Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 29
vini og félaga erfið raun að sætta okkur við að þú skulir langt fyrir aldur fram hrifinn brott frá okkur, sárt að sjá þig lúta í lægra haldi fyrir illskeyttum andstæðingi, þrátt fyrir einstaka og hetjulega baráttu. Æskuvinur frá því í barnaskóla, hefur kvatt þetta jarð- líf. Vináttubönd okkar rofnuðu ekki þrátt fyrir 17 ára fjarveru mína erlendis. Það var eins og við hefðum aldrei skilið þegar ég kom aftur. Minningarnar hrannast upp en við höldum okkur við síðara tíma- bilið. Samverustundirnar okkar og Gísla og Gunnars voru steyptar í sérstakt mót og ekki síst ferðirnar okkar verða í minnum hafðar þar sem aldrei bar skugga á. En nú vantar stóra hlekkinn og verður erfitt að hugsa um „skrepp“ í lengri eða skemmri tíma án hans. En við sem eftir erum höfum minningarnar til að hjálpa okkur að taka næstu skref, og höldum ut- an um hvert annað og ekki síst Gísla okkar þar sem sorgin er dýpst. Jákvæðni þín og hugarró í þín- um miklu veikindum er okkur sem hjá þér dvöldum gott veganesti til að takast á við sorgina. Á þessum tíma eru mér tvær spurningar sem þú fékkst oft efst í huga „Hvernig hefurðu það?“ svar; „Bara fínt.“ „Hvað er að frétta“? svar: „Allt gott.“ Þetta kallast æðruleysi á háu stigi. Við leiðarlok gjörir maður sér grein fyrir því hversu ofurdýrmæt manni eru kynni af slíkum öndveg- ismanni sem þú varst. Við munum sakna þín og halda okkar tetímum áfram þér til heiðurs og okkur til ánægju. Megi Guð og allar góðar vættir vera með Gísla, aldraðri móður hans, syni þínum Erlendi Viðari og fjölskyldu hans. Hinsta vina kveðja, Helga og Gunnar. Það voru sorgarfréttir sem við fengum fyrir stuttu þegar besti fjölskylduvinur okkar fékk dóm um að hann ætti aðeins eftir að lifa í fáeinar vikur. Þennan dóm fékk Indriði stuttu eftir að hann hafði verið í Osló þar sem hann kíkti meðal annars í heimsókn til Gunn- ars. Það er sorglegt að hugsa til þess eftir á að maður veit aldrei hvenær maður hittir einhvern í síðasta skiptið. Í tilfelli Gunnars var það þegar hann bauð Indriða í vöfflur og þegar ástvinur fellur frá verða hversdagslegir atburðir eins og kaffiboð hugljúf minning. Foreldrar okkar höfðu þekkt Indriða lengi, sérstaklega móðir okkar sem var gömul skólasystir hans úr Keflavík. Við bræður kynntumst Indriða fyrst að ráði á fullorðinsárum á „Vellinum“. Allir sem unnu hjá Kananum fóru fyrr eða síðar í mötuneytið þar sem Indriði réð ríkjum. Gunnar vann hjá honum í sumarafleysingum og Eiríkur kom við sem daglegur matargestur á sumrin. Indriði veitti okkur báðum tækifæri og að- stoðaði eins og hann gat við hvers kyns störf, eins og hann gerði fyrir svo marga aðra. „Aumingjagóður“ var oft sagt um hann í gríni en staðreyndin var sú að Indriði var boðinn og búinn til að aðstoða alla sem til hans leituðu. Við nutum þeirrar gæfu að kynnast Indriða bæði sem per- sónulegum vini og samstarfsfélaga. Hann var frábær vinur, hlýr, já- kvæður og hafði frábært skopskyn. Það eru margar stundir sem koma upp í huga okkar þegar við hugs- um til hans. Eiríkur fékk vinnu er- lendis þegar hann var orðinn mjög veikur. Þegar Eiríkur kom í heimsókn spurði Indriði hvort búið væri að kaupa flugmiðann. Eiríkur kvað svo vera. Þá sagði Indriði okkar: „One way and no return“ hann hélt skopskyninu fram á síðustu stundu. Hans verður sárt saknað og við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til Gísla og fjölskyldunnar. Eiríkur Jóhann og Gunnar Freyr Gunnarssynir. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Vinur okkar Baldur Ólafsson hefur nú fengið hvíldina eftir langt og strangt sjúk- dómsferli. Við kynnt- umst Baldri fljótlega eftir að við fluttumst til Akraness árið 1955. Í gegnum skátastarfið var Baldur óspar á tíma sinn þegar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum. Samvinna okk- ar var mikil og vann Baldur drjúgt starf að málefnum sjúkrahússins og framkvæmdum við það. Baldur tók kvikmynd af skurðaðgerð Páls sem tókst mjög vel og hefur auð- veldað kynningu á slagæðaaðgerð- um. Baldri var margt vel gefið, meðal annars fallega söngrödd og söng hann oft einsöng með karla- kórum á Akranesi. Vinskapur fjölskyldna okkar hefur haldist til þessa dags og samgangur ætíð verið mikill. Þeim fækkar óðum vinum okkar á Akra- nesi en minningarnar geymum við og þökkum liðnar samverustundir. Við hjónin flytjum Ragnheiði og börnum innilegar samúðarkveðjur. Páll Gíslason og Soffía Stefánsdóttir. Starfsfólk heilbrigðisráðuneytis- ins kveður í dag kæran samstarfs- mann til margra ára. Baldur Ólafs- son lét af störfum sem deildarstjóri fasteignamála fyrir nokkrum árum eftir langan og góð- an starfsferil. Það myndaðist gjarnan spenna og eftirvænting þegar dró að morgunkaffi í ráðu- neytinu. Baldur hafði aðstöðu í ná- lægri byggingu en gekk yfir og settist alltaf á sama stað við enda borðs í kaffiherbergi. Þegar honum var ljóst umræðu- efnið gaf hann álit sitt í skýrum og afgerandi orðum, gjarnan þannig að það ögraði viðstöddum hæfi- lega, vakti kátínu þeirra sem þekktu hann en öðrum varð orða fátt. Engin voru þau mál að Baldur hefði ekki sterka skoðun á málinu og var þá engum hlíft, hvorki ráð- herrum né öðrum. Vegna afger- andi skoðana sinna á stöðu kynjanna var Baldur sjálfkjörinn jafnréttisfulltrúi starfsmanna. Fyrir mörgum var Baldur hrjúf- ur en þeir sem þekktu hann kynnt- ust fljótt hans innra manni, vel menntuðum í byggingatækni, vel að sér í sögu landans, vönduðum tónlistarunnanda, fyrrum stórten- ór en ekki síst var grunnt á að- dáun og elsku hans á allri fjöl- skyldunni, frá eiginkonu til yngstu afkomenda, sem hann lýsti stoltur með eigin orðavali. Baldur var vandaður starfsmaður, hann kunni afar vel allan þann málaflokk sem honum var falinn, þekkti hverja einustu byggingu sem heyrði undir ráðuneytið, byggingasögu, lýsti átökum um fjármögnun og að hans mati oft yfirspenntum væntingum heimamanna eða stjórnenda víða um land. Mörg flókin vandamál þessu tengd leysti Baldur á sinn hátt, svo allir máttu sáttir sitja. Öllu var haldið til haga með mikilli reglusemi. Baldur Ólafsson ✝ Baldur Ólafssonfæddist á Akra- nesi 13. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 12. ágúst sl. og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 21. ágúst. Þessi verkefni kröfðust mikilla ferðalaga, hann ók oftast eigin bílum af vandaðri tegund og spilaði klassíska tón- list svo undir tók í sveitum. Stansaði gjarnan á heiðar- brúnum, leit yfir landið og fékk sér frískt loft. Eftir að Baldur lét af störfum hélt hann góðu sam- bandi við vinnustað- inn, leit oft inn og það spurðist eins og eldur í sinu ef Baldur var í húsinu, fólk þyrptist að og naut að heyra kjarnyrta skoðun hans á helstu málefnum líð- andi stundar. Starfsfólk heilbrigð- isráðuneytisins þakkar Baldri Ólafssyni langt og ánægjulegt sam- starf á þessari kveðjustund og sendir öllum ættingjum hans inni- legustu samúðarkveðjur með von um styrk í því mikla tómarúmi sem hann skilur eftir sig. Minning um sterkan persónuleika og góðan fé- laga mun lengi lifa. Fyrir hönd starfsfólks heilbrigðisráðuneytis- ins, Sveinn Magnússon. Ég kveð vin minn, Baldur Ólafs- son, og með þessum orðum vil ég þakka fyrir samfylgdina og vinátt- una í gegnum tíðina. Það rifjast upp sú stund þegar hann réð mig til starfa hjá Framkvæmdasýslunni fyrir rúmum tuttugu árum. Ég var nýkomin með stúdentspróf og ákvað að taka