Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 12
Tormod Hermansen er 69 ára gamall hagfræðingur, hann er jafnaðarmaður og var ráðu- neytisstjóri í norska fjár- málaráðuneytinu á níunda ára- tugnum. 1991 var hann fenginn til að hafa umsjón með end- urreisn bankanna eftir norsku bankakreppuna sem lauk 1993-1994. Hann varð þá formaður sér- stakrar opinberrar trygginga- stofnunar bankanna sem starf- aði mjög sjálfstætt að þessu verkefni. Hermansen flytur í hádeginu í dag, föstudag, fyr- irlestur í hátíðarsal Háskóla Ís- lands og ber þar m.a. saman reynslu Norðmanna og þau áföll sem Íslendingar urðu fyr- ir í fyrra. Hann hefur veitt fjár- málaráðuneytinu ráðgjöf um endurreisn íslensku bankanna. Hermansen kemur hingað til lands í boði Samtaka fjárfesta, Icelandair og félagsvísinda- deildar HÍ. Hann var eitt sinn kallaður „voldugasti maður Noregs“ og lét einkum til sín taka á sviði fjármála og fjar- skiptafyrirtækja. Forstjóri norsku símafyrirtækjanna, Televerket og síðar Telenor, var hann 1991-2002. Með reynslu 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 TOGARINN Helga RE kom til Reykjavíkur í gær eftir 57 daga siglingu frá Taívan, þar sem skipið var smíðað. Útgerðarfyrirtækið Ingimundur hf. í Reykjavík á þetta nýjasta skip í íslenska flotanum. Morgunblaðið/Heiddi NÝTT SKIP Í FLOTANN Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is „VIÐ erum sennilega með ströng- ustu bankareglur á Norðurlönd- unum núna. Við hertum þær upp úr 1985 vegna þess að við sáum að kreppa gæti skollið á hjá okkur, komum í veg fyrir krosseignatengsl, bönnuðum stærra eignarhald en 10%, tryggðum að tengslin milli banka væru ekki of náin og komum í veg fyrir algert hrun. Við höfðum líka til þess tækin,“ segir Norðmað- urinn Tormod Hermansen. Hann þykir snjall greinandi og oft var leitað til hans þegar taka þurfti á mjög erfiðum verkefnum. Hann þótti afar skeleggur er hann stýrði bankakerfinu aftur í höfn eftir ólgu- sjóina um 1990. Fyrst var beitt um- fangsmikilli ríkisvæðingu til að koma í veg fyrir algert hrun og síð- an einkavætt strax og færi gafst. Nú á norska ríkið 34% í einum banka, hinir eru í einkaeigu. Stjórnmálamenn þurfa að ná endurkjöri – En ekki voru allir ánægðir með störf þín, eða hvað? „Þegar menn kvörtuðu varð ég alltaf fyrir svörum, gagnrýnin var oft harkaleg framan af og ég var eins og Stóri, grimmi úlfur í augum sumra,“ segir hann brosandi. „Það var vandlega skilið á milli valds stjórnmálamanna og þess myndug- leika sem við höfðum í stjórn trygg- ingastofnunar bankanna sem ann- aðist endureisn þeirra. Ég held að það sé best að skilja þarna á milli, þá þurfa stjórnmálamenn ekki að svara fyrir erfiðar ákvarðanir. Þeir þurfa nefnilega ekki bara að ná kosningu, þeir þurfa líka að ná end- urkjöri! Ég held að kunnáttuleysi hafi ver- ið rótin að falli bankanna hér. Varla var við því að búast að skyndilega hefði orðið til hér nægileg kunnátta og geta til að takast á við jafnmikil umsvif og raun bar vitni á alþjóð- legum mörkuðum.“ – Hefði átt að gera meira af því að gera skyndikannanir á stöðu bank- anna, fara inn í þá og skoða þá? „Já það held ég. Í Noregi fórum við upp úr 1985 að búa okkur undir að kreppa gæti skollið á í okkar fjár- málakerfi. Við fórum að fara meira sjálfir í saumana á stöðu bankanna. Þetta hefði líka átt að gera hér, menn hefðu átt að tryggja sér betri yfirsýn varðandi heildaráhættu bankanna, hefðu átt að rannsaka betur eignasöfn og gæði þeirra. Það er ekki nóg að uppfylla formlega kröfur um eigið fé.“ – Hvernig eigum við að skipu- leggja nýju bankana? „Enn er óvíst hverjir munu eiga þá, hvort erlendir aðilar komi þar við sögu, en það ætti að skýrast fljótlega. Það er mikilvægt að hér sé markaður á sviði bankastarfsemi, að samkeppni ríki. Ríkið verður að sjá til þess að bankarnir sem það tók yf- ir séu nógu vel fjármagnaðir en þeir mega ekki ráða yfir of miklum pen- ingum! Ef þeir gera það er hætta á að þeir fari út í nýja útþenslu. Menn verða því að vera varkárir. Ríkið stofni eignarhaldsfélag Það getur verið að ríkið og lánar- drottnar Kaupþings muni eiga nýja bankann í sameiningu. En þá verður einhver að fara með hlut ríkisins. Ég álít að ríkið ætti þá að stofna eignarhaldsfélag um þá eign til að tryggja nokkra fjarlægð milli stjórnmálamanna og bankans.