Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
✝ Jón E.B. Guð-mundsson, flug-
maður og flug-
vélstjóri, fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1943. Hann
lést á heimili dóttur
sinnar í Flórída 3.
ágúst sl. Hann hefur
verið búsettur í Flór-
ída í Bandaríkjunum
frá 1994. Foreldrar
hans eru hjónin Guð-
mundur Bjarnason, f.
19. janúar 1924, d.
28. september 2005,
og K. María Jónsdóttir, f. 2. apríl
1924. Bróðir Jóns er Stefán Ólafur
raffræðingur, f. í Reykjavík 10.
júní 1947, kvæntur Svanhvíti Jón-
asdóttur, f. 23. ágúst 1945. Börn
þeirra eru: a) María, f. 3. ágúst
1970, maki Hákon Stefánsson hdl.,
f. 5. júlí 1972. Börn þeirra eru
afgreiðslustörf í einni af fyrstu
kjörbúðum landsins, Kjöt og græn-
meti við Snorrabraut. Jón sótti um
hjá Loftleiðum 1962 að fara til
Tulsa í Bandaríkjunum í nám í
flugvirkjun sem hann fékk. Eftir
námið hóf hann störf hjá Loftleið-
um og á næstu árum starfaði hann
þar og síðan víða um heiminn. Jón
fékk réttindi sem flugvélstjóri og
starfaði sem slíkur hjá Flugleiðum
þar til það starf var aflagt, flutti
Jón þá til Flórída þar sem hann hóf
nám til flugmanns og síðustu árin
starfaði hann sem flugmaður í
póstflugi um öll Bandaríkin og
Suður-Ameríku. Flug átti hug hans
allan, hann stundaði svifflug ásamt
því að læra vélflug, hann var
áhugasamur um allskonar flug-
keppnir og eftir að hann eignaðist
eigin flugvél var hann virkur þátt-
takandi í keppnum hér heima og
erlendis.
Útför Jóns fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 28. ágúst, og hefst at-
höfnin kl. 11.
Meira: mbl.is/minningar
Anna Elísabet, f. 6.
janúar 2003, og Stef-
án Orri, f. 19. júlí
2005. Áður átti María
Fanneyju, f. 26. nóv-
ember 1992, faðir Jó-
hannes Ingimund-
arson. b) Elísabet, f.
25. júlí 1977.
Hinn 16 júlí 1969
kvæntist Jón Hedy
Kues flugfreyju, f. í
Finnlandi 1. október
1941, d. 18. sept-
ember 1973. Dóttir
þeirra er Astrid Lar-
issa Kues, f. 25. ágúst 1970, búsett í
Flórída í Bandaríkjunum, unnusti
Guðmundur Sigurðsson, f. 23. febr-
úar 1970, dóttir þeirra er Hedy
María Kues, f. 23. febrúar 2007.
Jón stundaði nám í Miðbæj-
arskólanum og á Núpi við Dýra-
fjörð. Að loknu námi vann hann við
Jón kynntist konu sinni Hedy
Kues í gegnum flugið. Hún var ein
af fáum stúlkum í Finnlandi sem
fékk vinnu sem flugfreyja hjá Loft-
leiðum og var staðsett á Íslandi.
Jón vann þá sem flugvirki í New
York í Bandaríkjunum. Hann flutt-
ist heim til Íslands og þau giftu sig
16. júlí 1969 í Finnlandi. Ári síðar
eignuðust þau dóttur sína Larissu.
Um haustið 1973 veiktist Hedy al-
varlega og hún lést 18. september
1973. Þetta var mjög erfiður missir
og mikil sorg en gerði Jón og dótt-
ur hans mjög nátengd og þau
tengsl styrkust eftir því sem tíminn
leið. Hedy var stóra ástin í hans lífi
og hann minntist hennar oft og
ljómaði í hvert skipti sem hann tal-
aði um hana. Jón og dóttir hans
fluttust heim til foreldra Jóns sem
studdu við bak þeirra í gegnum líf-
ið.
Jón var einn þeirra lánsömu
manna sem geta unnið við sitt
mesta áhugamál sem var flugið.
Það átti hug hans allan og hann
eignaðist sínar eigin flugvélar sem
hann flaug um land allt í frístund-
um sínum eins og í hjálparstörfum.
Jón var ávallt tilbúinn að rétta fram
hjálparhönd, var vinmargur og mik-
ill fjölskyldumaður.
