Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
M9P M9P
!
!
M9P '7P
% &
!
!
JQ4 G
R
% % & & !
!
<K(
J1P
%
%
!
!
M9P'
M9P(0
!
!
Þetta helst ...
● EFTIR miklar lækkanir undanfarna
daga hækkaði ávöxtunarkrafa á stystu
ríkis- og íbúðabréfum í gær. Krafan á
stystu íbúðabréfunum, sem eru á gjald-
daga árið 2014, hækkaði um 0,19 pró-
sentustig. Krafan á þá tvo flokka ríkis-
bréfa, sem eru á gjalddaga á næsta ári,
hækkaði um 0,16-0,20 prósentustig.
Þrátt fyrir hækkanir gærdagsins er
krafan ennþá mun lægri en hún var fyrir
viku. bjarni@mbl.is
Krafan hækkar á ný
● Hagnaður af
rekstri N1 var 474
milljónir króna
fyrri hluta ársins
2009 en á sama
tímabili á síðasta
ári var 98 milljóna
króna hagnaður af
rekstrinum.
Rekstrartekjur
félagsins námu
17,2 milljörðum
króna samanborið við 19,7 milljarða á
sama tímabili árið 2008. Hagnaður fyrir
afskriftir og leigugjöld nam 1897 millj-
ónum samanborið við 2051 milljón fyrir
sama tímabil í fyrra. Fjármagnsliðir
voru neikvæðir um 587,8 milljónir og
voru einnig neikvæðir um 1281 milljón
króna á sama tímabili árið 2008. gret-
ar@mbl.is
N1 skilar 474 milljóna
hagnaði fyrri hluta árs
Hermann
Guðmundsson
● BANKARNIR eru enn að safna að sér
lausafé, en útlán eru næstum engin.
Kemur þetta fram í fundargerð pen-
ingastefnunefndar Seðlabankans vegna
síðustu vaxtaákvörðunar bankans.
Hafa bankarnir lækkað innlánsvexti
sína á undanförnum mánuðum, aukið
bilið milli innláns- og útlánsvaxta og
bætt arðsemi sína.
Eins og Morgunblaðið hefur áður
bent á er töluverður munur nú á þeim
vöxtum sem bankarnir bjóða við-
skiptavinum sínum og vöxtum sem
bankarnir fá með því að leggja sitt fé
inn á reikninga í Seðlabankanum.
Útlán næstum engin
hjá viðskiptabönkum
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SKIPAÐUR hefur verið sérstakur
starfshópur lögfræðinga vegna neyð-
arlaganna sem skipaður er fulltrúum
viðskipta-, utanríkis-, fjármála- og
forsætisráðuneytis auk fulltrúa frá
Seðlabankanum og Fjármálaeftirlit-
inu.
Hlutverk starfshópsins er m.a. að
annast undirbúning vegna málshöfð-
ana gegn íslenska ríkinu vegna setn-
ingar neyðarlaganna. Viðskiptaráðu-
neytið leiðir hópinn enda ber það
mesta ábyrgð á framkvæmd laganna
sem ráðuneyti bankamála.
„Það voru lögð drög að því fyrir
nokkrum mánuðum,“ segir Skarp-
héðinn Þórisson ríkislögmaður um
undirbúning vegna málshöfðana gegn
íslenska ríkinu. Nú þegar hafa 39
bankar kvartað til ESA, Eftirlits-
stofnunar EFTA, þar sem þeir telja
að setning laganna brjóti gegn EES-
samningnum.
Þá hafa 25 bankar höfðað mál
vegna yfirtöku ríkisins á SPRON og
spænskur banki, Aresbank, hefur
höfðað mál gegn Nýja Landsbankan-
um og FME, svo dæmi séu nefnd
Ekki er loku fyrir það skotið að
vörn íslenska ríkisins muni grundvall-
ast á sjónarmiðum um stjórnskipu-
legan neyðarrétt. Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra segir þó ekki æski-
legt að gefa neitt út um á hvaða máls-
ástæðum íslenski ríkið muni grund-
valla málsvörn sína. „Við teljum
okkur hafa góða málstað,“ segir hann.
Að sögn Gunnars Þ. Andersen, for-
stjóra FME, kemur eftirlitið ekki
beint að vinnu starfshópsins en á þar
sinn fulltrúa og mun verða hópnum
innan handar ef þess er óskað.
