Morgunblaðið - 18.08.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.08.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Stærðir 38-56 20% auka afsláttur af útsöluvörum við kassa Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið virka daga kl. 10-18 DÖMUPEYSUR kr. 4.900 Fleiri litir LAGERSALA 50-70% AFSL. Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Opnun Hef opnað aftur eftir sumarfrí Fótaaðgerðarstofa Kolbrúnar Ármúla 5, sími 845 0527 GUÐLAUGUR Þór Þórðarson beindi þeirri fyrirspurn til Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra hvort sú stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að enginn ríkisstarfs- maður skuli vera með hærri laun en forsætisráðherra fari saman við það markmið ríkisstjórnarinnar að halda vel menntuðu fólki í landinu. „Varðandi þá sérstöku spurningu hvort sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að miða hæstu laun í ríkisgeiranum við laun forsætisráðherra muni ýta undir spekileka [þ.e. brain drain á ensku eða atgervisflótta] þá verð ég nú að fullyrða að ég tel að það sé nú hægt að fá ansi gott fólk til starfa fyrir tæpa milljón á mánuði. Og ef viðmiðið er að besta fólkið fáist einungis með þeim ofurlaunum sem voru í boði innan íslenska fjármálakerfisins þá tel ég að okkur hafi ekki tekist mjög vel að ráða fólk fyrir þau laun,“ sagði Gylfi. „Ég vil upplýsa hæstvirtan viðskiptaráðherra um það að þetta snýst ekki um ofurlaun í bankakerfinu. Þetta snýst m.a. um heilbrigðiskerfið og það kemur í ljós að við erum með nokkur hundruð manns sem eru með hærri laun heldur en forsætisráðherra, án fríðinda, og það er algjörlega ljóst að við erum í mjög mikilli samkeppni um þetta fólk. Ef hæstvirtur viðskiptaráðherra hefur ekki áhyggjur af þessu þá er það auðvitað ákveðið svar og ber að þakka fyrir hreinskilnina,“ sagði Guðlaugur Þór. silja@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Í pontu Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Gott fólk fyrir tæpa milljón SIGMUNDUR Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, beindi í óundirbúnum fyr- irspurnartíma Alþingis í gær þeirri spurningu til Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra, hvað myndi gerast ef Bretar og Hollendingar ákvæðu að beita fyrir sig vanefnd- arákvæðum og gjaldfella Icesave- lánið í heild sinni. Steingrímur sagði málið í heild snúast um það hvort reynt sé að vinna úr málum í góðri trú eða gefa sér fyrirfram að allt fari á versta veg. Minnti hann á að náist að ljúka málinu með þeim hætti að íslenski tryggingasjóðurinn taki lán fyrir innistæðunum og fái ríkisábyrgð innan þeirra marka sem þingið hefur verið að leggja grunn að að undan- förnu, þá eigi allir aðilar hagsmuna að gæta af því að málið gangi upp. Öllum í hag að Íslendingum vegni vel „Þeirra hagsmunir [þ.e. Breta og Hollendinga] verða að sjálfsögðu þeir að íslenskt hagkerfi þróist þannig að okkur vegni það vel að það sé líklegt að við getum borgað pen- ingana til baka. Það væri væntan- lega ekki vænlegasta leiðin til þess af þeirra hálfu að koma okkur í vandræði með því að gjaldfelli allt í einu lánasamninginn upp úr þurru,“ sagði Steingrímur. Ítrekaði hann þá skoðun sína að það væru ekki aðeins hagsmunir Breta og Hollendinga heldur fjölmargra annarra, s.s. Norðurlandanna og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, að Íslendingum vegni það vel að þeir geti greitt til baka þau lán sem þjóðin verði að fá úr ýmsum áttum. Sigmundur sagði það geysilega ánægjuleg tíðindi að fjármálaráð- herra skyldi hafa viðurkennt að það væri fráleitt fyrir Breta og Hollend- inga að ætla að skaða íslenskt efna- hagslíf. „Því hefur nefnilega verið haldið fram hérna vikum og mán- uðum saman og nánast hótað að ef Íslendingar gengju ekki að Icesave- samningunum nákvæmlega eins og þeir eru myndu Bretar og fleiri þjóð- ir hreinlega leggja íslenskt efna- hagslíf í rúst. Þetta var hótunin sem var hér hangandi yfir þingi og þjóð og markaði mjög alla umræðu um þessa samninga og hefur gert okkur mjög erfitt fyrir um að ræða þetta á rökréttum nótum. Þannig að það er mjög gott að ráðherra skuli gangast við því nú að auðvitað er það ekki rökrétt fyrir þessar þjóðir að leggja íslenskt efnahagslíf í rúst, sérstak- lega ef þau hafa ekki þau veð í ís- lenskum eignum sem þá þyrftu að koma í stað greiðslu sem samning- arnir hefðu tryggt þeim ef ekki hefðu komið til fyrirvararnir.