Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2009 ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRID DYRSET JÓNSSON, Bandaríkjunum, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. júlí kl. 11.00. Þórey Ragna Jónsdóttir, Barry Goldstein, Gunnar Jónsson, Sheryl Jonsson, Runólfur Viðar Ragnarsson, Margrét Jóna Jónsdóttir, David Evangelista, Einar Vilberg Jónsson, Gunnar Dyrset, Sylvia Garðarsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA DANÍELSDÓTTIR, áður til heimilis á Eskifirði, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum að kvöldi föstudagsins 17. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.00. Daníel Jónasson, Ásdís Jakobsdóttir, Árni Jónasson, Anna Britta Vilhjálmsdóttir Warén, Örn Jónasson, Helga Jóhannesdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Útför TORFA JÓNSSONAR bónda á Torfalæk, sem lést föstudaginn 17. júlí á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi, fer fram frá Blönduósskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 14.00. Jóhannes Torfason, Elín S. Sigurðardóttir, Jón Torfason, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurlaug A. Stefánsdóttir. Það var eitt sinn að Tjarnabræður voru á leið til síns heima, að afi kvaddi bræður sína með þeim orðum að „mér hefur nú alltaf fundist ég vera best kvæntur“. Ég er þó ekki í nokkrum vafa um að afi og amma voru mesta happ og gæfa hvors annars á lífsleiðinni. Amma hafði farið í húsmæðraskóla á Blönduósi, síðan haldið til Svíþjóðar og Danmerkur til mennta. Efnin voru lítil, gat nánast ekkert leyft sér fyrir utan daglegar nauðsynjar. Gott dæmi um það var að þegar hún var á heim- leið úr námi fór hún hjólandi frá Søn- derborg eftir Jótlandi endilöngu að skipshlið norður þar. Amma var húsfreyja á Ytri-Tjörn- um í hálfan sjöunda áratug. Féll vart verk úr hendi, börnin fæddust eitt af öðru og heldur voru bústörfin erfiðari þá en nú. Mjaltavélarnar komu reyndar fljótlega til sögunnar en hún lét sig ekki muna um að handmjólka sex til átta kýr á svipstundu. Hey- skapurinn tók lungann úr sumrinu, þá þurfti að fara með heitan mat í engið í hádeginu, helst tvíréttað. Síð- ar sagði hún að þetta hefði nú kannski verið fullmikil fyrirhöfn, nóg hefði verið að borða heitan mat á kvöldin. Heimilið á Ytri-Tjörnum var stórt og óvenjulega gestkvæmt var alla tíð. Oft voru um og yfir tuttugu manns í Þuríður Helga Kristjánsdóttir ✝ Þuríður HelgaKristjánsdóttir fæddist á Hellu á Ár- skógsströnd 21. nóv- ember 1915. Hún lést á Kristnesspítala 2. júlí sl. Útför Þuríðar fór fram frá Munkaþver- árkirkju 16. júlí síð- astliðinn. heimili. Það kom sér því vel að amma hafði fengið ríkulega úthlut- að af gestrisni og um- burðarlyndi. Börnin urðu sex talsins, og komust fimm af þeim til fullorðinsára. Frá- fall Sigurbjargar á vor- morgni lífsins var fjöl- skyldunni gríðarlegt áfall. Mér fannst aðdáunarvert hvað amma gat á síðari ár- um talað um hana af miklu æðruleysi. Þau sem upp komust voru foreldrum sín- um til mikils sóma. Fyrstu búskaparár foreldra minna bjuggum við á loftinu hjá afa og ömmu, til þeirra var því stutt að fara. Það var gott að koma í eldhúsið til ömmu og fá nýsteiktar kleinur, rús- ínubrauð eða annað ljúfmeti. Hún var einstaklega stolt af barnabörnunum. Fylgdist náið með því hvað þau tóku sér fyrir hendur í námi og starfi. Ekki var umhyggjan minni þegar lang- ömmubörnin fóru að líta dagsins ljós. Gladdist hún innilega yfir sérhverju þeirra. Það var tilfinningarík stund þegar ég sagði henni í ágúst í fyrra að okkur Elinu hefði fæðst lítil stúlka. Amma hafði alla tíð mikið yndi af ræktun og handavinnu. Skógræktina stunduðu þau hjónin meðfram öðrum bústörfum fyrstu tvo áratugina. Reit- urinn þeirra er höfuðprýði jarðarinn- ar og sælureitur fjölskyldunnar. Hún hafði þar að leiðarljósi orðtak frá námsárunum: „Hvor vi ikke kan så, og hvor vi ikke kan slå, der skal et træ stå.