Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Alltaf er það virðingarvertþegar tónlistarfólk sendirfrá sér sköpunarverk semlúta í engu utanað-
komandi lögmálum heldur eingöngu
persónulegum metnaði flytjandans
sjálfs. Þeir sem láta markaðs-
sjónarmið lönd og leið eru sann-
arlega menn með mönnum og með
það í huga verður að segjast að
Níels Árni Lund er karl í krapinu –
ekki síst fyrir þær sakir að hann
tekur sjálfan sig mátulega alvarlega
og leggur metnað sinn óskertan í að
létta lund áheyrandans. Víst er á
því þörf nú um stundir og Níelsi
ferst ætlunarverkið vel úr hendi.
Eins og Níels kveður sjálfur um
er hann á afa aldri og man því tím-
ana tvenna hvað flestar hliðar til-
verunnar varðar. Það er ekki síst
þegar skoplegt sjónarhorn hans á
nútímann blasir við sem hlustand-
inn kímir enda skondið að heyra
hann bera saman íslenskan heim-
ilismat við pestó, pítur og þess-
háttar nýmeti eða þá heilbrigðan
rómans saman við tilhugalíf sem
hefst og endar á forsíðum „menn-
ingarrita“ við búðarkassann. Aðrar
skuggahliðar nútímans fá sína
sneið, og nægir þar að nefna svif-
ryk, rítalín og sorpflokkun. Í bland
fljóta með tímalausari yrkisefni á
borð við framboðsslag og framhjá-
hald, með jafnfínum árangri.
Samt má segja að í draumi Níels-
ar – að gefa safn af frumsömdum
gamanvísum út – sé ef til vill fall
hans sömuleiðis falið því breiðskífur
með gamanvísum af þessu tagi gáfu
menn gjarnan út á áratugum áður.
Fyrir bragðið er útgáfa af þessu
tagi mestanpart barn síns tíma, sem
fyrir þónokkru er liðinn. Engu að
síður má leiða þónokkrar líkur að
því að kynslóð Níelsar – sem man
sprelligosa á borð við Ómar Ragn-
arsson, Bessa Bjarnason og Flosa
Ólafsson syngja glens útgefið af SG
hljómplötum – muni taka geisladiski
hans höndum tveim og það með
réttu því skáldið yrkir skemmtilega
og um leið þónokkuð dýrt, og þegar
best lætur er ómögulegt annað en
að brosa með.
Þó diskur þessi hrökkvi skammt
sem dægurtónlist þá mætti segja
mér að margir sem eru á aldur við
flytjandann taki honum tveim hönd-
um. Flest lögin geta framkallað
bros, og yfirlýstu markmiði Níelsar
er þar með náð – að menn hafi af
músíkinni gaman.
Gaman
á gamla
mátann
Níels Árni Lund – Gamanvísur
bbmnn
JÓN AGNAR
ÓLASON
TÓNLIST
Í DAG verður opnuð sýningin
Dalir – hólar – handverk í
Ólafsdal. Sýningin er sýning-
arverkefni í Dölum, við Breiða-
fjörð og á Ströndum. Náttúra
og menning svæðisins er upp-
spretta verkanna, og er skóla-
hús gamla landbúnaðarskólans
í Ólafsdal og umhverfi hans út-
gangspunktur sýningarinnar.
Skólinn var á mörkum þeirra
þriggja sýslna sem sýningin
spannar. Sýningin fer þannig fram á 4 stöðum: í
húsi gamla Landbúnaðarskólans í Ólafsdal, á
Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð, í
Byggðasafni Dalamanna að Laugum í Sælingsdal
og í Bátasafni Breiðafjarðar, Reykhólum.
Handverk
Sýning á handverki
opnuð í Ólafsdal
Landbúnaðarskól-
inn í Ólafsdal.
Í KVÖLD kl. 21 stendur
skáldafélagið Nykur fyrir
svakalegri ljóðadagskrá eins
og fram kemur í tilkynningu.
Skáldin sem lesa að þessu sinni
eru Davíð Stefánsson, Emil
Hjörvar Petersen, Halla Gunn-
arsdóttir, Sigurlín Bjarney
Gísladóttir og Sverrir Norland,
sem mun leika popptónlist í
bland við ljóðalestur. Þetta
kvöld, sem er tileinkað hinum
melankólíska mánuði, ágúst, fer fram á veit-
ingastaðnum og öldurhúsinu vinsæla Boston og
segir jafnframt í hnyttinni tilkynningu að „að boð-
ið verði upp á skemmtileg ljóð í bland við leiðinleg.
