Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
✝ Lára V. Vilhelms-dóttir fæddist í
Reykjavík 27. júlí
1919. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 22. júlí sl. For-
eldrar hennar voru
Ásta S. Sím-
onardóttir, f. 6. ágúst
1886, d. 14. maí 1945,
og Vilhelm S. Jóns-
son, f. 16. apríl 1886,
d. 18. nóvember 1918.
Hálfsystkini Láru
sammæðra voru
Hulda Olgeirsson og
Bjarni Ólafsson, sem bæði eru lát-
in.
Lára ólst upp á Mýrunum. Hún
flutti tæplega tvítug til Reykjavík-
ur og starfaði þar lengst af sinni
starfsævi. Lára vann aðallega
verslunar- og skrif-
stofustörf framan af
ævi. Árið 1978 tók
hún við félagsstarfi
aldraðra í Lönguhlíð
3 í Reykjavík og starf-
aði þar til ársins 1989
er hún lét af störfum.
Lára giftist 9. des-
ember 1944 Friðriki
Th. Ingþórssyni, f. 1.
september 1918, d.
16. september 2005.
Börn þeirra eru Ing-
þór, kvæntur Mar-
gréti Tryggvadóttur,
þau eiga tvö börn og fimm barna-
börn, og Hallbera, gift Ágústi Á.
Þórhallssyni, þau eiga þrjú börn og
sex barnabörn.
Útför Láru fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 10. ágúst, kl. 13.
Tengdamóðir mín Lára Vilhelms-
dóttir lést miðvikudaginn 22. júlí sl.,
tæplega níræð að aldri. Láru kynnt-
ist ég fyrst þegar ég kom á heimili
hennar og Friðriks í fyrsta skipti ár-
ið 1972, í fylgd dóttur þeirra Hall-
beru. Var mér strax tekið vel og varð
Hátúnið mitt annað heimili næstu ár
á eftir. Lára var hæglát og jafnvel
dul manneskja. Hún flíkaði ekki til-
finningum sínum né skoðunum. Hún
tók fólki og umhverfinu eins og það
var og dæmdi aldrei neinn. Undir
niðri mátti þó greina manneskju með
ákveðnar skoðanir og mikið skap.
Hins vegar tókst henni að hafa það
góða stjórn á því, að sjaldan bar á.
Mér fannst Lára tengdamóðir mín
vera þroskuð manneskja sem tók líf-
inu eins og það var með stillingu.
Láru var komið í fóstur á Mýrum,
nokkurra mánaða gamalli, þar sem
móðir hennar var einstæð móðir með
3 börn. Föður sinn sá hún aldrei, en
hann lést í spönsku veikinni 1918,
þ.e. áður en hún fæddist. Það hefur
vafalaust verið erfitt fyrir ungt barn
að alast upp fjarri móður sinni. Talið
er að slíkt herði börn eða beygi. Í til-
viki Láru virðist það fyrra gilda, og
hefur eflaust stuðlað að þroska henn-
ar.
Lára starfaði ýmislegt um ævina.
Þannig vann hún sem þerna á
strandferðaskipum fyrr á árum. Hún
tók fullan þátt í rekstri fyrirtækis
þeirra hjóna á 7. áratug síðustu ald-
ar. Síðar starfaði hún lengi við versl-
unarstörf, á skrifstofu Tollstjóra og á
fleiri stöðum.
Þegar Friðrik eiginmaður hennar
tók við starfi forstöðumanns/hús-
varðar í íbúðum aldraðra í Lönguhlíð
3, tók hún að sér að sjá um fé-
lagsstarf í húsinu. Fórst henni það
vel úr hendi, og átti gott samband
bæði við íbúa hússins og starfsmenn
heimilisins. Börnin okkar urðu
heimagangar í Lönguhlíðinni og nutu
þau vinsælda afa og ömmu, því íbúar
hússins voru þeim mjög góðir alla tíð.
Lára var mikil prjónakona og
prjónaði m.a. lopapeysur á alla fjöl-
skylduna. Mér er minnisstætt þegar
við fjölskyldan bjuggum í Svíþjóð, að
mörgum Svíanum varð starsýnt á
peysurnar, og spurðu hvar hægt
væri að fá svona peysur. Það varð úr
að hún fór að prjóna fyrir ýmsa vini
og kunningja okkar þar ytra, og urðu
peysurnar hennar vinsælar og fóru
víða. Geri ég ráð fyrir að enn þann
dag í dag gangi einhverjir Svíar í
lopapeysunum hennar.
