Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Jón Bjarnasonlandbún-aðar- og
sjávarútvegs-
ráðherra vill að
ríkið hjálpi Sem-
entsverksmiðjunni á Akra-
nesi, atvinnufyrirtæki í kjör-
dæmi ráðherrans. Nú bera
stjórnendur Sementsverk-
smiðjunnar sig illa – þar eru
rekstrarerfiðleikar eins og
hjá flestum öðrum fyrir-
tækjum í landinu – og þá vill
ráðherrann og þingmaður
Norðvesturkjördæmis beita
ríkisvaldinu til að rétta hlut
hins íslenzka fyrirtækis
gagnvart samkeppninni,
vondum dönskum kaup-
mönnum sem flytja inn
danskt sement.
Þetta er kallað verndar-
stefna og freistar stjórn-
málamanna víða. Það hljómar
svo vel að vernda störf í inn-
lendum fyrirtækjum með að-
gerðum ríkisvaldsins, þannig
að þau þurfi ekki að standa
sig í samkeppni við innflutn-
ing. Vandinn er bara sá að
verndarstefnusinnar horfa
sjaldnast lengra en nef
þeirra nær. Samkeppnin
lækkar verð til neytenda –
það gerði hún sannanlega á
sementsmarkaðnum – og þá
eiga allir, sem kaupa til
dæmis sement, meira af-
gangs til að verja til ein-
hverrar annarrar vöru eða
þjónustu, sem skapar líka
störf, bara annars staðar en í
geiranum, sem átti að
vernda. Þannig hagnast allir
á frjálsum milli-
ríkjaviðskiptum
og óheftri sam-
keppni. En
verndar-
stefnumenn eins
og Jón Bjarnason hafa aldrei
verið sérstaklega fundvísir á
efnahagslögmálin. Það hefur
til dæmis farið framhjá ráð-
herranum að samkeppn-
isstaða Sementsverksmiðj-
unnar gagnvart innflutningi
hefur snarbatnað að und-
anförnu vegna hruns gengis
krónunnar.
Ráðherrann vill láta fyrir-
tæki, sem eru undir stjórn
banka í tímabundinni eigu
ríkisins, kaupa sement af
Sementsverksmiðjunni og
banna þeim að verzla við
vondu dönsku kaupmennina.
Hann vill láta Sementsverk-
smiðjuna njóta forgangs að
sölu sements til opinberra
framkvæmda, t.d. á vegum
Vegagerðarinnar og Orku-
veitu Reykjavíkur.
Jón Bjarnason hendir
þannig fram hinum og þess-
um tillögum, sem ganga
þvert á EES-samninginn,
sem kveður á um að ekki
megi mismuna fyrirtækjum
eftir þjóðerni. Hann tekur
heldur ekkert mark á lögum
um opinber útboð eða
samkeppnislögunum og því
síður á löggjöf um rík-
isstyrki.
Hann talar með öðrum orð-
um tóma steypu í þessu máli,
en það er auðvitað til bóta að
hún er alveg rammíslenzk.
Jón Bjarnason er
ekki fundvís á efna-
hagslögmálin}
Rammíslenzk steypa
Þingmennskaer ekki eins
og hvert annað
starf. Hún er
trúnaðarstarf og
ábyrgð þing-
manna er mikil. Sigmundur
Ernir Rúnarsson, nýkjörinn
þingmaður Samfylkingar-
innar, steig í pontu í þingsal á
fimmtudagskvöld eftir að
hafa neytt áfengis. Í gær
ræddi forsætisnefnd Alþingis
hegðun og framkomu þing-
manna í sölum Alþingis. Eftir
fundinn sagði Ragnheiður
Ásta Jóhannesdóttir, forseti
Alþingis, að mál Sigmundar
Ernis hefði ekki verið rætt
sérstaklega, en hins vegar
hefði verið kveldúlfur í saln-
um þetta kvöld og því hefði
hún ákveðið að slíta fundi
fyrr en ella.
Sigmundur Ernir tók hins
vegar til máls á Alþingi í gær-
morgun og sagði að á fimmtu-
dagskvöldið hefðu honum
orðið á mistök, sem honum
bæri að biðjast af-
sökunar á.
Þar með ætti
máli Sigmundar
Ernis að vera lok-
ið. Hann gerði
mistök þegar hann steig í
pontu undir áhrifum áfengis
og hefur beðist afsökunar á
þeim. Það mun hins vegar
fylgja þingmanninum að hann
byrjaði á að reyna að halda
því fram að hann hefði ekki
smakkað áfengi áður en hann
tók til máls umrætt kvöld.
