Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
UNDANFARIÐ ár
hefur gengið á ýmsu í
lífi fólks. Einn lítill
hluti af því hefur verið
þegar erlend blöð fóru
að berast mjög stopult
í lok síðasta árs. Þetta
stafaði mest af því að
stór innflytjandi blaða
fór á hausinn og það
tekur tíma að byggja
upp innflutning á
svona vöru eins og ann-
arri. Ólíkt mörgum öðrum vörum
tekur fólk um leið eftir því þegar er-
lend blöð berast hingað mán-
aðargömul eða eldri, eða hreinlega
hætta að berast. Um leið var hægt
án vandkvæða að lesa öll tímaritin í
landsaðgangi, yfir 14.000 að tölu.
Það var ekki allt sem fór á hvolf í
lok síðasta árs. Ákveðin starfsemi í
landinu hafði breyst lítið á upp-
gangstímum og hélt áfram sem best
varð á kosið eftir hrunið. Mestur
hluti mennta- og heilbrigðiskerfisins
stóð þannig uppi, sinnti þeirri þjón-
ustu sem til hafði verið stofnað og
vann sína vinnu við nýjar aðstæður.
Nokkur fjölgun varð á nemendum
á háskólastigi í kjölfar bankahruns-
ins og verður umtalsverð þetta
haustið. Nemendum á meistara- og
doktorsstigi mun fjölga mikið jafnt
sem nemendum í grunnnámi há-
skóla. Þetta fólk og kennarar þeirra
ásamt rannsóknarfólki í landinu
þurfa greiðan aðgang
að fjölda vísindarita og
annarra rita sem ekki
fást gefins. Bókasöfnin
í landinu hafa myndað
samlag sem greiðir fyr-
ir áskriftir yfir 14.000
tímarita sem má finna á
hvar.is, auk þess sem
umtalsverður hluti
kostnaðar er greiddur
beint af hinu opinbera.
Þar á meðal má finna
greinar rita eins og
Harvard Business Re-
view áður en þessi rit koma á prenti
til landsins. Þetta hefur reyndar ver-
ið svona um langan tíma en varð
meira áberandi eftir bankahrunið.
Þannig las ég greinar úr júlí-
ágústhefti ritsins í byrjun júlí meðan
júníheftið var nýkomið í hillur bóka-
verslana. Þetta er eitt dæmi af
14.000.
Tímaritin og gagnasöfnin á hvar.is
eru valin með það fyrir augum að
þau nýtist sem víðast. Mikil áhersla
er á vísindaefni sem nauðsynlegt er
fólki sem stundar rannsóknir og
kennslu í háskólum, enda er þar um
dýrt efni að ræða og mikið hagræði
að kaupa það inn á þennan hátt.
Þarna er einnig efni sem nýtist námi
í viðskiptafræðum, rekstrarfræði og
stjórnun, enda er um sjötti hver há-
skólanemi í þess konar námi eða
skyldum fögum. Að lokum er efni
sem nýtist framhaldsskólanemum
og almenningi. Má þar nefna En-
cyclopaedia Britannica í þremur út-
gáfum, ætluðum grunnskólanemum,
framhaldsskólanemum og svo lengra
komnum. Landsaðgangur greiðir
fyrir aðgang allra að öllum greinum
úr greinasafni Morgunblaðsins þeg-
ar þær eru orðnar þriggja ára gaml-
ar. Skólar í landinu og almennings-
bókasöfn hafa í tengslum við þann
samning fengið hagstæða samninga
um aðgang að greinum sem eru
yngri en þriggja ára.
Þau sem vilja fylgjast með hvað
skrifað er um Ísland í heimspress-
unni geta skráð sig sem notendur á
ProQuest eða Ebsco, sett upp sjálf-
virka leit (vaki, alert) og fengið nið-
urstöður sem RSS-straum eða sem
áminningu í tölvupósti.
Úttektir hafa leitt í ljós að þetta
fyrirkomulag er til muna ódýrara
fyrir íslensk bókasöfn en aðrar leiðir
til að ná í þetta efni og margfalt auð-
veldara fyrir notendur. Um svipað
leyti og bankar hrundu á Íslandi
voru viðræður hafnar við birgja sem
allir sýndu skilning á breyttum að-
stæðum og lækkuðu verð á árinu
2009.
Hvort sem fólk stundar rann-
sóknir, er námsmenn eða fróð-
leiksfús almenningur ætti það að
skoða kosti landsaðgangs með ann-
arri upplýsingaleit.
