Morgunblaðið - 24.08.2009, Page 9

Morgunblaðið - 24.08.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 LAGERSALA 50-70% AFSL. Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. ágúst Heilsa og lífstíll Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2009. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum • Flott föt í ræktina • Andleg vellíðan • Afslöppun • Dekur • Svefn og þreyta • Matarræði • Skaðsemi reykinga • Fljótlegar og hollar uppskriftir • Líkaminn ræktaður heimafyrir • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni                                                                                                               Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is UM níutíu ný störf skapast við nýja aflþynnuverksmiðju Becro- mal í Krossanesi við Akureyri en tvær fyrstu vélasamstæður hennar voru gangsettar sl. föstudag. Fjörutíu manns munu vinna beint við verksmiðjuna fyrsta kastið, en starfsmönnum fjölgar eftir því sem uppsetningu véla vindur fram. Heildarfjöldi starfa – ásamt afleiddum störfum – er talinn verða nærri þrjú hundruð. Fyrsta græna stóriðjan „Þetta er fyrsta græna stóriðjan á Íslandi. Jafnframt markar þessi starfsemi þau tímamót að hér starfa innlendir og erlendir aðilar saman, en til þessa hafa erlendir aðilar leitt alla uppbyggingu stór- iðju hérlendis,“ segir Eyþór Arn- alds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, þróunarfélags verksmiðj- unnar á Íslandi. Uppbygging verksmiðjunnar hefur gengið vel, en tvö ár eru lið- in síðan raforkusamningur vegna starfseminnar á Íslandi var und- irritaður. Tvær vélasamstæður voru gangsettar sl. föstudag en alls verða tuttugu vélar komnar af stað um áramótin. Undir lok næsta árs er stefnt að því að full- um afköstum verði náð með 64 vélasamstæðum. Aflþynnur eru smíðaðar úr áli og eru notaðar í ýmsan rafbúnað, meðal annars til að halda uppi spennu. Einnig verða þynnurnar notaðar til dæmis í vindmyllur og sólarsellur þar sem þarf að jafna og viðhalda spennu. „Starfseminni var valinn staður á Akureyri þar sem hagstæðir samningar við Landsvirkjun náð- ust um orkukaup þar sem nýtt er umframorka sem féll til á norð- anverðu landinu, en orkuþörf starfseminnar á ári er um 75Mw fyrir fyrsta áfanga. Þá var gott samstarf við Eyfirðinga ekki til að spilla fyrir,“ segir Eyþór. Áætlaðan kostnað við áfangann segir hann um 10 milljarða kr. Margt í gangi „Mikilvægi verksmiðjunnar er augljóst. Sérstaklega á það við núna, þegar við horfumst í augu við talsvert atvinnuleysi sem þó er góðu heilli minna en gerist á suð- vesturhorni landsins,“ segir Her- mann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri. Hann segir að nyrðra sé jafnan unnið að margvíslegum verkefnum til eflingar atvinnulífinu og þar sé Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í lykilhlutverki. Þannig hafi fyrstu þreifingar vegna byggingar afl- þynnuverksmiðjunnar farið af stað í kringum árið 2000 en verkefnið fyrst farið af stað fyrir um fimm árum. „Það er einu sinni svo að minnstur hluti þeirra atvinnuverk- efna sem eru skoðuð kemst nokkru sinni í framkvæmd,“ segir Hermann. Fyrsta græna stór- iðjan á Íslandi í gang Ljósmynd / Mats Wibe Lund Krossanes Aflþynnuverksmiðjan er hvíta húsið fremst á myndinni. Framleiðslan fer á fullt undir lok næsta árs.  90 störf skapast  Aflþynnur úr áli í ýmsan rafbúnað  Tíu milljarða fjárfesting  Mikilvægt, segir bæjarstjóri LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu stöðvaði í gærmorgun ökumann á fólksbíl sem ók á ofsa- hraða í Þingholtunum í Reykjavík. Um tíma eltu fjórar lögreglu- bifreiðar bifreiðina sem maðurinn stýrði. Mikil hætta var á ferðum en fjöldi fólks fylgdist með eltingar- leiknum. Mildi þykir að ekki fór verr þar sem tilviljun réð því að enginn varð fyrir bifreið manns- ins. Að lokum var maðurinn stöðv- aður á bifreið sinni á Laufásvegi þar sem hann var handtekinn. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Ók hratt um götur mið- borgarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.