Lára var einstaklega barngóð og
reyndist börnum okkar hin besta
amma, enda hafa þau alla tíð verið
hænd að henni. Það var viðtekin
venja þegar komið var í heimsókn til
Friðriks og Láru að boðið væri upp á
pönnukökur, kleinur eða ástarpunga,
sem hún bakaði reglulega.
Þegar Lára og Friðrik létu af
störfum báru þau gæfu til að vera við
góða heilsu. Þau notuðu því tækifær-
ið og ferðuðust mikið næstu árin.
Fóru þau m.a. til Kína, Rússlands,
allt austur að Kyrrahafi og Ástralíu.
Höfðu þau mikla ánægju af þessum
ferðum, sáu margt og kynntust
mörgu fólki í þeim. Ég kveð tengda-
móður mína Láru og þakka henni
fyrir allt sem hún hefur gert fyrir
fjölskyldu okkar í gegnum tíðina.
Megi minningin um Láru Vilhelms-
dóttur lifa.
Ágúst Á. Þórhallsson.
„90 ára? Það getur varla verið, í
mesta lagi 85, samt held ég að það sé
ekki meira en 80 ára.“ Þetta sagði
amma Lára um daginn þegar við
ræddum komandi stórafmæli hjá
henni og hvernig haldið skyldi upp á
það. Ég var alveg sammála henni því
þó heilsunni hefði hrakað mikið síð-
ustu árin þá var hún svo ung í anda
og þessi setning lýsti því skemmti-
lega.
Alltaf var amma tilbúin að hlusta á
okkur unga fólkið alveg fordóma-
laust og var mjög áhugasöm um allt
sem við vorum að gera. Hún var al-
gjör dugnaðarforkur, henni féll aldr-
ei verk úr hendi og það var einstak-
lega gott að vinna með henni – enda
skilst mér að við séum um margt lík-
ar langmæðgurnar, hvað það varðar!
Að geta leitað til ömmu sinnar með
allskyns vandamál, hvort sem það
eru unglingavandamál eða bara full-
orðinsvandamál, er að mínu mati al-
veg ómetanlegt. Sérstaklega til konu
eins og ömmu, réttsýnni manneskju
er ekki hægt að hugsa sér og hún
bókstaflega stráði friðarfræjum í
kringum sig og fékk mann til að sjá
hlutina frá öðru sjónarhorni og þar
með jafnvel leysa þá.
Hún amma hefur skipað stóran
sess í lífi mínu alveg frá fæðingu því
við mamma bjuggum hjá henni og
afa þegar ég fæddist. Strax þá mynd-
aðist þessi sterka taug sem var á
milli okkar ömmu. 3ja ára gömul
fluttist ég til Svíþjóðar með foreldr-
um mínum og urðu fagnaðarfundir
þegar þau komu í heimsókn á sumr-
in.
Þegar við fluttum heim frá Svíþjóð
varð heimili þeirra minn fasti punkt-
ur í tilverunni. Við vorum ekki komin
með húsnæði svo úr varð að ég sótti
skóla í hverfinu hjá ömmu og afa.
Þau bjuggu í Lönguhlíð 3 og störfuðu
þar einnig sem húsverðir. Mér fannst
bæði spennandi og gaman að fá að
vera hjá þeim þar, fylgjast með þeim
í vinnunni og hjálpa til. Þau voru úti-
vinnandi heima sem við krakkarnir
nutum góðs af og vinir okkar líka.
Það var ekki amalegt að geta boðið
vinunum með sér heim úr skólanum í
stóra mötuneytiseldhúsið í Löngu-
hlíðinni og þiggja þar kræsingar.
Eftir að þau komust á aldur fluttu
þau í Blásali í Kópavogi. Þar bjuggu
þau í fallegri íbúð á 8. hæð með alveg
dýrindis útsýni. Þar leið þeim báðum
mjög vel enda komin í nána snert-
ingu við náttúruna sem var þeim svo
kær. Stundum stilltu þau upp bestu
stólunum sínum þannig að þau gæti
setið og horft út um gluggann og
beint upp í Heiðmörk.
Eins og sést á skrifum mínum hér,
tala ég alltaf um þau þó hér séu
minningar mínar um ömmu að rata á
blað. En það er ekkert skrýtið því
samstilltari hjón en amma og afi eru
vandfundin. Þau voru hinir bestu fé-
lagar og mátar og sennilega sætustu
hjón sem til eru! Það var því stórt
skarð sem myndaðist í lífi hennar
ömmu þegar hann afi dó haustið
2005. Á dánarbeði afa lofaði ég að
passa hana ömmu eins vel og ég gæti
þar til hún kæmi til hans og hef ég
reynt það eftir fremsta megni.
