Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
✝ Bjarni Bentsson,fyrrverandi yf-
irverkstjóri hjá Flug-
málastjórn, fæddist á
Bíldudal 23. nóv-
ember 1913. Hann
lést 16. ágúst sl. For-
eldrar hans voru
Bent Bjarnason frá
Reykhólum, f. 17.2.
1876, d. 13.2. 1951 og
Karólína Friðrika
Söebeck frá Reykj-
arfirði, f. 18.6. 1874,
d. 18.3. 1935. Bjarni
ólst upp í Haukadal í
Dýrafirði þar til fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur 1927. Systkini: Lí-
ney Bentsdóttir, f. 1902, d. 1909,
Steinunn Petrónella Bentsdóttir, f.
1903, d. 1986, Friðrik Ferdinand
Söebech Bentsson, f. 1906, d. 1908,
Emilía Bentsdóttir, f. 1907, d. 1909,
Líney Emilía Friðrika Bentsdóttir,
f. 1909, d. 2003 og Valborg El-
ísabet Bentsdóttir, f. 1911, d. 1991.
Eiginkona Bjarna er Unnur Jak-
obsdóttir frá Ísafirði, f. 18.7. 1921.
Fyrstu 25 hjúskaparár sín bjuggu
þau í Miðstræti 10, Reykjavík, í maí
1965 fluttu þau að Digranesvegi 80
í Kópavogi. Börn Bjarna og Unnar
eru: 1) Bent Bjarnason, f. 1941,
Hann fékk sveinsbréf í hús-
gagnasmíði 1933 og meistarabréf
1938. Hann hóf störf hjá Flug-
málastjórn á Reykjavíkurflugvelli
2.9. 1946 og starfaði þar það sem
eftir var starfsævinnar þar til hann
lét af störfum 1983. Var hann verk-
stjóri frá 1956 og hafði umsjón
með nýsmíðum á Reykjavík-
urflugvelli og farþegaskýlum úti á
landi.
Bjarni var mikill félagsmála-
maður. Hann var formaður nem-
endafélags Iðnskólans, var vígður í
Oddfellowregluna í febrúar 1940,
var 12 ár í stjórn stúkunnar nr. 5
Þórsteinn og stundaði þar alla
fundi í yfir 60 ár. Hann var að-
alhvatamaður að stofnun Mál-
funda- og skemmtifélags starfs-
manna Reykjavíkurflugvallar og
formaður þess um árabil. Félagar
þess komu sér upp félagsheimili,
æfðu ræðumennsku og héldu
skemmtanir. Ennfremur byggðu
þeir skíðaskála við Vífilsfell. Hann
var í Málfundafélaginu Óðni og
kenndi þar ræðumennsku. Hann
var stofnfélagi Kiwanisklúbbsins
Eldeyjar 1971, þriðji forseti
klúbbsins og fyrsti heiðursfélagi
hans.
Útför Bjarna fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 28. ágúst, og hefst
athöfnin kl. 13.
Jarðsett verður í Kópavogs-
kirkjugarði.
maki Helga Helga-
dóttir, börn þeirra
eru a) Bjarni, f. 1960
maki Klara Björg Ol-
sen þau eiga 3 dætur,
b) Helgi Hinrik, f.
1962, maki Hafsteina
Gunnarsdóttir, þau
eiga 3 börn, c) Linda
Björk, f. 1964, maki
Gunnar E. Jóhanns-
son, þau eiga 2 börn,
d) Sólveig Unnur, f.
1969, maki Þórarinn
Fannar Guðmunds-
son, þau eiga 2 dæt-
ur, 2) Stúlka Bjarnadóttir, f. 1944,
dó sólarhringsgömul, 3) Anna Þór-
dís Bjarnadóttir, f. 1947, maki Stef-
án R. Jónsson, börn þeirra a) Óm-
ar, f. 1966, maki Arnheiður
Skæringsdóttir, þau eiga 3 börn, b)
Hanna Sigríður, f. 1970, maki Vil-
hjálmur Hörður Guðlaugsson, þau
eiga 5 börn, c) Jón Þorgrímur, f.
1975, maki Margrét Gígja Ragn-
arsdóttir, þau eiga 3 syni, 4) Jakob
Bjarnason, f. 1952, sambýliskona
Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, hún á
5 börn og barnabörn þeirra eru 6.
