Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is UNDERCOVER Music Lovers á Íslandi standa fyrir Melodica Aco- ustic Festival á Café Rósenberg, Kaffi Hljómalind og Nýlendu- vöruverslun Hemma og Valda nú um helgina. Tilgangur hátíðarinnar er að fagna og efla grasrótarstarf og alþjóðlegt samstarf tónlistar- manna, þar sem áherslan er lögð á samhjálp og vináttu. Ekki síður er tilgangurinn að hjálpa ungu og upprennandi tónlistarfólki að kynn- ast reyndari aðilum í bransanum, öðlast reynslu í framkomu og skapa tengsl. Fyrsta Melodica hátíðin hér á landi fór fram í ágúst árið 2008 við gríðargóðar undirtektir og var önnur haldin í janúar á þessu ári. Voru undirtektirnar þar ekki síðri og vonast samtökin til að hróður hátíðarinnar fari sífellt vaxandi. Áætlað er að hátíðin verði árviss viðburður héðan í frá. Hátíðin hefst kl. 18 í kvöld með tónleikum á Hemma og Valda og Hljómalind. Kl. 21 færist stuðið svo yfir á Rósenberg. Á morgun hefst síðan tónlistin kl. 16 á H&V og Hljómalind en byrjar svo aftur á Rósenberg kl. 21. Tekið við framlögum Meðal þeirra sem fram koma á Hátíðinni eru sjálfur INSOL, trúbador úr Kópavogi sem hefur ekki farið hátt undanfarin ár, Lights on the Highway, Árstíðir, Mysterious Marta, Heiða Dóra, El- ín Ey, Elíza og fleiri og fleiri. Alls taka um 40 listamenn þátt í hátíð- inni. Aðgangur á hátíðina er ókeypis, enda koma allir listamenn ókeypis fram og allt starf við hátíðina unn- ið í sjálfboðavinnu. Þó er hönd ekki slegið móti frjálsum framlögum, þar sem allnokkur kostnaður hlýst af hátíðinni, m.a. koma til landsins tveir erlendir tónlistarmenn sér- staklega til að taka þátt í henni og kynnast íslensku tónlistarfólki. Þannig er fólk hvatt til að hjálpa þeim að borga farmiðana sína. Nákvæma dagskrá hátíðarinnar má finna á myspace.com/mel- odicaiceland. Samhjálp og vinátta  Um 40 tónlistarmenn koma fram á Melodica Acoustic Festival um helgina  Á meðal þeirra sem troða upp eru Elíza og Árstíðir  Aðgangur er ókeypis Morgunblaðið/Kristinn Elíza Er ein þeirra fjölmörgu sem koma fram á hátíðinni um helgina. „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ Denzel Washington upplifir sína verstu martröð þegar hann þarf að takast á við John Travolta höfuðpaur glæpamannanna. 43.000 manns í aðsókn! Íslenskt tal BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON 40.000 manns í aðsókn! HHH „Ein besta mynd Tony Scott seinni árin“ -S.V., MBL HASAR OG TÆ KNIBR ELLUR SEM A LDREI H AFA SÉ ST ÁÐU R Frá Tony Scott, leikstjóra Deja Vu og Man on Fire kemur magnaður spennutryllir. Denzel Washington upplifir sína verstu martröð þegar hann þarf að takast á við John Travolta höfuðpaur glæpamannanna. HHH „Ein besta mynd Tony Scott seinni árin“ -S.V., MBL POWER SÝNIN G Á STÆ RSTA D IGITAL TJALD I LAND SINS KL. 10 :00 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS HHHHH “Besta Tarantino-myndin síðan Pulp Fiction og klárlega ein af betri myndum ársins” T.V. - Kvikmyndir.is HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHHH “ein eftirminnilegasta mynd ársins og ein sú skemmtilegasta” S.V. - MBL Frá Tony Scott, leikstjóra Deja Vu og Man on Fire kemur magnaður spennutryllir. Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó SÝND Í REGNBOGANUM þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á BORGARBÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI -bara lúxus Sími 553 2075 SÝND Í SMÁRABÍÓI, Up 3-D (ísl. tal) kl. 3:45 - 5:50 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 5 - 8 - 11 B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 11 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 4 - 6 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 11 Lúxus Taking of Pelham 123 kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára Sýnd kl. 3:30 og 5:45 Sýnd m. ísl. tali kl. 3:45 Sýnd kl. 4, 7 og 10 (Powersýning) Sýnd kl. 6, 8, og 10 Sýnd kl. 8 og 10:10 JÓLAPLATA er væntanleg frá tón- listarmanninum Bob Dylan. Á plötunni, sem heitir Christmas in the Heart, verður að finna sígild lög á borð við „Winter Wonderland“, „Little Drummer Boy“, „Here Comes Santa Claus“ og „Must Be Santa“. Platan kemur út 13. október næstkomandi og verður fyrsta jólaplata Dylans og 47. stúdíóplata hans. Að sögn útgáfufyrirtækisins Col- umbia Records mun allur ágóði af plötusölunni í Bandaríkjunum renna til góðgerðarsamtakanna Feeding America (Brauðfæðum Bandaríkin). Sjóðurinn, sem útvegar nauð- stöddum matvæli, vonast til þess að hægt verði að brauðfæða um 1,4 milljónir manna með ágóðanum. „Ég tek því höndum saman við þá góðu einstaklinga sem standa að Brauðfæðum Bandaríkin í þeirri von að viðleitni okkar geti veitt nauð- stöddum matvælaöryggi um komandi hátíð,“ segir Dylan. Allur ágóði plötunnar á alþjóðavísu mun renna til góðgerðasamtaka í öðr- um löndum með sama tilgang. Jólaplata frá Bob Dylan Dylan Plötuumslag jólaplötunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.