Eitthvað fyrir alla.“
Ljóðlist
Ljóðágústkvöld
Nykurs á Boston
Sverrir Norland
mun lesa og spila.
VÖKUDRAUMAR er yf-
irskrift myndlistarsýningar
Maríu Sigríðar Jónsdóttur list-
málara sem nú stendur yfir í
Ketilhúsinu – svölum – á Ak-
ureyri. Þar sýnir María olíu-
málverk, en þau voru máluð á
árunum 2008-2009. Sýningin
stendur til 16. ágúst og er opin
alla daga nema mánudaga frá
13 -17. María Sigríður Jóns-
dóttir er fædd á Akureyri. Hún
hleytpi svo heimdraganum og árin 1994-1998
stundaði hún myndlistarnám við Accademia di
Belle Arti í Flórens og hefur búið og starfað í
Prato á Ítalíu síðan. Hún hefur haldið einkasýn-
ingar og samsýningar bæði hér og á Ítalíu.
Myndlist
María Sigríður
sýnir í Ketilhúsinu
María Sigríðar
Jónsdóttir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„ÞETTA er auðvitað tæknilega hægt,
að gera út svona stöð,“ svarar Páll
Magnússon útvarpsstjóri. Hann bend-
ir þó á mikinn niðurskurð og sparnað-
araðgerðir hjá RÚV seinustu misseri
og þá sérstaklega eftir bankahrunið.
Við þær hafi íþróttaumfjöllun hjá
RÚV snarminnkað og því sé ekki eins
knýjandi og oft áður að velta fyrir sér
slíkri sjónvarpsrás, þar sem efnið sem
færi á hana væri ekkert sérstaklega
mikið. „Þegar dreifing RÚV verður
komin á stafrænt form þá er þetta
enginn vandi. Þá er þetta útlátalítið og
gæti vel komið til greina að búa til að-
gang að þannig rás þegar stórar og
langvinnar keppnir eru í gangi, t.d.
Ólympíuleikar og heimsmeistaramót,
að þá séum við a.m.k. með tímabundið
opna svoleiðis rás. Það er líka aukin
þjónusta því þá væri hægt að sýna alla
leiki og allar greinar, þá þyrftum við
ekki að velja og hafna, fólk gæti gert
það sjálft,“ segir Páll.
Útvarpsstjóri segir það illverjandi
fyrir RÚV að verja takmörkuðu fjár-
magni í að koma upp slíkri sjónvarps-
stöð mitt í efnahagskreppunni. Upp-
hafskostnaður við hana yrði um 100
milljónir króna, að viðbættum kostn-
aði við að halda henni úti.
Stafræn dreifing eftir 5 ár?
Hefur þetta verið rætt hjá RÚV?
„Já, þetta hefur oft verið rætt en
venjulega hafa menn þó verið að tak-
marka þessa umræðu við það hvað
við myndum gera þegar við förum í
stafræna dreifingu og hvort við
myndum þá ekki búa þannig um
hnútana að við myndum tappa af yfir
á aðra rás þegar við værum með
stórviðburði af þessu tagi,“ svarar
Páll. Ef ekkert óvænt komi upp á þá
sé raunhæft að Sjónvarpið fari í staf-
ræna dreifingu innan fjögurra eða
fimm ára. „Þá er þessi spurning orð-
in mjög gild, hvort við búum þá ekki
þannig um hnútana að við getum
keyrt hliðarrás þegar svona við-
burðir og beinar útsendingar eru í
gangi,“ segir Páll. Sjálfsagt hefði
stafræn dreifing verið möguleg innan
tveggja ára hefði kreppan ekki skoll-
ið á. „Ég hugsa að þetta verði ekki al-
mennilega á dagskrá fyrr en sam-
hliða því að við tökum upp stafræna
dreifingu.“
Aukasjónvarpsstöð
tæknilega möguleg
Það myndi kosta RÚV 100 milljónir að opna sérstaka stöð fyrir útsendingar
frá íþrótta- og menningarviðburðum Kreppan tefur fyrir stafrænni dreifingu
Af hverju er ríkisútvarpið ekki
með sérstaka sjónvarpsstöð til
að sýna frá íþrótta- og menning-
arviðburðum, t.d. Ólympíu-
leikum, í stað þess að rjúfa dag-
skrá? Hvað er því til fyrirstöðu
að opna slíka stöð?