Það gerði hann í samtali við
fréttamann svæðisútvarps
Austurlands hjá RÚV.
Ákvörðun Sigmundar Ern-
is um að bregðast við gagn-
rýni með því að segja ósatt
ber vitni um meiri dóm-
greindarbrest en ákvörðunin
um að taka til máls í þingsal
undir áhrifum áfengis og er
alvarlegra mál. Eitt er að
gera mistök, en annað að
reyna að fela þau með ósann-
indum.
Eitt er að gera mis-
tök, annað að ætla
að fela þau}
Fullur trúnaður?
E
ftir að kreppan skall á hefur
hugtakið „matvælaöryggi“ (sem
stundum er einnig nefnt „fæðu-
öryggi“) borið sífellt meira á
góma. Matvælaöryggi er eitt-
hvað sem enginn getur sagt neitt við. Það
vilja allir stjórnmálaflokkar að þjóð sín búi
við matvælaöryggi. Að vera á móti matvæla-
öryggi væri eins og að vera á móti menntun
eða góðu veðri. Þess vegna felst engin stefna
í því að aðhyllast matvælaöryggi, það eina
sem skiptir máli er með hvaða hætti menn
hyggjast gera slíkt.
Vinstri grænir telja að túlka eigi hugtakið
matvælaöryggi í beinum tengslum við land-
búnaðarstefnu. Úr stefnu þeirra má lesa að
þeir trúi því að Ísland gæti lent í þeirri aðstöðu að
þurfa að vera sjálfu sér nægt um mat. Í stefnuskrá VG
segir orðrétt: „Stefna skal að því að fæðuöryggi þjóð-
arinnar verði með þeim hætti að framleitt verði það
mikið af matvöru í landinu að sú framleiðsla nægi til
þess að sjá landinu farborða hvað fæðu varðar.“
Um þessa stefnu vil ég í fyrsta lagi segja að mér
finnst hún galin, Ísland má endilega framleiða matvöru
fyrir fleiri en íbúa sína en þá vil ég að sú matvara sé
flutt út. Kannski er mér vorkunn þar sem ég er af
þeirri kynslóð sem ólst upp við að sjá fréttamyndir af
rotnandi kindakjötsfjöllum. Auk þess finnst mér að
stjórnvöld eigi frekar að beita sér fyrir því að tryggja
eðlilegan inn- og útflutning á mat. Í öðru lagi vil ég
velta upp ákveðinni spurningu. Fyrst að
Vinstri grænir trúa því í alvöru að Ísland
geti þurft að mæta svo miklum gjaldeyris-
skorti að innflutningur á mat stöðvist,
hvernig ætla þeir þá að afla gjaldeyris fyrir
olíunni, áburðinum og vinnuvélunum sem ís-
lenskum landbúnaði er lífsnauðsynlegur?
Það skiptir kannski hina herðabreiðu Stein-
grím J. og Jón Bjarnason litlu máli enda eru
þeir örugglega færir um að slá með orfi og
ljá.
Það sem hræðir mig samt mest er að þeim
er full alvara með þessu. Í vikunni lýsti land-
búnaðarráðherra því yfir að starfshópur inn-
an ráðuneytis hans væri að kanna hvort
treysta þyrfti reglur um ábúð á jörðum. Það
gengi ekki að fólk gæti keypt jarðir og notað þær undir
annað en búskap. Slíkt stofnaði „matvælaöryggi þjóð-
arinnar“ í hættu.
Aftur koma upp myndir í huga minn af öllum kinda-
kjötsfjöllunum sem fargað hefur verið á þessu landi.
Landi þar sem hagsmunasamtök eru með vanmáttuga
stjórnmálamenn í vasanum. Stjórnmálamenn sem finna
svo til sín með því að nota föðurleg orð eins og mat-
vælaöryggi til að koma afturhaldssömum skoðunum
sínum í framkvæmd. En trúðu mér, Jón Bjarnason.
Eitthvað þykir mér líklegt að matvælaöryggið þitt verði
grafið í bókstaflegri merkingu. Þú ert býsna föðurlegur,
en ekki vera viss um að allir vilji éta úr lófa þínum.
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Matvælaöryggi
Leggja sig fram við
að greiða niður lánin
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Þ
að er tilfinning okkar,
sem erum að vinna með
fólki að lausnum vegna
greiðsluerfiðleika, að
staðan sé að þyngjast
þessa dagana,“ segir Ásta S. Helga-
dóttir, forstöðumaður Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna.