Allar greinar heims-
ins um allt land
Eftir Svein Ólafsson
»Hvort sem fólk
stundar rannsóknir,
er námsmenn eða fróð-
leiksfús almenningur
ætti það að skoða kosti
landsaðgangs með ann-
arri upplýsingaleit.
Sveinn Ólafsson
Höfundur er upplýsingafræðingur.
FYRIR rúmu ári hófu fjórar konur
átakið „Á allra vörum“. Með já-
kvæðni og varagloss að vopni náðu
þær til íslensku
þjóðarinnar.
Þeirra markmið
var að láta gott
af sér leiða og
eitt sumarkvöld í
júní 2008 upp-
lifðum við hjá
Skjá einum þann
stuðning sem
þær fengu frá
fólki í kvik-
myndagerð, sjón-
varpsframleiðslu, leik og skemmt-
un, hópi fólks sem gerði söfnunar-
og skemmtiþátt í beinni útsendingu
að veruleika.
Nú ári síðar stendur sami hópur
að nýju söfnunarátaki. Íþetta sinn
er safnað fyrir hvíldarheimili
handa börnum með krabbamein.
Íslensk börn eru framtíð landsins
og það er undir okkur, þeim full-
orðnu, komið að tryggja öllum
börnum sem best skilyrði í upp-
vextinum.
Árlega greinast að meðaltali 10-
12 börn og unglingar, 18 ára og
yngri, með krabbamein á Íslandi.
Hvíldarheimilið er nauðsynlegt fyr-
ir fjölskyldur krabbameinssjúkra
barna á meðan meðferð barnanna
stendur yfir.
Samstaða til fyrirmyndar
Samstaða „Á allra vörum“ hópsins
er til fyrirmyndar við þær að-
stæður sem við nú upplifum. Það
hefur aldrei verið mikilvægara en
nú að við öxlum ábyrgð, snúum
bökum saman og höldum áfram að
byggja samfélag sem við erum
stolt af. Samfélag sem tryggir
börnum okkar bestu möguleg lífs-
gæði. Við Íslendingar eigum gnótt
auðlinda, ein þeirra er samheldnin.
Við höfum margoft sýnt það að fá-
menn þjóð stendur saman þegar að
kreppir, þá hugsum við til þeirra
sem þurfa á aðstoð að halda.
Það er vegna sjálfboðaliða undir
dyggri stjórn Maríönnu Friðjóns-
dóttur, framkvæmdastjóra útsend-
ingarinnar, sem Skjá einum er
kleift að standa fyrir skemmti- og
söfnunarþætti í beinni útsendingu
föstudagskvöldið 28. ágúst næst-
komandi. Allir sem koma að út-
sendingunni starfa í sjálfboðavinnu.
Vertu velkomin/n í hópinn
Það eru forréttindi að fá að taka
þátt í þessu verkefni, undanfarnar
vikur hafa kraftar góðvildar legið í
andrúmsloftinu í höfuðstöðvum
Skjásins í Skipholtinu. Í dag, 28.
ágúst, færa sjálfboðaliðar Íslend-
ingum átakið „Á allra vörum“ heim
í stofu og við treystum á góðar
móttökur.
Mundu því eftir að horfa á
skemmti- og söfnunarþáttinn „Á
allra vörum“ sem sýndur verður kl.
21 föstudaginn 28. ágúst á Skjá
einum og taktu þátt – fyrir börnin.
SIGRÍÐUR MARGRÉTI
ODDSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri Skjá miðla,
sem sér um rekstur Já
og Skjásins.
Fyrir börnin
Frá Sigríði Margréti Oddsdóttur:
Sigríður Margrét
Oddsdóttir
ÉG ER ekki viss um að Íslendingar
hafi orðið varir við breytingu á
reglugerð nr. 503/2005 um merk-
ingu matvæla
sem Jón Bjarna-
son landbún-
aðarráðherra
undirritaði 22.
júlí síðastliðinn.
Megininntak
breytinganna er
að eftir 1. sept-
ember verður
það skylda að
merkja uppruna-
land vöru. Þeir sem hafa farið í
kjörbúðir í Evrópuríkjum hafa séð
slíkar merkingar. Allt grænmeti,
þar sem ég hef komið, er merkt
upprunalandi hvort sem um er að
ræða lausavöru eða henni pakkað í
umbúðir. Neytendur geta því valið
að kaupa sér tómata frá Spáni eða
Hollandi.
