Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Það verður ákveðið tyrkneskt þema hjá Stuðmönnum, enda er ég nýkominn frá Tyrklandi. 39 » BIÐRÖÐ myndaðist í miða- sölu Íslensku óperunnar þeg- ar hún var opnuð kl. 14 í gær, en þá hófst miðasala á óp- eruna Ástardrykkinn, sem frumsýnd verður 25. október. Símalínur voru allar rauðgló- andi og fjöldi manns stóð í biðröðinni eftir að festa sér miða. Að sögn starfsmanna Óperunnar seldust þúsund miðar á tveimur klukkutímum, enda takmark- aður miðafjöldi í boði. Alls verða átta sýningar á Ástardrykknum, en höfundur hennar er ítalska tónskáldið Gaetano Donizetti. Í aðalhlutverkum verða Dísella Lárusdóttir, Garðar Thór Cortes og Bjarni Thór Kristinsson. Tónlist Örtröð í miðasölu Íslensku óperunnar Íslenska óperan BLÓMSTRANDI dagar standa nú yfir í Hveragerði. Í kvöld kl. 20.30 heldur Hinn ís- lenski þursaflokkur tónleika í Hveragerðiskirkju á vegum þessarar menningarhátíðar bæjarbúa. Forsala miða er á Bókasafni Hvergerðisbæjar. Meðal annarra viðburða á hátíðinni má nefna sýninguna Andans konur í Listasafni Ár- nesinga, þar sem sýnd eru verk eftir Gerði Helga- dóttur og Nínu Tryggvadóttur og tónlistarhátíð á sunnudag kl. 17 í Þinghúsinu, þar sem saga lista- manna sem hafa dvalið í Hveragerði frá 1940 til dagsins í dag er rifjuð upp í tali og tónum á leik- rænan máta. Tónlist Þursarnir blómstra í Hveragerði í kvöld Þursar Í DAG verður opnuð ljós- myndasýning Lisu K. Blatt, Öfgar heimskaut- anna, í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ár- ið 2008 dvaldi Lisa á Suðurskautslandinu um tveggja mánaða skeið en hún hlaut styrk úr verkefnisáætlun sem listamenn og rithöfundar fá úthlutað úr á vegum ríkisvísindasjóðs Suðurskautslandsins. Sýningin er afrakstur dvalarinnar og dregur upp mynd af viðkvæmri fegurð suðurskautsins og sýnir hversu mikla þýðingu það hefur fyrir áframhaldandi bú- setu manna á jörðinni. Ljósmyndir Öfgar heimskaut- anna í Skotinu Ein af myndum Lisu Blatt. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is AKUREYRARVAKA verður haldin í áttunda sinn um helgina, og markar hún lok Listasumars á Akureyri. Einn af stærstu viðburðunum á vökunni verður óperusýning í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun og sunnudag kl. 15. Þar verða sýndar ein- þáttungsóperurnar Biðin eftir Mikael Tariverdiev og er það frumflutningur óperunnar hér á landi, og Síminn eftir Giancarlo Menotti, sem hefur nokkrum sinnum áður verið flutt á Íslandi. Alexandra Chernyshova, ópersöngkona á Hofs- ósi, átti hugmyndina að óperuuppfærslunni. Rakhmaninov vakti heimþrá – og hugmynd „Ég hef aldrei sungið í einmenningsóperu, en mig hefur lengi langað til þess,“ segir Alexandra. „Mig hefur líka lengi langað til þess að setja upp Símann eftir Menotti, en tækifærið kom ekki þar til nú, vegna þess hvað ég hef mikið að gera.“ Í vor gaf Alexandra út plötu, þar sem hún söng lög eftir Rakhmaninov. Alexandra, sem er frá Úkraínu, kveðst hafa fengið mikla heimþrá þegar hún æfði lögin. „Þá datt mér í hug öll fallega tón- listin sem ég hef heyrt eftir Mikael Tariverdiev en aldrei sungið. Það rifjaðist líka upp að hann samdi einmenningsóperu sem ég hafði heyrt á plötu en aldrei séð. Hún heitir Biðin. Tónlistin er ofboðs- lega falleg, en verkið er um sterka konu sem hefur allt til alls í lífinu; allt sem allar konur myndu vilja hafa – nema ástina. Hún þráir ástina og verður viðkvæm. Ég fann að mig langaði til að syngja þessa óperu, ekki síst vegna þess að í þessum heimi eru margir í hennar sporum, einmana og ástlausir. Óperan er bæði falleg og nútímaleg.