Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
RAGNHEIÐUR Á. Gunnarsdóttir
hlaut rausnarlegan námsstyrk sem
var í boði fyrir íslenska nemendur
í meistaranám í alþjóðasam-
skiptum í Creighton-háskólanum í
Omaha.
Neil Klopfenstein, varasendi-
herra bandaríska sendiráðsins á
Íslandi, afhenti henni skjal því til
staðfestingar. Þetta er í fyrsta
skipti sem Creighton-háskólinn
býður einungis Íslendingum þenn-
an styrk, sem er bæði vegna fram-
færslu og skólagjalda. Ragnheiður
hefur nám í ágúst og verður búsett
í Omaha, en sú borg hefur ítrekað
komist á lista yfir þær borgir í
Bandaríkjunum sem best er að búa
í, að því er segir í tilkynningu frá
bandaríska sendiráðinu.
Rausnar-
styrkur frá
Creighton
Í fyrsta sinn aðeins
veittur Íslendingum
Styrkur Ragnheiður og vara-
sendiherrann Neil Klopfenstein.
SAMKVÆMT úttekt breska dag-
blaðsins The Guardian teljast Snæ-
fellsjökull og Eldfell í Vest-
mannaeyjum, sem myndaðist í gosinu
í Heimaey árið 1973, í hópi 10 „bestu“
eldfjalla heims. Eru fjöllin valin með
hliðsjón af umfjöllun um þau í bók-
menntaverkum en sem kunnugt er
valdi Jules Verne Snæfellsjökul sem
sögusvið vísindaskáldsögu sinnar og
Heimaey kemur við sögu í bók Yrsu
Sigurðardóttur, Ösku.
Meðal helstu
eldfjalla heims
Tignarlegur Snæfellsjökull heillar.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
RÍFLEGA 100 konur tóku þátt í
hinni árlegu kvennareið í Döl-
unum, sem haldin var síðastlið-
inn laugardag. Þetta var í
nítjánda sinn sem kvennareiðin
var farin og létu konurnar
hvorki rigningu né annað slá sig
út af laginu.
„Þetta var óskaplega skemmti-
legt,“ segir Jóhanna Sigrún
Árnadóttir á Stóra-Vatnshorni í
Haukadal. „Við tókum stóran
hring hér um dalinn og vorum
allan eftirmiðdaginn í ferðinni.
Lögðum upp klukkan tvö og end-
uðum undir kvöld við tilgátubæ-
inn á Eiríksstöðum þar sem karl-
arnir voru búnir að grilla.
Stundin á Eiríksstöðum var afar
skemmtileg og raunar allur þessi
dagur sem margar konur bíða
árið eftir með eftirvæntingu.“
Ferðina hafa Dalakonur nefnt
Drottning í einn dag og þykir sú
nafngift við hæfi. „Líklega sung-
um við öll gömlu góðu íslensku
lögin,“ segir Jóhanna Sigrún. Það
var Íris Björg Guðbjartsdóttir í
Búðardal sem stjórnaði söngnum
og lék undir á gítar.
Sú hefð hefur skapast að um-
sjón ferðarinnar færist milli
kvenna í einstaka byggðum í
Dölunum. Þar er tekið mið af
gömlu hreppaskiptingunni. Að
þessu sinni önnuðust Haukdælur
ferðina en konur í Laxárdal sáu
um málið í fyrra. Á næsta ári
taka konur í Hvammssveit við en
þá verður riðið þar um byggðir
sem eru sögusvið Laxdælu.
Dalakonurnar gerast drottningar
Hópreið Alls tóku um 100 konur þátt í ferðinni þar sem var riðið um Haukadal og endað við tilgátubæ Eiríks rauða.
Fjölmenn kvenna-
reið um Haukadal
Í HNOTSKURN
» Hundrað Dalakonur í hóp-reið um Haukadal.
» Grill og gaman.» Sungu öll gömlu, góðu,vinsælu íslensku lögin.
Ljósmynd/Björn A. Einarsson