“ silja@mbl.is Gagnkvæmir hagsmunir Ætla ekki að skaða íslenskt efnahagslíf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Steingrímur J. Sigfússon Orðrétt ’ Hæstvirtur fjármálaráðherra oghæstvirtur forsætisráðherra hafaákveðið að beita sinni skapandi hugs-un og troða breytingatillögunumþannig inn í samninga að þær rúmist nú allar innan þeirra. Ég er þeirrar skoðunar að við erum ekki að gera þjóðinni nokkurt einasta gagn með því að horfast ekki í augu við þá aug- ljósu staðreynd að breytingatillögur þær sem gerðar voru í fjárlaganefnd gjörbreyta forsendum samningsins.“ BJARNI BENEDIKTSSON ’Þess vegna eigum við ekki aðgefa okkur fyrirfram að af ein-hverri meinbægni í okkar garð munimenn reyna að bregða fæti fyrir þaðað við getum staðið við okkar skuld- bindingar.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ’ Mig langar að biðja [fjár-mála]ráðherra að upplýsa migum það, fari svo að það þurfi aðsemja upp á nýtt, hvort hann munikalla til starfa þá samninganefnd sem gerði upphaflegu samningana eða hvort hann sjái fyrir sér að leitað verði nú til erlendra sérfræðinga og þeir beðnir um aðstoð við samn- ingagerðina.“ GUNNAR BRAGI SVEINSSON ’ Virðulegi forseti. Það stóð áklukkunni minni að það væri mín-úta eftir […] Ég get ekki tekið mið aföðru en þeirri klukku sem hér er. Erueinhverjar aðrar hugmyndir í gangi?“ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ’ Þingmanninum ber nú að þekkjaþingsköp eftir alla hans reynsluaf þingstörfum.“ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR ÞRÁINN Bertelsson sagði sig formlega úr þingflokki Borg- arahreyfingarinnar við upphaf þingfundar í gær. Í bréfi frá Þráni sem Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttur, þingforseti, las upp sagði meðal annars: „Ég hef sagt mig úr Borgarahreyfingunni og slitið samstarfi við fólk sem telur orðheldni vera til marks um alvarlega heilabilun. Ég mun starfa sem óháður þingmaður og vinna í anda stefnuskrár og kosningaloforða Borgarahreyf- ingarinnar hér eftir sem hingað til. “ Í beinu framhaldi kvaddi Mar- grét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sér hljóðs og bað Þráin afsökunar á tölvubréfi því sem hún skrifaði og komst í hámæli í síðustu viku . „Mig langar að nota þetta tæki- færið og biðja háttvirtan þing- mann Þráinn Bertelsson afsök- unar á bréfi sem ég skrifaði og verið hefur í umræðunni síðustu daga . Um mannleg mistök var að ræða. Ætlunin var alls ekki að skaða mannorð háttvirts þing- manns á nokkurn hátt eða veitast að persónu hans.“ silja@mbl.is Margrét bað Þráin afsökunar á Alþingi Margrét Tryggvadóttir Þráinn Bertelsson @ Fréttirá SMS Í YFIRLÝSINGU sem Morgunblað- inu hefur borist frá Þórði Þor- geirssyni hestamanni segir m.a. að brottvikning hans úr landsliðinu í hestaíþróttum fyrir agabrot hafi verið honum og fjölskyldu hans erfið reynsla en að eftir að hafa íhugað öll málsatvik fallist hann á að fyrirliði landsliðsins hafi engan annan kost átt í stöðunni. „Ég bið trúnaðarmenn landsliðsins, hesta- menn og aðra velunnara hesta- mennskunnar afsökunar á aga- brotum mínum,“ segir í yfirlýsingunni. Biðst afsökunar NÝR ferðavefur, www.turisti.is, var opnaður 6. ágúst sl. Með vefsíðunni er ferðalöngum gert auðveldar um vik að nálg- ast gagnlegar upplýsingar á íslensku um ferðalög til út- landa, en gott getur verið að kynna sér áfangastaðinn fyrirfram til að fá sem mest út úr fríinu. Á síðunni er einnig að finna ferðatengdar greinar og fréttir. Ferðavefur fyrir utanlandsferðir Í sólinni Gott er að skipuleggja fríið. HEILDARFJÖLDI nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund og hafa aldrei fleiri nemar verið skráðir í skólann frá upphafi. Um 14.000 þúsund stúdentar hafa þegar staðfest skólavist vegna náms við skólann á næsta misseri og á annað þúsund umsóknir eru enn í vinnslu. Námsumsóknum fjölgaði um 20% milli áranna 2008 og 2009 og hefur mjög stór hluti umsækjenda stað- fest skólavist. Nýnemar í grunnnámi verða um 3.700 í haust og nýnemar í fram- haldsnámi um 1.300. Aldrei fleiri nemar við HÍ en í haust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.