Ríkið spilar varnarleik
vegna neyðarlaganna
Í HNOTSKURN
»Hlutverk starfshópsinsverður m.a að undirbúa
málsvörn ríkisins.
»39 erlendir bankar hafaþegar kvartað til ESA.
» Íslenska ríkið mun líklegabera fyrir sig stjórn-
skipulegan neyðarrétt.
Morgunblaðið/Golli
Neyðarlög 62 þingmenn af 63 voru viðstaddir þegar greidd voru atkvæði
um neyðarlögin hinn 6. október í fyrra. 50 þingmenn studdu frumvarpið.
ÞÓRÐUR Frið-
jónsson, forstjóri
Kauphallarinnar
á Íslandi, segir
ástæðu til að
fagna fyrirhug-
aðri skráningu
Össurar hf. í
kauphöllinni í
Kaupmannahöfn,
sem stjórn fé-
lagsins tilkynnti í fyrradag að hún
hygðist sækja um. Hann segir
reynsluna af tvíhliða skráningu fé-
laga í Kauphöllinni hér á landi og
jafnframt í kauphöll erlendis vera
góða.
„Við gerum ráð fyrir því að
skráning Össurar í Kauphöllinni
hér á landi og í Kaupmannahöfn
verði bæði góð fyrir markaðinn
hér heima og eins fyrir fyrirtæki,“
segir Þórður. „Gjaldeyrishöftin
hamla viðskiptum með félag eins
og Össur, sem er með stóra er-
lenda hluthafa, ekki síst í Dan-
mörku. Því geri ég ráð fyrir að
þetta sé til hins betra og jafnvel
brú yfir í nýskráningar hér á
landi.“
Tvíhliða
skráning
er til góða
Fagnar fyrirætlunum
stjórnar Össurar hf.
Þórður Friðjónsson
SAMKOMULAG við Jón Sigurðs-
son, framkvæmdastjóra Stoða, áð-
ur FL Group, felur í sér að laun
hans munu lækka um meira en
70%. Fyrir lækkunina var Jón með
um fimm milljónir króna á mánuði
í laun, en sú upphæð lækkar í
tæpar 1,5 milljónir. Stoðir eru nú í
eigu um 200 kröfuhafa félagsins
og er skilanefnd Glitnis stærsti
eigandinn með um þriðjung hluta-
fjár. Nýi Landsbankinn á um
fjórðung og þá er hópur þýskra
banka sameiginlega með stóran
hlut í bankanum.
bjarni@mbl.is
Jón lækkar
í launum
Skilanefnd Glitnis er
stærsti eigandi Stoða
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SAMKVÆMT nýjustu kenningum í
peningamálahagfræði eru verðlags-
markmið betri en verðbólgumark-
mið þegar kemur að peninga-
málastefnu seðlabanka, segir Jón
Daníelssonvið London School of
Economics.
Jón Steinsson, lektor í hagfræði
við Columbia-háskóla í Bandaríkj-
unum, ritaði í gær grein í Morg-
unblaðið, þar sem hann færir fyrir
því rök að verðlagsmarkmið geti
betur en verðbólgumarkmið hjálpað
Seðlabanka Íslands að skapa vænt-
ingar um að tímabundnar geng-
islækkanir gangi til baka.
Spurning um traust
Jón Daníelsson segir þetta rétt hjá
Jóni Steinssyni. „Þess vegna er þetta
innslag Jóns í umræðuna á Íslandi
mjög þarft. Njóti Seðlabankinn
trausts er ljóst að verðlagsmarkmið
er betra en verðbólgumarkmið.
Njóti bankinn hins vegar ekki
trausts, annaðhvort vegna innri
veikleika eða pólitískra inngripa í
ákvarðanir hans, þá skiptir engu
máli hvaða markmið hann hefur.
Stefnan mun í þeim tilvikum alltaf
markast af öðrum og þrengri sér-
hagsmunum en því að viðhalda
markmiðinu.“
Í grein sinni sagði Jón Steinsson
að stóra spurningarmerkið varðandi
upptöku verðlagsmarkmiðs væri
hvort Seðlabankinn hefði nægilega
sterkt pólitískt bakland til að standa
við slíka stefnu. Með endurteknum
kvörtunum og hótunum geti al-
menningur stjórnvöld svipt Seðla-
bankann sjálfstæði sínu þegar hann
reyni að gera það sem virkilega
þurfi til þess að skapa stöðugleika.