Bjarni lauk námi í Iðnskólanum í
Reykjavík, meistari hans var Ey-
vindur Árnason líkkistusmiður.
Bjarni leit á sig sem einn af frum-
byggjum Kópavogs. Hóf hann land-
nám á erfðafestulandi árið 1936 og
byggði sumarbústað. Á hverju vori,
allt til 1962, flutti fjölskyldan úr
Miðstræti suður í Kópavog og aftur
heim á haustin. Þar stofnaði hann
Alifuglinn með föður sínum og mági
og ráku þeir hænsnabú í sex ár. Gal-
andi hani vakti fjölskylduna á hverj-
um morgni. Seinna byggði hann
íbúðarhús og setti upp gufubað,
gróðurhús og sundlaug. Það sem
hann ræktaði gaf hann.
Hann elskaði mömmu heitt. Hann
þreyttist aldrei að segja henni hve
falleg hún væri og hvað hann væri
alltaf skotinn í henni. Síðasta af-
mæliskorti hans til hennar fylgdi
rauð rós og orðin „þú ert einasta
rósin mín“. Þau áttu 70 ár saman.
Á fimm ára fresti hélt hann af-
mælisveislu. Kokteilarnir urðu víð-
frægir og sóttust margir eftir upp-
skriftunum, en hann var alla tíð
sjálfur lítið fyrir áfengi.
Hann var einn af þeim fyrstu sem
tók „flag í fóstur“. Fór með grasfræ
og stráði í rofabörð og á auð svæði á
Reykjanesi. Eitt sinn er tjaldað
hafði verið á grasbalanum, gladdist
hann yfir að hann nýttist en var
óánægður með viðskilnað tjaldbú-
anna, kom heim með fullan poka af
rusli.
Minnisstæðar eru skemmtilegar
frásagnir frá sjö löndum er hann
heimsótti ungur maður. Hann hét
því að fara aldrei aftur til útlanda,
fékk malaríu við Svartahaf og í Sví-
þjóð var honum tjáð að hann hefði
„dårligt hjärta“.
Fjölda áramóta eyddi hann með
minni fjölskyldu, hann undirbjó sig
vel með vísur, brandara og
skemmtisögur. Hann var skemmti-
legur ræðumaður, kunni ógrynni af
ljóðum og vísum, hélt upp á Einar
Benediktsson og Omar Khayam.
Hann hafði gaman af að dansa og
missti ekki úr árshátíðir og skemmt-
anir hjá Oddfellow og Kiwanis. Við
Stefán vorum með á mörgum þess-
um skemmtunum og kynntumst vel
þessari hlið á pabba. Hann stóð upp
og sagði frá einhverju skemmtilegu
og svo dönsuðu þau alla dansana.
Hann naut lífsins og sagðist hann
hafa átt skemmtilegt líf. Í safni hans
af gullkornum fundust þessi: „Þú
skalt lifa fyrir aðra – ef þú vilt lifa
sjálfum þér til ánægju“ og það gerði
hann svo sannarlega.
Ég kveð föður minn með þakklæti
fyrir þau gildi sem hann innrætti
mér, heiðarleika, kurteisi, sannsögli
og stundvísi.
Anna Þórdís Bjarnadóttir.
því hvað er auður og afl og hús
ef engin jurt vex í þinni krús
Þessi orð Bjarts í Sumarhúsum
koma upp í hugann þegar ég rifja
upp langt og farsælt líf föður míns.
Hans jurt var eftirlifandi kona hans
Unnur Jakobsdóttir og ávextir
þeirra börn, barnabörn og barna-
barnabörn. Á morgun, 29. ágúst,
höfuðdag, hefðu foreldrar mínir átt
sitt 67. brúðkaupsafmæli. Þau höfðu
mikið yndi af dansi. Ein mín fyrsta
æskuminning var þegar ég sá pabba
svífa með mömmu í vínarvalsi á
Lækjargötunni 17. júní. Hann sagði
margoft að það væri menningar-
skortur að kunna ekki að dansa. Nú
er lífsdansi hans lokið. Margs er að
minnast og efni í heilu bækurnar.
Allar sögurnar sem hann kunni um
menn og málefni voru ótæmandi.
Hann kom mér sífellt á óvart hvað
hann kunni af vísum og gamansög-
um enda vel hagmæltur sjálfur þótt
hátt hafi ekki farið. Mest af öllu
vakti furðu mína hvað hann var vel
að sér í Biblíunni sem ég sá hann
aldrei lesa og varð mörgum prestum
jafn mikið undur. Aðspurður sagðist
hann hafa lesið mikið þegar hann
var einhleypur. Vá, þvílíkt minni.
