Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Fæst í apótekum
Rodalon®
– alhliða hreingerning
og sótthreinsun
• Fyrir baðherbergi og eldhús
• Eyðir lykt úr íþróttafatnaði
• Vinnur gegn myglusveppi
• Fjarlægir óæskilegan gróður
• Eyðir fúkka úr tjöldum
Tilbúið t
il notkun
ar!
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
STRANDVEIÐIN er það jákvæðasta sem gerst
hefur í íslenskum sjávarútvegi í langan tíma, að
mati Jóns Steins Elíassonar, formanns Samtaka
fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Jón Steinn, sem er framkvæmdastjóri hjá
Toppfiski ehf. í Reykjavík, segir að strandveið-
arnar hafi haft mjög góð áhrif á fiskmarkaðinn í
sumar og ekki hafi veitt af. Oft hafi verið skortur á
fiski að sumri til en afli strandveiðibátanna hafi
skilað sér vel inn á markaðinn í sumar. „Þetta var
góður fiskur og yfirleitt vel frá honum gengið,“
segir hann.
Innan SFÚ eru margar stórar fiskvinnslur, sem
fullvinna árlega 5-10 þúsund tonn af fiski hver,
sem síðan er fluttur út. Jón Steinn segir að fyrir-
tækin innan samtakanna séu stærstu kaupendur
fisks á innlendum markaði, en árlega fara um 100
þúsund tonn af fiski af öllum
tegundum á markað. Hjá þess-
um fyrirtækjum starfi mörg
hundruð manns. Nefnir hann
sem dæmi að hjá Toppfiski
starfi um 100 manns, svipaður
fjöldi hjá Frostfiski í Þorláks-
höfn og 70-80 manns hjá Ný-
fiski í Garði. Mörg fyrirtækj-
anna hafi sérhæft sig í vinnslu
á einstökum fisktegundum og
með því fyrirkomulagi hafi þau náð umtalsverðri
hagræðingu.
Útflutningur á óunnum fiski áhyggjuefni
Jón Steinn segir það áhyggjuefni að útflutn-
ingur á óunnum fiski, svokölluðum gámafiski, hafi
farið vaxandi þrátt fyrir fögur fyrirheit rík-
isstjórnarinnar um að auka skuli vinnslu á fiski
hér heima.
„Sjávarútvegsráðherrann er að berjast fyrir því
að íslenskt sement sé keypt frá Akranesi en gerir
ekkert í því að hefta útflutning á óunnum afla, sem
betur væri kominn í okkar hendur til að skapa at-
vinnu á Íslandi,“ segir Jón Steinn, og bætir við að
óheftur útflutningur valdi fyrirtækjunum miklu
tjóni.
Jón Steinn segir að margar stórar útgerðir
bjóði upp afla sinn á Fjölneti og fyrirtækin innan
SFÚ geti boðið í hann. Gallinn sé bara sá að svo
ströng skilyrði séu sett um kaupin að þeir fái aldr-
ei neitt af þessum afla. „Við fiskkaupendur, sem
rekum okkar fyrirtæki og höldum uppi vinnu fyrir
fólkið í landinu, höfum ekki tök á að bjóða í þennan
fisk. Útlendingar fá þetta upp í hendurnar óviktað
og geta á sama tíma verið að keppa við okkur um
það magn sem kemur á fiskmarkaðina.“ Hann
segir að viðskipti á fiskmörkuðum fari fram á net-
inu og því sé auðvelt fyrir útlendinga að bjóða í
fiskinn, hvar sem þeir eru staddir í heiminum.
Strandveiðar voru jákvætt skref
Formaður SFÚ segir að afli strandveiðibátanna í sumar hafi skilað sér vel inn á fiskmarkaðina
Gagnrýnir sjávarútvegsráðherra fyrir að beita sér ekki gegn óheftum útflutningi á óunnum afla
Í HNOTSKURN
»Strandveiðarnar hófust íjúní og þeim lýkur um
mánaðamótin. Aðeins eru
tveir veiðidagar eftir, sunnu-
dagur og mánudagur.
»Heimilt var að veiða alls3.955 tonn af þorski. Í gær
var búið að veiða 3.286 tonn.
Einnig höfðu bátanir veitt 540
tonn af ufsa.
»Alls fengu tæplega 600bátar leyfi til strandveiða,
sem var miklu meiri fjöldi en
áætlað var.
Jón Steinn Elíasson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
VÍSITALA neysluverðs í ágúst
hækkaði minna en margir bjuggust
við. Hækkunin nam 0,52% sem hefur
í för með sér að verðbólgan síðast-
liðna tólf mánuði er 10,9%. Hefur
verðbólgan ekki verið minni frá því í
mars í fyrra, en þá mældist tólf mán-
aða verðbólga 8,7%. Í síðasta mánuði
var verðbólgan 11,3%.
Þrátt fyrir að verðbólgan nú sé
ívið minni en flestir gerðu ráð fyrir
er hækkunin á milli júlí og ágúst
engu að síður veruleg, að mat Ólafs
Darra Andrasonar, hagfræðings Al-
þýðusambands Íslands. Segir hann
að tæplega 11% verðbólga sé veru-
legt áhyggjuefni.