“ Persónulegur áfangi að takast á við nýtt Alexandra segir óperurnar gjörólíkar og stóran persónulegan áfanga fyrir sig að takast á við þær. Síminn eftir Menotti er samin fyrir tvær persón- ur, karl og konu, og með henni þar syngur Mich- ael Jón Clarke karlhlutverkið. „Ég var áður búin að tala við Daníel Þor- steinsson píanóleikara á Akureyri og Michael; ég hafði kynnst þeim og langaði að vinna með þeim, því þeir eru frábærir tónlistarmenn. Ég bað þá að vera með og þeir voru til í það, og ég er mjög ánægð með það. Daníel spilar með á píanóið og leikstjóri sýningarinnar er Aðalsteinn Bergdal.“ Stjórnar skóla, óperu og kór Alexandra hefur ótrúlega mörg járn í eldinum. Hún er hámenntuð í söng og var einn af aðal- söngvurum óperunnar í Kiev áður en hún fluttist til Íslands. Hún er líka spænskukennari. Í Skagafirðinum er hún listrænn stjórnandi Óp- eru Skagafjarðar, og rekur sinn eigin söngskóla. Síðasta vetur var hún með 35 söngnemendur bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Þá stjórnar Alexandra kórnum Draumaröddum norðursins, en í honum eru rúmlega 50 stúlkur úr Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Þetta er stúlknakór Norðurlands vestra og er samstarfsverkefni Söngskóla Alex- öndru og tónlistarskólanna í Austur-Húnavatns- sýslu og á Hvammstanga. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt og spennandi.“ Óperusýningin verður tekin upp í Iðnó 4. og 5. september og aftur í Miðgarði 19. september. „Ofboðslega falleg tónlist“  Tvær einþáttungsóperur sýndar á Akureyrarvöku  Alexandra Chernyshova frumflytur Biðina eftir Tariverdiev  „Stór persónulegur áfangi“ segir söngkonan Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „OPNUNIN gekk ljómandi vel og það kom mér á óvart hvað hún var vel sótt,“ segir Úlfur Grönvold, myndlistarmaður í Kling og Bang, en galleríið er þátttakandi í listahátíðinni Hamborg Subvision sem opnuð var í fyrra- kvöld. Fjórir listamenn, Eyrún Sigurðardóttir, Bjarni Massi, Unnar Örn og Huginn Arason, sýna þar fyrir Kling og Bang. Hátíðin er haldin við höfnina í Hamborg á svæði sem er í mikilli uppbyggingu. Sýnt er í gámahverfi sem arkitektinn Simon Putz hann- aði. Úlfur segir mikla umræðu hafa verið úti um sýninguna, sérstaklega vegna staðsetn- ingar hennar, í gámum mitt innan um rík- mannlegar nýbyggingar. Hátíðin er alþjóðleg en sýningarstjóri er Brigitte Kölle. Bjarni Massi sýnir sérstakt verk í einum af gámum Kling og Bang. „Þetta er mynd sem ég gerði með Íslenska hernum, um Svalvogaveg, sem líka er kallaður Kjaransbraut og liggur frá Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Það var talið kolómögulegt að leggja veg þarna, en árið 1973 byrjaði Elís Kjaran á verkinu óumbeðinn með syni sínum, unglingsstrák. Það tók þá tólf ár að leggja þennan veg til vina sinna. Ég gerði mynd um veginn, og tók líka af- steypu af honum í Dalsdal, en þar er lind sem sprettur upp úr jörðinni á ógnarhraða. Ef maður drekkur úr lindinni áður en fyrsti hrafn flýgur yfir hana að morgni, þá hefur hún lækn- ingamátt. Ég sýni því afsteypu af veginum á sýningunni og myndina, en Sigurður Skúlason las inn á hana bút úr bók sem Elís skrifaði um framkvæmdina. Ég mæli með því að þeir sem fara vestur, fari þessa leið, því hún er stór- brotin og maður finnur sterkt kraftinn í nátt- úrunni,“ segir Bjarni Massi. Hugur í mannskapnum Aðspurður um framtíð gallerísins Kling og Bang segir Úlfur Grönvold að ætlunin sé að halda áfram. „Við gerum þetta af hreinum áhuga. Vinnan við þetta er orðin mjög mikil og alltaf að aukast. Við höfum verið að taka þátt í hátíðum eins og þessari og sýndum til dæmis Sirkus-barinn á Frieze í fyrra. Við höfum verið að reyna að spana hvert annað upp í það að sleppa þessum stóru verkefnum eins og þessu í Hamborg, því höfum ekki úr miklum pen- ingum að spila. Við höfum þó alltaf lag á því að gleyma því og halda áfram, þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir að við vinnum þetta allt í sjálfboða- vinnu.