Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 232. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF BUSAVÍGSLUR, Í RÆKTINA FYRIR JAFN- MIKIÐ, TÍSKA OG HEIMUR ÞORBJARNAR Við höldum með stelpunum okkar Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu „VIÐ sjáum það vel hvað það get- ur verið erfitt fyrir fólk, sem hefur jafnvel alltaf staðið í skilum og er heiðarlegt fram í fingurgóma, að takast á við greiðslubyrði sem það hreinlega ræður ekki við. Mörg heimili eru skuldum vafin,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, for- stöðumaður Ráðgjafarstofu heim- ilanna. Þrátt fyrir mikla skuldabyrði, sem hjá yfir fjórðungi heimila nem- ur meira en 500% af ársráðstöf- unartekjum, reynir fólk til þrautar að greiða af lánum frekar en að hætta að greiða. Þannig eru á bilinu 70-90% af viðskiptavinum bankanna í eðlilegum skilum með húsnæðislán, án þess að nýta sér sérstök úrræði til þess að auðvelda greiðslu á lánum. Staðan er betri hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóð- unum en hjá bönkunum. Að sögn er staðan þó að þyngjast nú, ekki síst vegna þess að fólk sér ekki fram á að komast út úr skuld- unum í nánustu framtíð, þrátt fyrir að greiðslubyrðin af lánum sé í augnablikinu ekki ómöguleg. „Eftir því sem fleiri lenda í því að vera með húsnæðisskuldir langt um- fram eignir, jafnvel þrátt fyrir að ráða við að greiða af lánum, verður hljóðið þyngra í fólki og það verður mikilvægt að reyna að sporna gegn þeirri þróun með aðgerðum. Ekki síst til þess að koma efnahag lands- ins af stað,“ segir Ásta Sigrún. | 22 Skuldabyrði liggur þungt á fólki Skuldum vafin Ásta Sigrún Helgadóttir ÍSLENSKA kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 1:0 í gær fyrir Norðmönnum í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í Finnlandi. Möguleikar Íslands á því að komast í 8-liða úrslit eru þar með úr sög- unni en Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, segir að liðið eigi eftir að upplifa eitt æv- intýri til viðbótar á EM. „Við eigum enn eftir að mæta Evrópu- og heimsmeisturum Þýskalands í úrslitakeppni Evrópumóts og það er ævintýri út af fyrir sig,“ sagði Sigurður Ragnar, lands- liðsþjálfari Íslands. Viðureign Íslands og Þýskalands fer fram á sunnudaginn. | Íþróttir EITT ÆVINTÝRI EFTIR Á EM Í FINNLANDI Morgunblaðið/Golli  NORSKI hag- fræðingurinn Tormod Her- mansen fékk það hlutverk að stýra norska banka- kerfinu gegnum kreppuna sem reið yfir um 1990 og tókst þá að koma í veg fyrir algert hrun. Hann er meðal þekktustu manna í norsku atvinnulífi og hefur verið ráðgjafi stjórnvalda hér í sambandi við endurreisn íslensku bankanna. Hermansen telur að gott væri að fá reynda erlenda bankamenn til að stýra endurreistu bönkunum í nokkur ár. Þá myndi traust á bönk- unum aukast og ekkert sé mikil- vægara fyrir lánastofnanir. | 12 Erlendir stjórnendur komi að íslensku bönkunum Tormod Hermansen HEILSUSérblaðu m fylgir Morgunblaðinu í dag Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is MAGMA Energy, sem hyggst verða kjölfestufjár- festir í HS orku, hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í endurskoðun á fyrirliggjandi samningi um leigu HS orku á jarðvarmaauðlindum á Reykja- nesskaga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leggja stjórnvöld áherslu á að sú endurskoðun leiði til að leigutími verði styttur og greiðsla fyrir leiguna hækkuð. Beðið eftir nefnd forsætisráðherra Íslenskir ráðamenn vilja með breytingunum tryggja að meirihluti arðs af jarðvarmaauðlindum HS orku renni til opinberra aðila. Ross Beaty, forstjóri Magma, hitti Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra öðru sinni á fundi á miðvikudag og sátu þeir þann fund einir. Þar mun Beaty hafa fallist á að endurskoðun samningsins fari fram í samræmi við niðurstöður nefndar á vegum forsætisráðuneytisins sem fjallar um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í opinberri eigu. Nefndin, sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmað- ur fer fyrir, hefur verið að störfum frá því í fyrra og átti að skila tillögum sínum 1. júní síðastliðinn. Af því varð ekki og er nú gert ráð fyrir að hún skili tillögum sínum í síðasta lagi 31. desember næst- komandi. Samkvæmt upprunalega samkomulag- inu átti HS orka að leigja nýtingu á auðlindunum næstu 65 árin með möguleika á að framlengja þá nýtingu til annarra 65 ára. Reiknað árlegt auð- lindagjald vegna þessarar nýtingar, sem rennur til eigenda landanna á Reykjanesi, er samtals 72 milljónir króna vegna allrar núverandi raforku- framleiðslu HS orku, samkvæmt yfirlýsingu sem Júlíus Jónsson, forstjóri HS orku, sendi fjöl- miðlum í vikunni. Vilja hækka auðlindagjald » Meirihluti arðs auðlindanna renni til hins opinbera » Nú gert ráð fyrir 65 ára leigu  Magma Energy og fjármálaráðuneytið ræða um að stytta leigutíma orkulinda  Tekið verði mið af niðurstöðu nefndar á vegum forsætisráðherra  Hærra gjald og styttri leigutími | 6 SKIPAÐUR hef- ur verið starfs- hópur sem mun annast undirbún- ing vegna máls- höfðana gegn ís- lenska ríkinu vegna setningar neyðarlaga síð- asta haust. Viðskiptaráðu- neytið leiðir hópinn sem er skipaður fulltrúum viðskipta-, utanríkis-, fjár- mála- og forsætisráðuneytis auk full- trúa Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Þegar hafa 39 bankar kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem þeir telja að setning laganna brjóti gegn EES-samningnum. Líklegt þykir að ríkið muni bera fyrir sig stjórnskipulegan neyðarrétt en Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra vill ekki gefa neitt upp um málsástæður. | 16 Varist vegna neyðarlaga Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.