Árið 1994 flutti Jón aftur til
Bandaríkjanna og starfaði þar sem
flugmaður hjá ýmsum flugfélögum
þar til 2006 að hann greindist með
kölkun í augnbotnum eins og for-
eldrar hans, sem yfirleitt leiðir til
blindu, og varð að hætta að fljúga.
Hann var lánsamur að sjúkdóm-
urinn greindist á byrjunarstigi og
honum var boðið að taka þátt í til-
raunaverkefni með ný lyf sem báru
það góðan árangur að hann fékk
fulla sjón til baka.
Í febrúar 2007 fæddist dóttur-
dóttir hans Hedy María Kues og þá
tók við hans stærsta og besta starf í
lífinu, að vera heimsins besti afi.
Hann var svo stoltur af litlu stelp-
unni sinni og fylgdist grannt með
öllum áföngum í hennar lífi, hún var
sólargeislinn hans. Eins og sönnum
afa sæmir, lagði hann sig óspart
fram við að spilla barnabarninu
sínu, sérstaklega með ís og öðru
góðgæti. Hedy María lærði fljótt
orðatiltækið „einn biti“ og var það
orðið og er enn heitið á uppáhalds-
kexinu hans afa. Einn biti var nú
samt samheiti yfir nokkuð fleiri bita
en bara einn hjá afa. Eitt af fyrstu
orðunum var „airplane“ en frá byrj-
un hefur hún verið heilluð af flug-
vélunum sem fljúga yfir okkur og
benti afa sínum alltaf á þær, afa
sínum til mikillar ánægju.
Um haustið 2008 veiktist Jón og
þurfti að leita læknishjálpar í
Tampa á Flórída. Hann bjó hjá
dóttur sinni og fjölskyldu hennar á
meðan hann undirgekkst þetta erf-
iða tímabil sem tók svo enda 3.
ágúst sl. Jón barðist hetjulega við
veikindi sín og hafði það að mark-
miði fram á síðasta dag að komast á
rétt ról aftur. Fjölskyldan hans var
afskaplega þakklát fyrir það að
geta tekið þátt og gert honum lífið
léttara undir lokin. Fjölskyldan var
alltaf númer eitt hjá Jóni, og að-
spurður hvað veitti honum mestan
styrk á erfiðum stundum, svaraði
hann fjölskyldan. Móðir Jóns,
María, kom til sonar síns mánuði
áður en hann lést og þau ræddu allt
milli himins og jarðar og hún veitti
honum mikinn styrk.
Fjölskyldan vill skila innilegu
þakklæti til Elínar Steinþórsdóttur
fyrir að hjálpa Maríu að komast út
til sonar síns. Í gegnum öll veik-
indin gat „afi sinn“ þó alltaf sýnt
„stóru stelpunni sinni“ henni Hedy
Maríu athygli, ást og hlýju.
Við kveðjum þig, pabbi minn,
strákurinn minn, bróðir minn,
Nonni minn, „afi sinn“ og þökkum
ánægjulega samfylgd.
Larissa Jónsdóttir og fjölskylda.
Hann Jón bróðir minn er látinn.
Ég var staddur í Þýskalandi þegar
ég fékk þessa frétt, í heimsókn hjá
dóttur minni og hennar fjölskyldu.
Það kemur manni til að leiða hug-
ann til baka að minningunum. Nú
síðustu árin höfðum við verið í sam-
bandi nærri því daglega.
Við bræðurnir unnum saman í
Kjöti og grænmeti og fórum síðan í
svifflugið saman, þarna áttum við
sameiginleg áhugamál sem entust
okkur lífið í umræðunni.
Árið 1969 gekk Jón í hjónaband
með Hedy sinni Kues, en því miður
missti hann hana eftir aðeins
þriggja ára hjónaband. Á þessum
tíma eignuðust þau eina dóttur,
Larissu, hún ólst upp í foreldra-
húsum Jóns og varð augasteinn
hans í lífinu.
Jón starfaði víða um heiminn,
m.a. í Noregi, Svíþjóð og Þýska-
landi, ásamt því að taka þátt í píla-
grímsfluginu. Á þessum tíma voru
það póstkortin eða símtöl sem
komu fréttum heim af honum. Þar
kom að hann flutti til Bandaríkj-
anna og starfaði þar sem flugvél-
stjóri. Hann festi sér húsnæði í
Lake Wales, í nágrenni við Sigrúnu
frænku sína og Pete. Seinna flutti
svo Larissa dóttir hans til hans og
stofnaði sína fjölskyldu þar. Þær
eru ógleymanlegar heimsóknirnar
okkar til Lake Wales.