“ Alveg með dönskuna á hreinu. Þá ræktaði hún matjurtir í áratugi og hafði mjög gaman af því að fara til berja á æskustöðvunum. Hún sat mikið við vefnað og prjónaði kynstrin öll fram á síðasta dag. Amma var geysilega ættfróð og gat auðveldlega rakið sig eftir ýmsum greinum á lífs- trénu. Hún var svo lánsöm að fá að búa heima hjá sér fram á síðustu ævi- dagana. Í maí sl. fékk hún áfall en náði aftur smávegis bata, varð mál- hress og rólfær. Hún kvaddi svo á fal- legasta degi sumarsins, að nýloknum slætti. Það voru einstök forréttindi að fá að vera með henni svo lengi, hún skil- ur eftir sig dýrmætan sjóð ljúfra minninga. Nú eru amma og afi sam- einuð á ný. Megi guð blessa þau í ei- lífðinni. Baldur Helgi Benjamínsson. Í sveitinni hjá ömmu var alltaf ró- legt og mikill friður yfir öllu. Jafnvel þegar þar var margmenni, mikið fjör og hamagangur í krökkum var ein- hverskonar alltumlykjandi kyrrð yfir. Hvergi fannst okkur við vera jafn velkomnar og heima í sveitinni hjá ömmu og afa. Þar voru reyndar allir velkomnir og gaman að koma til þeirra með utanaðkomandi gesti. Amma útbjó veislu á örskotsstund, dreif fram alls kyns heimatilbúnar kræsingar, ýmist frá sjálfri sér eða dætrum sínum. Það var allt einstak- lega gott sem amma útbjó, hvort sem það voru kálbögglar, steiktur fiskur eða eplakökur. Við fórum sjaldnast tómhentar frá ömmu, hún vildi að við færum saddar úr sveitinni og tækjum með okkur kartöflur, sultu og nesti. Amma Þuríður var rausnarleg og laumaði oft að okkur gjöfum, hún prjónað t.d. lopasokka á okkur allar um síðustu jól. Á haustin fórum við með ömmu og frænkum okkar í berjamó. Hún hafði gaman af því að tína ber og þegar við vorum kannski rétt komnar með botnfylli og orðnar vel berjabláar var amma komin með nokkra líta af berj- um. Við gistum oft í sveitinni og óvíða sváfum við jafn vel. Ef fyrir kom að við söknuðum mömmu og pabba tók hún okkur í fangið og raulaði- :„Komdu inn í kofann minn“. Á sunnudagsmorgnum var ekki ólíklegt að við vöknuðum við ilminn af heitu súkkulaði og volgum bollum því oftast var hún búin að taka til morgunmat- inn áður en við fórum á fætur. Hún gekk í öll störf án þess að telja þau eftir sér og að því er virtist án fyr- irhafnar. Þegar amma fór með okkur í göngutúra í skóginum sagði hún okk- ur frá plöntunum sem við sáum, nöfn- um þeirra og nytsemi. Oft fylgdi hún okkur líka í matjurtalautina og gaf okkur nýuppteknar gulrætur eða rabarbara með sykri. Það óx allt svo vel hjá ömmu, rifsberin í garðinum, blómin í stofunni og kryddjurtirnar hennar í eldhúsglugganum. Það var gott að leita ráða hjá ömmu og oft var hringt eftir uppskriftum eða vegna gróðursetningar. Við söknum ömmu mikið, henni fylgdi svo mikil reynsla og viska. Hún var fyrirmynd okkar og vonandi náum við að tileinka okkur hennar kraft og góðvild. Kristín, Sólveig, Þuríður og Þórhildur Kristjánsdætur. