segir ferðamennina koma frá flestum heimsálfum: Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku. Íslendingar séu einnig fjöl- mennir og nefnir hann Eyjamenn sem dæmi. Þeir geymi húsbíla sína og fellihýsi á Bakka og keyri þaðan um landið. Með Bakkafjöruhöfn sé ljóst að ferðamannastraumur til og frá Eyjum aukist og sunnlensk ferða- þjónustufyrirtæki muni njóta góðs af því. „Sumarið fór reyndar rólega af stað, við vorum til dæmis ekki með jafnmarga um fyrstu helgina í júlí og í fyrra, en síðan hefur verið mikil traff- ík. Hér var Húsbílafélagið með hátt í hundrað bíla og nóg um að vera,“ seg- ir Jón Logi. Fleiri undarleg ökutæki hafa átt leið um Hvolsvöll, m.a. LandRover með tjald á toppnum. Virkar vel í S- Afríku innan um öll rándýrin en vind- urinn hefur verið að stríða þessum belgísku ferðamönnum, að sögn Jóns. „Hann verpti litlum bíl“ Kennir ýmissa grasa á tjaldstæð- inu á Hvolsvelli Tjaldtoppur LandRover að suðurafrískum stíl með tjaldið á toppnum. Gæti komið sér vel á ísbjarnarslóðum fyrir norðan, myndu gárungar segja. EGILL Ólafsson, forsprakki Hins íslenska þursa- flokks, segist að- spurður ekki úti- loka að sveitin sendi frá sér plötu á næstu mánuðum, „hugs- anlega sé eitthvað á leiðinni“. Sveit- in heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og annað kvöld og heldur þaðan á Bræðsluna, tónlist- arhátíð á Borgarfirði eystra, á laug- ardaginn. | 39 Ný plata frá Þursunum? Egill Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.