Vegna netvæðingar urðu sam-
skipti okkar örari. Þegar hann var í
póstfluginu vissi ég alltaf þegar
hann var kominn í næturstað og bú-
inn að kveikja á tölvunni, þá var
komið á sambandi og spjallað um
allt milli himins og jarðar. Eftir að
hann komst í flugmannssætið komu
oft lýsingar á síðasta flugi og jafn-
vel á lendingum ef eitthvað sérstakt
hafði hent. Hann hætti að fljúga
eftir að hann fékk augnsjúkdóm
sem báðir foreldrar hans höfðu
fengið, en sem betur fer greindist
þetta nógu fljótt þannig að hægt
var að koma honum til hjálpar og
stöðva sjónmissinn. Hann upplýsti
mig alltaf um stöðu mála á sjón-
mælingum svo ég gæti upplýst
móður okkar. Í þessum veikindum
hans kom svo lítill sólargeisli inn í
lífið hjá honum og um leið varð það
aðalumræðuefnið, dótturdóttirin
hún Hedy María. Hann vildi að hún
kæmi á skjáinn í spjalli okkar svo
við kynntumst og yrðum kunningj-
ar í tölvunni í sjón og ekki ókunnug.
Hann var alltaf að lýsa uppátækjum
hennar og framförum auk þess að
senda okkur myndir af henni, hún
var svo sannarlega augasteinninn
hans. Frá áramótum fækkaði sam-
tölum okkar vegna þessa erfiða
sjúkdóms sem hann greindist með.
Þó heyrðust athugasemdir frá hon-
um þegar eitthvað var sagt í tölv-
una sem hann vildi skjóta á eða
leiðrétta, þá fann maður að það var
stutt í létta skapið hans. Ég vil
koma á framfæri þakklæti okkar í
fjölskyldunni til hennar Elínar
Steinþórsdóttur eða Ellu eins og við
köllum hana, en hún tók sig til og
fylgdi móður okkar til Boston og
kom henni þar í flug til Flórída svo
hún gæti verið hjá Jóni syni sínum
síðustu dagana eða vikurnar meðan
hann lifði. Þá vil ég koma á fram-
færi kærum þökkum fyrir góða
samfylgd frá Svönu.
Elsku Larissa mín, Gummi og
Hedy María, megi góður guð
styrkja ykkur í heimkomunni til
Flórída og minningin um góðan föð-
ur og afa lifa í ljósinu.
Stefán Ó. Guðmundsson.
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag.“ Það má með sanni segja
að þessi lína úr ljóðinu Hótel jörð
eigi vel við um hann Nonna föð-
urbróður minn. Mín fyrsta minning
um Nonna frænda tengist einmitt
ferðalagi, og það minni fyrstu flug-
ferð. Ég var á leiðinni til Vest-
mannaeyja með ömmu og afa, við
vorum að fara að horfa á Larissu
keppa í fimleikum þar. Ég var lík-
legast bara þriggja eða fjögurra ára
og man ekkert eftir dvöl minni í
Eyjum eða hvernig Larissu gekk í
keppninni, það eina sem ég man er
hversu vel ég skemmti mér í flug-
vélinni. Ég skemmti mér konung-
lega í þessari fyrstu flugferð minni,
enda var Nonni aðeins að gera smá
ævintýralegar „flugvélaæfingar“.
Ég klappaði bara saman höndum,
skríkti og bað um meira. Það má í
raun segja að allar flugferðir síðan
þá hafi nánast verið vonbrigði, eða
allavega þar til hann svo seinna fór
með mig í svipaðan flugtúr uppi við
Geysi, þar sem voru teknar nokkrar
dýfur og nánast svifið í lausu lofti.
Ætli það sé ekki honum að þakka
að ég er ekki flughrædd manneskja
í dag.
Þegar ég hugsa um Nonna
frænda man ég bara eftir grallara
því eins og flestir karlmenn í þess-
ari fjölskyldu var hann afar stríð-
inn. Á tímabili var ég eitthvað mikið
á hausnum og alla tíð síðan kallaði
Nonni mig aldrei neitt annað en
Slasabet. Á Háaleitisbrautinni var
mjög snemma til myndbandstæki,
nema þetta var það langt síðan að
það voru ekki komnar fjarstýringar
á þessi tæki. Nonni frændi dó ekki
ráðalaus, einhvern veginn tókst
honum að fá mig til að vera fjar-
stýring fyrir sig. Ég fékk bara til-
mæli um á hvaða takka ég átti að
ýta! Já og matarsmekkurinn hans,
hann fékk sér lakkrís og ost á
brauð.