Morgunblaðið/Golli
Snúið Páll Magnússon segir illverjandi fyrir RÚV að koma upp sérstakri
sjónvarpsstöð fyrir íþrótta- og menningarviðburði – eins og staðan er í dag.
Svo efnislega and-
styggileg að í lokin
er maður orðinn nei-
kvæður og reiður
sakir illskunnar 30
»
FÆREYSKI „leikbólkurinn“ Huðr-
ar mun sýna Óþelló Shakespeares í
Iðnó næstkomandi miðvikudag í tví-
gang. Einnig verður sýnt á Húsavík
á föstudaginn. Leikhópurinn er skip-
aður ungum leikurum og hefur hann
átt mikilli velgengni að fagna að
undanförnu og er að fara með sýn-
inguna á Mondial du Theatre hátíð-
ina í Mónakó, sem er ein stærsta og
virtasta hátíð áhugamannaleikhópa í
heimi. Er þetta í fyrsta sinn sem
færeyskur leikhópur sækir hátíðina.
Færeyskur
Óþelló
Grundvallarreglan er þessi að við fylgjum íslensk-
um landsliðum í alþjóðlegum keppnum, það er
númer eitt, og þá ekki bara í boltaíþróttum,“ segir
Páll um beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum í
Sjónvarpinu og nefnir sem dæmi Ólympíuleikana
og HM íslenska hestsins. „Það er engin launung á
því að eftir því sem þessi landslið okkar ná lengra
í keppni, þeim mun betur fylgjum við þeim eftir.“
Páll nefnir frábæran árangur íslenska kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, að sýnt verði beint frá
leikjum liðsins í úrslitakeppni EM í Finnlandi. Fyrir
því víki aðrir dagskrárliðir og flytjist til, enda sé
það minna mál í dag en áður fyrr að hnika til frétt-
um. Stór hluti þjóðarinnar hafi aðgang að netinu
og geti horft á fréttatíma á vef RÚV hvenær sem
þeir kjósi og hafi einnig aðgang að RÚV+ í staf-
rænu sjónvarpi, þar sem dagskráin er sýnd klst.
síðar.
18. og 19. júlí sl. var Morgunstund barnanna rofin
hjá Sjónvarpinu vegna beinnar útsendingar frá
Opna breska meistaramótinu í golfi, af hverju?
„Þetta heyrir til algjörra undantekninga,“ svarar
Páll. Einstaka undantekningatilvik frá fyrri reglu
komi upp, tvisvar til þrisvar á ári u.þ.b. og þetta
alþjóðlega golfmót sé dæmi um slíkt. Slíkir við-
burðir hitti stundum á sýningartíma ákveðinna
dagskrárliða sem stjórnendur RÚV vilji treglega
flytja til, barnaefni og fréttir þá helst, og þá hugsi
menn sig tvisvar um. Ekki megi gleyma því að
RÚV hafi víðfeðmar skyldur við landsmenn varð-
andi fréttaflutning og útsendingar frá íþróttum.
Slíkar útsendingar séu því ekki utan almanna-
þjónustu RÚV heldur innan hennar. Stundum
þurfi að þjóna tilteknum hópi á kostnað annars.
„Undan því verður bara ekki vikist meðan við er-
um að reyna að þjóna öllum á einni og sömu rás-
inni.“
Páll segir s.k. dagskrárráð hittast einu sinni í viku
og það leggi endanlega blessun sína yfir dag-
skrána. Á þeim fundum sé sérstaklega tekið fyrir
ef rjúfa þurfi hefðbundna dagskrárliði. Í ráðinu
sitja dagskrárstjórar RÚV.
Stundum þarf að þjóna tilteknum hópi á kostnað annars
Morgunblaðið/Ómar
Í beinni Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem hefur staðið sig gríðarlega vel að und-
anförnu, leikur í úrslitakeppni EM í Finnlandi. Sjónvarpið sýnir að sjálfsögðu beint frá því.