„Það jákvæða er að verðbólgan er
á niðurleið,“ segir Ólafur Darri.
„Hins vegar spáðum við [ASÍ] því
fyrr á árinu að verðbólgan myndi
ganga hraðar niður. Það sem setur
strik í reikninginn er veiking krón-
unnar. Stóra
áhyggjuefnið er
að krónan er
miklu veikari en
vonir stóðu til og
hún hefur verið
að veikjast áfram.
Stærsta verk-
efnið er því
hvernig hægt er
að snúa þessari
þróun við.“
Ólafur Darri segir að veiking
krónunnar hafi mjög mikið að segja
fyrir heimilin og fyrirtækin í land-
inu, því reikna megi með að um 40%
af veikingu krónunnar komi beint
inn í verðlagið fljótlega á eftir. „Á
meðan við náum ekki tökum á veik-
ingu krónunnar sjáum við því verð-
bólguna ekki ganga nógu hratt nið-
ur. Það þýðir að vextirnir eru háir og
verðbólgan leggst þungt bæði á
heimilin og fyrirtækin. Stóra málið
er því hvernig hægt er að auka trú-
verðugleikann og styrkja krónuna.“
Útsölulok vega þungt
Verð á fatnaði og skóm er sá ein-
staki liður sem mest áhrif hefur á
hækkun vísitölu neysluverðs á milli
júlí og ágúst, en verðið hækkaði um
5,9%. Þar vegur þyngst að útölum er
lokið í mörgum fataverslunum, að
því er fram kemur í tilkynningu
Hagstofunnar. Næstmest áhrif hef-
ur hækkun á eldsneytisverði um
3,5% milli mánaða. Hins vegar hefur
4,4% lækkun á verði bifreiða áhrif til
lækkunar á vísitölunni. Það á einnig
við um kostnaðarlækkun eigin hús-
næðis sem stafar af lækkun á mark-
aðsverði húsnæðis og lækkun á
raunvöxtum.
Veiking krónunnar
hefur umtalsverð áhrif
Verðbólgan hefur þó ekki verið minni síðan í mars í fyrra
Morgunblaðið/ÞÖK
Skuldir Vísitala neysluverð hefur hækkað um rúmlega fjórðung á tveimur árum og verðtryggðar skuldir þar með.
2E
) ="
& )>
B B /
<
5
7
J
;$,
95
<
6
"B $
N
$
N
$
*
7
)$
&B
GH)
!
!
!
$
$
!
$!
$
!
$
!
!
!
!
Ólafur Darri
Andrason
EFTIRSTÖÐVAR verðtryggðra
lána halda áfram að hækka. Tæp-
lega 11% verðbólga á einu ári, frá
því í ágúst í fyrra til sama mánaðar í
ár, hefur í för með sér að verðtryggt
íbúðalán sem stóð til að mynda í 20
milljónum króna fyrir ári er nú kom-
ið yfir 22 milljónir. Árið áður hækk-
aði höfuðstóll verðtryggðra lána
reyndar enn meira, því á tólf mánaða
tímabili frá ágúst 2007 til sama mán-
aðar í fyrra hækkaði neysluverðs-
vísitalan um tæp 15%.
Á þessu tveggja ára tímabili, frá
ágúst 2007 til ágúst í ár, hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 27%,
eða rúmlega fjórðung. Eftirstöðvar
verðtryggða lána hafa hækkað sam-
svarandi á þessu tímabili.
Fyrir tveimur árum voru að-
stæður í þjóðfélaginu allt aðrar en
þær eru nú. Fasteignaverð var þá í
hæstu hæðum og eftirspurn mikil
auk þess sem aðstæður á vinnu-
markaði voru góðar. Nú hefur fast-
eignamarkaðurinn hins vegar nán-
ast hrunið og atvinnuleysi er með
mesta móti. Umtalsvert hefur dreg-
ið úr launahækkunum á vinnumark-
aði sem kemur fram í minni breyt-
ingum á launavísitölunni. Það sem
hins vegar er meira um vert er að
verulega hefur dregið úr kaupmætti
launa. Hann hefur farið samfellt
minnkandi undanfarna mánuði.
Þetta má sjá á teikningunni hér að
ofan. Þar er sýnd vísitala neyslu-
verðs frá árinu 2005, launavísitalan á
sama tímabili og vísitala kaupmáttar
launa.
Erfiðleikar aukast
Ekki er við öðru að búast en að
greiðsluerfiðleikar fólks aukist við
núverandi aðstæður. Þetta hefur
komið fram í aukinni ásókn í þau úr-
ræði vegna greiðsluerfiðleika sem í
boði hafa verið hjá lánastofnunum,
til að mynda hjá Íbúðalánasjóði,
fjölgun umsókna um aðstoð Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna og í
auknum vanskilum. Með sama
áframhaldi má reikna með að staðan
versni enn.
Skuldir aukast og
kaupmáttur minnkar
' . /
!
"#$
0
0
/
/
B
O