Nonni var orðinn algjör Kani,
enda búinn að búa ansi lengi á
Flórída. Gekk um í stuttbuxum,
hvítum sportsokkum með derhúfu
og keyrði um á pick-up. Hann
kunni vel við sig í hitanum. Ennþá
betra var þó að Larissa bjó þar
líka. Svo kom að því að litla ljósið
hún Hedy María fæddist. Þá fór ég
að sjá hlið á honum sem ég hafði
ekki séð áður. Mikið kunni hann vel
við afahlutverkið. Það var hrikalega
sárt fyrir hann, og okkur sem höld-
um ferðalaginu áfram, að þurfa að
kveðja okkur svona skyndilega. Ég
á ennþá mjög erfitt með að trúa því
að hann sé farinn. Ég veit að Lar-
issa á eftir að segja henni Hedy
Maríu endalausar sögur af þér,
þannig lifir þú áfram í minningum
okkar.
Elsku Nonni frændi, takk kær-
lega fyrir tímann sem við vorum
samferða. Þín
Elísabet.
Þegar hann Stefán, frændi minn,
hringdi til að tilkynna mér andlátið
hans Jóns, bróður síns, átti það
ekki að koma mér að óvörum. En
samt fór það svo að það kom mér
að óvörum, maður heldur alltaf í
sinni eigingirni að það sé smátími
eftir og ég fylltist mikilli sorg. Þó
átti ég ekki að vera svona eig-
ingjörn því nú var þessu veikinda-
stríði lokið og það var af hinu góða.
Hann kominn til hennar Hedy, kon-
unnar sinnar, sem hann er búinn að
sakna öll þessi ár.
Ég er búin að þekkja hann
Nonna síðan hann fæddist en hann
var fjórum árum yngri en ég og
samheldnin í móðurfjölskyldu minni
(föðurfjölskyldu hans) mikil. En á
fullorðinsárunum hefur fjarlægðin
oftast verið mikil, hann í Ameríku
og ég í Danmörku eða á Íslandi. Þá
var það þannig allt lífið að í hvert
skipti sem við hittumst var eins og
við hefðum hist í gær. Og við höfð-
um alltaf svo mikið að tala um.
Hann kom einu sinni sem oftar til
Danmerkur og ég var nýkomin
heim úr vinnunni þegar Nonni kom
í heimsókn, hann var í „kassanum“
sem er eitthvað sem flugmenn fara
í reglulega að mér skilst. Ég setti
kaffið yfir og við byrjuðum að tala
og alla nóttina sátum við og töl-
uðum og drukkum kaffi í lítravís.
Um morguninn þegar ég þurfti að
fara í vinnuna urðum við samferða
út, ég í vinnuna og hann heim á
hótel. Félagar hans voru fullir efa-
semda um frænkuna og stríddu
honum og sögðu það er nú hægt að
segja okkur það. Annað sinn kom
hann sömu erindagjörða til Dan-
merkur og bauð mér og vinkonu
minni út að borða á einum fínasta
matsölustað í Kaupmannahöfn og
komst að þeirri niðurstöðu að Dan-
ir kynnu ekki að elda mat.
Skemmtilegust var þó ferðin til
Næstved „Næst við“ eins og pabbi
hans sagði. Nonni kom til Dan-
merkur til að kaupa sér flugvél og
gisti hjá frænku sinni, við ákváðum
að hittast við skrifstofu flugfélags-
ins niðri í bæ þegar ég væri búin í
skólanum og hann búinn að fá bíla-
leigubílinn. Allt stóðst þetta og við
lögðum af stað. Á leiðinni þvert yfir
Sjáland fundum við til svengdar og
stoppuðum við veitingasölu. En þá
kom nú babb í bátinn, hvorugt var
með peninga! Jón hafði notað alla
peningana hjá bílaleigunni og ég
var bara með nokkra krónur í vas-
anum. Saman var þetta þó fyrir
einni gosflösku og einum ávexti fyr-
ir hvort okkar en hjónin sem voru
að selja flugvélina biðu okkar með
veisluborð sem við gerðum góð skil.