Laxness var í uppáhaldi og kunni
hann Sjálfstætt fólk nánast utan-
bókar og vitnaði oft í hana. Á ung-
lingsárum mínum fékk ég sumar-
vinnu hjá Flugmálstjórn undir hans
verkstjórn. Þá komu sterkt í ljós
hans lífsmottó, t.d. stundvísi, reglu-
semi o.fl.
Ég átti erfitt með að vakna kl. 6 og
hann sagði þá, ef þú ert ekki tilbúinn
þá skil ég þig eftir og það stóðst, ég
heyrði gamla Bedfordinn eitt sinn
skrölta af stað áður en ég komst
fram úr en gamli herbíllinn var hæg-
fara og ég hljóp hann uppi og stökk
upp í boddíið og faldi mig. Þegar við
komum niður á verkstæðið beið ég
eftir að hann færi inn og kom rétt á
eftir og spurði, ertu ekki búinn að
hita vatn? Þá hló Baddi Bents, trixið
hafði virkað og stundvísin var
tryggð hjá sonny boy. Pabbi var
meinlætamaður og hugsaði vel um
heilsuna, neytti ekki tóbaks og rak
aðeins tungubroddinn í vín. Eitt sinn
vorum við við vinnu á Egilsstöðum
og á leið í mat ásamt fleiri ungum
mönnum, ég stökk þá yfir háa girð-
ingu og lenti á maganum, þá skullu
niður fætur við hlið mér, sem ég áleit
vera á einum af ungu mönnunum, ó
nei, þetta var gamli tæplega 40 árum
eldri og stóð í báða fætur. Hann
hafði svifið eins og köttur yfir.
Lífsviljinn var sterkur fram á það
síðasta, þótt máttfarinn væri síðustu
daga vonaðist hann að ná sér. Síð-
ustu orð hans við mig voru vonin er
eilíf, sagði Búdda.
Með þökk. Hvíl þú í friði.
Jakob Bjarnason.
Með fáeinum orðum langar mig til
að minnast tengdaföður míns Bjarna
Bentssonar sem lést í hárri elli
sunnudaginn 16. ágúst síðastliðinn.
Þegar maður rifjar upp sameigin-
legan farinn veg sem spannar um
það bil hálfa öld koma eingöngu góð-
ar minningar fram um Bjarna sem
var heiðursmaður í einu og öllu sem
hann tók sér fyrir hendur.
Hann og eftirlifandi eiginkona
hans Unnur voru mjög samrýnd
hjón sem lögðu sig fram um að hlúa
að börnum sínum og fjölskyldum
þeirra á meðan heilsa og kraftar
leyfðu. Heimili þeirra, fyrst í Mið-
stræti 10 í Reykjavík og síðan á
Digranesvegi 80 í Kópavogi, var alla
tíð opið fyrir fjölskylduna, vini og
vandamenn. Þar var oft gestkvæmt
og öllum vel tekið. Bjarni fór ekki
troðnar slóðir og hafði sjálfstæðar
skoðanir og viðhorf til lífsins. Hann
prýddu margir góðir kostir sem eru
eftirbreytniverðir, eins og orð-
heldni, nægjusemi og hófsemi svo
eitthvað sé nefnt. Á árunum, meðan
hann sinnti samviskusamlega starfi
sínu hjá Flugmálastjórn,var hann
vel liðinn á meðal vinnufélaganna og
héldu þeir margir tryggð við hann
eftir að hann lét af störfum fyrir ald-
urssakir. Þá hafði hann alltaf nóg
fyrir stafni við smíðar, ræktun
grænmetis og lestur, einnig átti
hann sína uppáhaldsþætti í sjón-
varpinu. Það var fjölskyldunni erfitt
þegar Unnur greindist með Alz-
heimers-sjúkdóminn. Bjarni reyndi í
lengstu lög að hjúkra og hlúa að
henni heima við en að lokum varð
það honum ofviða og hann varð einn
í húsinu sínu en þar vildi hann vera
og hvergi annars staðar. Bjarni
hafði allt fram á síðasta dag gaman
af að fylgjast með fólkinu sínu, sér-
staklega gerði hann sér far um að
spjalla við unga fólkið og fylgdist af
áhuga með hvað hver og einn var að
gera. Hann gerði sér far um að
kynnast og gleðja langafabörnin og
mundi alla afmælisdaga þeirra.