“ Úlfur segir að þrátt fyrir erfiðleika hefði það verið synd að kasta Kling og Bang-nafninu fyrir róða. Það hafi öðlast sess í alþjóðlega list- heiminum. „Í þessum heimi þekkir fólk Kling og Bang vel og veit að það hefur gert áhuga- verða og svolítið „kreisí“ hluti. Ég held að niðurstaðan verði sú að við virkj- um fleiri inn í galleríið, eins og upphaflega var lagt upp með, og halda ótrauð áfram. Það er alla vega hugur í mannskapnum,“ segir Úlfur. Svalvogavegur í útrás Kling og Bang sýnir á hátíðinni Hamborg Subvision Gjörningur Eyrún Sigurðardóttir í Gjörningaklúbbnum var með gjörning við opnunina. PÁLL Baldvin Baldvinsson, einn níu umsækjenda um stöðu þjóðleik- hússtjóra, hefur sent mennta- málaráðherra bréf þar sem hann andmælir áliti þjóðleikhúsráðs um þá sem sóttu um stöðu þjóðleik- hússtjóra. Í bréfinu gagn- rýnir hann m.a. að starf leikhúsráðs sé svo samofið starfsferli sitjandi leikhússtjóra að ef hann er í hópi umsækjanda, eins og nú, sé ráðið vanhæft að fjalla um ráðningu þjóðleikhússtjóra. Í áliti ráðsins um umsækjendur eru allir dæmdir vel hæfir en Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Þor- leifsdóttir lýstar mjög vel hæfar til að gegna starfinu. Gagnrýnir Páll að frekari rökstuðningur fylgi ekki áliti ráðsins til menntamálaráðherra og furðar sig á vinnubrögðum ráðsins sem sá ekki ástæðu til að kalla um- sækjendur í viðtal. Páll óskar eftir rökstuðningi frá ráðinu. Páll fjallar líka um úttekt Ríkis- endurskoðunar á Þjóðleikhúsinu sem kom fram í nóvember 2008. Þar var dregin upp svört mynd af rekstri leik- hússins og furðar Páll sig á því að sá þjóðleikhússtjóri sem hefur borið ábyrgð á rekstrinum síðustu fjögur ár sé talinn mjög vel hæfur þegar litið er til skýrslunnar. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra ætlar ekki að tjá sig um þetta mál fyrr en andmælafrest- urinn er útrunninn, en hann rennur út um helgina. „Þá ætla ég að fara yf- ir þær athugasemdir sem berast en ég hef ekki fengið neitt annað en frá Páli,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við mun- um auðvitað skoða andmæli Páls og meta þau eins og önnur sem berast. Það var gefinn kostur á athugasemd- um og við eigum eftir að sjá hvað þær verða margar og hvað þar kemur fram.“ Spurð hvort hún sjái eitthvað at- hugavert við ráðningaferli þjóðleik- hússtjóra segir Katrín að því ferli sem ákveðið er í lögum sé fylgt. „Svo er bara spurning hvort það sé einhver ástæða til að endurskoða það.“ Páll Baldvin andmælir Álit þjóðleikhúsráðs ekki málefnalegt Páll Baldvin Baldvinsson Akureyrarvaka verður sett í Lystigarðinum í kvöld kl. 20 með opnun sýningarinnar List í garðinum. Dagskráin er viðamikil og fjöl- breytt, með listsýningum, upplestri leikjum, göngum, opnum söfnum, tónlist og dansi. Ítarlegar dagskrárupplýsingar eru á vefnum visitakureyri.is Akureyrarvaka Beðið eftir ást Alexandra Chernyshova í hlut- verki sínu í óperunni Biðinni, eftir Tariverdiev.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.