Elsku amma mín, að fá að sitja hjá
þér og halda í höndina þína þangað til
ég fann að hann afi kom og sótti þig
var mér mjög dýrmætt. Það er stund
sem ég mun aldrei gleyma. Takk fyr-
ir að hafa kallað á mig.
Ég elska þig, amma.
Þín
Tinna.
Hvernig kveður maður einhvern
sem hefur fylgt manni frá fyrsta
degi, en hefur aldrei látið mikið á því
bera? Hvernig kveður maður ein-
hvern sem hefur í hógværð sinni
haldið sig til hlés, en engu að síður
látið svo óendanlega gott af sér leiða?
Hvernig minnist maður þess sem
hefur staðið með manni í gegnum líf-
ið en þó alltaf í bakgrunni? Ein-
hvernveginn koma alltaf sömu þrjú
orðin upp í hugann þegar ég minnist
hennar Láru ömmu minnar. Þraut-
seigja, hógværð og æðruleysi. Þraut-
seigja fram á síðustu stundu. Hversu
oft héldum við að þetta væri nú allt
saman að koma? Hversu oft héldum
við að hún amma væri að kveðja, til
þess eins að hún dreif sig á fætur og
fékk sér kaffisopa? Hversu lengi
barðist þessi litla písl áfram, þrátt
fyrir að öll von væri úti? En hún
amma barðist áfram, hetjulega, allt
fram að síðasta andardrættinum,
þennan fallega sumardag nú fyrir
skömmu.
En þrátt fyrir allan dugnaðinn var
hún Lára amma ekkert fyrir það að
ota sínum tota. Hún var ekki mikið
fyrir það að stæra sig né berast á.
Dramb var ekki til staðar og góð-
mennska hennar var alltumlykjandi.
Allt frá mínum fyrstu minningum
með henni, þegar hún heimsótti okk-
ur til Svíþjóðar og fram að því að ég
kvaddi hana á Grundinni fyrir nokkr-
um vikum síðan man ég eftir þessari
miklu hlýju sem nærvera hennar
veitti manni. Varla var það eingöngu
vegna hinnar stórfenglegu matarást-
ar sem ég hafði á ömmu, í gegnum
slátrið, pönnukökurnar, ábrestina
og góðgrautinn. Það var eitthvað
meira, eitthvað stærra sem ég get
ekki fest fingur á. Ekki heldur núna
þegar hún er farin.
Vinstrikona var hún amma fram
til hins síðasta. Hún lifði allar þær
stórkostlegu breytingar sem fylgdu
síðustu öld. Allt frá fátæktinni og
kreppunni á 3. og 4. áratugnum að
stríðsárunum og endurreisninni í
kjölfarið og áfram út öldina. Þegar
maður staldrar við, áttar maður sig
á því hvað þessi kynslóð fólks hefur
lifað stórfenglegar breytingar um
sitt æviskeið. Hvað þessi kynslóð
hefur lagt á sig, til að við hin sem á
eftir komum fengjum að njóta alls
sem við höfum í dag. Við þessar
hugsanir fyllist maður þakklæti. Og
ekki eingöngu stöndum við á herð-
um þeirra vegna alls síns erfiðis,
heldur eyddi þessi kynslóð líka ævi-
kvöldi sínu í að upplýsa okkur,
fræða, skemmta og hugga allt fram
á síðasta dag. Og það er ég ekki síð-
ur þakklátur fyrir. Og með slíku
þakklæti kveð ég hana ömmu og um
leið átta ég mig á því að besta leiðin
til að heiðra minningu Láru ömmu
og kveðja hana um leið er einfald-
lega að temja mér það sem hún hafði
í fyrirrúmi, þrautseigju, hógværð og
æðruleysi.
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
(Davíð Stefánsson.)
Þórhallur Ágústsson.
Hjartkær vinkona mín og nafna
hefur kvatt þetta líf, tæplega 90 ára
gömul. Ég á ótal minningar um
nöfnu mína, allar góðar.
Nafna mín var góð vinkona for-
eldra minna, hún var kostgangari
hjá þeim. Í mínum fyrstu minning-
um var nafna mín mér alltaf nálæg.