Hann var minnugur á menn og mál-
efni allt til hinstu stundar. Ég kveð
tengdaföður minn með virðingu og
mun ætíð minnast hans með þakk-
læti fyrir samfylgdina.
Helga Helgadóttir.
Tengdafaðir minn Bjarni Bents-
son lést eftir stutta sjúkrahúslegu.
Margar góðar minningar koma upp í
hugann eftir 40 ára kynni. Bjarni var
vel lesinn og hafði sterkar skoðanir á
lífsins málum, það var því alltaf
gaman að ræða við hann. Hann
þekkti landið sitt vel eftir að hafa
ferðast mikið þegar hann vann hjá
Flugmálastjórn og gat frætt mig um
það.
Margar minningar um Bjarna
tengjast sumarbústað mínum við
Meðalfellsvatn. Þar hjálpaði hann
mér að byggja bátaskýli og fleira, en
grillið er mér kærast sem Bjarni
hlóð úr vikurplötum og gangstétt-
arhellum og múrhúðaði síðan og
málaði. Bjarni var mikill reglumað-
ur, en hafði mjög gaman af að halda
veislur. Hann var góður heim að
sækja og hrókur alls fagnaðar.
Ég dáðist að Bjarna þegar hann
hélt heimili með Unni eftir að hún
veiktist. Hann, þá næstum níræður,
lærði að elda mat, lærði á þvottavél-
ina og bakaði ljúffengar pönnukök-
ur, naut hann þess að bjóða okkur í
pönnukökur.
Bjarni var bóngóður maður sem
ég og börnin mín nutu góðs af.
Hundurinn á heimili okkar var fljót-
ur að vingast við hann og ef hann
slapp einn út hljóp hann beint heim
til hans, fékk þar trakteringar og
kom glaður til baka eins og aðrir
sem fóru á fund Bjarna, allir fóru frá
honum betri og glaðari. Ég kveð
Bjarna með söknuði.
Stefán Ragnar.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja segir einhvers staðar. Ég sem
var algerlega sannfærður um að afi
yrði elstur allra og næði að minnsta
kosti 100 árum. En nú er hann dá-
inn. Það er ótrúlega gaman að rifja
upp allar þær góðu stundir sem ég
átti með honum. Það er sérstök til-
finning að vera brosandi en samt
með söknuð í hjarta.
Ég lærði snemma að afi gat allt.
Því ef ég sem barn skemmdi eitt-
hvað var það fyrsta sem ég sagði:
„Afi laga.“ Ein af mörgum æsku-
minningum sem skjóta upp kollinum
er sú að jólasveinninn sem sá um
hverfið hjá afa var miklu gjafmildari
en jólasveinninn sem var með hverf-
ið hjá mömmu og pabba. Það dugðu
sko ekki skór út í gluggann á Digra-
nesveginum. Nei, það þurfti að nota
stígvél.
Eins var það á sumrin þegar ég
sem gutti var í sveit í Skagafirði. Það
var alltaf gott að fá afa í heimsókn.
Ég sagði honum fréttirnar úr sveit-
inni sem starfandi stórbóndi og hann
sagði mér fréttirnar úr kaupstaðn-
um (Kópavogi) og af fjölskyldunni.
Þarna ræddi afi við mig eins og ég
væri alvöru bóndi. Þegar svo afi
kvaddi var ég ekki lengur stórbóndi
heldur grenjandi gutti sem vildi fara
heim með afa sínum. Engu að síður
náði ég að þurrka tárin og kveðja
með handabandi.
Ég var svo heppinn að fá að vinna
með afa hjá Flugmálastjórn eitt
sumar. Það voru góðir tíma og ég
fullyrði að ég hafi lært mikið og
margt af honum þetta sumar sem
reynist mér vel alla ævi.
Gróðurhúsið sem afi byggði í
garðinum geymir líka góðar stundir.
Í upphafi var það nánast eingöngu
notað sem sundlaug því afi var með
lítið ker sem þó lengi vel var næst-
stærsta sundlaugin í Kópavogi.