“ – Hvað með stjórnendur? „Við skiptum á sínum tíma alveg um yfirstjórn í bönkuum í Noregi og líka endurskoðendurna, sem höfðu ekki staðið sig vel, voru ekki nógu hæfir. Margir stjórnendur í bönk- unum fóru reyndar sjálfviljugir. Ég held nú að það sama eigi við hér um endurskoðendurna í íslensk- um bönkum og stjórnendurna, skipta þarf út. Vandinn er að hæfni og reynsla þurfa líka að vera fyrir hendi. Það væri þess vegna gott að fá hæfa, erlenda bankamenn til að stýra endurreistu bönkunum hér um nokkurra ára skeið. Þetta myndi auka traust á bönkunum og banka- starfsemi snýst í reynd bara um traust,“ segir Tormod Hermansen. „Ég var eins og Stóri, grimmi úlfur“  Tormod Hermansen stýrði norska bankakerfinu farsællega gegnum kreppuna um 1990  Hann segir að gott væri að fá útlendinga til að stýra íslensku bönkunum í nokkur ár Morgunblaðið/Heiddi Hagfræðingur Tormod Hermansen: „Varla var við því að búast að skyndi- lega hefði orðið til hér nægileg kunnátta og geta til að takast á við jafnmikil umsvif og raun bar vitni á alþjóðlegum mörkuðum.“ Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NOKKUÐ hefur borið á því að fólk á atvinnuleysisskrá hafi byrjað í há- skólanámi en þiggi eigi að síður at- vinnuleysisbætur. Er vitað um á annað hundrað manns, sem þetta hafa gert, að sögn Karls Sigurðs- sonar, forstöðumanns vinnu- málasviðs Vinnumálastofnunar. Á vef stofnunarinnar er vakin athygli á að atvinnuleitendum sé ekki heimilt að stunda nám samhliða töku at- vinnuleysisbóta nema mat ráðgjafa Vinnumálastofnunar liggi fyrir um að heimila slíkt og gerður hafi verið sérstakur námssamningur þar um. Karl segir að Vinnumálastofnun hafi fengið auknar lagaheimildir til sam- keyrslu við nemendaskrár fram- halds- og háskóla. Er stofnunin nú komin með skrár frá öllum skólum og er samkeyrsla hafin. „Komi í ljós að þeir sem þiggja atvinnuleysis- bætur séu jafnframt skráðir í skóla án þess að hafa gert námssamning við Vinnumálastofnun, verða þeir krafðir skýringa, teknir af bótum og/ eða endurkrafðir um ofgreiddar bætur, eftir atvikum,“ segir í til- kynningunni á vef Vinnumálstofn- unar. Hægt er að tilkynna um meint svik á heimasíðu stofnunarinnar og hafa margir nýtt sér það. Skólanemar enn á bótum Margir hafa tilkynnt um meint bótasvik ALLT FYRIR ÞAKIÐ! TAX FREE! 27. ágúst - 6. september ÞAKSTÁL- ÞAKPAPPI - ÞAKRENNUR - ÞAKULL - ÞAKSPERRUR - ÞAKGLUGGAR - ÞAKMÁLNING - ÞAKSAUMUR OG MARGT FLEIRA „Í LJÓSI þeirra ummæla í Stak- steinum í Morgunblaðinu í dag að ákveðið hafi verið að hætta nema- verkefninu vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Það hefur hvergi verið tekin ákvörðun um það að hætta nemaverkefninu,“ segir í athuga- semd sem Morgunblaðinu barst frá Jórunni Frímannsdóttur, stjórn- arformanni Strætó. „Á fundi stjórnar Strætó bs. 15. júní sl. var samþykkt svohljóðandi tillaga: Stjórn Strætó bs. samþykkir að halda áfram með nemaverkefnið í breyttri mynd. Hlutur nemenda í kortinu fyrir skólaárið 2009-2010 verði 15.000 krónur. […] Í framhaldi þessa fundar áttu framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Strætó bs. fund með stúd- entum þar sem farið var yfir hvernig best yrði að þessari breytingu staðið. Þar kom meðal annars fram vilji nemenda til að boðið yrði upp á annakort og eins að mögulegt yrði að greiða kortin í fleiri en einni greiðslu. Ákveðið var jafnframt að bæði yfirstjórn Strætó bs. og stúd- entar leituðu til ríkisins um aðkomu að verkefninu […]. Bæði hefur verið fundað með samgönguráðherra og nú síðast umhverfisráðherra vegna málsins, enn er beðið eftir fundi með menntamálaráðherra. Því miður höfum við ekki haft erindi sem erfiði á þessum fundum og ljóst að hlutur nema í kortinu þetta árið verður 15.000 kr., sjá nánar á straeto.is.“ Ekki hætt við nemaverkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.