Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009 ÚTSAL A 25-50% afsláttur af völdum vörum Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur Sími 555 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. LAGERSALA 50-70% AFSL. Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is DRANGEYJARSUND var gamall draumur. Síðustu mánuði hef ég stefnt markvisst að þessu með reglulegum sjósundsæfingum og nýt frábærrar aðstöðu við höfnina hér. Bý einnig að leiðsögn Ermar- sundskappans Benedikts Hjartar- sonar,“ segir Heiða Björk Jóhanns- dóttir, tvítug Sauðárkróksmær. Fjórir sjósundskappar syntu í fyrrakvöld úr Drangey á Skagafirði í land á Reykjastönd. Þau Þorgeir Sigurðsson, Þórdís Hrönn Pálsdóttir og Heiða Björk syntu stystu leið í land, sem er 6,7 km. Heimir Örn Sveinsson fór hins vegar Grett- issund sem er 800 metrum lengri leið, en þá er synt til lands úr Upp- gönguvík í Drangey. Heiða Björk er fyrst kvenna að synda Drangeyjarsund sem hún fór á 2,25 klst. Hún fór í sjóinn kl. 18:09 og náði landi kl. 20:40. Allt gekk vel nema gróður í fjöruborði á Reykja- strönd gerði landtöku erfiða. Sundið gamall draumur „Þetta var frábærlega skemmti- legt. Sjórinn var spegilsléttur og mér leið vel á þessu svamli. Sem stelpa æfði ég sund og keppti í mörg ár. Draum minn um að reyna við Drangeyjarsund má líklega rekja til þess og eins þess að við höfum eyj- una hér fyrir augunum á Króknum þar sem fólk er nánast alið upp við söguna af afreki Grettis endur fyrir löngu,“ segir Heiða sem þreytti Hríseyjarsund fyrr í sumar og er því komin í ágæta æfingu. Drangeyj- arsundið hefði þó ekki orðið að veru- leika nema björgunarsveitarmenn hefðu fylgt sundfólki eftir og fyrir þá hjálp þakkar Heiða. Fjögur syntu úr Drangey að Reykjaströnd  Tvær konur meðal sundkapppa  Skemmtilegt sund og sléttur sjór Heitt bað Heiða, Þorgeir, Þórdís og Heimir skelltu sér í heita Grettislaug- ina að sundi loknu og var það kærkomið og hressilegt bað. Ljósmyndir/Feykir Landtaka Heiða Björk Jóhannsdóttir kemur á land eftir Drangeyjarsund. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra er aðalræðumaður á Hólahátíð um næstu helgi. Að- alræður hátíð- arinnar hafa oft vakið mikla at- hygli, enda hafa þeir forystumenn þjóðarinnar, sem hafa verið ræðumenn, gjarnan not- að tækifærið og komið þar með stefnumarkandi ummæli. Nú sem endranær einkennist há- tíðin á hinu forna biskupssetri í Hjaltadal af fjölbreyttri dagskrá. Gestir fá tækifæri til að ferðast um gamlar þjóðleiðir og taka þátt í helgihaldi. Þá verða flutt erindi. Málmfríður Finnbogadóttir verk- efnisstjóri flytur pistilinn Menning- arminjum mætt og Birgir Guð- mundsson, lektor við Háskólann á Akureyri, fjallar um fjölmiðlun undir yfirskriftinni Minjar fortíðar – miðlar nútíðar og framtíðar. sbs@mbl.is Steingrímur á Hólahátíð Steingrímur J. Sigfússon DAVÍÐ Oddsson virðist ekki hafa búið yfir sér- fræðikunnáttu í hagfræði eða bankastarfsemi, og af þeim sök- um var hann ekki í stakk búinn að koma í veg fyrir fjármálahrunið eða leika jákvætt hlutverk í kjölfar þess. Þetta segir Anne Sibert, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðla- banka Íslands, í grein sem birt er á fræðavefnum Vox (www.vox- eu.org). Þar fjallar hún um það hvort Grænland, sem færist í áttina að auknu sjálfstæði, gæti orðið hið nýja Ísland. Í greininni segir hún að þrátt fyrir að Davíð Oddsson sé fjöl- hæfur maður þá hafi hann skort þekkingu á ofangreindum sviðum. Þá segir hún að svo virðist sem forsætisráðherra Íslands, fjár- málaráðherra og íslenskar eftirlits- stofnanir hafi lítið gert til að stemma stigu við vexti íslensku bankanna. Segir Davíð hafa skort þekkingu Anne Sibert STJÓRN og