Seinna var það aðallega notað fyrir
þá ræktun sem afi hafði svo gaman
af, þrátt fyrir að vilja ekki borða
mikið af uppskerunni sjálfur. Gerði
hann vel í ræktun á gúrkum, tómöt-
um, papriku, vínberjum og jarðar-
berum. Þær voru betri gúrkurnar
sem afi gaf mér.
Í mínum huga deyr afi aldrei,
hann hefur fylgt mér hingað til og ég
er sannfærður að hann fylgir mér
áfram. Það er góð tilfinning að minn-
ast látins manns með brosi á vör,
þannig er ég viss um afi vildi hafa
það.
Ómar Stefánsson.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hann afa og sakna elsku afa míns
svo mikið. Hann var alltaf góður við
okkur systkinin og sýndi okkur
hlýju.
Hjá afa var ég frábær söngkona
og hann tók upp lögin sem ég söng
fyrir hann og spilaði fyrir mig og
foreldra mína. Afi var svo þolinmóð-
ur og hafði alltaf tíma til þess að
hlusta á mig þegar öðrum fannst ég
tala of mikið. Hjá afa lærði ég að
drekka te, sjálfur drakk hann aldrei
kaffi.
Afi var flinkur smiður, hann smíð-
aði margt fyrir mig þegar ég var
barn, borð og stól til þess að sitja við
og leira, dúkkuhús og sandkassa í
garðinn, kassa fyrir kisusand og
fleira. Hann steypti upp grill uppi í
sumarbústað sem mikið er notað.
Í árlega jólaboðinu opnaði hann
alltaf herbergið sitt niðri fyrir okk-
ur, sem venjulega var lokað. Þar var
mikið af spennandi dóti sem enginn
mátti taka á nema afi væri viðstadd-
ur. Þá kveikti hann upp í arninum og
við sátum og horfðum í eldinn og á
áletrunina fyrir ofan „við eld skal
vini verma“.
Afi kunni svo mikið af ljóðum og
sögum sem gaman var að hlusta á. Á
gamlárskvöld hlakkaði ég alltaf til
að heyra hvað afi kom með, það var
alltaf mest hlegið að frásögnum
hans og bröndurum.
Afi var svo góður við ömmu og
hugsaði svo vel um hana eftir að hún
veiktist. Afi hugsaði alltaf fyrst um
alla aðra í fjölskyldunni frekar en
sjálfan sig. Hann fylgdist vel með
öllum afkomendum sínum og spurði
alltaf frétta. Blessuð sé minning afa
míns.
Hanna Sigríður.
Leiðir okkar Bjarna Bentssonar
lágu fyrst saman um áramótin 1971-
72 en þá stóð yfir stofnun Kiwanis-
klúbbsins Eldeyjar í Kópavogi.
Þrátt fyrir 30 ára aldursmun á okk-
ur tókst strax með okkur góð vin-
átta og samstarf áttum við mjög
gott saman við uppbyggingu
klúbbsins á fyrstu árunum sérstak-
lega.
Margir stjórnarfundir voru
haldnir á heimili Bjarna og Unnar á
Digranesvegi 80 og var þar oft glatt
á hjalla og gamansögur sagðar sem
var sérgrein Bjarna. Bjarni hafði
einstakt lag á að koma með hnyttnar
gamansögur og vísur á fundum,
mannamótum og hvar sem maður
hitti hann.
Uppbygging Kiwanishúss Eldeyj-
ar á Smiðjuvegi 13a var mikið
kappsmál fyrir Bjarna og sagði
hann þá oft setninguna „fuglar him-
insins eiga sér hreiður“ og það tókst
með sameiginlegu grettistaki klúbb-
félaga með Bjarna í fararbroddi að
húsið var vígt og tekið í notkun árið
1984.
Bjarni var þriðji forseti Eldeyjar
auk þess gegndi hann fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn í
gegnum árin.
Að leiðarlokum kveðjum við fé-
lagarnir í Eldey góðan vin og vott-
um Unni og öðrum aðstandendum
hluttekningu og biðjum þeim allra
heilla á komandi árum.
Arnór L. Pálsson, f.v. umdæm-
isstjóri Kiwanisumdæmisins Ís-
land-Færeyjar.
Bjarni Bentsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur ver-
ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn-
um, www.mbl.is/minningar. Æviá-
grip með þeim greinum verður birt
í blaðinu og vísað í greinar á vefn-
um.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast
á vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsing-
ar um foreldra, systkini, maka og
börn.
Minningargreinar