Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 ✝ Indriði ArnarAdolfsson fædd- ist í Keflavík 24. nóvember 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja þriðjudaginn 18. ágúst 2009 síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hans Adolf Helgason, f. 22.5. 1913, d. 13.2. 1987, og Guðrún Indriðadótti, f. 16.8. 1916, d. 15.6. 2009. Systkini Indriða eru Vilhelm Bernhöft Adolfsson, f. 31.7. 1939, Hrafnhildur Bettý Adolfsdóttir, f. 21.12. 1943, og Sigríður Anna Adolfsdóttir, f. 31.12. 1949. Indriði kvæntist Sæbjörgu Elsu Jónsdóttur 1960, þau skildu. Son- ur þeirra er Erlendur Viðar Indr- iðason, f. 12.8. 1964, kvæntur Nazanin Khayatpo- ur, f. 10.7. 1968, dóttir þeirra Eva Yasmin Erlends- dóttir, f. 13.12. 1997. Sambýlismaður Indriða er Gísli Sig- urðsson, f. 5.10. 1958. Indriði ólst upp í Keflavík í mikilli fá- tækt, gekk í barna- skóla og byrjaði að vinna við fiskvinnslu 12 ára gamall. 28. ágúst 1957 hóf Indr- iði störf hjá mötuneyti varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og starf- aði þar sem yfirverkstjóri þar til varnarliðið fór af landi brott 30. september 2006 eða í tæplega 50 ár. Útför Indriða fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 28.ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku vinur, nú hefur Guð leyst þig frá þínum þrautum og tekið þig til sín. Það er einhvern veginn svo óraunverlegt að þú skulir vera far- inn þrátt fyrir að ég hafi gengið með þér þessa þrautagöngu síðast- liðna tvo mánuði allt þar til þú kvaddir. Minningarnar hlaðast upp í hug- anum, allar utanlandsferðirnar til Grikklands, Spánar, Danmerkur og fleiri staða. Alltaf varst þú svo glaðvær og skemmtilegur og úr- ræðagóður sem kom glöggt í ljós þegar við fluttum húsið okkar úr Höfnum til Keflavíkur. Húsið átti alltaf stóran part í þér eins og þú sagðir við mig ekki fara úr húsinu ég mun alltaf vera með þér. Indriði átti mjög gott með að hrífa fólk með sér með sinni glað- værð, hann var réttsýnn og heið- arlegur og þoldi ekki ef einhver var órétti beittur. Hann var vel lið- inn af sínu samstarfsfólki eins og öllum sem höfðu samskipti við hann. Indriði eignaðist marga vini og kunningja í gegnum starf sitt sem yfirverkstjóri mötuneytis varnarliðsins og kom það glögg- lega í ljós í veikindum hans. Indr- iði hafði mjög gott auga fyrir fal- legum hlutum enda ber heimilið þess glöggt merki og er dönsk hönnun þar í hávegum höfð. Indriði kom mörgum á óvart í sínum veikindum með sínum óvenjulega sálarstyrk sem birtist meðal annars í því að hann skipu- lagði jarðarför sína í smáatriðum. Indriði talaði oft um það við mig að bestu ár ævi sinnar hefði hann átt með mér. Ég kveð þig, elsku vinur, með þessu fallega ljóði Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; þessi opnu augu, undur margt þau greina; svart frá hinu hvíta, sem og ljós í myrkri og hundruð stjarna, sem í himinhvolfi tindra; í manngrúanum manninn sem ég elska. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; heyrnina, sem hljóðin nemur nótt og dag; suð í engisprettu, söngfuglanna tóna, hundgá, hamar, vél og nið í næturregni og milda röddu mannsins sem ég elska. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; þessi hljóð og stafróf, orðin sem ég á mér um það sem ég hugsa og ég vil þér segja; móðir, vinur, bróðir, orð, sem endurvarpa ljósi því er lýsir veginn sálar þinnar. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; þessa lúnu fætur, er farið hafa víða um stórborgir og stendur, mýrarkeldur, móa, um eyðisanda, heiðar, fjöll og djúpa dali, um götuna þína, garðinn þinn og húsið. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; hjarta mitt sem hrífst af hugarflugi mannsins, þegar ég sé gæðin greind svo vel frá illsku og ávöxt uppskerunnar efla mannsins drauma; og björtu augun þín sem blika djúp og fögur. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; hláturinn og grátinn, svo að greint ég fái gleðina og harminn, þetta tvennt sem myndar mína söngva’ og ykkar, sem og eru mínir söngvar og allra söngva, sem og eru sömu söngvar. (V. Parra, þýð. Aðalsteinn Ásberg.) Guð geymi þig, elsku vinur, þinn Gísli. Mig langar til að minnast frænda míns Indriða Adolfssonar í fáeinum orðum. Diddi einsog við nánustu skyld- menni hans og vinir vorum vön að kalla hann var einkar skemmti- legur og hjartahlýr maður. Það leyndi sér ekki þegar hann var mættur á svæðið. Gjallandi hlát- urinn og orkumikið fjörið var erfitt að sjást yfir. Diddi var vinur vina sinna. Gott dæmi um þetta er þeg- ar ég í prakkaraskap mínum, þeg- ar búið var að sprauta bíl fjöl- skyldunnar, fór heim til hans og sagði að ég héldi að ég hefði óvart tekið vitlausan bíl fyrir utan versl- un eina í bænum. Ég spurði hann að því hvort að þetta væri nokkuð rétti bíllinn. Diddi sagði að þetta væri alls ekki rétti bíllinn þar sem að þessi væri svartur en bíll fjölskyldunnar væri rauður. Hann fór umsvifalaust að klæða sig í jakkann og sagðist ætla að koma með mér að skila bílnum áður en lögreglan kæmi. Á þessari stundu vissi ég, sem ég hafði þó alltaf vitað innst inni, að vinátta hans væri skilyrðislaus. Diddi var ein af stoðunum í mínu lífi. Ég vissi að ég gæti alltaf leitað til hans með hvað sem væri. Diddi var afbragðskokkur og hann og Gísli héldu skemmtileg matarboð þar sem allt hið fínasta og besta var notað gestunum til heiðurs. Hann var góður yfirmaður og heyrði ég marga af undirmönnum hans lýsa því yfir að hann væri sá besti yfirmaður sem þeir hefðu haft. Ég er sammála þessu þar sem ég vann tvö sumur hjá honum í mötuneyti Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Ég á eftir að sakna Didda óend- anlega mikið. Söknuðinum fá engin orð lýst. Diddi og mamma voru bræðrabörn. Þau höfðu svo mikið samband að þau voru eins og nán- ustu systkini. Söknuður hennar og missir er mikill. Við fjölskyldan vottum Gísla, Viðari, Nazanin og Evu Yasmin okkar innilegustu samúð og þökk- um Didda fyrir samveruna og biðj- um honum velfarnaðar á nýjum vegum. Steinunn Björk. Ég hóf störf í mötuneyti Varn- arliðsins í ágúst 1972 og þegar ég mætti til vinnu kom mér yngri maður brosandi út að eyrum og bauð mig velkomna til starfa. Það var einmitt þessi yndisleg, góði og skaplétti maður, Indriði yfirverk- stjóri minn í meira en 32 ár. Það voru margir menn og konur sem unnu á þessum vinnustað, „Mess- anum“, tvær dagvaktir, tvær næt- urvaktir, tveir skólar og eldhús sjúkrahússins, samtals um það bil 90 manns, sem Indriði stjórnaði með mannelsku sinni og ljúfa skapi. Alltaf var rætt við fólk með ljúfmennsku og smáglettni. Við í mötuneytinu hefðum ekki getað haft betri yfirmann og félaga. Og alltaf brást hann við eins og hann væri einn af hópnum, ef banda- rísku yfirmennirnir ætluðu að láta fólkið gera eitthvað sem braut í bága við íslenska kjarasamninga. Við Indriði vorum alltaf góðir vinir og það var oft glatt á hjalla þegar hann kom í kaffisopa til okk- ar á Hólagötuna og hvað móðir mín heitin, sem var til heimilis hjá okk- ur, hafði gaman af að glettast við þennan vin okkar og þá var mikið hlegið. Indriði og Elsa komu líka oft austur í sumarhúsið okkar sem við áttum og þá var kátt í koti og hlegið mikið og gert að gamni sínu. Margt hefur breyst hjá elsku Indriða síðan og hann hefur fengið sér annan samferðamann, Gísla Sigurðsson, sem hefur reynst hon- um mikill vinur og þeir eignuðust yndislegt heimili, afar hlýlegt og fallegt og móttökurnar hjá þeim alltaf glæsilegar þegar gesti bar að garði. Þeir hafa einnig haft sama áhugamál, að ferðast og sjá heim- inn. Ég vil fyrst og síðast þakka elsku Indriða mínum fyrir þessa miklu vináttu í minn garð og míns fólks í gegnum árin. Þín verður sárt saknað. Kæru vinir, Gísli, Viðar, Bettý, Sirrý og fjölskyldur, við hjónin sendum ykkur öllum hjartanlegar samúðarkveðjur. Guðrún Ásta Björnsdóttir. Það tekur mann sárt að fá fréttir af andláti fólks og enn erfiðara þegar viðkomandi er tekinn frá fjölskyldu og vinum nánast í blóma lífsins ávallt með skynsemi og heil- brigt líferni að leiðarljósi. Ég kveð í dag kæran vin og sam- starfsfélaga Indriða Arnar Adolfs- son. Indriði var besti lærifaðir sem hægt er að hugsa sér í faginu mannleg samskipti og tel ég nánast öruggt að Bandaríkjamenn hefðu farið löngu fyrr af Miðnesheiði ef Indriði eða „Red“ eins og hann var kallaður hefði ekki haft sína með- fæddu hæfileika í utanríkissam- skiptum. Hann gat á einfaldan hátt bælt niður ágreining milli her- manna og óbreyttra íslenskra starfsmanna með kænsku og út- sjónarsemi. Indriði var gríðarlega góður stjórnandi og einfaldlega skólabókardæmi um leiðtoga sem hafði gott lag á að fá fólk með sér. Ég minnist morgunfundanna með Indriða í Messanum á Keflavík- urflugvelli þegar verkefnin fram- undan voru rædd og ákveðið var að gera hluti sem þóttu rekstrarlega skynsamir en gætu fallið í grýttan jarðveg hjá herveldinu. Hann sagð- ist þannig með sína 50 ára starfs- reynslu taka á sig sökina ef ein- hver væri og kenna um yfirganginum í sjálfum sér og fría mig þannig ábyrgð. Þetta er lýsandi dæmi um vin- semd og fórnfýsi manns sem hugs- aði um hag allra og var öllum mönnum góður. Ég minnist þess líka þegar fjölskylda mín þurfti á stofuljósi að halda og ég leitaði til Indriða þar sem ég vissi að hann hafði góðan smekk. Daginn eftir var hann kominn með mynd af ljósi sem fellur eins og flís við rass í stofuna og var með verð og ná- kvæma lýsingu hvar þetta ljós væri að finna á erlendri grundu og á mun hagstæðara verði en hér á landi. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Indriða og starfa með honum. Sá lærdómur sem ég tek með mér í stjórnun, leiðtogafræðum og mannlegum samskiptum er ómet- anlegur. Ég minnist Indriða ekki bara sem samstarfsfélaga heldur líka sem eins besta vinar sem völ er á. Ég bið þann sem vakir yfir okkur öllum að veita Gísla, Er- lendi, Nazanin og Evu Jasmine styrk á þessum sorgartímum Gunnar Valur Sveinsson. Stuttu en ströngu sjúkdóms- stríði er nú lokið hjá fyrrverandi samstarfsfélaga og vini, Indriða Adolfssyni. Kynni okkar hófust er ég kom til starfa hjá Birgðastofn- un varnarliðsins seint á áttunda áratug síðustu aldar. Indriði hafði hins vegar byrjað að starfa fyrir varnarliðið sem unglingur síðla sumars, 1957. Allan sinn starfs- aldur vann hann við mötuneyti varnarliðsins, fyrst sem messa- gutti, en lengst af sem íslenskur yfirmaður mötuneytisins. Þegar varnarliðið hætti starfsemi hér á landi og síðustu Íslendingarnir kvöddu vinnustaði sína í lok sept- embermánaðar, 2006 var hann meðal þeirra, sem lengstan starfs- aldur hafði, eða næstum 49 ár. Mötuneytið var rekið allan sólar- hringinn alla daga ársins, fyrst og fremst til að þjóna einhleypu bandarísku herliði, en einnig til dæmis skólum varnarliðsins og ís- lenskum starfsmönnum varnarliðs- ins. Það eru fá, ef nokkur, mötu- neyti hér á landi, sem hafa haft jafn mikil umsvif í fjölda starfs- manna og matargesta og mötu- neyti varnarliðsins. Það voru mörg vandamálin, sem gátu komið upp á slíku heimili, sum mjög erfið úr- lausnar en þá stóð Indriði, kallaður „Red“, ætíð vingjarnlegur, bros- andi, eins konar ambassador, og leysti öll mál með sinni einstöku glaðværð og frjálsu framkomu. Hann var ávallt tilbúinn að setjast niður og skiptast á skoðunum, allt- af opinn fyrir gagnrýni til að gera betur og sinna starfi sínu sem best. Vinnudagurinn var oft langur og strangur hjá Indriða en starfsþrek hans var mikið. Þrátt fyrir mikið vinnuálag hafði hann samt tíma til að sinna áhugamálum sínum, og þá má nefna helst heimili hans og garðinn, en ekki síst ferðalög þeirra Gísla, bæði innanlands og utan. Mér eru minnisstæð mörg samtöl sem við áttum yfir kaffi- bolla um ferðalög. Þau voru þeim krydd lífsins en þeir nutu bæði að dvelja langtímum erlendis eða skjótast árlega í stuttar ferðir eins og til Kaupmannahafnar rétt fyrir jól til að drekka í sig stemninguna. Það var lífsgleðin sem einkenndi þennan heiðursmann í verki og starfi sem ég mun minnast best. Aðrir, sem þekktu hann betur en ég, munu einnig minnast þess hve vel hann hugsaði um móður sína, sem andaðist háöldruð nú í sumar. Það er erfitt að hugsa til þess hve fljótt hlutirnir geta breyst, þegar heilsan gefur sig. Í tilfelli Indriða er þó huggun harmi gegn að hann kunni að njóta lífsins með- an heilsan entist. Ég minnist Indriða með hlýhug og þakka samfylgdina og sendi Gísla, Viðari syni hans, og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðj- ur. Gunnar Björn Jónsson. Í dag kveðjum við vin okkar Indriða Adolfsson. Minningarnar leita á hugann og þær eru margar, annaðhvort við eldhúsborðið á fal- lega heimilinu þeirra Gísla að drekka kaffi eða te, eða úti á Krít eða á Spáni. Það er sama hvar ber niður, það var alltaf gaman, mikið hlegið og margt spjallað. Eftir öll ferðalögin okkar hjóna vítt og breitt um veröldina standa ferð- irnar á Krít með Indriða og Gísla upp úr af öllum ferðum. Fyrsta ferðin 1989 er ógleymanleg, við nutum leiðsagnar Indriða og Gísla um Krít. Ekkert vesen, bara gleði og við nutum lífsins í botn, og þeir alltaf til í að sýna okkur það besta og áhugaverðasta sem í boði var. Ekkert var of gott fyrir okkur, „skutlast hingað og þangað“ þó svo að þeir væru búnir að koma á stað- inn kannski 2-3 sinnum þá yrðum við að komast þangað líka. Svo mikið vorum við fjögur búin að keyra á Krít í gegnum árin að við höfðum á orði að við þekktum bet- ur til þar en á heimaslóðum á Ís- landi. En nú er Indriði okkar far- inn í ferðina miklu sem bíður okkar allra. Við kveðjum þig með tárum og trega, hafðu þökk fyrir allt elsku vinur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Gísli og aðrir aðstandend- ur, megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni Jón Sævar og Ólöf. Það er sárt að sjá á eftir góðum félaga, vini og samstarfsmanni til margra ára. Kynni okkar Indriða hófust 1976 þegar ég var að sækja um sumarvinnu hjá mötuneyti Varnarliðsins en þar var Indriði yfirverkstjóri. Það var ekki að sök- um að spyrja og var guttinn ráðinn á staðnum. Þessi sumarvinna hjá mér varð að 30 árum samfellt á sama stað enda var Messinn góður vinnustað- ur með frábæru samstarfsfólki alla tíð. Þetta var stór vinnustaður, með tvær dagvaktir og tvær næt- urvaktir og einnig sáum við um skólana á varnarsvæðinu. Þegar mest var að gera vorum við með alls 120 starfsmenn. Indriði sá um alla stjórnun á þessum stöðum, að sjálfsögðu með hjálp góðra manna. Indriði var góður maður sem var ávallt umhugað um mína hagi og var alltaf í sambandi hvort sem hann var í fríi eða ekki. Það er hægt að tala svo mikið um Indriða og hans málefni að við höfum varla pláss til þess. Að lok- um langar mig að minnast á Gísla Sigurðsson, sambýlismann Indriða, sem var honum svo mikil stoð og stytta í hans veikindum, sem og alla tíð. Elsku Gísli, þú hefur misst góð- an félaga og vin og Indriða verður sárt saknað. Að lokum vil ég þakka Helgu og Gunnari fyrir sitt fórn- fúsa starf í veikindum Indriða. Ég votta Gísla, Viðari og hans fjöl- skyldu og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Minning um góðan mann mun lifa. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Jón Örvar Arason. Kæri Indriði okkar. Það er okkur sem áttum þig að Indriði Arnar Adolfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.