mér smá-hlé frá námi og fara að vinna. Baldur reyndist mér einstaklega vel og ég lærði margt hjá honum á þessum tíma. Hann hvatti mig eindregið til að halda áfram námi. Sjálfur var hann áhugasamur um hagfræði og við spjölluðum saman um það. Þegar ég dreif mig í háskóla veitti hann mér hvatningarverðlaun eftir fyrstu prófin. Ég kom í jólafríum og vann með honum. Hann hafði sérstaklega gaman af því að láta mig hafa krefjandi verkefni sem ég taldi mig oft ekki ráða við á þeim tíma, en alltaf hafði Baldur trú á mér. Hann var vinnusamur maður og kenndi mér margt á þessum fyrstu starfs- árum mínum. Hann kynnti mig gjarnan fyrir fólki með þeim orðum að hann hefði nú alið mig upp. Svo vel stóð hann sig í uppeldishlut- verkinu á þessum árum, að þegar ég var að kynnast Svanberg, sem síðar varð maðurinn minn, vildi hann fá að hitta þennan unga mann og fór ég með Svanberg í sérstaka kynningarheimsókn til Baldurs. Leiðir okkar lágu aftur saman nokkrum árum síðar þegar ég fékk starf í heilbrigðisráðuneytinu. Það var góð tilfinning að byrja á nýjum stað og vita af Baldri þar. Mikið var líka notalegt að koma upp á Skaga í heimsókn til Baldurs og Ragnheiðar, móttökurnar svo hlýjar hjá þeim báðum. Ég mætti með fjölskylduna til þeirra sem einnig hafði orð á því hvað það væri gott að koma til þeirra. Ég er þakklát fyrir vináttu Baldurs í gegnum árin og fyrir gott veganesti inn í lífið. Elsku Ragnheiður, Ása, Gyða, Óli og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur innilega samúð mína. Ásta Rósa Magnúsdóttir.                          ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÓLAFSSON frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 16. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Áskirkju. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hans. Anna Ólöf Björgvinsdóttir, Jón Reynir Eyjólfsson, Oddný Hrönn Björgvinsdóttir, Gunnar Magnús Gröndal, Bryndís Dagný Björgvinsdóttir, Guðbrandur Þór Þorvaldsson, Guðlaug Björgvinsdóttir, Halldór Halldórsson, Jón Stefán Björgvinsson, Ingibjörg H. Kristjánsdóttir, Guðmundur Már Björgvinsson, Júlíana Þorvaldsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Svala Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ SIMON DE HAAN vélstjóri, Merkilandi 10, Selfossi, lést þriðjudaginn 25. ágúst. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 2. september kl. 13.30. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hand- og lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Erna Sólveig og Sigurjón, Akke og Frank, Matthías Örn, Sigurveig og Böðvar, Judith og Ate, Jakob Ágúst, Sitze, Aðalheiður Ágústa og Ellen Inga, Rakel Ingibjörg og Jónína. ✝ Frænka mín, GUÐNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36, Reykjavík, lést þriðjudaginn 25. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. september kl. 13.00. Gunnvör Valdimarsdóttir, Jóhann G. Sigfússon, Ragna, Alda Sif, Þorsteinn, Þórgunnur og fjölskyldur. ✝ Eiginmaður minn, stjúpsonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN BRODDASON, Lágholti 2b, Mosfellsbæ, lést mánudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju í Reykjavík þriðju- daginn 1. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaheill. Guðríður Steinunn Oddsdóttir, Friðrika Gestsdóttir, Vin Þorsteinsdóttir, Daníel Karl Ásgeirsson, Daði Þorsteinsson, Maria Helen Wedel, Oddur Broddi Þorsteinsson, Stefán Broddi Daníelsson, Eir Lilja Daníelsdóttir, Sunna Daðadóttir Wedel. ✝ Eiginmaður minn, INGVI SIGURÐUR INGVARSSON fyrrv. ráðuneytisstjóri og sendiherra, Þorragötu 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 26. ágúst. Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.