Starfsmönnum stofunnar, sem er
samstarfsvettvangur lánastofnana,
lífeyrissjóða og fleiri aðila, hefur
fjölgað mikið samhliða auknum
vandamálum eftir hrun bankanna í
október í fyrra. Í byrjun október í
fyrra voru starfsmennirnir sjö en í
dag eru þeir 31. „Það verður ekki
annað sagt en að það sé nóg að gera
og álagið er stundum mikið enda er
það erfitt andlega fyrir fólk að eiga
í fjárhagserfiðleikum.“
Enn yfir 80% í skilum
Þótt erfiðleikarnir við að greiða
af lánum, og þá einkum húsnæðis-
lánum, séu miklir er augljóst að fólk
leggur mikið á sig við að greiða lán-
in niður. Þrátt fyrir kaupmáttar-
rýrnun, hækkandi verðlag og al-
mennt þrengri fjárhagsstöðu reynir
fólk eftir fremsta megni að halda
áfram að greiða af lánum. Ljóst er
þó að sá tímapunktur kemur, að að-
gerða verður þörf. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Seðlabanka Íslands,
sem greint var frá í Morgunblaðinu
í gær, er fjórðungur heimila í land-
inu með húsnæðislánaskuldir yfir
500% af árstekjum. Þar af eru um
8% með 1.000% af ársráðstöfunar-
tekjum.
Þrátt fyrir þessa miklu skuld-
setningu, sem að miklu leyti má
rekja til hruns gjaldmiðilsins, greið-
ir fólk af lánum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá bönkunum sem end-
urreistir voru á grunni hinna föllnu
banka greiða 70-90% af við-
skiptavinum þeirra enn af lánum
sínum án þess að nýta sér úrræði
bankans til þess að létta sér lífið.
Staðan er betri hjá lífeyrissjóðunum
og Íbúðalánasjóði, þar sem stærri
hluti viðskiptavina hefur staðið í
skilum.
Vandamálin sem við blasa snúast
þó ekki öll um að ná saman endum
fyrir hver mánaðamót. „Það er ekki
síst vonleysi sem leggst þungt á
fólk, af því að það sér ekki út úr
vandamálum sínum, þótt það geti
greitt af lánum eftir að hafa nýtt
sér úrræði sem boðið er upp á. Þess
vegna er mikilvægt að gripið sé til
aðgerða, ekki síst til þess að fólk
geti gert raunhæfar áætlanir. Það
hefur mikið að segja.“
Tölur um vanskil liggja ekki fyrir
enn, samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabanka Íslands og Fjármálaeft-
irlitinu. Líklegt er þó að tölur þar
um verði birtar von bráðar. Fyrir-
tækið Credit Info hefur einnig
fylgst náið með vanskilum heimila
og fyrirtækja en nýjar tölur um
stöðu mála eins og hún er í dag
liggja ekki fyrir enn.
Fastlega er búist við að vanskil
aukist í vetur. Þegar nýju bank-
arnir hafa fengið traustari grund-
völl, með efnahagsreikningi og
skýrari eignastöðu, þá verða þeir í
betri stöðu til þess að taka ákvarð-
anir um hvernig er best að koma til
móts við skuldugt fólk og fyrirtæki.
Morgunblaðið/ÁrniSæberg
Ókláruð hús Mikið ójafnvægi er á fasteignamarkaði sem stendur.
Þrátt fyrir mikla erfiðleika er stór
hluti fólks að reyna allt sem hann
getur til þess að borga af lánum.
Staðan er að þyngjast og fyrir því
finnur fólk sem er að hjálpa fólki
í gegnum erfiðleika.
HORFUR á fasteignamarkaði eru
um margt óljósar. Fasteignverð
hefur fallið um 31 prósent að raun-
virði síðan um mitt ár 2007, þegar
það náði hæstu hæðum.
Seðlabanki Íslands hefur spáð því
að fasteignaverð muni lækka um
tæplega 50 prósent fram til loka árs
2011. Þróun fasteignaverðs mun
skipta miklu máli fyrir alla þá sem
eru að greiða af húsnæðislánum,
þar sem eiginfjárstaða skuldara
versnar eftir því sem verðið lækk-
ar. Höfuðstóll lána hækkar frekar
en lækkar, þar sem lánin eru verð-
tryggð. Verðbólga mældist til að
mynda 0,52 prósent í ágúst sem
þýðir að höfuðstóll láns upp á 20
milljónir króna hækkar um rúm-
lega 100 þúsund krónur. Ef verð-
hjöðnun verður á næstu mánuðum
þá gæti höfuðstóll lána hins vegar
lækkað. Þar mun gengi krónunnar
ráða miklu.
ÓVISSAN
MIKIL
››