kjaranefnd fé- lags eldri borg- ara á Selfossi tel- ur að fyrirheit í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórn- arinnar frá 11. maí s.l., um að staðinn verði eft- ir fremsta megni vörður um kjör lágtekjufólks, hafi brostið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréf til Árna Páls Árnasonar, félags- og trygg- ingamálaráðherra. Í bréfinu er ríkisstjórnin m.a. hvött til að draga þegar í stað til baka þær skerðingar sem urðu á kjörum öryrkja og aldraðra er tóku gildi 1. júlí s.l. með breytingum á lögum um almannatryggingar. Skerðingar verði dregnar til baka Árni Páll Árnason TVEIR voru fluttir á sjúkrahús eft- ir að bifreið valt við Þórisós á Sprengisandsleið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli er fólkið ekki talið vera alvar- lega slasað. Átta voru í bifreiðinni, sem er af gerðinni Volkswagen Caravelle. Ekki lá fyrir í gær hvers vegna bif- reiðin valt. Bílvelta á Sprengisandsleið Fréttir á SMS Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is UM helgina brá Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir á Ísafirði sér í kaj- aksiglingu á Pollinum þar vestra. Þetta væri ekki í frásögur færandi, nema sakir þess að hún er 87 ára og því væntanlega elsti kajakræðari landsins. Hún er hins vegar ekki byrjandi í faginu, sigldi síðast á kaj- ak á Ísafjarðarpolli árið 1938, þá sextán ára gömul. Ákvað þá að prófa þetta skemmtilega sport ein- hverntíma seinna sem hún líka gerði, nú 71 ári seinna. Óskaplega skemmtilegt „Þetta var óskaplega skemmti- leg,“ sagði Jóhanna í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég var ung- lingur hér á Ísafirði var talsvert um að fólk væri að róa á skektum hér á Pollinum. Einhverntíma komst ég í slíka siglingu og fannst gaman. Hefði sjálfsagt gert meira af þessu hefðu skyldur lífsins ekki komið til, eins og að eiga sex börn og koma þeim á legg.“ Það var sonur Jónínu, Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari og prentsmiðjustjóri á Ísafirði, sem bauð móður sinni í þessa lystisigl- ingu. Hann er einn af þekktari kaj- akræðum landsins. „Ég hef kynnst kajaksiglingunum í gegnum Halldór. Meðal annars séð hjá honum fjölda skemmtilegra ljósmynda úr siglingum hér um Djúpið. Það kom því margt til að mig langaði aftur að prófa þetta,“ segir siglingakonan sem elur með sér þann draum um að prófa sig næst á mótorhjóli. Vill fjórhjól „Reyndar liggur beint við vera með fjórhjól. Ég flutti hingað í þjónustuíbúðir aldraðra á Hlíf fyrir nokkrum árum og í fyrra skilaði ég inn bílprófinu. Er hins vegar bæj- arpúki í mér og þætti því afar þægilegt að hafa fjórhjól til að grípa í, svo ég gæti skotist fyrir- hafnarlítið niður í bæ,“ segir Jó- hanna sem er fædd og uppalin á Ísafirði og starfaði lengi við sund- laugina þar í bæ – og er vestra vel þekkt sem Adda Massa. Hún var búsett í Reykavík í fjórtán ár en þegar heilsan fór að gefa sig, taldi hún rétt að snúa aftur á heimaslóð- ir vestra og í skjól sona sinna tveggja sem þar búa. Og viti menn; þá braggaðist Jóhanna svo hún er við bestu heilsu í dag. Kjarnakona á níræðis- aldri siglir kajak vestra  Fór 87 ára á kajak  Fannst óskaplega skemmtilegt Í HNOTSKURN » Kajaksiglingar njóta æmeiri vinsælda. Aðstæður góðar á Vestfjörðum. » Jónína Jóhanna sigldi síð-ast á kajak fyrir 71 ári »Vill prófa sig á mótorhjólieða fjórhjóli sem liggur beinna við fyrir bæjarpúka. Ljósmynd/Bæjarins besta Sigling Mæðginin Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir og Halldór Sveinbjörnsson höfðu bæði gaman af siglingunni þar sem þau renndu sér um Ísafjarðarpollinn við bestu skilyrði á fallegum ágústdegi. Hér hverfur aldursbilið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.