Eftir að hún stofnaði heimili eru
heimsóknir til hennar ásamt móður
minni minnisstæðar. Seinna fórum
við saman ég og eldri bróðir minn,
en hann kallaði hana líka nöfnu. Við
fengum ískalda mjólk og Frón-
kremkex sem okkur þótti mikið
hnossgæti, en það var ekki svo al-
gengt á þeim tíma. Oft töluðum við
um hvað það var frábært að heim-
sækja nöfnu og Friðrik mann henn-
ar, þau voru góðir gestgjafar. Minn-
isstætt er mér „ljónið“ sem þau áttu,
það var í stofunni, ég var ávallt heill-
uð af þeirri styttu. Árin liðu, nafna
mín útvegaði mér vinnu er ég var
unglingur, við unnum saman við
verslunarstörf og einnig í veislum,
við áttum mjög gott með að vinna
saman. Hún studdi ávallt við bakið á
mér, hvað sem á gekk, og á ég henni
mikið að þakka.
Í gegnum árin ferðaðist ég með
henni og manni hennar Friðriki.
Það var virkilega gaman að ferðast
með þeim hjónum, þau voru mjög
fróð og höfðu mjög góða frásagn-
arhæfileika. Ófáar eru sumabú-
staðaferðirnar sem við höfum farið
saman, þó er ein sem upp úr stend-
ur, árið 2001 er við vorum saman í
bústað á Kirkjubæjarklaustri í eina
viku, ógleymanlegur tími. Friðrik
lést fyrir fjórum árum. Einnig hef
ég verið svo lánsöm að dóttir nöfnu
minnar hefur verið mín besta vin-
kona og öll hennar fjölskylda staðið
mér nærri. Einnig hefur sonur
hennar og hans fjölskylda ávallt
tekið mig sem eina af fjölskyldunni,
og hef ég verið með þeim öllum við
ýmis tækifæri á tímamótum fjöl-
skyldunnar.
Nafna mín var sérstök kona,
ákveðin, heilsteypt og fordómalaus
gagnvart öllum aldurshópum. Hún
var vinmörg og allir fjölskyldumeð-
limir elskuðu hana, enda sýndi það
sig hvað hún fékk ávallt margar
heimsóknir, allir elskuðu hana.
Elsku nafna mín, þakka þér fyrir
allt og allt.
Sendi fjölskyldunni allri samúð-
arkveðjur.
Lára K.
Lára V. Vilhelmsdóttir
Emilía Eygló Jónsdóttir
Gunnarsson
✝ Emilía EyglóJónsdóttir fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum, 25. október
1925. Hún lést úr
krabameini á heimili
dóttur sinnar í
Bandaríkjunum 5. júlí
sl. Foreldrar hennar voru hjónin Stef-
anía Einarsdóttir, ættuð frá Hrauntúni í
Biskupstungum og Jón Ólafsson, ætt-
aður frá Skarðshlíð, Austur-Eyjafjöllum.
Systkini Eyglóar voru Anna Ólafía Jóns-
dóttir, fósturbróðir Magnús Jónsson, og
uppeldissystir Guðrún Sigurðardóttir,
þau eru öll látin, en eftirlifandi er bróðir
hennar Ólafur Jónsson. Eygló ólst upp í
Vestmannaeyjum fram á unglingsár, en
fór síðan til náms til Reykjavíkur í Versl-
unarskóla Íslands, þar sem hún lauk
verslunarskólaprófi.
Eygló giftist Guðna Kristni Gunn-
arssyni og fóru þau til Kanada þar sem
Guðni stundaði háskólanám. Þau flutt-
ust síðar til Salisbury í Maryland í
Bandaríkjunum og bjuggu þar upp frá
því, utan fárra ára, sem þau bjuggu hér
á Íslandi. Guðni lést 1984 en Eygló bjó
áfram í Salisbury. Börn þeirra eru: a)
Anna Jóna Pfeiffer, maður Leonard
Pfeiffer IV, börn þeirra eru Kristín Emilía
Pfeiffer, Leonard Pfeiffer V, Lauren D.
Pfeiffer og Jacqueline A. Pfeiffer. b)
Gunnar Kristinn Gunnarsson, eiginkona
Jennifer Jill Johnston, synir þeirra eru
William Brady Gunnarsson og Erik
Kristinn Gunnarsson.
Eygló vann skrifstofustörf í Kanada
meðan Guðni var við sitt nám, annars
var hún heimavinnandi, en tók virkan
þátt í sjálfboðavinnu tengdri heilbrigð-
ismálum. Hún var meðlimur í Garð-
yrkjuklúbbi og í Lúthersku kirkjunni í
Salisbury. Hún var áhugasamur bridge-
spilari og tók oft þátt í keppnum.
Minningarathöfn um Eygló var í Bet-
hany Lúthersku kirkjunni í Salisbury
sunnudaginn 26. júlí sl.
Eygló verður jarðsungin frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 10.
ágúst og hefst athöfnin klukkan 14.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag