Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Á LAUGARDAGINN verður enda-
punkturinn í söfnun fyrir fiskabúri
í Vesturbæjarlaug. Þá verður blásið
til útihátíðar við laugina. Dag-
skráin er fjölbreytt og boðið verður
upp á sælgæti, ís og leiktæki fyrir
börnin. Fram koma Ný dönsk,
Magga Stína, Ólöf Arnalds, Lay
Low og Jazztríó – Jóel Pálsson
ásamt Tómasi R. og Matthíasi Hem-
stock.
Flutningur tónlistar fer fram á
sundlaugarbakkanum þar sem
gömlu útiklefarnir voru. Herleg-
heitin hefjast kl. 14.
Morgunblaðið/ÞÖK
Útihátíð við laugina
LÖGREGLAN á
Suðurnesjum
hefur undanfarið
þurft að hafa af-
skipti af tólf
manns í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar
vegna þess að
greitt hafði verið
fyrir farmiða
þeirra með stolnum greiðslukort-
um. Fólkið virðist ekki tengjast inn-
byrðis en skýrir allt frá viðskiptum
sínum með flugfarseðlana á svip-
aðan hátt og er trúverðugt.
Fólkið keypti farmiða sína á net-
inu af óþekktum millilið sem bauð
flugferðir á mjög góðu verði. Það
fékk síðan sent bókunarnúmer með
e-mail mjög skömmu fyrir brottför.
Þegar fólkið kom í flugstöðina
voru þar fyrirliggjandi upplýsingar
um að farmiðarnir hefðu verið
greiddir með stolnum greiðslukort-
um og fólkinu meinað að halda
áfram för sinni. Flest bendir til að
þeir aðilar sem sviku fólkið séu er-
lendis.
Komið hefur í ljós að fleiri hafa
keypt farmiða með sama hætti að
undanförnu en svikin ekki komist
upp í tæka tíð.
Svikin í far-
seðlakaupum
KÖNNUN á leiguverði íbúða, sem
birt er á heimasíðu Keilis, sýnir að
hagstæðasta leigan á íbúðum fyrir
námsmenn er hjá Keili á Ásbrú.
Leigan hjá Keili er 30-50% lægri en
á höfuðborgarsvæðinu og um 20%
lægri en á Bifröst.
Könnunin var gerð í sumar, þeg-
ar fyrir lá hvert leiguverð íbúða
yrði í vetur. Kostnaður við hita, raf-
magn og sameign er ekki inni í
þessum samanburði. Í íbúðum á
Ásbrú er innifalið í leiguverðinu
net og rútuferðir.
Keilir ódýrastur
ÁHERSLA er
lögð á að ein-
staklingsnáms-
skrá verði gerð
fyrir öll börn
sem njóta sér-
kennslu í leik-
skólum í nýrri
sérkennslustefnu
leikskólasviðs
Reykjavíkurborgar.
Ábyrgðarmaður sérkennslu mun
starfa við leikskóla borgarinnar og
aukin áhersla verður lögð á að
fjölga leikskólum með sérhæfða
þekkingu vegna þjónustu við börn
með fötlun. Þeir leikskólar sem eru
skilgreindir sérhæfðir leikskólar
skulu vera í fararbroddi við þekk-
ingaröflun á sínu sérsviði og miðla
þekkingu til annarra leikskóla.
Þjónusta við
fötluð börn aukin
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
„SVO virðist sem síldin hafi staldrað
lengur við í íslenskri lögsögu en und-
anfarin sumur og meira hafi verið af
henni,“ segir Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrann-
sóknastofnun. Við mælingar á norsk-
íslensku síldinni í maímánuði virtist
magnið vera svipað á síðasta ári.
Miðað við upplýsingar sem hefðu
borist frá veiðiskipum í sumar og
einnig úr makrílleiðangri fyrir
skömmu virtist meira vera af síldinni
en í mörg ár.
Aðspurður hvort síldin myndi hafa
vetursetu í lögsögunni sagðist Þor-
steinn ekki vilja spá um slíkt. Fiski-
fræðingar hefðu allt eins búist við að
slíkt gerðist síðastliðin fimmtán ár
og allar forsendur virtust fyrir
hendi.
Síldveiðarnar í sumar hafa tekið
mið af takmörkunum vegna makríls
á miðum fyrir austan, auk þess sem
makríll hefur fengist í of miklum
mæli með síldinni. Útgerðarmaður
sem rætt var við í gær orðaði þetta
þannig, að makríllinn hefði stýrt síld-
veiðunum. Hann sagði að í heildina
hefði gengið vel og nú væri verið að
frysta á fullu bæði um borð í vinnslu-
skipunum og í landi.
Byrjað er að frysta síld hjá HB
Granda á Vopnafirði, en þar var lok-
að yfir hásumarið, m.a. vegna þess
að síldin er ekki eins hentug á þeim
tíma til manneldisvinnslu. Frysta
síldin fer að miklu leyti til Póllands,
Rússlands og á aðra hefðbundna
markaði í Austur-Evrópu. Frysting
hófst í fyrrinótt hjá Síldarvinnslunni
að loknu sumarfríi. Börkur kom með
900 tonn af síld til vinnslu í frystihús-
inu, Bjarni Ólafsson var á landleið í
gær með 600 tonn af síld til vinnslu,
Vilhelm Þorsteinsson, vinnsluskip
Samherja hf., og Hákon, vinnsluskip
Gjögurs hf., lönduðu í gær fullunnum
síldarafurðum í frystigeymslu sam-
tals um 1.200 tonnum af afurðum.
Áætluð verðmæti sem þannig fara
um Norðfjarðarhöfn á einum sólar-
hring voru um 300 milljónir króna
samkvæmt því sem fram kemur á
heimasíðu fyrirtækisins.
Blankalogn Sjórinn var spegilsléttur og fallegt undir Hólmatindi þegar Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Huginn VE 55 mættust utan við höfnina í Eskifirði
snemma morguns fyrr í sumar. Aðalsteinn að koma til löndunar með fullfermi af síld og makríl, en Huginn á útleið.
Meira af síld en síðustu ár
og hún staldrar lengur við
Norðfjarðarhöfn iðaði af lífi í gær og mikil verðmæti fóru um höfnina
Ljósmynd/Hafsteinn Hinriksson
Veiðar og vinnsla síldar ganga
vel. Meira virðist af norsk-
íslensku síldinni í lögsögunni en
síðastliðin sumur.
TÆPLEGA 109 þúsund tonnum af makríl hafði verið landað á miðvikudag,
samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. 27 skip höfðu borið nánast allan aflann
að landi. Hoffellið frá Fáskrúðsfirði hafði fengið mest af aflanum, eða
77.360 tonn, en fjögur stærstu fyrirtækin í makrílveiðum ársins eru Ísfélag
Vestmannaeyja, Samherji á Akureyri, Eskja á Eskifirði og Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum. Ekki er aflamark á makrílveiðunum heldur veiddu skip-
in úr einum potti og síðan er leyfilegt að veiða makríl sem meðafla með síld
upp að ákveðnu marki. Útvegsmenn hafa farið fram á að það hlutfall verði
hækkað og einnig að viðbótarkvóti verði gefinn út á skip, en upphaflega
var miðað við að makrílaflinn færi ekki yfir 112 þúsund tonn. Fyr-
irkomulag makrílveiða á næsta ári hefur ekki verið ákveðið.
1
0
'
.
/
0
'
.
/
0
'
&
2"3
456
7
1
45
8
&
9
:
;
<
*
= = &
5
&
? 7
@
A
("
7
4B% 6
%88
6
%
7
2
45
3
(B
&) (
C (
& #<
(% D &
"
?
(
"
(
&7E;
& (
" A :
2
>
&7E;
A :
2
>
(>E3
;
&7E;
F5&
2
2
A :
2
>
2
2
(
&7E;
(>E3
A :
2
>
(
" &
>B
A :
2
>
< B
1
G
%
1
2
>
1 2
>
F>
2
>
&
;
F>
1
2
>
2
>
35 "
2
>
2
>
G
%
1
&
35 "
1 1 2
>
27 skip með makrílafla
BLOGG á heimasíðum skipverja á
síldveiðiskipunum lýsir því vel hvern-
ig gengur. Þar má sjá lýsingar á afla-
brögðum, veðurfari, matnum um
borð og flestu á milli himins og jarð-
ar. Við lauslega skoðun síðustu daga
virðast aflabrögð hafa verið ágæt og
sjómennirnir ánægðir með sinn hlut.
Á heimasíðu Álseyjar var á þriðju-
dag sagt frá löndun á Þórshöfn.
„Einn svona túr hefur gríðarlega
mikla þýðingu fyrir svona samfélag
eins og á Þórshöfn. Það hefur öllu
verið til tjaldað, ungt skólafólk sem
og fólk víða af svæðinu, frá t.d. Rauf-
arhöfn og Bakkafirði svo dæmi sé
tekið, hefur verið fengið til að koma
og vinna þennan afla. Því eru marg-
feldisáhrifin mikil og innspýtingin
mikil á þetta svæði hér á norðaustur-
svæði landsins, sem er að sjálfsögðu
hið besta mál og gaman að taka þátt.“
Stöðug vinnsla allan túrinn
og gengið með ágætum
Nokkuð er um að skipin veiði sam-
an eins og þeir gera á Ásgrími Hall-
dórssyni og Jónu Eðvalds frá Horna-
firði. Á heimasíðu Jónu var síðasta
túr lýst á miðvikudag, en þá voru
Hornafjarðarskipin á heimleið.
„Til stendur að reyna að vinna afla
þennan í vinnslunni hjá Skinney-
Þinganesi, allt gert til að afla gjald-
eyris,“ segir á heimasíðu Jónu.
Það var gott hljóð í bloggaranum
um borð í Hákon EA 148, sem skrif-
aði á miðvikudag: „Jæja gott fólk, það
er ekki hægt að segja annað en að það
sé búið að ganga ágætlega hjá okkur
þennan túrinn. Vinnsla hefur haldist
stöðug allan túrinn og gengið með
ágætum. Til stendur að landa á morg-
un, fimmtudag, þó svo að frystilestin
sé ekki orðin full. Ættum að geta
landað um 500 t í frost og einhverjum
slatta í bræðslu.“
Síldin hefur ætíð verið brellin eins
og vel kemur fram á heimasíðu Lund-
eyjar NS 14 í gær: „Eftir að hafa dúll-
að okkur yfir hörkutorfum í gærdag
var loksins slakað trolli í sæ. Var sem
við manninn mælt að allur fiskur
hvarf eins og dögg fyrir sólu. Var á
endanum gefist upp og híft um mið-
nættið. Voru þá komin nokkur tonn í
pokann sem ekki þarf að ræða frekar
um að öðru leyti en því að þau tókst
að kæla bæði fljótt og vel. Síðan höf-
um við ásamt fleiri skipum rassskellst
um allan sjó og ekki séð neitt spenn-
andi. En svona er þetta bara á sjó,
það er aldrei á vísan að róa. Núna er
bara að leita … og leita … og bíða eft-
ir fótboltanum.“
„Núna er bara að
leita og leita og bíða
eftir fótboltanum“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frysting Síld unnin til manneldis í
Síldarvinnslunni á Norðfirði.