Geti Seðlabankinn ekki treyst á
stjórnvöld, þegar mest á reyni, sé
ljóst að framundan sé botnlaust
gengishrun og verðbólga.
Verðlagsmarkmið er betra
njóti Seðlabankinn trausts
Banki Traust á Seðlabankanum
skiptir afskaplega miklu máli.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
ÁGÚST Guðmundsson, forstjóri
Bakkavarar, á von á að samningar
við íslenska lánardrottna náist inn-
an þriggja vikna. Þar á meðal eru
lífeyrissjóðir sem eiga skuldabréf
Bakkavarar og átti að greiða til
baka í maí síðastliðnum.
Ágúst sagði þá að upphæðin
næmi samtals um 25 milljörðum
króna. Einnig þyrfti að semja við
eigendur skuldabréfa sem væru á
gjalddaga í nóvember á næsta ári.
„Þetta eru búnar að vera langar
og strangar samningaviðræður og
mjög faglega unnar. Það er búið að
vinna mikla vinnu í samstarfi við ís-
lenska kröfuhafa um að finna leiðir
til að tryggja þeirra stöðu betur,“
segir Ágúst í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við höfum ráðið erlendar lög-
fræði- og endurskoðendastofur í
þetta verkefni. Þeirra vinnu er nú
lokið og við erum að gera ráð fyrir
því að geta gengið frá rammasam-
komulagi við íslenska lánardrottna á
næstu tveimur til þremur vikum.“
Bakkavör skilaði uppgjöri fyrir
annan ársfjórðung í gær. Ágúst seg-
ir þetta uppgjör marka í rauninni
endalok á því endurskipulagningar-
ferli sem Bakkavör hafi verið að
fara í gegnum síðastliðið ár.
„Árangurinn er farinn að skila sér
og uppgjör annars ársfjórðungs ber
það vel með sér. Við erum líka að
hækka afkomuáætlun okkar og bæt-
um 1100 milljónum króna við hagn-
aðarspá okkar fyrir árið 2009. Þann-
ig að við erum að sjá fram á að auka
við EBITDA-hagnað [hagnaður fyr-
ir fjármagnsliði, skatta og afskriftir]
okkar það sem eftir er árs um um
það bil 25-30 prósent,“ segir Ágúst.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði,
skatta, afskriftir og kostnað sem
fellur einu sinni til vegna
hagræðingaraðgerða nam 7,9 millj-
örðum króna frá apríl til júlí. Fyrstu
sex mánuði ársins var þessi hagn-
aður 11,8 milljarðar króna. Aukn-
ingin á öðrum ársfjórðungi er 5,7
prósent.
Ágúst segir búið að loka tólf verk-
smiðjum á tólf mánuðum og fækka
starfsfólki um 2.500. Meiri hag-
kvæmni í rekstri og bætt stýring
veltufjármuna sé að skila góðum
rekstrarárangri. Sjóðstreymið sé
gífurlega sterkt og verði áfram.
Stjórnendur Bakkavarar uppfæra áætlun um hagnað á árinu
Vill semja við lánardrottna
innan þriggja vikna
Morgunblaðið/Heiddi
Uppfært Salan á tilbúnum réttum
Bakkavarar hefur vaxið um 10%.
● HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv-
arinnar á fyrri helmingi ársins nam 3,5
milljörðum króna, en á sama tímabili í
fyrra var 3,4 milljarða króna tap á
rekstri fyrirtækisins. Munar þar mestu
um að fjárfestingartekjur voru 2,2 millj-
arðar króna á fyrstu sex mánuðum
þessa árs, en fjárfestingartap nam um
500 milljónum á sama tíma í fyrra. Þeg-
ar tekið er tillit til tekna og gjalda utan
rekstrarreiknings er staða fyrirtækisins
öllu verri. Þýðingarmunur dótturfélaga
var neikvæður um 5,5 milljarða, sem
þýðir að heildarafkoma er neikvæð um
tvo milljarða króna. bjarni@mbl.is
Fjárfestingartekjur
TM 2,2 milljarðar