Í 1. grein nýju reglugerðarinnar
segir m.a. um tilteknar matvörur
að þær: „skulu vera merktar á um-
búðum með upplýsingum um upp-
runaland. Sama gildir um vöruteg-
undir úr ferskum matjurtum þar
sem matjurtum er blandað saman
og/eða þær skornar niður. Þegar
um er að ræða vörutegund þar sem
ferskar matjurtir hafa uppruna í
fleiri en einu landi skal tilgreina
nafn hverrar matjurtar og upp-
runaland hennar á umbúðum.“
Í 2. grein segir: „Þegar ferskum
matjurtum er dreift án umbúða eða
pakkað af seljanda á sölustað skal
seljandi vörunnar veita kaupanda
upplýsingar um upprunaland vör-
unnar með sýnilegum hætti, þar
sem varan liggur frammi.“
Þetta er mikill áfangi fyrir ís-
lenska neytendur. Loks getum við
tekið upplýsta ákvörðun um inn-
kaup á íslenskri eða erlendri mat-
vöru. Það hefur því miður tíðkast
að innflytjendur hafa sett merking-
ar á vörur sem villa um fyrir neyt-
endum og gefa í skyn að um ís-
lenska vöru sé að ræða þó erlend
sé.
Samaband garðyrkjubænda hef-
ur um árabil krafist slíkra merk-
inga og fara hagsmunir íslenskra
grænmetisframleiðenda saman við
hagsmuni neytenda en Neytenda-
samtökin hafa einnig haft uppi slíka
kröfu. Íslenska fánaröndin á um-
búðum grænmetis er trygging
neytenda á því að varan sé íslensk,
fersk og hollustuvara.
Ég vil einnig nota tækifærið og
benda á að framleiðendur íslenskra
blóma merkja framleiðslu sína með
fánaröndinni en íslensk framleiðsla
fer langt með að fullnægja eftir-
spurn. Í heimsóknum í garð-
plöntustöðvar getur neytandinn
einnig séð á merkingum þeirra
hvort um íslenska framleiðslu sé að
ræða þar sem garðplöntuframleið-
endur notast við sambærilegar
merkingar.
Ég óska því íslenskum neyt-
endum til hamingju með aukna
neytendavernd sem þessi reglu-
gerðarbreyting er.
BJARNI JÓNSSON,
framkvæmdastjóri Sambands
garðyrkjubænda.
Upprunamerking
matvöru
Frá Bjarna Jónssyni
Bjarni Jónsson
KOLBRÚN Hall-
dórsdóttir fyrrverandi
umhverfisráðherra
skrifar hjartnæma hug-
vekju um utanvega-
akstur í Morgunblaðið
22. ágúst. Henni tekst
þar hins vegar að draga
undarlegar ályktanir af
ágætum forsendum
sem hún gefur sér.
Harmsögu þessa mála-
flokks rekur hún með eftirfarandi
gamalkunnum orðaleppum úr ís-
lenskri stjórnsýslu: Reynt að skýra
lagaramma með reglugerð – endur-
skoðun vegalaga – starfshópur hefur
verið settur á laggirnar – leitað hefur
verið samstarfs við hagsmunaaðila –
skilgreiningarvandi er uppi um hvað
er slóði og hvað ekki og síðan auðvit-
að margir fundir haldnir í starfshópi
og tilraunir gerðar til að samræma
hagsmuni ólíkra hópa. Þetta er
dæmigerð upptalning á lausnum í ís-
lenskri stjórnsýslu. Stjórnsýslan var
ekki bara ómarkviss á sviði banka og
peningamála á síðustu árum. Vand-
inn var víðtækur og ákvarðanafælni
landlæg og þá eru þetta lausnirnar.
Af þessari upptalningu dregur
Kolbrún síðan þá ályktun að ut-
anvegaakstur sé því að kenna að af-
numin hafi verið ríkiseinokun á
kortagerð. Þetta rökstyður hún með
því að vitna í lagagrein frá 1985 sem
bannar stuld á gögnum Landmæl-
inga og telur hana sýna að á þeim
gömlu góðu tímum hafi aðeins einn
aðili mátt stunda kortagerð. Þetta er
rangt. Benda má á að fyrsta einka-
fyrirtæki á sviði kortagerðar á Ís-
landi var stofnað árið 1955 ( litlu
seinna en Landmælingar Íslands).
