Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson tordur@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ vill endurskoða samning um leigu HS orku á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesskaga með þeim hætti að leigutíminn verði styttur og greiðsla fyrir leiguna verði hækkuð. Heimild- ir Morgunblaðsins herma að Magma Energy, sem hyggst verða kjölfestu- fjárfestir í HS orku, hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í slíkri endur- skoðun. Farið eftir tillögum nefndar Endurskoðunin mun fara fram í samræmi við niðurstöður nefndar á vegum forsætisráðuneytisins sem fjallar um leigu á vatns- og jarðhita- réttindum í opinberri eigu. Nefndin, sem Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður fer fyrir, hefur verið að störf- um frá því í fyrra og átti að skila til- lögum sínum 1. júní síðastliðinn. Af því varð ekki og er nú gert ráð fyrir að hún skili tillögum sínum í síðasta lagi 31. desember næstkomandi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Ross Beaty, forstjóri Magma, lýst yfir vilja til að samn- ingur um auðlindaleigu milli HS orku og Reykjanesbæjar sem nú þegar er í gildi verði breytt til sam- ræmis við tillögur nefndarinnar þeg- ar þær liggja fyrir. Heimildir Morgunblaðsins herma að lögð sé áhersla á það á meðal ís- lenskra ráðamanna að leigutíminn verði styttur og að greiðsla fyrir leig- una verði hækkuð. Með því er stefnt að því að tryggja að meirihluti arðs af jarðvarmaauðlindum HS orku renni til opinberra aðila. Samkvæmt upprunalega sam- komulaginu átti HS orka að leigja nýtingu á auðlindunum næstu 65 ár- in með möguleika á að framlengja þá nýtingu til annarra 65 ára. Reiknað árlegt auðlindagjald vegna þessarar nýtingar, sem rennur til eigenda landanna á Reykjanesi, er samtals 72 milljónir króna vegna allrar nú- verandi raforkuframleiðslu HS orku, samkvæmt grein sem Júlíus Jóns- son, forstjóri HS orku, skrifaði á mbl.is fyrr í vikunni. Sameinast ekki Geysi Green Beaty hitti Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra öðru sinni á fundi á miðvikudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sátu þeir einir þann fund en fyrri fundur þeirra, sem fór fram á þriðjudag, hafði einnig verið setinn af Magnúsi Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Capacent Glacier, og starfsmönnum úr fjármála- og iðnaðarráðuneyti. Á ofangreindum fundum Beatys með íslenskum ráðamönnum hefur komið fram að samruni Geysis Green Energy (GGE) við Magma hafi verið til umræðu frá því að samstarf fyr- irtækjanna hófst fyrst fyrir tilstilli Capacent Glacier fyrr á þessu ári. Heimildir Morgunblaðsins herma að þá hafi verið rætt um að Magma myndi renna inn í GGE eða öfugt, auk þess sem Magma myndi falast eftir hlutum annarra núverandi eig- enda HS orku. Ef öll kaup myndu síðan ganga eftir þá yrði sameinaða félagið eigandi nánast alls hlutafjár í HS orku. Ætlaði ekki að vera ráðandi Það stangast á við það sem Beaty sagði í viðtali við Morgunblaðið þann 8. júlí síðastliðinn þegar Magma var að kaupa 10,8 prósenta hlut í HS Orku af GGE. Þar lagði hann mikla áherslu á að Magma ætlaði sér ekki að verða ráðandi aðili í HS orku og hefði engin áform um að skipta sér af rekstri orkuvera fyrirtækisins og sagði orðrétt að „hlutur okkar gæti orðið stærri, en þetta var sá hlutur sem var í boði núna. Eftir að þetta skref klárast gætu skapast tækifæri til að auka eignarhlut okkar lítillega en við verðum bara að horfa á þau þegar þau bjóðast [...] Við ætlum okkur ekki að koma með neinum hætti að rekstri virkjana HS orku [...] Við ætlum okkur heldur ekki að falast eftir fulltrúa í stjórn félagsins. En það sem við getum bætt við þetta er fjármagn.“ Hærra gjald og styttri leigutími  Fjármálaráðuneyti vill tryggja að meirihluti arðs af jarðvarmaauðlindum HS orku renni til opinberra aðila  Stefnt var að því að Magma rynni inn í GGE og falaðist eftir hlutum annarra eigenda HS orku Fundahöld Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum Magma í vikunni. Morgunblaðið/Heiddi Góðar líkur eru á að samningur um leigu HS orku á jarð- varmaauðlindum á Reykjanes- skaga verði endurskoðaður og að breytingar verði gerðar í sam- vinnu við Magma Energy. Í HNOTSKURN » Í greiningu greiningar-fyrirtækisins Raymond James á Magma Energy sem birt var á mánudag kemur fram að Magma hyggist eyða um 25 milljónum dala, 3,2 milljörðum króna á núvirði, í að kaupa 10,8 prósenta hlut í HS orku af GGE fyrir marslok 2010. Þá eigi Magma einnig möguleika á því að eignast fimm prósent til viðbótar fyrir 15 milljónir dala, 1,9 milljarð króna, í fyrirtækinu í gegnum hlutafjáraukningu. »Magma hefur einnig veriðvalið úr hópi bjóðenda til að kaupa 32,32 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Samkvæmt mati Raymond James munu þau kaup verða til þess að fjárfesting Magma í HS orku fari yfir 100 milljónir dala, 12,9 milljarða króna. Hins vegar tiltekur greining- arfyrirtækið sérstaklega að það