Það er nú margt fleira sem ég
geymi í bernskuminningunni, ferða-
lög innanlands með foreldrum mín-
um og Guðmundi, móðurbróður
mínum, Maríu, konu hans, og þeim
bræðrum. Ein sérstök ferð ásamt
Jóni E. Bergsveinssyni á vatna-
jeppa austur um sanda til að líta
eftir skipbrotsmannaskýlunum þar.
Gleðin við að heimsækja þau Hedy,
Jón og litlu Larissu á fallegu heim-
ili þeirra í Stóragerðinu. Núna er
lítil Hedy María að sjá á eftir afa
sínum ásamt foreldrum sínum og
ömmu sem missir Jón, son sinn.
Guð gefi ykkur styrk og líkn við
þessi tímamót í lífinu.
Við fjölskylda mín þökkum allar
góðar stundir.
Guðrún Valdemarsdóttir.
Það er sárt að Nonni frændi sé
dáinn. Sérstaklega er erfitt að hafa
svo lítið umgengist hann undanfar-
in ár þar sem hann hefur búið er-
lendis – nú er of seint að koma í
heimsókn til hans. Þegar ég hugsa
til baka kemur ótalmargt upp í
hugann. Nonni var alltaf á ferð og
flugi og kom ósjaldan með eitthvað
sniðugt frá útlöndum fyrir mig þeg-
ar ég var lítil – ég eignaðist t.d.
snemma ameríska hjólaskauta, áð-
ur en hjólaskautahallirnar risu í
Reykjavík sem var frekar flott. Á
gelgjunni tók ég upp á því að safna
ilmvötnum og vílaði hann ekki fyrir
að sér að kippa með einu og einu
glasi þannig að fljótlega var ég
komin með stórt safn sem ég náði
auðvitað aldrei að nota. Annað sem
Nonni gat ekki látið vera en það
var að skammast í mér yfir því
hvað ég borðaði lítið og takmarkað.
Þegar við vorum í útlöndum og fór-
um á framandi staði var hann alltaf
að reyna að fá mig til að smakka
nýja rétti, Larissa auðvitað alltaf til
en ég kúgaðist bara við tilhugs-
unina að borða eitthvað annað en
hvítt brauð, cheerios og franskar
með tómatsósu. Ég dauðsé eftir því
núna að hafa ekki nýtt tækifærið
og víkkað sjóndeildarhringinn og
alltaf þegar ég panta mér eitthvað
á veitingastað sem ég hef ekki
smakkað áður verður mér hugsað
til frænda.
Nonni elskaði flug og gat talað
um það endalaust, hann fann sér
svo sannarlega þann frama sem
honum var ætlaður en það er ekki
öllum gefið. Nú þegar hann var
hættur að fljúga var kominn tími til
að vera með fjölskyldunni og spilla
litlu Hedy Maríu en hann náði sem
betur fer að gera það fyrstu árin
hennar. Hann verður bara að halda
áfram að dekra við hana eftir
óhefðbundnum leiðum með aðstoð
afa.
Við í Þýskalandi söknum þín öll
og finnst afar leitt að hafa ekki hitt
þig áður en þú fórst, elsku Nonni.
Hvíl í friði,
María og fjölskylda.
Þá er Nonni frændi fallinn frá.
Ég á margar ljúfar minningar með
Nonna enda hafa verið sterk bönd
á milli okkar og því er söknuðurinn
mikill. Nonni ólst upp í Reykjavík,
fyrstu árin á Baldursgötu 17 með
foreldrum sínum í húsi afa okkar
og ömmu. Nonni var 5-6 ára þegar
við vorum sendir í sveit til Helgu
Jón E.B. Guðmundsson
Minningar á mbl.is
✝ Marsibil Guð-munda Helga-
dóttir fæddist í Tröð í
Súðavík í Álftafirði 15.
janúar 1921. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsi Ísafjarðar 4.
ágúst síðastliðinn.
Marsibil Guðmunda var jarðsungin
frá Ísafjarðarkirkju 15. ágúst síðastlið-
inn.
Meira: mbl.is/minningar
Óskar
Ingólfsson
✝ Óskar Ingólfs-son fæddist í
Hafnarfirði 10. des-
ember 1954. Hann
andaðist á gjörgæslu-
deild Landspítala 10.
ágúst 2009 og var út-
för hans gerð frá
Fossvogskirkju 20.
ágúst.
Meira: mbl.is/minningar
Marsibil Guð-
munda Helgadóttir