Það má líka minna á að aðilar eins og
Google og Microsoft eru farnir að
stunda kortagerð og verða trauðla
stoppaðir með íslenskri ríkiseinokun.
Með því að kenna kortagerðarfyr-
irtækjum um óstjórn í skilgrein-
ingum á vegslóða er Kolbrún að
hengja bakara fyrir
smið. Sökin liggur hjá
ómarkvissri stjórn-
sýslu.
Fyrirliggjandi gögn
Við hjá Loftmyndum
ehf. höfum á und-
anförnum rúmum ára-
tug tekið loftmyndir af
öllu landinu og á þeim
myndum mælt alla vegi
og slóða sem þar eru
sjáanlegir. Þetta eru
um 45.000 km af vegum
og slóðum. Þessi gögn buðum við um-
hverfisráðuneytinu vegna ut-
anvegaaksturs fyrir nokkrum árum
en það boð var ekki þegið.
Það er því ekki skortur á upplýs-
ingum sem veldur óvissu um ut-
anvegaakstur heldur liggur vandinn í
því að til þess bærum aðilum, þ.e.
sveitarfélögunum, er ekki gert kleift
að taka ákvarðanir um hvaða slóða
má keyra og hverja ekki. Kort eru og
verða aldrei annað en upplýsinga-
miðill um það sem er og því á að sýna
alla helstu slóða á kortum. Maður
lokar ekki slóðum með því að þurrka
þá út af korti. Það er bara strúturinn
sem stingur hausnum í sandinn.
Það er einungis hægt að koma til
skila á kortum upplýsingum um það
hvar má keyra og hvar ekki ef fyrir
liggja ákvarðanir þar um. Þá ákvörð-
un tekur kortagerðarmaður ekki. Að
sýna ekki greinilega slóða á korti er
fölsun staðreynda. Það er hinsvegar
ekkert frekar á færi opinberrar
stofnunar en einkafyrirtækis að
koma þessum upplýsingum inn á
kort.
Hver hefur vald
til að leysa málið?
Ákvörðunarvald um umferð og þar
með talinn akstur eftir slóðum liggur
hjá sveitarfélögunum og á að vera
hluti aðalskipulags. Vandamálið er í
hnotskurn það að ríkið getur ekki
ákveðið þetta einhliða og því velkist
málið í kerfinu. Eins og allir vita eru
mörg sveitarfélög fámenn en lands-
tór og því vanbúin til að taka á mál-
um. Þar þyrfti ríkið að aðstoða með
upplýsingum, og til þess er netið
upplagður miðill. Síðan getur aðili
eins og t.d. Skipulagsstofnun tekið að
sér að safna þessu í einn samræmdan
gagnagrunn (eins og öðrum skipu-
lagsgögnum). Sveitarfélögin gætu
síðan haldið gögnunum við eftir því
sem ákvörðunum vindur fram og
slóðum er lokað eða þeir lagðir. Síðan
yrði öllum sem gefa út kort gefinn
kostur á að nota gögnin og koma þar
með til skila upplýsingum um hvar
megi aka. Allur akstur utan slóða í
þeim gagnagrunni teldist þá ut-
anvegaakstur og þar með væri skil-
greiningarvandinn á því hvað er slóði
og hvað ekki leystur. Þá gæti lög-
regla farið að taka af festu á málinu.
Hætt er þó við að víða þyrfti að loka
slóðum með hliðum eða á annan sýni-
legan máta. Einnig þarf að stika
helstu leiðir.
Ríkiskortin
Það að ríkið sé hætt að gefa út kort
kemur hvorki í veg fyrir né tryggir
að réttum upplýsingum sé miðlað.
Réttar upplýsingar, vönduð vinnu-
brögð og fært starfsfólk ræður þar
mestu. Upplýsingar sem ekki eru
fyrir hendi verða eðli máls sam-
kvæmt ekki birtar. Utanvegaakstur
á ekki að flokka sem kortagerðarmál
heldur sem stjórnsýslulega ákvörðun
og stefnumörkun eins og öll önnur
skipulagsmál. Það verður að skipa
máli sem þessu á réttan bás. Nægur
er nú ruglingurinn samt.
Ekki hengja bakara
fyrir smið, Kolbrún
Eftir Örn Arnar
Ingólfsson »Maður lokar ekki
slóðum með því að
þurrka þá út af korti.
Það er bara strúturinn
sem stingur hausnum í
sandinn.
Örn Arnar Ingólfsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Loftmynda og áhugamaður um
náttúruvernd.