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Sem lítil stelpa var ég oft hjá afa og ömmu og man ég hvað það var alltaf gaman að fá að fara með þeim til Ytri- Tjarna að heimsækja Þuríði og Bald- ur en Baldur var bróðir hans afa og samgöngur því tíðar milli bæjanna. Það var alltaf gott að koma að Ytri- Tjörnum og er mér minnistætt hve notalegt og vinalegt það var. Þuríður tók á móti manni með sitt hlýja og ró- lega fas og Baldur öllu rómsterkari með smitandi hláturinn og hef ég aldrei hvorki fyrr né síðar heyrt nokkurn mann hlæja jafn innilega. Þuríður og amma voru góðar vinkon- ur og líkar að mörgu leyti; rólegar og yfirvegaðar, töluðu aldrei illa um nokkurn mann og vildu öllum vel. Þuríður var húsmóðir góð og reiddi hún alltaf fram dýrindis veitingar er maður kom í heimsókn, já manni var aldrei í kot vísað á Ytri-Tjörnum. Eftir að afi dó og amma flutti vest- ur til mömmu fór ég sárasjaldan norður en ég fékk samt alltaf fréttir af Þuríði gegnum mömmu og ömmu. Mikil og góð kona hefur nú kvatt þennan heim og er missirinn mikill, þá sérstaklega fyrir hennar góða fólk en minningin lifir og þakka ég Þuríði og Baldri fyrir þeirra góðu kynni. Börnum og fjölskyldum þeirra votta ég mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning þeirra Þuríðar og Baldurs. Sigríður Perla Thorsteinson. Hún elsku amma okkar er dáin. Þuríður amma var okkur alltaf mjög kær og áttum við ótal góðar stundir með henni meðan hún lifði. Alltaf þegar við komum í sveitina til ömmu var hún tilbúin með eitthvert góðgæti eins og pönnukökur og annað bakk- elsi og amma hafði sérstakt lag á því að gera allt gott. Pönnukökurnar voru alveg í sérflokki. Þrátt fyrir fjölda barnabarna var amma alltaf með það á hreinu hvað hvert og eitt okkar var gera hverju sinni. Hvort sem um var að ræða nám, utanlandsferðir eða hvað annað sem við tókum okkur fyrir hendur. Amma var mjög stolt af öllum sínum barnabörnum. Amma var einstaklega fær í hönd- unum og hafði mikla ánægju af að gefa börnum og barnabörnum ullar- sokka sem hún prjónaði af sinni al- kunnu snilld og nýttist prjónaskapur hennar okkur mjög vel á skíðunum. Amma hringdi í mig kvöldið áður en hún fór á spítalann og átti ég langt og gott spjall við hana sem ég geymi með mér um ókomna framtíð. Mikill söknuður fylgir fráfalli ömmu okkar en við erum þó viss um að hún og afi eru saman á góðum stað. Hvíl í friði. Þín barnabörn Rögnvaldur, Sigurbjörg, Ólaf- ur og Björn Helgi Björnsbörn. Ég hef ætíð litið á það sem forrétt- indi að hafa fengið að kynnast henni ömmu minni. Slíka kjarnakonu er ekki að finna á hverju strái og hefur hún fært mikla hamingju og gleði inn í líf okkar sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja hana. Á yngri árum var ég tíður gestur í sveitinni og fékk þá jafnan að fara í viku í senn, búa hjá ömmu og afa og kynnast sveitalífinu aðeins. Stór sveitabær er draumaleikvöllur fyrir unga stráka og ekki laust við að prakkarinn hafi komið upp í mér af og til, en alltaf tók amma því með ró og jafnaðargeði og hjálpaði mér úr þeim sjálfheldum sem ég náði að koma mér í hverju sinni. Eftir að ég flutti suður á bóginn fækkaði þeim skiptum sem við hitt- umst en alltaf var jafngott að koma í heimsókn þegar leiðin lá norður. Var þá boðið upp á kaffi og heimabakað, amma sat og prjónaði og ég lét dæl- una ganga með spurningum um dag- inn og veginn og barnabörnin, því þrátt fyrir að amma hafi orðið eldri en margur og líkaminn verið farinn að þreytast undir það síðasta var hug- urinn í fullu fjöri allt til hinsta dags og fylgdist hún af miklum áhuga með öllu því sem afkomendur hennar tóku sér fyrir hendur. Þannig vissi hún alltaf nákvæmlega hvað öll tuttugu barnabörnin og þeirra fjölskyldur voru að gera. Þótt ferðirnar hafi á síðari árum ekki verið jafnmargar og ég hefði vilj- að var alltaf hægt að láta hugann reika inn í stofuna til ömmu og gleyma vandamálum hversdagsins. Orð Hávamála: „Orðstír deyr aldr- egi, hveim er sér góðan getur“ eiga einstaklega