telji að seinni viðskipti Magma, með hlut OR, verði með þeim hætti að fyrirfram- greiðsla fyrir hlutinn verði með minnsta móti. Þegar Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö fyrir- tæki, HS orku og HS veitur, í lok árs 2008 var Capacent ráðgjöf ráðin til þess að meta eignir fyrirtækisins og hafa yfirumsjón með skiptingunni. Sú deild innan Capacent sem vann að verkefninu er sú sama og síðar sameinaðist Glacier Partners, sem áður var hluti af Glitni og varð að Capacent Glacier snemma á árinu 2009. Þegar HS orka hóf að gera samninga um greiðslu auðlindagjalds til landeigenda fyrir nýtingu jarðvarma var um fyrstu slíka samninga sinnar tegundar að ræða sem gerðir hafa verið hérlendis. Forsætisráðuneytið hafði reyndar skipað nefnd sem átti að skila tillögum um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í síðasta lagi 1. júní 2009. Hitaveitunni var hins vegar skipt upp áður en sú nefnd lauk störfum, en hún hefur enn ekki skilað til- lögum, og því unnu stjórnendur Hitaveitunnar sínar eigin útfærslur á því hvernig gjaldið skyldi innheimt og hver leigutími fyrir nýtingu auðlinda ætti að vera. Í grein Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS orku, sem birtist á mbl.is í vikunni, kemur fram að leitað hafi ver- ið til virtustu jarðvísindamanna landsins um hvernig gjaldtökunni skyldi háttað og fordæmi frá Orkustofnun hafi verið skoðuð. Þá segir orðrétt: „leitað var eftir óháðu áliti frá ráðgjafarfyrirtækinu Capacent um hvernig auðlindagjaldtöku er háttað í heiminum.“ Á heimasíðu Capacent Glacier má sjá að fyrirtækið starfaði síðan fyrir GGE í upphafi árs 2009 við ýmiss konar stefnumótunarvinnu og matsgerðir áður en það hóf að starfa fyrir Magma Energy sem ráðgjafi við kaup kanadíska fyrirtækisins á 10,78 prósenta hlut GGE í HS orku, sem fram fóru fyrr í sumar. Capacent Glacier starfar enn sem ráðgjafi Magma hérlendis, enda sér- hæfir Capacent Glacier sig í fyrirtækjaráðgjöf í jarð- varma- og sjávarútvegsgeirunum. Capacent vann að uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja Morgunblaðið/Ómar Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VELFERÐARRÁÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að bjóða þeim sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá borginni en hafa ekki rétt til atvinnuleysis- bóta verkefni eða launalaus hluta- störf til þess að létta viðkomandi líf- ið. Um er að ræða um 1.800 manns og fjölgaði þeim um 600 frá janúar til júní í ár samanborið við 2008. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að ýmsar hug- myndir um störf og verkefni hafi komið fram og næsta skref sé að vinna úr þeim og útfæra þær. Stefnt sé að því að bjóða verkefni í öllum hverfum borgarinnar. Í þessu sambandi nefnir hún til dæmis að fjórir til fimm gætu tekið að sér gæslu ákveðinna svæða eins og Laugardalsins og þeir myndu þá sjá um að allt væri í lagi á svæðinu. Byrja í október Að sögn Jórunnar hefur fólk í umræddum hópi haft samband við borgina og óskað eftir því að gera eitthvað. „Það vill ekki bara þiggja aðstoð heldur leggja sitt af mörkum á móti og við erum að bregðast við þessu,“ segir hún. Jórunn leggur áherslu á að ekki sé hægt að skil- yrða fjárhagsaðstoðina en fólki standi einhver starfsþátttaka eða verkefni til boða. Þannig sé komið til móts við þá sem vilja ekki koðna niður heldur hafa eitthvað reglulega fyrir stafni. Ekki sé verið að taka störf frá öðrum heldur bæta við þjónustu sem annars yrði ekki í boði. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að bjóða upp á verkefni í öllum hverfum borgarinnar í október og getur fólk þá skráð sig hjá þjónustu- miðstöðvunum. Verkefni í boði fyrir þá sem vilja  Velferðarráð bregst við óvirkni fólks  Verkefni í boði í öllum hverfum Morgunblaðið/Valdís Thor Átak Víða má taka til hendi án þess að ganga á önnur störf í borginni. Í HNOTSKURN » Velferðarráð Reykja-víkur fól í gær sviðs- stjóra velferðarsviðs að út- færa leiðir til að stuðla að virkni fólks sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá borg- inni. » Bjóða á einstaklingumað taka þátt í skipu- lagðri starfsemi í borginni. NEYTENDASTOFA hefur lagt 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að ítrekuðum tilmælum stofnunar- innar um að gefa upp endanlegt verð vöru, þó að afdráttarlaus skylda hvíli á seljendum vöru og þjónustu að gera svo. En á bókunarvef Heimsferða kemur heildarverð með flugvalla- skatti og öðrum gjöldum ekki fram fyrr en búið að gefa upp verð ferð- ar og gistingar. „Því er það mat Neytendastofu að sú framsetning Heimsferða að gefa upp „verð frá“ sem inniheldur ekki skatta og önnur gjöld sé brot gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 sem og reglna um verðmerkingar. Er sú krafa um verðframsetningu í samræmi við þær kröfur sem stofn- unin hefur gert til annarra ferða- skrifstofa og flugrekenda,“ segir í tilkynningunni. Heimsferðir sektaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.