vel við í tilviki ömmu. Hún hefur getið sér góðan orðstír hvar sem hún hefur komið, er elskuð af öllum þeim sem henni fengu að kynnast og nú er komið að okkur að halda minningu ömmu í heiðri um ókomna tíð. Í komandi framtíð mun ég segja börnum mínum og barnabörnum frá þeirri yndislegu manneskju sem við áttum öll í henni ömmu á Ytri-Tjörn- um. Hvíl í friði elsku amma mín, þín er sárt saknað. Páll Þór Ingvarsson. Amma mín í sveitinni er látin. Nú á ég enga ömmu lengur og mér finnst ég eiga bágt. Amma í sveitinni var svo mörgum kostum búin að ég myndi sprengja morgunblaðsorðakvóta minningargreina í að fara að telja þá upp. Ég reyni því að finna eitt orð sem lýsir henni vel. Amma var gef- andi. Gjafir hennar sem hún gaf svo mörgum eru óteljandi. Hún gaf af sjálfri sér og hæfileikum allt til síð- asta dags. Undir lokin gaf hún okkur afkomendum sínum nokkrar ómetan- legar aukavikur með sér á Kristnes- spítala í Eyjafirði. Beint á móti Ytri- Tjörnum þar sem hún hafði haldið heimili og bú í svo mörg ár og er og verður sveitin okkar. Þaðan eru margar fallegar minningar. Amma var alveg ótrúlega minnug og klár. Hún átti greinilega auðvelt með nám. Hún hafði aldrei sagt frá því áður held ég en hún hafði verið hæst á lokaprófi í barnaskóla á sínum tíma. Ég og sonur minn náðum að draga það upp úr henni núna síðast- liðið vor. Þá fór hún einnig með fyrir okkur danskan stíl sem hún tók á sínu fyrsta dönskuprófi. Stíllinn sem hún hafði einu sinni augum litið hafði greypst í huga hennar við fyrstu sýn svo að hún mundi hann orðrétt alla ævi. Hún fór líka með fyrir okkur langa barnaþulu sem hún hafði lesið í Unga Ísland sem kom út í kringum 1924. Henni fannst þulan svo falleg að hún lærði hana og þá þannig að hún hvarf aldrei úr minni hennar. Það var ekki skrítið að móðir henn- ar sótti það stíft að hún fengi að fara utan til náms og því ritaði Ásgeir Ás- geirsson verðandi forseti, þá fræðslu- málastjóri ríkisins, bréf sem varð þess valdandi að amma fékk inni í skóla í Svíþjóð. Á þessum árum var ekki algengt að stúlkur fengju að fara utan til náms. Hún nam við skóla í Suður-Svíþjóð fyrsta veturinn sem stúlkum var leyft að nema við skól- ann. Það hafði reyndar gleymst að segja henni að í skólanum væri töluð sænska eða eins og hún orðaði það: „Ég var svo vitlaus að ég hafði ekki áttað mig á því að í Svíþjóð væri ekki töluð danska heldur sænska.“ Ung að árum eftir langt ferðalag með skipi frá Akureyri til Kaupmannahafnar stendur hún ein með farangur sinn og nokkrar krónur í gjaldeyri og áttar sig á því að í skólanum sé töluð sænska en ekki danska. Í fyrstu kannast líka enginn við þennan skóla í Suður-Svíþjóð þegar hún reynir að spyrja til vegar á Hovedbanegården. En amma bjargaði sér að sjálfsögðu og allt gekk vel. Fann skólann og hóf þar nám og hún lærði sænskuna strax á fyrstu vikunum. Amma gaf áfram til afkomenda sinna minni og námshæfi- leika en ég myndi óska að ég hefði fengið aðeins meira af þessu óbrigð- ula stálminni. Amma gaf margar máltíðir og dýr- indis veislur á Ytri-Tjörnum. Oft var fjölmennt og þótt seint hefði verið mætt inn stóð hún tilbúin með heitan mat. Amma gaf alltaf svo fallegar gjafir og oft var það eitthvað sem hún hafði prjónað sjálf. Einnig gaf hún mér kjark ef ég hafði fengið martröð sofandi undir stóru stofuklukkunni í sveitinni þegar ég var ungur. Ég á ekkert bágt. Að hafa fengið að eiga ömmu í sveitinni allan þennan tíma er þakkarvert en hennar er sárt saknað. Þóroddur Ingvarsson.  Fleiri minningargreinar um Þur- íði Helgu Kristjánsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.